Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eitt af stærstu vandamál-unum sem demókratar íBandaríkjunum standaframmi fyrir, eigi þeim að takast að fella George W. Bush Bandaríkjaforseta í forsetakosn- ingum næsta haust, eru þær miklu vinsældir sem Bush nýtur meðal hvítra karla í kjósendahópnum. Aðdragandi forsetakosninga í Bandaríkjunum ber mjög keim af því „hryðjuverkastríði“ sem nú er háð og þeirri umræðu sem nú fer fram í Bandaríkjunum um þjóð- aröryggismál. Benda nýlegar kannanir til þess að Bush njóti m.a. af þessum sökum álíka mikilla yfirburða meðal hvítra, karlkyns kjósenda í Bandaríkjunum og þeir Ronald Reagan og George Bush gerðu á níunda áratug síðustu ald- ar. „Það er ljóst að í þessum kjós- endahópi standa demókratar frammi fyrir sínum stærsta vanda,“ segir Ruy Teixeira, stjórn- málaskýrandi hjá Century- stofnuninni. Undanfarna áratugi hafa demó- kratar nánast alltaf átt undir högg að sækja í þessum tiltekna kjós- endahópi. Hættan er hins vegar sú að í kosningunum á næsta ári muni Bush njóta þvílíkra yfirburða hjá hvítum körlum að útilokað verði fyrir demókrata að vega þar upp á móti með góðum árangri í öðrum kjósendahópum sem jafnan þykja hallir undir þá, s.s. ýmsum minni- hlutahópum og háskólamennt- uðum, hvítum konum. Stjórnmálaskýrendur eru sam- mála um það, hvaða flokki svo sem þeir tilheyra, að Bush njóti aðdá- unar hvítra karla fyrir að hafa sýnt að hann sé reiðubúinn til að láta hart mæta hörðu í hryðju- verkastríðinu og fyrir alþýðlega en beinskeytta framkomu. Hvítir karlar eru tæplega 40% kjósenda en hvítar konur hins- vegar rúmlega 40%. Afgangur kjósenda tilheyrir síðan minni- hlutahópum. Hefur það valdið demókrötum erfiðleikum í forseta- kosningum um margra áratuga- skeið hversu veikir þeir eru hjá hvítum körlum. Benda rannsóknir til þess að síðustu þrjátíu árin hafi demókrati aðeins getað tryggt sér sigur í forsetakosningum ef lögð hefur verið áhersla á að bilið milli fylgisins væri ekki of miki um kjósendahópi. George Bush vann demó Michael Dukakis með 27 p stiga mun í þessum kjósen kosningunum 1988, sem er Hvítu karlarnir með Bush forset Yfirburðir Bush í þessum kjósen hópi valda því að erfitt verður fy demókrata að vinna sigur í forse kosningunum á næsta ári Washington. The Los Angeles Times. Hvítum körlum í Bandaríkjunum líkar vel við alþýðleik George W Algengi örorku á Íslandijókst umtalsvert fráárinu 1996 til 1. desem-ber 2002 en þá hafði 11.791 einstaklingi hér á landi verið metin örorka vegna lífeyristrygg- inga almannatrygginga. 7.044 kon- um og 4.747 körlum. Þar af hafði 10.960 einstaklingum verið metið hærra örorkustigið, a.m.k. 75% örorka. Á Íslandi hefur algengi ör- orku vegna geðraskana aukist veru- lega hjá báðum kynjum á sl. sex ár- um. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum könnunar Sigurðar Thorlacius, sérfræðings í heila- og taugasjúkdómum, og Sigurjóns B. Stefánssonar, sérfræðings í geð- lækningum og klínískri taugalífeðl- isfræði, um algengi örorku á Íslandi sem birt er í nýjasta hefti Lækna- blaðsins. Benda þeir á að marktæk aukn- ing hafi orðið á örorku á þessum sex árum og draga þá ályktun að líklega megi rekja þessa aukningu einkum til breyttra forsendna örorkumats með tilkomu örorkumatsstaðals og breyttra aðstæðna á vinnumarkaði. Meiri aukning örorku á lands- byggð en höfuðborgarsvæði „Örorka á Íslandi var í desember 2002 talsvert algengari hjá konum en körlum. Þetta er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á Ís- landi [...] og tölur frá hinum Norð- urlöndunum [...]