Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir íkvöld leikgerð Hilmars Jónssonará vinsælustu skáldsögu MikhaílsBúlgakovs, Meistaranum og Margarítu. Mikhaíl Búlgakov fæddist í Kíef í Úkraínu árið 1891 og starfaði um skamma hríð sem sveitalæknir áður en hann var kvaddur í herinn. Að herskyldu lokinni sneri Búlgakov sér hins vegar alfarið að skrifum og árið 1924 kom fyrsta skáldsaga hans, Hvíta varðliðið, út en í henni byggði hann að miklu leyti á eigin reynslu úr borgarastríðinu. Tveimur árum síð- ar notaði hann skáldsöguna sem grunn að leik- ritinu Dögum Túrbínfjölskyldunnar. Í kjölfarið fylgdu verk á borð við Örlagaegg- in, Hundshjarta og smásagan Morfín, sem gef- in var út 1927 og var síðasta verk Búlgakovs sem gefið var út meðan hann lifði. Verk Búlga- kovs féllu nefnilega í grýttan jarðveg hjá gagn- rýnendum sem sökuðu hann um fjandskap við sovéskt samfélag, enda var hann jafnan óvæg- inn í gagnrýni sinni og stakk á kýlum þjóð- félagsins eins og þau komu honum fyrir sjónir. Árið 1929 var búið að banna öll leikrit hans og bækur hans fengust ekki lengur prentaðar. Talið er að Búlgakov hafi byrjað að skrifa Meistarann og Margarítu árið 1928 og unnið að henni nánast fram á dauðadag árið 1940. Þegar Búlgakov lést, á miðjum Stalínstímanum, var lítil sem engin von til þess að skáldsagan kæm- ist nokkru sinni á prent. En nær fjörutíu árum eftir dauða hans kom sagan loks fyrir sjónir al- mennings þegar hún var birt í mánaðartímarit- inu Moskvu á árunum 1966 og 1967, þá strang- lega ritskoðuð. Það var síðan ekki fyrr en 1973 sem Meistarinn og Margaríta kom út í fullri lengd eins og höfundur hafði skilið við hand- ritið. Atburðarásin í Meistaranum og Margarítu er nokkuð flókin, en hefst á því að skrattinn, eða prófessor Woland eins og hann nefnir sig, kemur til Moskvu ásamt fylgdarliði sínu og set- ur allt á annan endann með því m.a. að fletta of- an af mútuþegum, rógberum og forrétt- indahyski. Flestir þeirra sem lenda í klóm Wolands ýmist hverfa, láta lífið eða verða geð- veikir. Einn þeirra sem lenda á geðveikrahæli er Ívan Nikolajevits sem á hælinu kynnist Meistaranum er skrifaði sögu um Pontíus Píl- atus sem ekki var yfirvöldum þóknanleg. En skáldsaga Meistarans er í leikritinu sögð sam- síða sögunni af veru Wolands og púka hans í Moskvu. Ástkona Meistarans, Margaríta, er frávita af söknuði og Woland býðst til að sam- eina parið á ný ef hún gerist norn og taki að sér gestgjafahlutverkið í veislu hjá sér. Í framhald- inu gerast síðan furðulegir hlutir sem ekki verða raktir ítarlegar hér. Maður verður alltaf að skapa sér verkefni sem maður þorir ekki í Spurður hvers vegna hann hafi ráðist í upp- setningu á Meistaranum og Margarítu núna segir Hilmar Jónsson leikstjóri að saga Búlga- kovs eigi einfaldlega erindi. „Meistarinn og Margaríta er fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg saga og það er alltaf gaman þegar slíkar sögur klingja við þann samtíma sem maður lifir í. Þessi saga, innihald hennar og boðskapur virðist vera eilífur, því í verkinu má finna allt það sem gaman er að kljást við s.s. heimspeki og ást. Svo er líka full ástæða til að færa þetta upp á svið á Íslandi þó ekki væri nema vegna þess það hefur aldrei verið gert áður.“ Nú er saga Búlgakovs full af göldrum og yf- irnáttúrulegum hlutum, það hlýtur að vera ákveðin áskorun fyrir leikstjóra að koma þess- um heimi til skila á leiksviði? „Auðvitað er það nokkur áskorun og margir hlutir sem þarf að leysa, en maður verður alltaf að skapa sér verkefni sem maður þorir ekki í. Vinnan þarf að vera ákveðin áskorun sem mað- ur sér ekki alveg fyrir endann á.