Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÖGULEGUR ÁFANGI
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, tilkynnti í gær eftir fund með
Atal Behari Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, að þeir hefðu orðið
ásáttir um að hefja í næsta mánuði
formlegar viðræður um ágreinings-
mál ríkjanna, þar á meðal um Kasm-
írdeiluna. Hefur þessum tíðindum
verið fagnað sem sögulegum áfanga
að friði og stöðugleika í þessum
heimshluta.
Lenti með bilaðan hreyfil
Mikill viðbúnaður var hjá slökkvi-
liði og sjúkraflutningamönnum í
gærkvöldi þegar tilkynnt var að
Boeing 777-200 þota United-flug-
félagsins myndi nauðlenda á Kefla-
víkurflugvelli vegna bilunar í hreyfli.
Meðal annars var mikið af sjúkrabíl-
um við Reykjanesbrautina, sem er
hluti af almannavarnaviðbúnaði
vegna nauðlendinga. Vélin lenti
klakklaust á Keflavíkurflugvelli
klukkan 20.15 með 231 farþega og 14
manna áhöfn.
CIA kaupir hugbúnað
Bandaríska leyniþjónustan CIA,
hefur keypt íslenska atferlisrann-
sóknarhugbúnaðinn Theme, sem
Magnús S. Magnússon, for-
stöðumaður rannsóknarstofu um
mannlegt atferli við Háskóla Íslands
hefur verið að þróa sl. 25–30 ár.
Hugbúnaðurinn var hannaður til að
leita að huldum munstrum í mann-
legu atferli og getur hugsanlega
nýst CIA í leit þess að hryðjuverka-
mönnum.
Nefnd um viðskiptalífið
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra ætlar á næstu dögum að
skipa nefnd sem fjalla á um um-
hverfi íslensks viðskiptalífs. Nefndin
á meðal annars að taka fyrir hvernig
bregðast megi við aukinni sam-
þjöppun og með hvaða hætti skuli
þróa reglur þannig að viðskiptalífið
sé skilvirkt og njóti trausts.
Bátur sökk
Mannbjörg varð þegar HÚNI
KE, sex tonna bátur, sökk í gær-
kvöldi 20 sjómílur norðvestur af
Garðskaga. Einn maður var um borð
í Húna og sat hann jökulkaldur á
stefni bátsins sem maraði í hálfu kafi
þegar Sólborgin RE 76 kom að slys-
staðnum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 29
Viðskipti 13 Viðhorf 30
Úr verinu 13 Minningar 30/37
Erlent 14/16 Myndasögur 38
Minn staður 17 Bréf 38
Höfuðborgin 18 Dagbók 40/41
Akureyri 18 Staksteinar 40
Suðurnes 20 Kirkjustarf 41
Landið 21 Íþróttir 42/45
Daglegt líf 22/23 Fólk 46/49
Listir 24 Bíó 46/49
Umræðan 25 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@-
mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@-
mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
LANDSBANKINN og Icelandair
afhentu í gær til Vildarbarna, sjóðs
fyrir langveik börn, afrakstur söfn-
unar á afgangsmynt sem farið hef-
ur fram um borð í flugvélum Ice-
landair frá því í maí á sl. ári. Á
síðasta ári söfnuðust með þeim
hætti rúmlega 5 milljónir króna,
þar af um 3 milljónir í erlendri
mynt.
Ragnhildur Geirsdóttir, formaður
sjóðsstjórnar Vildarbarna, tók við
myntinni ásamt einu vildar-
barnanna, hinum þrettán ára gamla
Daníel Aroni Sigurjónssyni, sem er
á leiðinni í draumaferð sína að
horfa á Liverpool spila um næstu
helgi.
Árangur söfnunarinnar hefur að
sögn talsmanna Icelandair farið
fram úr björtustu vonum og hefur
magn myntar úr söfnuninni orðið
langtum meira en aðstandendur
hennar höfðu gert ráð fyrir. Mynt-
inni er safnað í sérstök umslög í
sætisvösum véla Icelandair og
taka flugfreyjur og flugþjónar fé-
lagsins á móti umslögunum. Sam-
tals bárust tæplega 15 þúsund um-
slög á tímabilinu en Landsbankinn
hefur síðan tekið á móti myntinni
sem fjárgæsluaðili sjóðsins.
