Morgunblaðið - 07.01.2004, Page 14

Morgunblaðið - 07.01.2004, Page 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA opinbera réttarrannsókn- in á dauða Díönu prinsessu og elsk- huga hennar, Dodi Fayed, sem hald- in hefur verið í Bretlandi hófst formlega í gær. Dánardómstjórinn, Michael Burgess, frestaði hins veg- ar vitnaleiðslum og málarekstri fyrir opnum tjöldum til ársins 2005 sök- um umfangs rannsóknarinnar og þess gífurlega magns upplýsinga sem fara þarf yfir. Upplýsti hann jafnframt að Sir John Stevens, lög- reglustjóri í London, hefði verið beðinn um að rannsaka þrálátan orðróm um að slysið sem dró Díönu til dauða hefði verið af manna völd- um. Fyrirfram var talið ljóst að rétt- arrannsóknin myndi standa í marga mánuði en markmið hennar er að reyna að varpa ljósi á tildrög bíl- slyssins sem olli dauða Díönu og Dodis í París 31. ágúst 1997. Nið- urstaða réttarrannsóknar í Frakk- landi árið 1999 var sú að bílstjórinn Henri Paul, sem einnig lést í slysinu, hefði borið ábyrgð á slysinu en hann hefði bæði verið undir áhrifum áfengis og ekið of hratt. Lengi hafa hins vegar verið á kreiki samsær- iskenningar um að óþekkt öfl hafi verið að verki: að Díana hafi í reynd verið myrt. Faðir Dodis, Moham- med al-Fayed, hefur m.a. haldið slíkum kenningum mjög á lofti. Al-Fayed fagnaði því í gær að haf- in væri rannsókn á dauða Díönu og Dodis og kvaðst vonast til þess að sannleikurinn yrði nú leiddur í ljós. Sagði hann að Díana og Dodi hefðu verið fórnarlömb „hryllilegs morðs“. Bryti Díönu með umtalaða bók Aðeins einn maður lifði bílslysið í París af, Trevor Rees Jones, lífvörð- ur Díönu. Hann hefur jafnan sagt að hann myndi lítið frá hinni örlagaríku nóttu. Fyrir síðustu jól kom út í Bret- landi ævisaga Pauls Burrells, fyrr- verandi bryta Díönu prinsessu, en þar birti hann handskrifaða orð- sendingu frá Díönu þar sem hún segir tiltekinn mann vera að und- irbúa að skemma hemlana á bíl hennar svo hún muni lenda í bílslysi og hljóta alvarlega höfuðáverka eða dauða. Markmiðið væri að ryðja henni úr vegi svo Karl Bretaprins gæti með góðri samvisku kvænst aftur. „Nú er hættulegasta tímabil ævi minnar,“ sagði Díana í bréfinu. Orðsendinguna til Burrels mun Díana hafa skrifað tíu mánuðum áð- ur en hún dó. Nafn mannsins, sem Díana taldi vilja drepa sig, var aftur á móti ekki birt í bók Burrells eða í The Daily Mirror, sem birti kafla úr bókinni áður en hún var útgefin. Í gær tók blaðið hins vegar af skarið og birti nafn mannsins. Mun það hafa verið í óþökk Burrells. „Það var alltaf ætlun mín að gera þetta nafn aldrei opinbert,“ sagði hann. Burrell hyggst þó afhenda Burg- ess, sem stýrir réttarrannsókninni sem hófst í gær, bréfið, að því er fram kom breskum fjölmiðlum. Önnur blöð og fjölmiðlar greindu frá uppljóstrunum Daily Mirror en létu framan af degi vera að birta nafnið af ótta við málsókn. Á heima- síðu Daily Mirror mátti hins vegar lesa allt um að það hefði í reynd ver- ið Karl Bretaprins sjálfur, sem Díana óttaðist að vildi koma sér fyr- ir kattarnef. Fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfar Daily Mirror þegar leið á daginn og birtu nafnið. Ritstjóri Daily Mirror, Piers Morgan, sagði í leiðara í gær að blaðið hefði ákveðið að birta nafn Karls þar sem menn teldu útilokað annað en að það yrði gert opinbert í tengslum við áður- nefnda réttarrannsókn. Engin gögn hafa fundist sem tengja Karl við dauða Díönu og Morgan sagði að þó að hér væri auð- vitað um „algerlega ótrúlegar“ ásak- anir að ræða þá væru þær að sama skapi líklega „fráleitar“. Vísbending um ástand Díönu Sem fyrr segir skrifaði Díana orð- sendinguna í október 1996, tveimur mánuðum eftir að endanlega var gengið frá skilnaði hennar og Karls. Hefur Burrell sagt að á þessum tíma hafi Díana verið á nálum og jafnvel talið að heimili hennar í Kensington- höll væri hlerað. Orðsending hennar gefi til kynna „hvað helst fór um huga hennar síðustu mánuðina sem hún var á lífi“. Orðsendinguna hafi hún afhent Burrell sem „tryggingu“ ef eitthvað slæmt gerðist. Vinir Díönu hafa aftur á móti sagt, ef marka má frétt Daily Mirror í gær, að áður en hún dó hafi hún verið búin að ná sáttum við Karl og að hún hafi óskað þess heitt að þau gætu orðið vinir, en þau Karl og Díana áttu tvo syni saman, þá Will- iam og Harry. Í tengslum við skiln- aðarmál þeirra Karls og Díönu hafði Karl reyndar viðurkennt að hafa haldið fram hjá konu sinni með gam- alli ástkonu, Camillu Parker-Bow- les, en aðeins eftir að ljóst var orðið að hjónabandi þeirra Díönu yrði ekki bjargað. Parker-Bowles er nú ástkona Karls og býr með honum í Clarence- byggingunni í London og í High- grove í Gloucester-skíri. Hún hefur m.a. fylgt honum í heimsóknum hans til annarra landa. Orð Díönu, um að Karl vildi hana úr veginum, til að hann gæti kvænst Parker-Bowles kunna að vísa til mats prinsessunnar á almenningsálitinu í Bretlandi. Díana sögð hafa talið að Karl vildi losna við hana Réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu formlega hafin í Bretlandi London. AFP. ORÐSENDINGIN sem Díana sendi bryta sínum og vini, Paul Burrell, í október 1996 hljóðaði svo, að því er fram kemur í The Daily Mirror: „Nú er hættulegasta tímabil ævi minnar – eiginmaður minn er að undirbúa „slys“ í bílnum mínum, að skemma hemlana á honum svo að alvarlegir höfuðáverkar hljótist af, í þeim tilgangi að ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrir því að hann geti kvænst.“ Í bók Burrells hafði „eiginmaður minn“ verið þurrkað út og Burrell lét ennfremur breyta „hann“ í „Karl“, og hljóðaði síðasti hluti orð- sendingarinnar þá þannig: „að ryðja öllum hindrunum úr vegi fyr- ir því að Karl geti kvænst [á ný].“ „Eiginmaður minn undir- býr slys“ AÐ MINNSTA kosti fimmtán manns, flest þeirra börn, biðu bana og ellefu særðust alvarlega þegar öflug sprengja sprakk í borginni Kandahar í suðurhluta Afg- anistans í gær. Sprengingin varð nálægt hermannaskálum afganskrar sérsveitar sem tekur þátt í leitinni að talibönum og liðs- mönnum al-Qaeda. Um 20 mínútum áður sprakk minni sprengja, sem olli ekki manntjóni, en börn úr nálægum skóla söfnuðust þá saman á staðnum til að forvitnast um hvað væri á seyði. Hamid Karzai, forseti Afganistans, fordæmdi tilræðið og lýsti því sem „villimennsku“. Afganskur hermaður á staðnum sagði að flest fórnarlambanna hefðu verið börn á aldrinum 7-15 ára. Lögreglan hefði handtekið mann, sem grunaður væri um fyrra tilræðið, og hann hefði sagt að fleiri sprengjum hefði verið komið fyrir í borginni. „Þetta var verk talibana. Maðurinn virtist vera einn af liðsmönnum þeirra,“ sagði hermaðurinn. Talibanar voru með höfuðstöðvar í Kandahar áður en hersveitir undir forystu Bandaríkjamanna komu þeim frá völdum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. Fimmtán manns bíða bana í tilræði í Afganistan Flest fórnar- lamba voru börn AP Afganskur hermaður gengur framhjá staðnum þar sem sprengjan sprakk í borginni Kandahar í gær. Kandahar. AFP. Karl Bretaprins og Díana prinsessa á meðan allt lék í lyndi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.