Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 47
ÞAÐ er sama hvaðan gott kemur og hvernig það er gert. Hvort sem um er að ræða banda- rískar, íranskar, japanskar eða enskar myndasögur; kvenkyns eða karlkyns höfunda; svart/hvítt eða litskrúðugt myndmál; texta- lausar eða óðamála; gamalt efni á nýjum belgjum eða gljáfægðar frumraunir. Gæði myndasagna aukast ár frá ári, samhliða því að myndasagan nýtur stöðugt meira sannmælis en þær hafa hingað til verið álitnar forheimsk- andi barnabókmenntir af þorra fólks. Mynda- söguárið var gjöfult að vanda og ekki heiglum hent að velja úr flórunni. 1. Buddha. Bindi 1 og 2 (af átta) eftir Osamu Tezuka. Tezuka hefur verið titlaður guðfaðir japanskra mynda- sagna („manga“) og á hann stóran þátt í því að gera myndasögur að mest lesna bókmenntaforminu í Jap- an. Hægt og bítandi eru bækur Osamu Tezuka að koma fyrir sjónir hins enskumælandi og ensku- skiljandi heims. Í fyrra var lesendum boðið upp á meistaraverkið The Phoenix Saga og í ár eru það fyrstu tvær bækurnar af átta um trúarleiðtogann Buddha, sem voru fyrst gefn- ar út á áttunda áratugnum í Japan. Buddha er saga konungssonarins Siddharta Gotama sem fæddist í héraðinu Lumbini (núna Nepal) fyrir rúmlega 2500 árum og varð seinna leiðtogi trúar- og heimspekistefnu sem kennd er við hann og hundruð milljóna aðhyllast í dag. Tez- uka tekur sér skáldaleyfi og fylgir sögu Buddha í meginatriðum en fyllir þess á milli í eyðurnar og skapar urmul aukapersóna. Per- sónurnar eru teiknaðar í einföldum mangastíl en bakgrunnurinn fíngerður og stórbrotinn sem gerir myndmálið léttúðugt og djúpt í senn. Textinn er frábærlega þýddur og bráð- fyndinn. Yfir sögunni hvílir heiðarleiki og virð- ing við lesandann og heimssýn Tezuka, sem einkenndist af mannúð og virðingu fyrir öllu lífi. Það samræmist vel því sem söguhetjan átti seinna eftir að gera að sínu leiðarljósi. Mannbætandi lesning og á eftir að endast vel þar sem bækurnar sex sem á eftir koma verða gefnar út næstu þrjú ár. Besta útgáfa þessa árs án nokkurs vafa. 2. Persepolis: The Story of a Childhood eftir Marjane Satrapi. Marjane Satrapi er ungur íranskur myndasöguhöf- undur sem búið hefur í Frakklandi frá unglings- árum og numið þar mynda- sögulistina. Nafnið Perse- polis vísar í Teheran, höfuðborg Írans, borg persanna. Satrapi segir frá barnæsku sinni á tíma trúarbyltingarinnar sem gerð var 1979. Með einföldum svart/hvítum teikningum sem leiða lesandann inn í hugarheim höfundarins bregð- ur hún upp myndum af daglegu lífi barns á umbreytingatímum. Túlkun hennar á heimi sem snúist hefur á haus er óborganleg. Frek- ar en að ofgera dramatíkinni, sem viðfangs- efnið býður svo sannarlega upp á, segir hún sögu sem er oft og tíðum bráðfyndin. Lesand- inn fræðist um samfélag sem er (eða var) ger- ólíkt því sem við þekkjum af fréttamyndum. Kim Wilde, Michael Jackson og Teheranpönk- arar koma öll við sögu. Jafnvel ömurlegar lýs- ingar af pyntingum og morðum sem snertu fjölskyldu hennar eru gerðar forvitnilegar með augum barnsins. Persepolis hefur verið líkt við snilldarverkið Maus eftir Pulitzer- vinningshafann Art Spiegelman og þar er engu skrökvað. Meira af þessu, takk. 3. The Frank Book eftir Jim Woodring. Frank er sakleysislegt kattarlíki sem vafrar um í þöglum heimi. Bókinni er skipt í margar sjálfstæðar sögur sem hver myndar bút af heildarlandslagi draumveruleika Jims Woodring. Sögurnar eru á köflum fyndnar, stundum sorglegar, jafnvel truflandi en alltaf hugvekjandi og fallegar. Enginn texti fylgir myndunum sem gerir enn frekari kröf- ur til sagnagáfu höfundarins þar sem hann verður að reiða sig eingöngu á myndmálið til að koma skilaboðunum áleiðis. Woodring sagði einhverju sinni að hann hlífi lesendunum við sínum óhugnanlegustu draumum, sem er kannki betra því honum tekst meistaralega að vekja lesandann til umhugsunar um draumana sem hann ber hér á borð. Súrreal- ískt og seiðandi. 4. Animal man, 3. bindi, eftir Grant Morrison. Grant Morrison getur verið svolítið erfiður. Jafnvel einföldustu hlutir verða flóknar tilvist- arpælingar um samband ímyndar og veru- leika, trúar og þekkingar, heilabrota og af- þreyingar. Animal Man er ofurhetja sem býr yfir þeim kröftum að geta tileinkað sér hæfi- leika dýra. Hann getur því stokkið eins og fló, hlaupið eins og blettatígur, synt eins og há- hyrningur og svo fram- vegis. Skemmtilega gam- aldags og búningurinn einstaklega hallærislegur. En Morrison snýr þessu að sjálfsögðu öllu á haus. Ani- mal Man verður harkalega fyrir barðinu á tilraunum Morrisons til að skoða og forvitnast um takmörk of- urhetjusögunnar og stað mannsins í heim- inum. Eiginlegir rammar myndasögunnar eru brotnir og söguhetjan þarf að horfast í augu við þrælahaldara sinn. Sláandi endalok bók- arinnar verðlauna lesandann margfalt á við annað ofurhetjutengt efni. Sagan var gefin út í blaðaformi 1988 en hefur misst fátt af fersk- leika sínum þótt ég hefði kosið aðra teiknara til að liðsinna Morrison á fluginu. Heimspeki og kukl í dulargervi. 