Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni - SmáralindSmáralind ÚTSALAN HEFST Á MORGUN 30-60% afsláttur Pils frá 990 Bolir frá 990 Peysur frá 1.490 Jakkar frá 1.990 Buxur frá 1.990 E fling stéttarfélag, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntaráð kynntu í gær skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands tók saman á vegum þeirra um svonefnda menntareikninga. Með því er átt við að launþegar leggi ákveðið hlutfall af launum í sér- eignasjóð sem nýta á til viðbótar- eða endurmenntunar. Til viðbótar gæti komið framlag frá atvinnu- veitanda en stéttarfélögin hafa kynnt hugmynd þess efnis í kjara- viðræðum sem nú eru að hefjast. Hafi launþegi ekki nýtt sparnaðinn þegar hann lætur af störfum vegna aldurs getur hann tekið hann út sem viðbótarlífeyri. Þóra Helgadóttir kynnti fyrir hönd Hagfræðistofnunar skýrsluna sem hún hefur tekið saman ásamt Herdísi Steingrímsdóttur undir handleiðslu Ásgeirs Jónssonar. Kom fram í máli hennar að mark- mið menntareikninga væri að jafna möguleika launafólks til náms og að þeim væri sérstaklega ætlað að auðvelda almennu launafólki og þeim sem hafa styttri skólagöngu að baki að greiða fyrir dýrara og lengra nám. Með því megi sporna við misvægi í menntun í landinu. Í skýrslunni kemur fram að tækni- framfarir hafi leitt til þess að launamunur faglærðra og ófag- lærðra hafi farið vaxandi síðustu árin og að mikið brottfall úr fram- haldsskólum sé áhyggjuefni. „Nú er eldra launafólk, og þeir sem hafa stutta skólagöngu að baki, síst líklegt til þess að sækja sér símenntun hérlendis, en með menntareikningum í formi eigna- söfnunarreikninga er hugsanlegt að efla þátttöku þeirra sem hefja starfsævina snemma og eiga lang- an starfsferil að baki þar sem tím- inn vinnur með eignamyndun,“ seg- ir m.a. í skýrslunni. Getur nýst vegna breytinga á starfssviði Bent er á að menntareikningar eigi að geta nýst þeim sem þurfi að bæta við þekkingu sína vegna tækniframfara og breytinga á starfssviði, hafa minnsta skóla- göngu að baki og vilji eða þurfi að breyta um starfsvettvang. Í skýrslunni segir að framlag rík- isvalds í þessu efni gæti verið fólgið í skattafrelsi eða skattaafslætti sem kæmi til framkvæmda um leið og uppsöfnuðu fé er varið til menntunar. Jafnvel væri mögulegt að ríkisvaldið styrkti þá sem hefðu stutta skólagöngu að baki. „Rík- isvaldið hlýtur einnig að sjá sér hag í því að styðja við símenntun ein- staklinga með þátttöku í mennta- reikningum þar sem aukin sí- menntun ætti að öllu jöfnu að auka menntunarstig þjóðarinnar, en það hefur jákvæð áhrif á hagvöxt og tekjujöfnuð í þjóðfélaginu. Sí- menntunarkerfi byggt á eignasöfn- un minnkar þess vegna þörf fyrir skatta og millifærslur til þess að ná fram jöfnuði í menntun og tekjum og mun þannig auka skilvirkni. Vilja koma á menntareikningum til að efla menntun launafólks Efling stéttarfélag, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntaráð hafa sett fram hugmynd um kerfi í séreignasöfnun launþega sem þeir myndu nýta til viðbót- armenntunar. Hagfræðistofnun HÍ vann skýrslu um kosti og galla hugmyndarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Garðar Vilhjálmsson, fræðslustjóri Eflingar stéttarfélags, stýrði fundi þar sem skýrslan var kynnt. HÉR eru sýnd dæmi um uppsöfnun á menntareikningi miðað við mismun- andi laun og árafjölda. Gert er ráð fyrir 1% framlagi starfsmanns og 0,5% framlagi frá atvinnurekanda. Miðað er við að raunlaun hækki um 4% milli ára og að innlánsvextir séu 6%. Talsverður munur er á uppsöfnun eftir tekjum. Í skýrslunni segir að þeir sem hafi lægst laun nái ef til vill ekki að safna upp nægilegu fjár- magni til símenntunar og gætu yf- irvöld því að nokkru leyti þurft að koma til móts við einstaklinga með lágar tekjur svo að þeir hafi tæki- færi til frekari menntunar ekki síður en einstaklingar með háar tekjur. Mikill munur á uppsöfnun                                     !   "  ##  # # !  #   #! "" !   #! "   #     " !   #"!   "  " "  "   ""  !" # #     "     "  #   $                 ! # # !# #"" "!# # "  #   #  # ! ! " "! #"  ! #   "!  !" "!  ## # " ## #   #" #  # ! ! "  " !#  "  "   #    !  " !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.