“ Líkt og áður hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu þá vinnur þú þína eigin leikgerð upp úr bókinni. Hvað stýrði þessu ferli við að koma verkinu frá bók yfir á svið? „Fyrst verður maður að gera sér grein fyrir hvaða sögu mann langar að segja og koma henni síðan til skila. Þannig velti ég fyrir mér um hvað mér fyndist þetta verk vera og í hvað ég vildi nota það. Sjálfur er ég afar heillaður af þeim heimspekilegu vangaveltum sem finna má í verkinu, t.d. eins og í upphafssenunni þar sem tvær persónur verksins velta fyrir sér til- vist Guðs og halda því fram í samtali við djöf- ulinn að maðurinn stjórni sjálfur örlögum sín- um. Mennirnir eru býsna hrokafullir og mér finnst þessi umræða eiga fullt erindi við okkur í dag, því við erum kannski orðin svolítið hroka- full og vantar einfaldlega meiri auðmýkt. Í fyrri hluta verksins sjáum við hvernig skrattinn afhjúpar spillinguna í borginni og ístöðuleysi manna, sem breyta reglunum eftir smekk, en það lýsir ákveðnu karakterleysi og skorti á siðferði. Inn í þetta blandast svo þessi stórkostlega útgáfa Búlgakovs á píslarsögunni sem rennur samhliða sögunni af heimsókn skrattans til Moskvu. En sögurnar tvær styðja hvor aðra á afar áhrifamikinn hátt. Um miðbik sögunnar tekur síðan við önnur saga á geðveikrahælinu sem er ástar- og harm- saga Meistarans og Margarítu þar sem við fáum að sjá hvernig fór fyrir Meistaranum sem skrifaði bók sem ekki var yfirvöldum þókn- anleg og hvernig honum var refsað fyrir það. Seinni hlutinn fer síðan í að leysa allar þessar sögur sem byrjað er að segja. Auðvitað náum við aldrei utan um alla bókina, en það sem við náum vonandi er að klára þær sögur sem við hefjum og komast að einhverri niðurstöðu und- ir lok sýningarinnar.“ Er þetta ekki óvenju mannmörg sýning hjá ykkur hér í Hafnarfjarðarleikhúsinu? „Jú, í áranna rás höfum við aðeins verið með sex til átta leikara í hverri uppfærslu. Í þessum stóru leikgerðum sem við höfum sett upp, eins og t.d. Grettissögu, hafa alltaf verið mun fleiri persónur en leikarar enda byggist frásagn- araðferð okkar á því að vera með fáa leikara í mörgum hlutverkum og á það einnig við um þessa sýningu núna. En þar sem þetta er að öll- um líkindum síðasta sýning okkar hér í gamla hraðfrystihúsinu langaði okkur að prófa að fylla sviðið af fólki og því fengum við til liðs við okkur hóp hafnfirskra unglinga og blásara úr lúðrasveitinni Svani, þannig að í hópsenunum eru um fjörutíu manns á sviðinu í einu.“ Eins og þú segir er þetta væntanlega síðasta sýning ykkar hér í þessu húsnæði, hvernig til- finning er það? „Hér ríkir mikil eftirvænting enda ætlar Hafnarfjarðarbær af stórleik sínum að útvega okkur nýtt húsnæði. Í áranna rás höfum við sýnt ótal sýningar hér af öllum stærðum og gerðum. Húsnæðið, sem er orðið eldgamalt og hriplekt, hefur aldrei þótt hentugt undir leik- listarstarfsemi enda stóð upphaflega bara til að setja hér upp eina sýningu. En samt hefur hús- ið reynst okkur mjög vel og hérna hafa átt sér stað miklu fleiri ævintýri en maður þorði nokk- urn tíma að láta sig dreyma um. Nú er tímabili Hafnarfjarðarleikhússins í gamla frystihúsinu að ljúka og við tekur nýtt og spennandi tímabil í Smiðjunni,“ segir Hilmar, en þess má geta að Smiðjan er í núverandi húsnæði Byggðasafns- ins sem er við hliðina á Fjörukránni. Leyfum ímyndunaraflinu að njóta sín Kristján Franklín Magnús fer með hlutverk prófessors Wolands og því liggur beint við að spyrja hann hvers konar persóna Woland sé. „Hann er náttúrlega djöfullinn, en samt ekki þessi dæmigerði djöfull sem við sjáum oft í bíó- myndum. Í sögu Búlgakovs birtist Woland meira sem nauðsynlegt afl til að viðhalda ákveðnu jafnvægi milli góðs og ills í heiminum, því, eins og Woland spyr í verkinu, hvað væri hið góða án hins illa?