Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 39 ÚTSALA!! Stórhöfða 21, við Gullinbrú 545 5500, netfang. flis@flis.is www.flis.is Sálfræðistöðin Á námskeiðinu færðu: 1. Þekkingu á boðgreiningu. 2. Aðferðir til að greina eigin og annarra samskipti. 3. Skriflegt mat á persónulegri stöðu. 4. Markvisst hjálpartæki til að ná persónulegum árangri - í starfi sem utan. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Nánari upplýsingar og skráning í síma 562 3075 og 552 1110. Vinnusálfræði fyrir einstaklinga - stofnanir - fyrirtæki EFTIRFARANDI ályktanir voru samþykkt á aðalfundi Sjómanna- deildar Verkalýðsfélags Húsavíkur 30. desember sl.: „Aðalfundur Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur mót- mælir harðlega boðuðum breyting- um á lögum um tekju- og eignarskatt er miða að því að fella niður sjó- mannaafsláttinn. Ljóst er að um verulega tekju- skerðingu er um að ræða fyrir sjó- menn, enda sjómannaafslátturinn hluti af þeim kjarasamningum sem í gildi eru fyrir sjómenn. Sé það ætlun ríkistjórnarinnar að afnema sjó- mannaafsláttinn er eðlilegt að hún ákveði einnig með lögum hvernig sjómönnum verður bætt sú kjara- rýrnun sem hlýst af afnámi hans eða samtök útgerða taki að sér að bæta kjararýrnunina sem hlýst af afnámi afsláttarins,“ segir í ályktun sjó- mannanna. Standa vörð um gildandi kjör „Sjómannadeild Verkalýðsfélags Húsavíkur hvetur sjómenn um land allt til að standa vörð um gildandi kjör sjómanna og koma í veg fyrir að stjórnvöldum takist með aðstoð út- gerðarmanna að skerða réttindi og kjör sjómanna. Frumvarp stjórn- valda um afnám sjómannaafsláttar- ins og framkomnar tillögur útgerð- armanna um skerðingar á gildandi kjarasamningi sjómanna eru bein árás á kjör sjómanna,“ segir í álykt- uninni. Þá fagnar Sjómannadeild Verka- lýðsfélags Húsavíkur áformum Ís- hafs hf. að gera út fjögur skip til rækjuveiða frá Húsavík í upphafi næsta árs. Gangi áætlanir fyrirtækisins eftir koma þær til með að hafa mjög já- kvæð áhrif á atvinnulíf á Húsavík með fjölgun starfa við sjómennsku og í störfum tengdum sjávarútvegi. Mikilvægt er að við ráðningar á skipin verði leitast við að ráða hús- víska sjómenn,“ segir í yfirlýsing- unni. Einnig skorar Sjómannadeild Verkalýðsfélags Húsavíkur á stjórn- völd að tryggja sjófarendum sömu skilyrði til sjónvarps- og útvarps- sendinga og bjóðast í landi. „Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að allir landsmenn sitji við sama borð er varðar þjónustu sem þessa. Þá má ekki gleyma því að útvarps- sendingar gegna mikilvægu hlut- verki í öryggismálum þjóðarinnar. Ekki síst þess vegna er ekki síður mikilvægt að þessum málum verði sem fyrst komið í viðunandi horf,“ segir m.a. í ályktun félagsins. Sjómenn í Verkalýðsfélagi Húsavíkur Mótmæla niðurfellingu sjómannaafsláttar Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabb- fund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, mið- vikudaginn 7. janúar, kl. 17. Kynnt og rætt verður nýtt danskt mynd- band sem fjallar um blöðruháls- krabbamein. Í DAG Opið hús verður hjá Ísalp og Klif- urhúsinu um næstu helgi. Mark- miðið með opnu húsi er að kynna starfsemina. Húsið opnar kl. 11 báða dagana og verður opið til kl. 18. Það verður frítt í Klifurhúsið alla helgina og kynnt verða fyrirhuguð námskeið og annað sem Klifurhúsið hefur uppá að bjóða. Hægt verður að fá lánaða skó. Ísalp verður með myndasýningar og kynningarborð. Hægt verður að skoða ýmislegt sem tengist fjalla- mennsku s.s. gönguferðir, ís- eða klettaklifur. Á NÆSTUNNI FÉLAG um skjalastjórn mun halda fyrsta fræðslufund ársins 2004 á morgun, 8. janúar, í Þjóðarbókhlöð- unni. Eins og fram hefur komið á nýrri vefsíðu félagsins irma.is mun Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðar- landsbókavörður kynna varðveislu vefsíðna á fundinum kl. 12.00–13.00 í Þjóðarbókhlöðunni. „Félagsmenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru eindreg- ið hvattir til að mæta og fræðast um þetta áhugaverða efni sem varðar varðveislu vefsíðna og annarra gagna sem birt eru eða gerð að- gengileg almenningi á hinum ís- lenska hluta veraldarvefjarins, þ.e. þjóðarléninu .is – sbr. nýja reglugerð um skylduskil til safna nr. 982/2003 og gefin var út 5. desember 2003,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Hægt verður að kaupa sér léttan málsverð í kaffistofunni í Þjóðarbók- hlöðunni við hliðina á fyrirlestrar- salnum fyrir eða eftir fundinn ef ósk- að er. Fræðslufundur um varðveislu vefsíðna KENNSLUFORRITIÐ Glói geim- vera á Lestrareyju er komið út hjá Námsgagnastofnun. Glói geimvera á Lestrareyju er nýtt kennsluforrit handa börnum sem eru að læra að lesa. Forritið er sjálfstætt framhald af forritinu Glói geimvera lærir að lesa. Til að hafa fullt gagn af nýja forritinu