Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „Þær eru í svo leiðinlegum leikjum“ Þegar börnin voru spurð í hvaða leikjum þau væru helst í úti sögðust flestar stúlkurnar leika sér í mömmuleikjum og skipulögðum hópleikjum, en flestir drengjanna vera í fólbolta og sjóræningja- leikjum. Bæði stúlkur og drengir á leikskólunum tveimur eiga að eigin sögn öll besta vin af sama kyni. Stúlkunum fannst aftur á móti oftar koma til greina að leika við drengina en drengjunum við stúlk- urnar. Sumar stúlkurnar nefndu að þeim þættu drengirnir skemmti- legir en það sögðu drengirnir aldrei um stúlkurnar. Tveir drengir á kynjaskipta leikskólanum voru spurðir afhverju þeir léku sér aldrei við stúlkurnar úti: „Bara, þær eru í Barbíleik,“ svaraði annar þeirra en V ið hvern vilja stúlkur og drengir leika sér þegar þau eru úti á leikskól- anum? Leika þau sér yfirleitt saman eða sitt í hvoru lagi? Þetta vildi Áslaug Jóhannsdóttir leikskóla- kennari vita þegar hún valdi sér meist- araprófsverkefni í KHÍ en hún lauk meistararprófi þaðan í október síðastliðnum. Hún ákvað að beina athygli sinni að útileikjum fimm ára stúlkna og drengja í tveimur fjög- urra deilda leikskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Markmið rannsókn- arinnar var að kanna hvort munur er á útileikjum stúlkna og drengja. Annar leikskólanna hefur kynja- skiptingu sem meginaðferð í upp- eldisstarfinu en hinn leggur áherslu á að barnið læri í gegnum leik og eigin upplifanir. Rannsókn- araðferðin, sem er eigindleg, byggð- ist á viðtölum við börnin en einnig var fylgst með þeim að leik úti. Rannsóknin fór fram í apríl og maí á þessu ári. Skiptir kynjaskipting máli? Leitast var við að fá svör við spurningunum um hvort stúlkur og drengir leiki sér saman, hvernig stelpu- og strákaleikir séu, við hvern vilja stúlkur og drengir leika sér, stríða strákar eða stelpur og hefur kynjaskipt leikskólastarf áhrif á útileiki stúlkna og drengja. Í ljós kom að stúlkur og drengir á kynjaskipta leikskólanum virtust sjaldan leika sér saman úti. Þau skiptu stöku sinnum um félaga og voru oft lengi í sama leiknum. Á hinum leikskólanum léku stúlkur og drengir sér hins vegar oft saman, en þau virtust skipta alloft um félaga og leiki. Útiveru í leikskólunum tveimur var að vísu ólíkt háttað. Á kynjaskipta leikskólanum fóru öll börnin aldrei út samtímis, yfirleitt fimmtán til tuttugu börn í einu, en á hinum leikskólanum fóru öll börnin út einu sinni á dag, en það var sá tími sem oftast var fylgst með börn- unum að leik. hinn sagði: „Þær eru alltaf í svo leiðinlegum leikjum, finnst mér.“ Bæði stúlkur og drengir á báðum leikskólunum töldu að drengir væru oftast að stríða á leikvellinum. „Stelpur stríða bara svona venju- lega ,“ svaraði ein stúlkan þegar hún var spurð að því hvernig stúlk- ur stríði ef þær stríða einhverntím- ann. Yfirleitt voru bæði stúlkur og drengir sammála því að drengir stríða með því að svindla, elta, rífa hluti af börnunum og með hótunum. Mest gaman í sumri og sól Kynjaskipt leikskólastarf virðist hafa áhrif á útileiki barna sam- kvæmt þessari rannsókn. Á kynja- skipta leikskólanum virtust stúlkur og drengir leika sér mun sjaldnar saman en á hinum leikskólanum. Stúlkur og drengir á kynjaskipta leikskólanum virtust lítið þekkjast og léku sér sjaldan saman. Lang- flestum börnunum þykir gaman að leika sér úti, bæði stúlkum og drengjum í báðum leikskólunum. Fleiri börnum þykir meira gaman að leika sér úti þegar það er sumar og sól en þegar það er kuldi og vet- ur.  