Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert  AE. Dv  Skonrokk FM909 Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Sýnd kl. 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 5.30. Íslenskt tal. Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð! Sýnd kl. 8. B.i. 16. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna meðal annars besta mynd ársins Sýnd kl. 6.10. Stórbrotin og mögnuð kvikmynd sem enginn Íslendingur má missa af. Opinberun Hannesar Gamanmynd sem er hræðilegt að missa af fyrir alla Íslendinga. Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL Kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Eftir sögu Davíðs Oddsonar i i l . i í HJ. MBL  SV.MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.15. The Rolling Stone SV. Mbl Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið Frumsýnd 9. janúar ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 9. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill GH. Kvikmyndir.com HJ.MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Kl. 8. Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl. tal. kl. 4, 6 og 8. Enskt. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ AKUREYRI kl. 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill KRINGLAN kl. 6. Ísl. tal. Uppáhalds- plata allra tíma? Pixies – Surfer Rosa. Ég eign- aðist þessa plötu á tímabili þegar ég hélt að mér þætti tón- list ekki lengur skemmtileg. Ég var einhverra hluta vegna ekki móttækilegur fyrir því sem ég heyrði í útvarpinu en svo kom þessi plata og bjargaði lífi mínu og hún gerir það enn. Hvaða plötu setur þú á á laug- ardagskvöldi? Á laugardagskvöldum síðustu ára hefur NPK-diskur Ske og Halls Ingólfssonar með tónlist frá Íslenska dansflokknum nán- ast alltaf ratað á spilarann á ein- hverju tímabili. Svo Radiohead, Curtis Mayfield – Superfly, fer eftir stemmningu. Hvaða plötu setur þú á á sunnu- dagsmorgni? Jää Jumalaga Eestimaa – Väik- este Kootspillide Uhing. Ég er ekki viss hvort er titillinn og hvort er flytjandinn. Tvöfaldur diskur sem eistneskur leikari gaf mér í Tallinn árið 2002. Disk- urinn er settur á að frumkvæði sex ára sonar míns sem er harð- skeyttur Geirfuglaaðdáandi og var látinn hlusta á rímur sem kornabarn í vísindaskyni. Þetta eru gömul eistnesk sjómanna- og fylleríslög sungin af dimm- radda karlmönnum sem spila á 100 ára gamlar harmonikur, mandólín, fiðlur og fleira. Þegar börnin leyfa manni ekki að sofa út er ekki annað að gera en að játa sig sigraðan og taka daginn með trompi með espressó og kósakkadansi. Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? Líklega hefur það verið U2 – War sem ég keypti fyrst sjálfur. Dur- an Duran-plötur voru afmælis- eða jólagjafir. Þetta vil ég heyra Andri Snær Magnason …DÓMARI í Las Vegas hefur fallist á kröfu poppstjörnunnar Britney Spears um að ógilda hjónaband sem hún gekk í ásamt vini sínum, Jason Allen Alexander, aðfaranótt laugardags. Í kröfu Spears segir, að hún hafi ekki gert sér grein fyrir gerðum sínum og því hafi hún ekki verið fær um að sam- þykkja giftinguna. Spears og Alex- ander voru því gift í 55 klukkustundir en það tók dómarann aðeins 2 stundir að taka ákvörðun. Hugsanlega er um að ræða stysta hjónaband í sögu Las Vegas. „Það er ekkert hjónaband í gildi,“ sagði David Chesnoff, lögmaður Spears. „Jason var þessu fullkomlega samþykkur. Þau hafa tekið viturlega ákvörðun. Ég veit að þeim þykir vænt hvoru um annað. Þau eru vinir.