. Mesti munurinn á milli kynjanna var í Bolungarvík, þar sem örorka var þrefalt algeng- ari hjá konum en körlum, en mun- urinn var einnig mikill í Sandgerði, Grindavík, Reykjanesbæ og á Siglufirði,“ segir höfundar. Árið 2002 var örorka meðal kvenna algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Við skoð- un á örorku í einstökum byggðar- lögum reyndist örorka í desember árið 2002 algengust í þrem arfélögum á Norðurlandi, þ ureyri, Siglufirði og Ólafs mati höfunda má sennile ástæðu þessa til þess að landsvæði hefur atvinnule tiltölulega mikið. Atvinnuleysi ýti undir heilsubres „Fyrir gildistöku öro staðals haustið 1999 átti að lit til félagslegra aðstæðna enda við örorkumat, þar aðstæðna í heimabyggð, gildistöku staðalsins hefur átt að taka tillit til skertrar völdum sjúkdóma eða fötl kemur á óvart að á mill 1996 og 2002 hefur orðið leg aukning á örorku á lan inni, miðað við höfuðborgar Höfundar segja í grein sinn ar að kreppir á vinnumar aukinni samkeppni, aukn Niðurstöður rannsóknar tveggja sérfræðilæk Örorka vegna geðraskana hefur aukist verulega ATBEINI VALGERÐAR Valgerður Sverrisdóttir, við-skiptaráðherra, skýrir frá þvíá vef sínum, að hún muni „á næstu dögum skipa nefnd, sem mun fjalla um umhverfi íslenzks við- skiptalífs. Nefndin skal m.a. taka fyrir hvernig bregðast megi við auk- inni samþjöppun og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig, að við- skiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts.“ Þetta er mikilvæg yfirlýsing. Rík- isstjórnin hefur að undanförnu tekið þýðingarmiklar ákvarðanir á tvenn- um vígstöðvum. Annars vegar skip- aði fyrrverandi menntamálaráð- herra nefnd til þess að fjalla um hvort nauðsynlegt væri að setja lög- gjöf um eignarhald á fjölmiðlum og undirbúa slíka löggjöf, ef niðurstað- an yrði sú, að hún væri tímabær. Nefnd þessi á að vinna hratt og skila niðurstöðum og eftir atvikum tillög- um á miðjum þessum vetri. Hins vegar hefur Valgerður Sverrisdóttir nú lýst því yfir, að hún muni beina athygli sinni að samþjöppun í við- skiptalífinu. Í því sambandi minnir hún á, að á síðasta flokksþingi Fram- sóknarflokksins fóru fram umræður um hvort setja bæri lög gegn hringa- myndun. Að sama máli vék Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í ára- mótagrein sinni hér í Morgun- blaðinu á gamlársdag. Jafnframt skýrir viðskiptaráð- herra frá því á vef sínum, að komið hafi fram tillaga um, að skýrsla um eignatengsl í íslenzku atvinnulífi, sem unnin var fyrir nokkrum árum verði uppfærð og telur ráðherrann að það komi vel til greina. Valgerður tekur fram, að hún taki undir þær áhyggjur, sem fram hafi komið vegna þróunar síðustu mánaða í við- skiptalífinu. Allt er þetta til marks um, að nú- verandi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir því, að viðskiptalífið er að fara úr böndum. Hér eru að verða til fáar og stórar viðskiptasamsteypur, sem teygja anga sína sífellt lengra og leggja undir sig fleiri og fleiri grein- ar viðskiptalífsins í krafti stærðar sinnar. Þessi skilningur ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna á því, að hér þurfi að taka til hendi skiptir gífurlegu máli fyrir framtíð íslenzks þjóð- félags. Fullyrða má, að sú afstaða ríkisstjórnarinnar, sem nú liggur fyrir geti haft úrslitaáhrif á það hvernig samfélag okkar þróast. Ætla má, að víðtækur stuðningur verði við þær löggjafartillögur, sem augljóslega eru í aðsigi á Alþingi. Gera má ráð fyrir, að þingmenn Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna verði jákvæðir gagnvart slíkum hugmyndum. Meiri spurning er um afstöðu Samfylkingarinnar. