Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 43 Hópa- og firmakeppni Breiðabliks haldin í Fífunni 17. jan. Spilað er á hálfum velli í 8 manna liðum á stór mörk. Glæsileg verðlaun fyrir 1.- 3. sæti. Þátttökugjald 17.000 kr. á lið. Upplýsingar og skráning í síma 510 6404 og knattspyrna@breidablik.is ÓLAFUR Sigurjónsson, hand- knattleiksmaður úr ÍR, hefur gengið frá samningi við spænska 2. deildarliðið Tres De Mayo frá Kanaríeyjum og leikur með því út þetta tímabil. Ólafur kom til félagsins á laug- ardaginn og fór beint í æfinga- leik tveimur tímum eftir komuna þangað. Forráðamenn Tres De Mayo voru afar ánægðir með frammistöðu hans og buðu hon- um strax samning sem nú er frá- genginn. „Vonandi verður Ólafur sá herslumunur sem okkur hefur vantað í undanförnum leikjum. Hann hefur tvær vikur til að komast í gang eftir nokkurt hlé frá handboltanum en hann hefur haldið sér vel við og er í góðu líkamlegu ástandi og þjálfarinn og allir í kringum liðið eru mjög ánægðir með hann. Við erum staðráðnir í að halda okkur í deildinni í vetur og í framhaldi af því verður stefnan örugglega sett á að komast upp í 1. deild á næstu tveimur árum,“ sagði Hlynur Jóhannesson, mark- vörður Tres De Mayo, við Morg- unblaðið. Liðið er næstneðst í spænsku 2. deildinni með aðeins 6 stig eftir 14 umferðir. Fyrsti leikur Ólafs með liðinu verður þann 17. jan- úar en þá leikur Tres De Mayo við annað lið frá Kanaríeyjum, Juventud Gran Canaria, á heimavelli sínum í Tenerife. Ólafur er 26 ára miðjumaður og varð annar markahæsti leik- maður ÍR síðasta vetur með 113 mörk í 26 leikjum í 1. deild. Hann tók sér hvíld frá handbolt- anum í haust vegna meiðsla í baki. OLA Lindgren, þjálfari þýska 1. deildarliðsins Nordhorn og leik- reyndasti landsliðsmaður Svía og fyrirliði landsliðsins árum sam- an, er sagður efstur á óskalista sænska handknattleiks- sambandsins sem eftirmaður Bengts Johanssons. Johansson ákvað fyrir ári að hætta þjálfun sænska landsliðsins eftir Evr- ópumeistaramótið sem hefst í Slóveníu í lok þessa mánaðar eft- ir 16 ár í brúnni. Lindgren hefur ekki mikla reynslu af þjálfun. Hann tók við þjálfun Nordhorn sl. sumar af landa sínum Kent-Harry And- ersson, sem einnig er nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Johanssons. Andersson þjálfar nú Flensburg sem er í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir. Lindgren hætti að leika með sænska landsliðinu eftir HM í Portúgal í fyrra þar sem Svíum gekk ekki sem skyldi. Hann verður fertug- ur á þessu ári og var leiðtogi hins sænska landsliðs árum saman, utan vall- ar sem innan, og nýtur af þeim sökum mikillar virðingar meðal handknatt- leiksmanna í heimalandi sínu. Þá þykir hann hafa farið vel af stað sem þjálfari Nordhorn í Þýskalandi þar sem hann hefur haft út takmörkuðum fjármunum og litlum hópi leikmanna að spila. Johanssons bíður erfitt verkefni á EM í Slóveníu, sinni síðustu stór- keppni með sænska landsliðið, þ.e. að tryggja því sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu en margar þjóðir sækjast eftir því eina „lausa“ sæti á Ólympíu- leikunum sem keppt verður um í Slóveníu. Morgunblaðið/Árni Torfason Gylfi Gylfason skorar í landsleik gegn Pólverjum í Laugardalshöllinni. Ólafur samdi við Tres De Mayo  GUNNAR Örn Ólafsson, KR og Bára Bergmann Erlingsdóttir, Ösp, taka þátt í heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi sem fer fram í Hong Kong. Þjálfarar og fararstjór- ar eru þau Ingigerður M. Stefáns- dóttir og Ingi Þór Einarsson. Keppnin hefst 9. janúar og keppa þá bæði Gunnar og Bára keppa í 50 metra skriðsundi.  FABÍÁN Carini, landsliðsmark- vörður Uruguay, er nú undir smá- sjánni hjá Atlético Madrid og Bor- ussia Dortmund. Carini, sem var um tíma í herbúðum Arsenal, leikur nú með Standard Liege í Belgíu. Carini, 23 ára, hefur leikið 39 lands- leiki fyrir Uruguay.  TORBEN Winther, landsliðsþjálf- ari Dana í handknattleik, ákvað að senda hinn hávaxna Lars Møller Madsen, 2,05, leikmann GOG, heim í gær frá æfingabúðum í Farum. Mad- sen er meiddur á öxl og vill Winther að hann fari í læknisskoðun og sjúkrameðferð. Ef hann reynist tilbúinn í slaginn á Evrópumótinu í Slóveníu, sem hefst 22. janúar, kem- ur hann aftur til liðs við landsliðshóp Dana á mánudaginn, eða þegar þeir koma heim frá móti í Rússlandi.  DANSKA landsliðið tekur þátt í sex þjóða móti í Rússlandi um helgina, þar sem liðið leikur í riðli með Rússlandi og Serbíu-Svart- fjallalandi. Í hinum riðlinum leika Þjóðverjar, Egyptar og Frakkar. Danir mæta Íslendingum í Fraum fimmtudaginn 15. janúar í móti, sem Svíar og Egyptar taka einnig þátt í. Mótið fer fram í Danmörku og Sví- þjóð.  OLIVER Neuville, þýski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu hjá Bayer Leverkusen, verður frá keppni í fimm vikur. Hann hefur gengist und- ir skurðaðgerð vegna meiðsla á nára. „Það er mikið áfall fyrir liðið að Oliv- er verður frá keppni svo lengi, þar sem hann er lykilmaður á miðjunni,“ sagði Klaus Augenthaler, þjálfari Leverkusen. FÓLK Tekur Lindgren við af Johansson? Morgunblaðið/Ásdís Staffan Olsson og Bengt Johansson með Evrópubikar- inn í Króatíu 2000. Stroud til Grindvíkinga GRINDVÍKINGAR hafa tryggt sér annan erlendan leikmann fyrir kom- andi átök í Intersportdeild karla í körfuknattleik en þeir ákváðu um ára- mótin að segja upp samningnum við Daniel Trammel, sem lék með þeim í haust. Nýi leikmaðurinn heitir Derrick Straoud, 202 sentimetra framvörður sem getur einnig leikið sem miðvörður ef mál æxlast þannig. Stroud útskrifaðist úr skóla í Banda- ríkjunum 1999 og hefur síðan leikið í Evrópu. Hann var eitt tímabil í Hol- landi en tvö síðustu tímabil lék hann í Finnlandi og þar gerði hann 23 stig að meðaltali í leik og tók 17 fráköst. Hann var frákastahæsti leikmaður finnsku deildarinnar bæði árin sem hann lék þar. Stroud kemur væntanlega ekki til landsins fyrr en í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.