BÖRN Stelpur og strákar ekki bestu vinir Kynjaskipt leikskólastarf: Virðist hafa áhrif á útileiki barna. asdish@mbl.is Flestar stúlkur leika sér í mömmuleikjum og skipulögðum hóp- leikjum en drengirnir í fólbolta og sjóræningja- leikjum. Þetta kom í ljós þegar fimm ára leik- skólabörn voru spurð um útileiki. Gaman saman: Flestum börnum þykir gaman að leika sér úti. Morgunblaðið/Kristján Stúlkur og piltar: Töldu að drengir væru oftast að stríða. Alls staðar er áróður, hvatningfrá umhverfinu um að lifaheilsusamlegu lífi, borða holl- an mat, fara í megrun, vera í megrun, borða fitusnautt, stunda líkamsrækt og líkjast fársjúkum sveltandi fyr- irsætum. Það er auðvitað gott ef allir geta lifað heilsusamlegu lífi. En hvers vegna reynist okkur það svona erfitt að finna hinn gullna meðalveg? Svo virðist að því auðveldara sem okkur ætti að vera að lifa heilsusamlegu lífi með tilliti til aðgengis að fjöl- breyttum og hollum mat þá verði styttra öfganna á milli í óheilbrigðum matarvenjum. Því hefur verið haldið fram að börn á Íslandi séu önnur feit- ust í heiminum – en staðreyndin er sú að það eru einnig gríðarlega margir hér á landi að hætta lífi sínu fyrir tískuna með sjálfsvelti og fram- kölluðum uppköstum. Þeir hætta lífi sínu fyrir það að standa undir vænt- ingum þjóðfélagsins, fyrir það að passa inn í hinn sjúklega ramma sem við höfum búið okkur til um „æski- legt“ holdafar, sem er allt annað en heilsusamlegt. Hvernig getum við al- ið upp heilbrigð börn í þjóðfélagi gegnsýrðu af brengluðum fyr- irmyndum? Alls staðar er sjónum okkar beint að sjúklega grönnu holda- fari og það er það sem við kaupum. Buxur sem áður voru númer 36–46 eru nú númer 2–10. Er eðlilegt að ferming- arbarn í kjörþyngd þurfi að fara í búð sem sinnir stóru og feitu fólki til að finna sér fatnað fyrir ferminguna? Er eðlilegt að fyrirmyndirnar sem við bjóðum börnunum okkar séu til- búningur í Photoshop? Finnst okkur fallegast að sjá einstaklinga sem vart orka að standa undir sjálfum sér? Hvað er í tísku í dag? Það er ekki heilsusamlegt, ekki flott og ekki í tísku að vera of feitur. Það virðist hins vegar vera í tísku að vera of grannur, en það er heldur ekki heilsusamlegt, það getur verið lífs- hættulegt. Hér er fólk að deyja af völdum átröskunarsjúkdóma. Við eigum alltof marga alvarlega veika einstaklinga sem þjást af átrösk- unarsjúkdómum til að það sé réttlæt- anlegt að líta undan, horfast ekki í augu við þá staðreynd að við verðum að læra að hemja græðg- ina, læra að sætta okkur við og þakka fyrir að við erum ekki öll eins, læra að ef við ölum börnin okk- ar upp við óraunveruleg- ar fyrirmyndir þá koma þau til með að eltast við óraunveruleg og óraun- hæf markmið sem geta skaðað þau varanlega. Það er ekki lausn frá víti offitu að svelta sig eða að framkalla uppköst eftir hverja máltíð. Það er leið í annars konar víti og ekki betra. Það eru til heilbrigðar leiðir til að grennast. Njótum þess að borða, klæða okkur, lifa og leika án þess að missa okkur út í öfgar ímyndaðra þarfa og sýndarveruleika. Setjum okkur háleitari markmið en þau að veðsetja tilveru okkar hér fyrir draum sem snúist gæti upp í mar- tröð. Fyrir hönd stjórnar Spegilsins, Laufey Jóhannsdóttir og Helga Steinþórsdóttir.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Sjúkleg holdafarsdýrkun Það eru til heil- brigðar leiðir til að grennast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.