Erlenda myntin er að lang-
stærstum hluta í evrum, dollurum
og sterlingspundum, en einnig
hefur borið á mynt frá fjarlægari
löndum t.d. Kína, Ástralíu, Ind-
landi og Suður-Afríku.
Afhentu
Vildarbörn-
um 5 millj-
ónir í mynt
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá afhendingu myntarinnar, f.v. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður
Landsbankans, Daníel Aron Sigurjónsson, eitt af sjö vildarbörnum, Ragnhildur
Geirsdóttir, stjórnarformaður Vildarbarna, Peggy Helgason, sem situr í stjórn
Vildarbarna, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða.
MIKIL ásókn er í að komast inn á
Sjúkrahúsið Vog þessa dagana og
myndast því einhver biðtími í sumum
tilfellum en Þórarinn Tyrfingsson, yf-
irlæknir á Vogi, segir að gera megi ráð
fyrir að jafnvægi verði aftur komið á
eftir tvær til þrjár vikur.
Þórarinn segir áberandi hvað marg-
ir séu að koma í fyrsta sinn í meðferð á
Vog. „Við tökum á móti á milli 2.300 og
2.400 komum á ári en þessa dagana
fáum við 10 til 12 manns á dag og
margir leita sér meðferðar í fyrsta
sinn,“ segir Þórarinn. „Það sem ein-
kennir ástandið er að það er meira af
fólki sem hefur aldrei verið í meðferð
áður.“
Fá yfirleitt pláss innan vikutíma
Þeir sem koma í fyrsta sinn hafa
ákveðinn forgang. Að sögn Þórarins
myndast biðtími fyrst og fremst hjá
karlmönnum sem hafa verið í meðferð
á undanförnum tveimur árum en yf-
irleitt ættu þeir að fá pláss innan viku-
tíma og því séu þeir ekki á biðlista.
Hins vegar geti fjöldi þessara endur-
komumanna verið talsverður og sér-
staklega á þessum tíma.
Þórarinn segir að sveiflurnar í kom-
um hafi verið meiri áður en nú sé meiri
stöðugleiki. Samt sem áður myndist
kúfar eftir áramót og eftir sumarleyfi á
haustin. „En rennslið er jafnt og mik-
ið,“ segir hann og bætir við að það sé
ekki vandi að taka við fólki. „Vandinn
er að veita fólki þá þjónustu sem það
þarf eftir að það er komið inn.“ Í því
sambandi nefnir hann þörf fyrir meiri
félagslegan stuðning, meiri endurhæf-
ingu varðandi geðheilsuna, sálfræði-
þjónustu og ýmsa þjónustu sem þurfi
að fylgja í kjölfarið eftir að búið sé að
komast yfir mestu veikindin.
Margir vilja í með-
ferð og Vogur fullur
ÁSTAND telpunnar, sem fékk
skot úr riffli í sig í fyrrakvöld, var
stöðugt í gærdag. Hún var enn á
gjörgæslu Landspítala – há-
skólasjúkrahúss við Hringbraut.
Þorsteinn Stefánsson, sérfræð-
ingur í gjörgæslulækningum,
segir hana vera vakandi. Að öðru
leyti geti hann ekki tjáð sig um
frekari bata að sinni.
Telpan er níu ára gömul og var
í félagi við þrettán ára stúlku að
handfjatla riffil á heimili þeirra á
Hallormsstað á Héraði þegar
skot hljóp af. Slasaðist hún alvar-
lega og var í lífshættu. Var flogið
með hana frá Egilsstöðum til
Reykjavíkur þar sem hlúð var að
henni á gjörgæsludeild LSH við
Hringbraut í fyrrinótt.
Lögreglan á Egilsstöðum fer
með rannsókn málsins. Þær upp-
lýsingar fengust í gær að ekki
væri vitað um tildrög slyssins en
það yrði rannsakað betur þegar
aðstæður leyfðu.