þurfa börnin að hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lesturs, þekkja stafi og hljóð og geta lesið stutt orð og setningar. Börnum nýt- ist vel forritið Glói geimvera á Lestr- areyju þótt þau hafi ekki notað fyrra forritið. Leysa ýmsar þrautir Leikurinn felst í því að Glói og Doppa vinkona hans lenda á Lestr- areyjunni þar sem þau leysa ýmsar þrautir. Þau fara í Lestrarkastala, á Stafabryggju, í Rímhóla, Orðheima, skoða Galdrabækur og fara á Lukkufjall. Í aðalvalmynd geta börnin valið leikinn sem þau vilja fara í en í flestum leikjunum eru nokkrar gerðir misþungra verkefna. Í stillingum má stilla forritið og velja æfingar sem henta ólíkri getu barna. Þessi hluti er eingöngu ætl- aður kennurum og foreldrum. Þar er m.a. hægt að ákveða hvort kveikt er á hátalara í forritinu en sá möguleiki er einkum hugsaður fyrir börn sem eiga erfitt með að ná tökum á lestri og er tilgangurinn að barnið heyri orðið lesið um leið og það sér orð- myndina. Glói geimvera á Lestrareyju er einn liður í átaki Námsgagnastofn- unar í gerð námsefnis fyrir nem- endur í yngstu bekkjunum. Glói geimvera er samvinnuverk- efni Námsgagnastofnunar og aug- lýsingastofunnar Næst sem sér um grafíska hönnun forritsins. Höf- undur texta er Arnheiður Borg og lesari er Felix Bergsson. Kennsluforritið Glói geimvera á Lestrareyju VERKEFNI stýrihóps sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað stýrihóp sem hefur það hlut- verk að gera tillögu að nýrri framtíð- arskipan flugmála á Íslandi. Hlutverk stýrihópsins er eftirfarandi: 1. Fara yfir og skilgreina alla flug- starfsemi, skipulag og verkefni. Meta hvað eru stjórnsýslu- og eft- irlitsverkefni og hvað eru þjónustu- verkefni. 2. Skilgreina hvaða rekstrarform hentar fyrir þá starfsemi Flug- málastjórnar sem lýtur að rekstri og þjónustu við flugið. Í því sam- bandi verði kannað sérstaklega hvort hlutafélagaformið henti þeirri starfsemi eða hluta hennar. 3. Kanna fjárhagslega afleiðingar breytinganna. 4. Kanna áhrif á starfsmannamál. 5. Skilgreina áhrif skipulagsbreyt- inga á flugöryggismál. 6. Gera tillögur að nauðsynlegum laga-, reglu- og skipulagsbreyting- um. Í nefndinni eru Hilmar B. Baldurs- son, flugstjóri en hann er formaður, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Kristinn Árnason sendiherra, Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri og Svafa Grönfeldt framkvæmdastjóri. Með nefndinni starfa Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóri og Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri sem jafn- framt er starfsmaður nefndarinnar. Hlutverk stýrihópsins er að endur- skoða heildarskipulag flugmála á Ís- landi með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa erlendis og með það fyrir augum að auka hagkvæmni og bæta rekstrarskilyrði. Þá verður stjórnsýsla Flugmálastjórnar og ör- yggismál skoðuð sérstaklega. Stýrihópnum er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en 30. september næstkomandi. Ný framtíðarskipan flugmála HALDIÐ var upp á 125 ára afmæli Sparisjóðs Höfðhverfinga nú í vik- unni, en sjóðurinn var stofnaður 1. janúar árið 1879. „Þetta var alveg ljómandi skemmtilegur dagur,“ sagði Jón Helgi Pétursson spari- sjóðsstjóri, en gestum og gangandi var boðið í afmæliskaffi í tilefni af tímamótunum. Um 100 manns mættu í kaffið sem er dágott hlut- fall því íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Sparisjóður Höfðhverfinga er í hópi elstu fjármálastofnana lands- ins og þar er veitt öll almenn fjár- málaþjónusta auk þess sem sjóð- urinn annast póstafgreiðslu á Grenivík. „Hér getur fólk fengið sambærilega þjónustu og hjá öðr- um fjármálastofnunum landsins,“ sagði Jón Helgi. Nánast hver ein- asti íbúi hreppsins á viðskipti við sparisjóðinn, „Ætli við nálgumst ekki að vera með 100% markaðs- hlutdeild hér á svæðinu og svo er líka í hópi viðskiptavina okkar fólk utan hrepps, einkum fólk sem teng- ist hingað með einhverjum hætti, er hér uppalið.“ Jón Helgi sagði menn bara nokk- uð bratta á þessum tímamótum. „Þetta er sterkur sjóður og við telj- um okkur veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu,“ sagði Jón Helgi og bætti við að íbúar hrepps- ins væru bara almennt vel stæðir, „í það minnsta kvarta menn ekki hér um slóðir.“ Ákveðið hefur verið að taka sam- an sögu sparisjóðsins í 125 ár og hefur Björn Ingólfsson skólastjóri tekið að sér það verkefni. Gert er ráð fyrir, að sögn Jóns Helga, að bókin komi út á næsta ári. Sparisjóður Höfðhverfinga fagnar 125 ára afmæli Nánast allir íbúarnir í viðskiptum Ljósmynd/Jón Helgi Pétursson Fjölmenni sótti starfsfólk Spari- sjóðs Höfðhverfinga heim í tilefni af 125 ára afmæli sjóðsins. Boðið var upp á girnilegar veit- ingar í tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.