Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 tsalan er hafin RÚMLEGA þrítugur karlmaður vaknaði upp við það í fyrrinótt að fjórir menn stóðu yfir honum með læti og háreysti þar sem hann dvaldi tímabundið í íbúð í austurbæ Reykja- víkur. Höfðu þeir brotist inn í íbúðina og drógu manninn út í hans eigin bíl og reyndu að toga upp úr honum upp- lýsingar um hvar kona, sem þeir vildu hafa upp á, væri niðurkomin. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins töldu þeir konuna hafa svikið sig í bílaviðskiptum og áttu ýmislegt vantalað við hana. Fórnarlambið var sett í farangursrými bifreiðarinnar eftir að hafa greint frá mögulegum dvalarstað stúlkunnar. Barst leikur- inn suður í Kópavog og Hafnarfjörð og var manninum misþyrmt reglu- lega til að fá upp úr honum upplýs- ingar. Þá var hann næst færður í geymslu í Kópavogi og beittur þar of- beldi. Af hræðslu við misindismenn- ina er talið að hann hafi reynt að verða við óskum þeirra um að upp- lýsa hvar stúlkan væri niðurkomin. Að endingu barst förin í Höfð- ahverfi í Reykjavík þar sem teygju var brugðið um háls mannsins og hann dreginn eftir bílnum á svelli. Eftirlitsmaður á svæðinu varð vitni að atburðinum og tilkynnti lögregl- unni strax um tilvikið. Þá var klukkan rúmlega hálftvö um nóttina. Styggð kom að þeim sem voru að verki þegar þeir urðu mannsins varir og flýðu strax af vettvangi en skildu manninn eftir. Vitnið gat hins vegar gefið greinagóða lýsingu á bíl mannanna og hafði lögreglan fljótt uppi á bíln- um. Var þá stúlkan, sem leitað var að, komin í leitirnar og voru fimm manns handteknir. Tengist ekki fíkniefnum Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að mennirnir hafi verið yfirheyrðir í gær. Reynt sé að komast til botns í málinu en enn séu ekki öll kurl komin til grafar. Því geti hann ekki úttalað sig um málið. Hann segir ljóst að málið tengist ekki fíkniefnum eða fíkniefnaviðskiptum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fundust þó ætluð fíkniefni í bílnum; átta grömm af hvítu efni og níu grömm af því sem talið er vera hass. Þá kannaðist lögreglan við flesta mennina vegna fyrri afskipta af þeim. Hörður segir að fórnarlambið sé ekki mikið slasað og hafi mætt í skýrslutöku til lögreglunnar í gær. Hafði hann um nóttina verið til rann- sóknar á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi vegna áverka á höfði, hálsi og höndum. Mönnunum var sleppt að loknum yf- irheyrslum í gærkvöldi. Þeir eru fæddir á árabilinu 1971–1981 og tengjast ekki allir umræddum bíla- viðskiptum, sem ósætti er um, beint. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ólíklegt að fórnarlambið þori að kæra frelsissviptinguna og barsmíðarnar af ótta við mennina. Þó getur lögregan rannsakað málið sjálf sökum alvarleika þess. Manni misþyrmt þegar leitað var að stúlku Dreginn á eftir bíl með teygju um hálsinn HOLLENSKT skip fór fullhlaðið 4.200 tonnum af brotajárni frá Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi á leið sinni til Sevilla á Spáni. Bjarni Þorsteinsson og Haraldur Þór Ólason höfðu unnið hörðum hönum við að fylla skipið síðustu tvo daga – mest af bílum sem höfðu verið hakkaðir mélinu smærra. Virða þeir fyrir sér járn- hauginn í lest skipsins á myndinni. Haraldur Þór, sem er fram- kvæmdastjóri og eigandi Furu ehf., hefur flutt út brotajárn í um 11 ár og vinna hjá honum 25 manns. Fær hann brotajárn alls staðar að af landinu og er með risastóra hakkara sem mylja járn- ið og flokka. „Þetta eru vélar eins og sjást í mafíósamyndunum,“ segir Haraldur og í gegnum þær fóru um 20.000 tonn í fyrra sem voru flutt út til endurvinnslu. „Ég kvarta ekki,“ segir hann að- spurður hvort þetta séu arðvæn- leg viðskipti. Morgunblaðið/RAX Hakkaðir bílar sendir til Spánar Smit þarf ekki að þýða veikindi HARALDUR Briem sóttvarn- arlæknir segir að heilahimnu- bólgan sem greindist í starfs- mönnum Alcan sé smitandi sjúkdómur en ekki sé í raun hægt að tala um bráðsmitandi sjúkdóm á borð við til dæmis inflúensu. Náið samneyti þurfi til að smitast, dagana áður en viðkomandi veikist. ,,Jafnvel þó einhver smitist af meningókokkum C er ólík- legt að hann