Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 15 NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2004 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA Enska II frh Enska III frh Enska tal og leshópur I Enska tal og leshópur II DANSKA Danska I - II NORSKA Norska I - II Norska tal og leshópur SÆNSKA Sænska I - II Sænska III FRANSKA Franska I Franska I frh. FR tal og leshópur ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh Spænska II Spænska II frh Spænska V ÞÝSKA Þýska I Þýska II ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Verklegar greinar BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir LEIRMÓTUN I Byrjunarnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN II Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA 3 vikna námskeið 9 kennslustundir PAPPÍR MARMORER- AÐUR 1 viku námskeið 8 kennslustundir PAPPÍRSMÓTUN 3 vikna námskeið 12 kennslustundir STAFRÆN MYNDA- TAKA Á VIDEOVÉLAR OG KLIPPING Byrjunar- og framhaldshópur 1 viku námskeið 12 kennslustundir SILFURSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir Saumanámskeið BÚTASAUMUR Grunnnámskeið 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR Framhald 4 vikna námskeið 16 kennslustundir BÚTASAUMSKLÚBBUR 4 miðvikudagar kl. 19:30 Einu sinni í mánuði CRAZY QUILT 4 vikna námskeið 16 kennslustundir FATASAUMUR/BARNA- FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR 10 vikna námskeið 40 kennslustundir SKRAUTSAUMUR - BALDERING 5 vikna námskeið 15 kennslustundir Föndurnámskeið ENGLANÁMSKEIÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ÍKONAGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HURÐARKRANS ÚR BIRKI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir UNNIÐ MEÐ STENSLA 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Tölvunámskeið FINGRASETNING OG RITVINNSLA 8 vikna námskeið 16 kennslustundir INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 viku námskeið 8 kennslustundir WORD OG WINDOWS fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD II 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL FYRIR BYRJ- ENDUR 3 vikna námskeið 20 kennslustundir Matreiðslunámskeið FRANSKIR SMÁRÉTTIR OG BÖKUR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPELT Bakað úr spelti 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPENNANDI BÖKUR OG INNBAKAÐIR VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Garðyrkjunámskeið GRÓÐUR OG GARÐ- RÆKT 2 vikna námskeið 8 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 4 kennslustundir TRJÁRÆKT Í SUMAR- BÚSTAÐALANDINU 1 viku námskeið 4 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, .d. BSRB, BHMR, Efling - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 21. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiðin 7.-16 janúar frá kl. 16-20 í símum 564 1507 og 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla á sama tíma. Frá 21. janúar er skrifstofan opin frá kl. 18-21 Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is • Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt SIMON Trinidad er hæst setti foringi FARC-samtakanna, Uppreisnarhers Kólumbíu, sem stjórnvöldum í Kól- umbíu hefur tekist að handsama í fjörutíu ára sögu borgarastríðsins í landinu. Hann hafði fyrir margt löngu sannað sig á vígvellinum og árið 1999 var hann skipaður í samninganefnd FARC, en á þeim tíma stóðu yfir frið- arviðræður milli stjórnvalda í Kól- umbíu og skæruliðanna. Viðræðurnar fóru út um þúfur í febrúar 2002 og Kólumbíuher hóf aðgerðir gegn FARC á nýjan leik. Simon Trinidad var handtekinn ásamt ástkonu sinni, Lucero, og þrettán ára gamalli dóttur þeirra í borginni Quito í Ecuador á föstudag. Trinidad er sagður hafa séð um fjár- mál FARC og talið er að hann hafi verið á þröskuldi þess að vera boðið sæti í sjö manna herráði samtakanna. Yfirvöld telja Trinidad hafa verið heilann á bak við mannrán og morð á undanförnum árum sem vöktu mik- inn óhug í landinu, þ.m.t. árás á þorp- ið Bojaya í hittiðfyrra sem kostaði 119 manns lífið. Þá er hann sagður hafa komið að ráni og morði á