“ Britney og Jason eru bæði frá sama bænum í Louisiana og eru jafnaldrar, 22 ára. Brúðkaupið fór fram klukkan 5:30 sl. laugardagsmorgun í kapellu í Los Angeles. Chesnoff segir að Spears hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. AP-fréttastofan hefur eftir vini Spears, að henni hafi hins vegar verið brugðið þegar hún vaknaði síð- ar um morguninn og gerði sér grein fyrir því að hún var löglega gift. Alexander segir að þeim Spears hafi dottið í hug að gifta sig fyrr um nótt- ina. „Þetta var algert brjálæði,“ sagði hann við Access Hollywood í gær- morgun. „Og við horfðum á hvort annað og sögðum: Gerum eitthvað brjálæðislegt. Giftum okkur, bara fyrir grínið.“ Í dómkröfu Spears segir m.a: „Áður en þau gengu í hjónaband þekktu stefnandi og stefndi ekki tilfinningar hvort annars, vissu ekki hvort þau vildu eignast börn eða hvar þau vildu búa. Eftir að hafa fengið nánari vitn- eskju um þetta kemur í ljós að þessar langanir eru svo ósamrýmanlegar, að ljóst er að gagnkvæman skilning skorti á ástæðum þess að þau gengu í þetta hjónaband.“ …Shezat Eikem- eier, öðru nafni Shelvis, freistar þess nú að setja nýtt heimsmet í Presley- lagasöng. Shelvis situr nú í glugga í húsnæði útvarpsstöðvar í Hamborg í Þýskalandi og baular Presleylög sem mest hann má og ætlar að gera fram á fimmtudag, 8. janúar, en þann dag hefði Elvis Presl- ey orðið 69 ára hefði hann lifað. Núgildandi met, sem skráð er í heimsmetabók Guinness, er 25 klukkustundir, 33 mínútur og 30 sekúndur …R og B stjarnan Usher gefur út nýja plötu næsta mars og kallast hún Confess- ions. Á meðal uppstökustjóra eru Neptunes og R. Kelly. Usher segist ætla að reyna nýja hluti á þessari plötu, taka skref fram á við til móts við nýja og spennandi heima. FÓLK Ífréttum NÆSTA plata múm mun heita Summer Make Good og kemur hún út í byrjun apríl á vegum Fat Cat Records. Platan er tilbúin, var hljómjöfnuð í desember og eftir það skelltu meðlimir sér í jólafrí. Upptökur fóru m.a. fram í Garð- skagavita. Það mætti halda að múm væri orðin hugfangin af vitum sem ákjósanlegum hljóðverum en síðasta plata, Loksins erum við engin eða Finally We Are No One, sem út kom í fyrra, var að miklu leyti tekin upp í Galtarvita. „Okkur vantaði nú bara húsnæði, í nálægð við Reykjavík,“ segir Gunnar Tynes múm-ari og lýsir þessu sem helberri tilviljun. „Síðan fengum við þetta frábæra hús þarna í Garði og fengum meira að segja að vera þarna í boði bæjarins.“ Plötuna tók sveitin upp með Orra Jónssyni, sem m.a. skipar dúettinn Slowblow ásamt Degi Kára Péturssyni. „Með honum tókum við upp „lif- andi“ hljóðfæraleik á segulband og blönduðum því svo saman við það sem við vorum tilbúin með á tölv- um,“ segir Gunnar. Það eru Örvar Þóreyjarson Smárason og Kristín Valtýsdóttir sem skipa múm ásamt Gunnari en með þeim í upptökum voru þau Ei- ríkur Ólafsson, Ólöf Arnalds og Samuli Kosminen. Þau hafa einnig leikið með tríóinu á tónleikum und- anfarin misseri. „Upptökur gengu bara mjög vel,“ segir Gunnar.„Kannski var þetta helst til mikil törn en það spillti þó í engu fyrir.“ Gunnar á erfitt með svör hvað tónlistina varðar, segir hana mögu- lega vera lágstemmdari en áður. „Við vildum líka fá skítugan hljóm með segulbandinu. Hafa þetta „lif- andi“.