veikist. Ef veikindi koma fram er það oftast þrem- ur eða fjórum dögum eftir smit. Hafi engin einkenni komið fram sjö dögum eftir að við- komandi var útsettur fyrir smitun er afar ólíklegt að hann veikist, segir Haraldur. Hann segir að þótt flestir starfsmenn álversins hafi haft lítil sem engin samskipti við sjúklingana hafi verið ákveðið að afmarka bólusetningar við svæðið þar sem erfitt sé að skera úr um samskiptin í ein- stökum tilvikum. Engar sér- tækar aðgerðir séu fyrirhugað- ar vegna þeirra sem starfa utan vinnustaðarins. LÆKNAFÉLAG Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vísað er á bug fréttum um að samningar hafi náðst við einstaka sérfræðilækna eða hópa þeirra. Upplýst var að framlengdir hefðu verið tveir eða þrír samningar við einstök fyrirtæki um sérhæfða þjónustu. Enginn samningafundur hefur verið boðaður en hins vegar fundaði samninganefnd heilbrigð- isráðuneytisins í gær og til stend- ur að samninganefnd sérfræði- lækna muni funda með sérfræðilæknum í kvöld. Engir samningar við einstaka sérgreinalækna Læknafélagið segir að í tilefni af frétt Fréttablaðsins í gær hafi margir sjúklingar leitað til skrif- stofu félagsins til að fá upplýs- ingar um hvaða lækna hefði verið samið við. „Læknafélag Íslands vill því koma á framfæri til sjúklinga að ekki hafa verið gerðir neinir samn- ingar við einstaka sérgreinalækna né hópa þeirra og þykir miður að sjúklingar hafi verið blekktir með þessum hætti. Læknafélag Íslands mun að sjálfsögðu auðvelda að- gengi almennings að upplýsingum um sérgreinalækna, sem hafa samning við TR, um leið og þær upplýsingar fást,“ segir í yfirlýs- ingu Læknafélagsins, undirritaðri af Sigurbirni Sveinssyni formanni og Gunnari Ármannssyni fram- kvæmdastjóra. Samningar fram- lengdir við ein- stök fyrirtæki Deila sérfræðilækna og TR LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, mun í dag kl. 14 setj- ast upp í 45 tonna gröfu og taka skóflustunga að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu að Óseyrarbraut 23 í Hafnarfirði við hlið birgðastöðvar fyrirtækisins. Áætlað er að verktak- inn, Ístak, ljúki verkinu um mánaða- mótin mars-apríl í vor en kostnaður er áætlaður 25 milljónir króna. Stöð- in verður alsjálfvirk með átta dælum og mun eingöngu taka við debet- og kreditkortum. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir stefnt að því að opna bensínstöðina og hefja sölu á bensíni um leið og verkinu er lokið. „En áður munum við þó hefja að selja bensín á stöð okkar við Kópa- vogsbraut vestast í Kópavogi þar sem við seljum dísilolíu nú.“ Hugi segir að Atlantsolía muni flytja inn bensínið á eigin vegum rétt eins og þá dísilolíu sem félagið selji. Spurður um verðið á bensíninu segir Hugi að Atlantsolía ætli sér að bjóða lægra verð en keppinautarnir aug- lýsi nú, þar með talið á sjálfsaf- greiðslustöðvum þeirra, en af skilj- anlegum ástæðum sé ekki hægt að segja fyrirfram hvert það verði. Hugi segir menn renna nokkuð blint í sjóinn með hversu mikil bensínvelta nýju stöðvarinnar í Hafnarfirði verði. „En miðað viðtökur neytenda á stöðinni við Kópavogsbraut erum við bjartsýnir, þar varð 26-földun á sölu á dísilolíu í desembermánuði eftir að við tókum við.“ Atlantsolía reisir bensínstöð í Hafnarfirði Ætla að bjóða lægra verð en keppinautarnir Ók í veg fyrir bíl ÖKUMAÐUR fólksbíls keyrði úr stæði í veg fyrir bíl sem ók eftir Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan eitt í gærdag. Var hann fluttur á slysadeild en er ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumaður bílsins sem keyrði eftir Reykjavíkurvegi meiddist ekki við áreksturinn. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita tíu millj- ónir króna til mannúðaraðstoðar við Íran vegna jarðskjálftanna á dög- unum í borginni Bam og nágrenni hennar. Samkvæmt upplýsingum utanrík- isráðuneytisins verður Rauða krossi Íslands væntanlega falið að ráðstafa meginhluta aðstoðarinnar. Tugir þúsunda létust í jarðskjálft- unum sem urðu 26. desember síð- astliðinn og lögðu borgina nánast í rúst. 10 milljónir vegna jarðskjálftanna í Íran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.