fyrrverandi menningarmálaráðherra Kólumbíu, Consuelo Araujo Noguera, árið 2001. Yfirgaf konu og börn Saga Trinidads er stórmerkileg. Hann var eitt sinn vel stæður banka- maður, átti eiginkonu, börn og heimili í borginni Valledupar og sumarhús í sveitinni. Hálffertugur ákvað Trini- dad hins vegar að segja skilið við þann lífsstíl, fara út í frumskóginn og gerast skæruliði. Frami hans var þar skjótur, hann var fljótur að vinna sig upp í ábyrgðarstöðu í FARC og hann varð aftur ástfanginn, af Lucero sem einnig starfaði með FARC. Nú situr Trinidad í fangaklefa í Bogota og bíð- ur réttarhalda. Líklegt þykir að hann eigi yfir höfði sér sextíu ára fangels- isdóm fyrir fjölda ákærna fyrir morð, mannrán og aðild að hryðjuverkum. Trinidad heitir réttu nafni Ricardo Palmera Pineda og er af vel stæðu fólki kominn. Faðir hans var virtur lögmaður sem stóð vörð um hagsmuni ríkari fjölskyldna í Cesar-héraði, norðarlega í Kólumbíu. Trinidad út- skrifaðist með gráðu í hagfræði frá háskóla í Bogota en sneri aftur til Valledupar og hóf afskipti af banka- málum. Hann og kona hans voru með- limir fínustu klúbbanna í bænum og börn þeirra sóttu bestu skólana. „Gáfaður maður“ Dag einn ákvað Trinidad hins veg- ar að segja skilið við allsnægtirnar og halda út í frumskóginn. Hann sagðist í viðtali við AP árið 1999 hafa viljað „vera nálægt framsæknu fólki sem barðist gegn landeigendunum sem aðeins teldust 10% allra landsmanna en ættu 90% alls lands“. Hann tók gögn með sér úr bank- anum um ríkustu íbúa Karíbahafs- héraðanna og notaði upplýsingarnar sem hann bjó yfir í starfinu með FARC. Umsvif FARC jukust þá til muna á svæðinu, mannrán færðust í aukana, fjárkúgun og launmorð. „Þetta var eitt sinn afar friðsælt svæði,“ segir Hernando Molina, rík- isstjóri í Cesar, en faðir hans var í hópi viðskiptavina föður Trinidads. Mörg fórnarlamba FARC tengdust fjölskyldu Trinidads, þeirri sem hann átti áður en hann gerðist uppreisn- armaður. Neyddust ættingjar hans til að yfirgefa norðurhéruðin af ótta við að verða skotspænir hægri-öfgasam- taka sem halda þar úti starfsemi. Fréttaskýrendur segja að Trinidad muni verja málstað FARC fram í rauðan dauðann og spá því að hann muni litlar upplýsingar gefa yfirvöld- um um starfsemi samtakanna. „Hann er afar gáfaður,“ segir Alfredo Rang- el, framkvæmdastjóri rannsóknar- stofnunar í Bogota. „Hann mun reyna að veita ekki neinar gagnlegar upp- lýsingar sem þó er ljóst að einhver, jafnháttsettur og hann var, býr yfir.“ Einn af leiðtogum uppreisnarmanna í Kólumbíu handtekinn Fórnaði þægilegu lífi fyrir málstaðinn AP Gífurleg öryggisgæsla var þegar Simon Trinidad var fluttur til Bogota. Bogota. AP. FRANSKIR leitarmenn fundu í gær einn „svörtu kassana“ sem geyma flugrita egypsku farþegaþot- unnar sem hrapaði í Rauðahaf á laugardag. Kassinn er hins vegar á svo miklu dýpi að ekki er hægt að ná honum upp með tækjum leitar- mannanna. Talsmaður franska sjóhersins sagði að áætlað væri að svarti kass- inn væri á 600-800 metra dýpi en við leitina væri notaður köfunarþjarki sem gæti aðeins kafað niður á 400 metra dýpi og þyrfti því að útvega annan þjarka sem gæti kafað dýpra. Það gæti tekið um það bil viku. Sex- tán kafarar taka einnig þátt í leitinni og hafa fundið um 60 líkamshluta. 148 manns, flestir þeirra franskir ferðamenn, fórust með þotunni þeg- ar hún hrapaði í hafið skömmu eftir flugtak. Hún var á leiðinni til Par- ísar. Sendiherra Frakklands í Egyptalandi, Jean-Claude Cousser- an, sagði að flest benti til þess að þotan hefði hrapað vegna vélarbil- unar. Flugmálastjóri Frakklands sagði þó í fyrrakvöld að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að um hryðjuverk væri að ræða.  !" # !"$ % "$"&" (     ")*  +                +  )+      +  #   $  ,-  ./   0 (          &&&  12        1   +       +   2 3  , 4 1'&&5,&& 6  7% 4 + %#     / 1    )     #+  8   9    )+ " /+  5/+ +   %& '%&& ()*  +,   - . *        8:;<=35 63>?         Flugriti egypsku þotunnar fundinn Sharm El-Sheikh. AP, AFP. Ekki er hægt að ná honum upp strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.