“ Suðvestanátt Orri segir að múm-liðar hafi ósk- að eftir samstarfi og það hafi reynd- ar staðið til lengi að gera eitthvað. „Örvar spilaði með mér og Degi á fremur skrautlegum tónleikum í L.A. árið 2000. Svo léku nokkrir múm-liðar með okkur í Slowblow á tónleikum milli jóla og nýárs árið 2002,“ segir hann og rifjar upp kynnin. „Við vorum með allar græjur með okkur í þessu húsi þarna við Garð- skagavita,“ útskýrir hann. „Þetta var stíf törn í sex til sjö vikur og lítið um frí. Þau voru búin að vinna slatta á Pro-Tools og ég kom með sextán rása upptökutæki. Lifandi upptökur voru svo keyrðar saman við tölvu- dæmið. Það sem setti helst strik í upptökurnar var þegar suðvestan- áttin varð sterk. Þá kólnaði tækið mitt og vann hægar. Þá fór allt sam- ræmi á milli tölvanna og lifandi hljóð- færa út um gluggann. Þegar allt var klárt hljóðblönduðum við þetta síðan í Sundlauginni hjá Sigur Rós.“ Orri segir að Slowblow og meðlimir múm hafi verið að rotta sig saman að und- anförnu. M.a. syngur Krist- ín inn á væntanlega Slow- blowplötu, sem út kemur í ár. Hann vill sem minnst segja um tónlistina sem til varð í Garði, hljóðheimur múm hafi þó tekið ein- hverjum óræðum breytingum. Forsmekkurinn að plötunni verð- ur tveggja laga smáskífa með einu lagi af plötunni og einu nýju. Gunn- ar hefur á orði að ekkert eitt lag hafi verið augljóst smáskífulag þannig að þau hafi bara pikkað út eitthvað. Gunnar segir að í apríl taki við fimm mánaða tónleikaferðalag út um allar trissur. Síðar á árinu kem- ur svo út stuttskífa með lagi af plöt- unni og þremur til fjórum nýjum lögum. Þriðja breiðskífa múm kemur út í apríl Sumarið góða arnart@mbl.is LEIÐTOGI Blur, Íslandsvinurinn Damon Albarn (og einn af þeim örfáu sem eru réttnefndir) hefur nýverið sett á laggirnar eigin útgáfu, Honest Jons Records. Er það gert í góðu samstarfi við samnefnda plötubúð í Lundún- um. Damon gaf t.d. út plötu Einars Arnar, Ghostigital á þessu merki og einnig plötu með Terry Hall (Specials, Fun Boy Three, Colourfield) sem hann gerir ásamt as- ísk-innblásnu sveitinni Mushtaq. Rétt fyrir jól kom svo sólóplata Damons, Democrazy. Það er reyndar fullmikið að kalla Democrazy eig- inlega breiðskífu eða hljóðverskífu. Þetta er safn af prufuupptökum („demo“) sem Damon setti á band á síðasta tónleikaferðalagi Blur í Bandaríkjunum sem fram fór fyrr á þessu ári. Oft eru þetta lagabútar, stundum meira en það en öllu þessu er ætlað að gefa mynd af því hvernig lagasmiðurinn Damon, sem þykir einn sá snjallasti í Bretlandi samtímans, grófvinnur hugdettur og hugmyndir. Platan var eingöngu pressuð í 5000 eintökum og gefin út á for- láta, tvöfaldri tíutommu í mjög svo skemmtilegum og frumlegum umbúðum. Albarn er enginn nýgræðingur í sólóvinnu og hef- ur sinnt margs konar vinnu meðfram Blur; heims- tónlistarverkefnið Mali Music t.d., þá hipp-popp sveitin Gorillaz og hann hefur einnig sinnt ýmiskon- ar vinnu við kvikmyndatónlist. Democrazy var tekin upp á hótelherbergjum á fjögurra rása segulband. Lögin eða lagaskissurnar eru fjórtán, einskonar „laga-dagbók“. „Þetta er hráasta „lo-fi“ plata sem gerð hefur verið,“ segir Damon sjálfur um plötuna og hefur reyndar viljað nefna þetta „no-fi“. „Hugmyndin var að hrista aðeins upp í brans- anum. Mér fannst áhugavert að leyfa fólki að heyra ákveðinn þátt í tónlistargerð sem það heyrir eigin- lega aldrei.“ Af Blur er það svo að frétta að það er mikið stuð í þeim her- búðunum, enda nýjustu plötunni víðast hvar verið vel tekið og tónleikaferðalagið er búið að vera giftu- ríkt. Albarn segir bjartsýni nú ríkjandi og þeir fé- lagar stefni ótrauðir á stuttskífu á þessu ári. Mögu- legt er að eitt lag af Democrazy, „Sub Species Of An American Day“ verði þar í breyttu formi. Damon Albarn gerir Democrazy Band-vitlaus arnart@mbl.is www.noisedfisk.com/mumweb/ www.randomsummer.com www.damon-albarn.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.