Ástand
telpunnar
stöðugt
ALLAR líkur eru
á að Skáksam-
band Íslands
sendi vaska sveit
manna á Evrópu-
meistaramót öld-
ungasveita, sem
haldið verður í
Dresden í Þýska-
landi í lok febrúar
næstkomandi fyr-
ir skákmenn eldri
en 60 ára.
Þeir sem hafa lýst áhuga á að
taka þátt fyrir Íslands hönd eru
Friðrik Ólafsson stórmeistari, Ingv-
ar Ásmundsson FIDE-meistari og
skákmennirnir Björn Þorsteinsson
og Jón Kristinsson. Allir eru þeir
fyrrverandi Íslandsmeistarar í
skák.
Taka þátt af lífi og sál
Ingvar sagði við Morgunblaðið að
Skáksambandið hefði sent sér er-
indi fyrir jól þess efnis að kanna
grundvöll fyrir þátttöku í Evrópu-
meistaramótinu, sem Íslendingar
hafa ekki tekið þátt í áður, þó að það
hafi verið haldið nokkrum sinnum.
Ingvar sagðist hafa fundið fyrir
áhuga en þetta væri spurning um
fjármögnun ferðarinnar.
Ingvar tók sem kunnugt er þátt í
Heimsmeistaramóti öldunga í lok
síðasta árs og náði þar frábærum
árangri, var lengi vel efstur eða þar
til í síðustu tveimur umferðunum.
Hafnaði hann í níunda sæti, einum
vinningi á eftir heimsmeistaranum.
Tryggði Ingvar sér á mótinu annan
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.
Þá sýndi Friðrik það í fyrra, er hann
lagði danska
stórmeistarann
Bent Larsen í
einvígi í Reykja-
vík, að hann hef-
ur engu gleymt á
taflborðinu.
Björn og Jón eru
sömuleiðis enn að
í skákinni og taka
þátt í nokkrum
mótum árlega af
lífi og sál.
Ingvar sagði að auk þeirra fjög-
urra þyrfti varamann til viðbótar í
sveitina. Að hans sögn mun stjórn
Skáksambandsins fjalla um þátttök-
una á fundi sínum á morgun. Mótið í
Dresden er aðeins sjö umferðir og
fer fram dagana 22. til 28. febrúar.
,,Ef eitthvað verður af þessu þá
verður þetta hin þokkalegasta sveit.
Hún er álíka langt frá toppnum, í
skákstigum talið, og þegar ég hef
verið að tefla á þessum einstak-
lingsmótum. Á góðum degi ættum
við að geta látið til okkar taka,“
sagði Ingvar.
Friðrik
Ólafsson
Jón
Kristinsson
Björn
Þorsteinsson
Ingvar
Ásmundsson
Fjórir fyrrverandi Íslands-
meistarar tilbúnir í slaginn
MIKILL erill var hjá lögreglunni í
Reykjavík og Slökkviliðinu í gær-
kvöldi og þurfti lögreglan t.d. að
sinna átta útköllum milli kl. 10 og 11 í
gærkvöld og kom upp sú staða að
ekki væri slökkviliðsbíll tiltækur en
ekki reyndist þá um alvarleg mál að
ræða.
Eldur kom upp í Húsaskóla sem
talið er að kviknað hafi út frá flug-
eldi. Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn en slökkviliðsmenn voru fram
eftir kvöldi að reykræsta eina skóla-
stofu í skólanum. Kveikt var í blaða-
gámum á allmörgum stöðum í borg-
inni og tilkynnt var um níuleytið að
flugeldur hefði farið inn um glugga í
íbúð á Réttarholtsvegi. Ekkert tjón
mun hafa hlotist af. Þá varð umferð-
aróhapp á Vesturlandsvegi um svip-
að leyti við Mógilsá. Þar var ekið á
þrjú hross. Engin slys urðu á fólki en
tvö hrossanna drápust og það þriðja
hvarf út í myrkrið. Um hálfníuleytið
var tilkynnt að kona hefði slasast á
höfði við þrettándabrennu í Mos-
fellsbæ. Er talið að flugeldur hafi
farið í hana með þeim afleiðingum að
hún skarst á höfði og blæddi tals-
vert.
Erilsamt
hjá lög-
reglunni