Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 17
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.
564 1500
25 ára
EIGNABORG
FASTEIGNASALA
SÉRBÝLI
Birkihvammur 160 fm einbýli á
tveimur hæðum, mikið endurnýjað. 4
svefnherb. 56 fm tvöfaldur bílskúr og
einnig er 56 fm rými undir bílskúrnum með
gluggum.
Hvannhólmi 205 fm einb. á tveimur
hæðum. Vandaðar innréttingar. Hægt er
að hafa séríbúð á neðri hæð. 25 fm bíl-
skúr.
Digranesvegur 121 fm á jarðhæð
með sérinngangi. Baðherb. nýlega endur-
nýjað. 4 svefnherb. Parket á gólfum. Suð-
urgarður með sólpalli. Laus fljótl.
Borgarholtsbraut 115 fm miðhæð
með sérinngangi í þríbýli. 4 svefnherb.
Flísar á baði. 27 fm bílskúr.
2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR
Vitastígur Glæsileg nýleg 2ja herb.
íbúð. Eikarinnrétting í eldhúsi. Suðaustur-
svalir - mikið útsýni.
Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli.
V 6,8 m.
Lyngbrekka 73 fm á jarðhæð í fjór-
býli. Rúmgott eldhús með góðri innrétt-
ingu. Nýlegar flísar á gólfi. Baðherbergi
með sturtuklefa og nýlegum flísum á gólfi.
Rúmgóð og björt stofa með vesturútsýni.
INAÐARHÚSNÆÐI
Rauðhella - iðnaðarhús Til sölu
nokkrar einingar frá 109 – 132 fm með inn-
keyrsluhurð og gönguhurð á hverri einingu.
Hægt er að kaupa eina eða fleiri einingar
saman. Seljandi getur útvegað lán fyrir allt
að 70% af kaupverði. Til afh. strax.
Nýbýlavegur 205 fm skrifstofuhús-
næði á 4. hæð í lyftuhúsi. 6 mjög rúmgóð
skrifstofuherbergi.
Smiðjuvegur Nýtt atvinnuhúsnæði í
byggingu. Um er að ræða tvær hæðir sem
báðar eru með innkeyrsludyrum, samtals
2,519 fm. Hægt er að skipta húsnæðinu í
marga eignarhluta, allt niður í 162 fm.
Teikningar og allar nánari upplýsingar á
skrifstofunni.
Skemmuvegur 320 fm mjög bjart
og gott iðnaðarhúsnæði. Stór innkeyrslu-
hurð. Lofthæð allt að 5 metrar. Laust fljót-
lega.
Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur
allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Bæjarstjóri í vélsmiðju | Ingi Sigurðs-
son, tæknifræðingur og fyrrverandi bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri
Vélsmiðju Suðurlands
sem er í eigu Skipalyft-
unnar hf. í Eyjum. Skipa-
lyftan keypti Vélsmiðjur
KÁ á Suðurlandi á síðasta
ári og hefur stofnað nýtt
félag, Vélsmiðju Suður-
lands, sem verður m.a. á
Selfossi. Í gær átti fyr-
irtækið að fá afhent 600 fm hús á Selfossi
undir starfsemina, að því er fram kemur á
vefnum Eyjafréttir.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Gæta hagsmuna bænda | Hæstiréttur
staðfesti í síðasta mánuði kröfu um gjald-
þrotaskipti á búi Ferskra afurða ehf. á
Hvammstanga. Bændasamtök Íslands
bjóða félagsmönnum sínum að gæta hags-
muna þeirra og lýsa kröfum fyrir hönd
þeirra í þrotabú fyrirtækisins, að því er
fram kemur á heimasíðu samtakanna.
Skiptastjóri er Sveinn Andri Sveinsson
hrl. og verður fyrsti skiptafundur haldinn á
skrifstofu hans þann 15. mars nk.
Sundlaug í Vík | Sveitarstjórn Mýrdals-
hrepps samþykkti á fundi sínum fyrir jól að
byggja sundlaug við íþróttahúsið í Vík.
Sundlaug hefur verið á óska-
lista Mýrdæla í áratugi en
það sem gerir framkvæmd-
ina mögulega nú er að þegar
er búið að koma upp bún-
ingsaðstöðu fyrir sundlaug-
ina í íþróttahúsinu, segir á heimasíðu sveit-
arfélagsins. Gert er ráð fyrir 11 millj. kr. til
framkvæmdanna í ár og vonast er til að hún
verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars.
Stjórn FasteignaAkureyrarbæjarhefur enn einu
sinni hafnað öllum til-
boðum sem bárust í
eignir félagsins í Skjald-
arvík í Hörgárbyggð.
Hæsta tilboðið átti eign-
arhaldsfélagið Skjald-
arvík ehf. og hljóðaði
það upp á 57 milljónir
króna, sem er sama
upphæð og félagið hafði
áður boðið í eignirnar.
Fasteignir Akureyr-
arbæjar höfðu áður
gengið að tilboði félags-
ins en kaupin gengu til
baka þar sem kaup-
endur stóðu ekki við
gerðan samning. Har-
aldur Blöndal bauð 35
milljónir króna í eign-
irnar í Skjaldarvík, fyrir
hönd óstofnaðs hluta-
félags og Götusmiðjan
bauð 10 milljónir króna
í eignirnar. Þá bárust
tvö tilboð í hluta eign-
anna.