5. League of Extraordinary Gentlemen, nr. 2, eftir Alan Moore og Kevin O’Neill. Eins og í fyrri bók sinni um ævintýri Allan Quarter- main, Kaftein Nemo, Dokt- or Jekyll (og herra Hyde að sjálfsögðu), ósýnilega manninn Hawley Grifinn og ungfrú Minu Murrey gerir Moore þessar sögu- hetjur klassískra höfunda að sínum eigin. Persón- urnar, sem eru meðal þeirra þekktustu í bók- menntasögunni eru skammlaust settar í ,,Mooremulningsvélina“ sem ljær þeim nýjar og bjagaðar hliðar sem við eigum ekki að venj- ast. Bókin er að miklu leyti byggð á sögu H.G. Wells um innrásina frá Mars en í meðförum Moore verður hún nánast óþekkjanleg. Per- sónusköpunin er groddaleg og jafnvel frá- hrindandi en að sama skapi skemmtileg. Vert er að minnast á teikningar O’Neill sem falla eins og flís við rass að söguefninu. Uppsetning mynda á blaðsíðunum setur punktinn yfir i-ið. Fantasíu er blandað saman við ótrúlega þekk- ingu Moores á afþreyingarbókmenntum lið- inna tíma og úr verður kokteill sem lesandinn lætur ekki frá sér fyrr en síðustu dreggjarnar eru kláraðar úr glasinu. Myndasögur ársins 2003 Best var bók um Búdda Hér er farið yfir það sem upp úr stóð í myndasöguútgáfu árs- ins 2003. Heimir Snorrason velur fimm bestu bækurnar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 47 Kl. 8 og 10. Með ensku tali. Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. www.laugarasbio.is Will Ferrell Sýnd kl. 5, 6, 9 og 10. „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Yfir 60.000 gestir á 10 dögum!  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. www .regnboginn.is Yfir 60.000 gestir á 10 dögum! HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. DANSMYNDIN Honey er ákaf- lega dæmigerð kvikmynd sinnar teg- undar, fjallar um hæfileikamann- eskju með frægðardrauma sem fær stóra tækifærið, lendir í erfiðleikum sem hún yfirvinnur og allt endar vel. Flashdance er nærtækt dæmi sem sótt er stíft til, og er það heppni að bæði legghlífar og skábolir eru komnir aftur í tísku, þannig að þetta er nokkurs konar flashdancemynd fyrir kynslóðina sem fæddist um og eftir lok Wham og Duran Duran- stríðsins. En nú eru tónlistarmynd- bönd í anda Britney Spears jafn- framt allsráðandi og er því eins gott fyrir hvern þann sem vill leggja danslistina fyrir sig að hafa stál- slegna magavöðva. Það er reyndar einn af helstu kostum samnefndrar aðalpersónu myndarinnar, Honey Daniels, sem er dansari á heims- mælikvarða en hefur ekki fengið réttu tækifærin ennþá, enda fædd og uppalin í gettóinu. Söguþráður myndarinnar er langt frá því að vera frumlegur en ágæt- lega tekst að setja hér kunnuglega sögu í nýtt samhengi. Honey reynir fyrir sér í tónlistarmyndbanda- bransanum sem snýst um fáklædda kroppa og mjaðmasveiflur, og þótt slík tónlistaratriði séu notuð til að poppa myndina upp er gert grín að þessum áherslum um leið. Aðalper- sónan kemur t.d. með ferskt innlegg í bransann, reynir að virkja þá dans- orku sem hún sér á götunni í gamla hverfinu sínu, og gengur þess vegna vel. Kostir myndarinnar eru sæmilegt handrit, sem spunnið er út frá við- leitni Honey við að koma sér á fram- færi og láta gott af sér leiða í get- tóinu, og kröftug dansatriði, þar sem fagfólk fer greinilega með stjórnina og sporin. Hin glimrandi sæta leik- kona Jessica Alba heldur fjörinu vel uppi í aðalhlutverkinu, en fínir barnaleikarar eru einnig í myndinni. Þar sem hér er um nokkurs konar nútíma dans- og söngvamynd að ræða verður hin rósrauða áferð get- tósins að fyrirgefast. En í fátækra- hverfinu sem hér um ræðir er full- orðna fólkið sérlega frítt og krakkarnir með eindæmum krútt- legir, innviðir híbýla fábrotnir en smekklegir og allir í hverfinu eru meðfæddir danssnillingar. Og ná fyrir vikið að halda uppi fjörinu. Gömul saga og ný KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Billy Woodruff. Handrit: Alonzo Brown og Kim Watson. Aðal- hlutverk: Jessica Alba, Mekhi Phifer, Lil Romeo, David Moscow. Lengd: 94 mín. Bandaríkin. Universal Pictures, 2003. HONEY  Jessica Alba og Mekhi Phifer. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.