“ Hvernig hefur þú nálgast þennan djöfullega karakter? „Það má segja að hlutverkið hafi bræðst með manni smám saman. Maður reynir auðvitað að kalla eitthvað fram sem býr í manni sjálfum, en síðan hjálpa ýmsir ytri hlutir á borð við bún- inga, augnlinsur og hárgreiðslan manni vissu- lega við að finna karakterinn.“ Hvað heldurðu að það sé við þessa sögu Búlgakovs sem heillar fólk jafn mikið og raun ber vitni? „Það er svo mikið ímyndunarafl, skemmti- legheit og ólíkindalæti að finna í þessari skáld- sögu. Þetta er eitthvað sem virkjar ímyndunar- afl manns þegar maður les bókina og vonandi virkjar sagan einnig ímyndunarafl áhorfenda þegar það sér sýninguna.“ En er ekki flókið að koma þessum heimi sem fullur er af göldrum yfir á leiksviðið? „Jú, það er náttúrlega dálítið vandasamt og það hafa margir ætlað sér að sviðsetja þessa sögu hér á landi síðan hún kom út á íslensku. En einhverra hluta vegna hefur ekki orðið af því fyrr en nú. Vissulega eru ýmsar áskoranir sem blasa við í textanum, en við reynum að leysa þær á einfaldan hátt með meðulum leik- hússins. Í textanum er t.d. talað um að fólk fljúgi, en hér er ekkert loftkerfi og þess vegna ekki hægt að láta leikarana bókstaflega fljúga og því fljúga þeir bara á annan hátt. En áhorf- andinn verður auðvitað að samþykkja það að hann er staddur í leikhúsi og við ætlumst til þess að hann noti eigið hugarflug, enda er mín reynsla að áhorfandinn vill fá að samþykkja það sem fyrir augu ber og vill fá að hverfa inn í söguna. Og það er jú eitt af því skemmtilegasta sem leikhúsið hefur upp á að bjóða, þ.e. að áhorfendur trúa því sem lagt er fyrir þá og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín.“ Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir í kvöld Meistarann og Margarítu eftir Mikhaíl Búlgakov. Af því tilefni ræddi Silja Björk Huldudóttir við Hilmar Jónsson leikstjóra og Kristján Franklín Magnús er leikur myrkrahöfðingj- ann sjálfan sem, ásamt fylgdarliði sínu, kemur til Moskvu þar sem þau setja allt á annan endann. silja@mbl.is Skrattinn kemur í bæinn Ívan Nikolajevits (Erling Jóhannesson) rekst á Hellu, fylgdarkonu kölska (Sólveigu Guð- mundsdóttur) áður en hann er lagður inn á geðveikrahælið þar sem hann hittir Meistarann. Egill Heiðar Anton Pálsson fer með hlutverk Jesú í útgáfu Búlgakovs á píslarsögunni. Morgunblaðið/Sverrir „Í sögu Búlgakovs birtist Woland meira sem nauðsynlegt afl til að viðhalda ákveðnu jafnvægi milli góðs og ills í heiminum,“ segir Kristján Franklín Magnús sem fer með hlutverk Wolands. eftir Mikhaíl Bulgakov. Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikgerð og leikstjórn: Hilmar Jónsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Ljósahönnun: Egill Ingibergsson. Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir. Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir. Leikendur: Kristján Franklín Magnús, Margrét Vilhjálmsdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson, Erling Jóhannesson, Hjálmar Hjálmarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Sólveig Guðmunds- dóttir og Páll S. Pálsson. Meistarinn og Margaríta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.