Hafnað
Strandir | Þau nutu veðurblíðunnar sem verið hefur á
Ströndum undanfarið hjónin Ragnheiður Runólfsdóttir
og Lýður Magnússon og gengu um svokallaðar Borgir.
Áður voru þau bændur á bænum Húsavík í Kirkjubóls-
hreppi um rúmlega fjörutíu ára skeið en síðustu ár
hafa þau verið búsett á Hólmavík. Lýður, sem á eftir
örfáa daga til að fylla áttunda áratuginn, segir ástæð-
una fyrir góðri heilsu erfiðisvinnu og útiveru.
Morgunblaðið/Arnheiður
Á nýársgöngu
Hákon Aðal-steinsson sendimágkonu sinni
kveðju:
Veldu rétta vegaleið
vertu áfram fögur,
töltu strætin traust og breið
2004.
Á sjötugsafmæli hins
þjóðfræga hagyrðings
Baldurs Baldvinssonar á
Ófeigsstöðum orti Skúli
Guðmundsson þingmað-
ur:
Þú átt mætra manna hylli
margar gleði stundir vísar.
Ágætt sæti átt þú milli
eiginkonu og ljóðadísar.
Baldur svaraði:
Yndislegar eru þær
oft á skemmtifundum.
Kannski á ég konur tvær
og kyssi þær báðar
stundum.
Egill Jónasson á Húsavík,
sem oft kankaðist á við
Baldur, kvað:
Bjarmi af þínum kvenna-
kynnum
kemur fram í stöku þinni.
Barnaðir aðra ótal sinnum
en áttir bara þrjú með hinni.
Tvær konur
pebl@mbl.is
Reykjavík | „Bjallan hringir
við höldum, heim úr skólanum
glöð, prúð og frjálsleg í fasi,
fram nú allir í röð,“ segir í
skólaljóðinu sem allir íslend-
ingar eiga að kunna. Nú hóp-
ast nemendur aftur í skólana
eftir jólafríin og er ekki laust
við að það gæti blöndu af
óvissu og tilhlökkun, því hver
dagur ber með sér nýjar upp-
götvanir og áður óþekkta
reynslu eftir værukærð og ró-
legheit jólahátíðarinnar.
Þessar hressu og vel búnu
stúlkur skunduðu glaðlega
heim á leið í gær eftir öflugan
skóladag í Vogaskóla.
Morgunblaðið/Ásdís
„Prúð og frjálsleg í fasi“
Skólastarf
FJÖLBRAUTASKÓLI Norðurlands
vestra á Sauðárkróki (FNV) og sveitarfé-
lagið Skagafjörður hafa skrifað undir vilja-
yfirlýsingu um átak í
eflingu iðnnáms við
skólann. Auka á fram-
boð á sumarvinnu fyrir
skagfirska iðnnema
skólans með því að
sveitarfélagið styrki
iðnfyrirtæki í Skaga-
firði til ráðningar iðn-
nema í sumarstörf. Fá
nemarnir að kynnast
iðn sinni eftir forskrift
fagkennara við FNV og getur styrkur
sveitarfélagsins orðið allt að 100 þúsund
krónur á mánuði í þrjá mánuði fyrir hvern
nema.
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar
og formaður byggðaráðs Skagafjarðar,
segir að markmið þessa átaksverkefnis sé
að styðja við bakið á iðnnáminu sem slíku,
gera það eftirsóknarverðara, tryggja að
þessir nemendur fái sumarvinnu í heima-
héraði og aðstoða iðnfyrirtæki við slíkar
ráðningar. Vonast Gísli jafnframt til þess
að samningurinn verði öðrum sveitarfélög-
um í kjördæminu hvatning til að styðja
þeirra iðnnema sem stunda nám við FNV.
Endurskoða á átaksverkefnið eftir þetta
ár, í ljósi reynslunnar.
Átak Skag-
firðinga í efl-
ingu iðnnáms
Gísli Gunnarsson
Hornafjörður | Á næsta ári verða gefnar út
nýjar markaskrár um land allt en þær
koma út á átta ára fresti. Alls verða gefnar
út 18 markaskrár, hver fyrir sitt svæði en
að auki er áformað að gefa út landsmarka-
skrá. Söfnun marka stendur yfir og er
reiknað með að henni ljúki upp úr áramót-
um. Auk hinna hefðbundu eyrnamarka og
brennimerkja verður safnað frostmörkum
hrossa sem mjög hafa rutt sér til rúms á
síðustu árum.
Markaeigendum hafa verið send bréf
þar sem þeir eru hvattir til að tilkynna
markavörðum sem fyrst hvaða mörk þeir
vilja að birtist í nýju markaskránum. Ólaf-
ur R. Dýrmundsson, sem hefur umsjón
með útgáfu markaskráa hjá Bændasam-
tökum Íslands, gefur nánari upplýsingar
sem og markaverðir um land allt.
Ný markaskrá
á þessu ári
♦♦♦
Reiðleiðir | Framkvæmdaráð Akureyar-
bæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá Hesta-
mannafélaginu Létti, þar sem óskað er
heimildar bæjarins að leggja reiðleiðir í
gegnum land Akureyrarbæjar í Skjaldarvík,
annars vegar meðfram þjóðvegi og hins veg-
ar meðfram ströndinni. Ekki er gert ráð fyr-
ir að þessi samþykkt ráðsins hafi í för með
sér kostnað fyrir Akureyrarbæ.