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir innan þingflokks Samfylkingarinnar en óneitanlega vekur það furðu, að sumir talsmenn flokksins virðast slá úr og í, í þeim umræðum, sem fram hafa farið um þessi mál nú þegar. Ætla mætti að ekki þyrfti að efast um afstöðu pólitískra arftaka Al- þýðubandalags og Alþýðuflokksins, þegar litið er til sögu þeirra flokka en af einhverjum ástæðum er af- staða Samfylkingarinnar ekki ótví- ræð. Þótt það skipti engu máli um framgang hugsanlegrar löggjafar um hringamyndun og eignarhald á fjölmiðlum á Alþingi fer ekki á milli mála, að afskipti forseta Íslands í nýársræðu sinni af þessum um- ræðum hafa vakið spurningar, sem engin svör virðast til við. Valgerður Sverrisdóttir víkur að mismunandi mati hennar og Morg- unblaðsins á viðskiptasögu 20. ald- arinnar í þessu samhengi. Það skipt- ir að sjálfsögðu engu máli í þeim umræðum, sem nú standa yfir. Ráð- herrann getur búizt við öflugum stuðningi Morgunblaðsins við at- beina hennar í þessum málum. Ekki þarf heldur að efast um hver afstaða landsmanna verður til þess- ara málefna. Íslendingar hafa engan áhuga á því, að tvær til þrjár við- skiptasamsteypur leggi undir sig all- ar helztu eignir í landinu. Þess sjást nú þegar merki, að þeir, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hyggist verja stöðu sína eins og þeir framast geta. Það eru óskynsamleg viðbrögð. Hyggilegra væri af þeirra hálfu að draga saman seglin, laga umsvif sín að því, sem þetta litla þjóðfélag getur sætt sig við og ein- beitt kröftum sínum, fjármunum og hugmyndaflugi að því að byggja upp umsvif í stærri og fjölmennari ríkj- um. KOSNINGABARÁTTA Í BANDARÍKJUNUM Baráttan um útnefningu Demó-krataflokksins í Bandaríkjun- um vegna forsetakosninganna, sem þar fara fram í nóvember á þessu ári, er að hefjast fyrir alvöru og stutt í fyrstu forkosningar. Fyrir nokkrum mánuðum var hugsanlegt að Bush Bandaríkjafor- seti ætti eftir að lenda í ógöngum vegna stöðu mála í Írak. Bandarískir hermenn urðu fyrir stöðugum árás- um og mannfall umtalsvert. Ekkert er hættulegra fyrir forseta sem leit- ar eftir endurkjöri. Fyrir forsetakosningarnar 1968 lýsti Lyndon Johnson því óvænt yfir að hann gæfi ekki kost á sér til end- urkjörs. Ástæðan var sú að andstað- an í Bandaríkjunum við Víetnam- stríðið var orðin svo mikil að nær óhugsandi var að hann næði endur- kjöri. Á þeim rúmum 10 mánuðum, sem eftir eru til kosninga, getur margt gerzt bæði í Írak og annars staðar. En eins og mál standa nú er staða Bush sterk. Demókratar hafa heldur ekki upp á að bjóða sannfærandi for- setaefni. Líkurnar á því að repúblik- anar haldi velli og Bandaríkjamenn fylgi áþekkri utanríkisstefnu næstu árin og þeir hafa gert á yfirstand- andi kjörtímabili Bush eru því mikl- ar. Það er því ráðlegt fyrir aðrar þjóðir að búa sig undir áframhald- andi völd Bush og hans manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.