Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 27 ið í þess- ókratann prósentu- ndahópi í r sami munur og var á þeim Ronald Reag- an og Jimmy Carter árið 1980. Í kosningunum 1984 hafði Reagan fáheyrða yfirburði yfir Walter Mondale, alls munaði 35 prósentu- stigum á þeim. Bill Clinton tókst hins vegar að minnka þetta bil í tvennum kosn- ingum á síðasta áratugi, í kosning- unum 1992 tapaði hann fyrir Bush í þessum kjósendahópi með aðeins þriggja prósentustiga mun og síð- an með ellefu prósentustigum fyr- ir Bob Dole fjórum árum síðar. Clinton tókst að vísu ekki að tryggja sér umtalsvert meira fylgi hjá hvítum körlum í prósentum talið heldur en Carter, Mondale eða Dukakis gerðu en Ross Perot, sem fór fram sem óháður fram- bjóðandi í kosningunum 1992 og 1996, tók hins vegar til sín hluta fylgis frá þeim Bush og Dole. Perot var ekki í framboði árið 2000 og þá kom sterk staða repú- blikana í þessum kjósendahópi aft- ur skýrt fram, en Bush yngri vann Al Gore með 24 prósentustigum hjá hvítum körlum. Þessi munur var þó raunar rétt nægilega lítill til að Gore fengi fleiri atkvæði en Bush í heildina og byggðist sá ár- angur á því að Gore hafði sterka stöðu í öðrum kjósendahópum. Testósteronið ræður ríkjum Stjórnmálaskýrendur segja hins vegar líkur á því að Bush muni í kosningunum á næsta ári breikka bilið hjá hvítum körlum. „Ég veit ekki hvort hann kemst aftur á þær slóðir sem Reagan var á en hann hefur möguleika á því að auka muninn frá því 2000,“ segir Matthew Dowd, stjórnandi skoð- anakannanagerðar hjá framboði Bush. Og þessu er Stanley Green- berg, sem gegndi sama starfi hjá Gore árið 2000 og Clinton árið 1992, sammála. „Ungir, giftir, hvítir karlar eru hörmulega miklir repúblikanar,“ segir Greenberg. „Æ fleiri sem tilheyra þessum hóp eru repúblikanar. Og allt sem George W. Bush stendur fyrir höfðar til þeirra.“ Vandi demókrata kom skýrt í ljós í nokkrum nýlegum könn- unum. Í síðustu viku mátti t.a.m. lesa úr könnun Washington Post/ ABC að hvítir karlar tækju Bush framyfir ónefndan frambjóðanda Demókrataflokksins með 62% gegn 29. Sama könnun sýndi að munurinn var aðeins 10% hjá kon- um. „Það er eins og testósterónið ráði ríkjum í Hvíta húsinu hans Bush, bæði að því er varðar það orðfæri sem er notað og helsta mál á dagskrá er síðan hryðjuver- kastríðið,“ segir John Anzalone, demókrati í Alabama sem stundar kosningarannsóknir. „Þetta höfð- ar mjög til karla, sérstaklega hvítra karla. Oftast nær er það ástand efnahagsmálanna sem veldur því að demókrötum tekst að snúa stöðunni við.“ Sumir stjórnmálaskýrendur segja að Wesley Clark, fyrrver- andi hershöfðingi í Bandaríkjaher, myndi eiga mesta möguleika hugs- anlegra frambjóðenda Demó- krataflokksins til að höfða til hvítra karla. Aðrir telja hins vegar að Bush hafi myndað svo sterk bönd við þennan kjósendahóp að það muni valda hverjum þeim, sem verður fyrir valinu hjá demókröt- um, vandræðum í kosningunum sem fara fram í nóvember 2004. standa ta nda- yrir eta- Það hefur aldrei spillt fyrir stjórnmálamönnum að hampa litlum börnum. Reuters W. Bush. ’ Oftast nær er þaðástand efnahags- málanna sem veldur því að demókrötum tekst að snúa stöð- unni við. ‘ EINS og forsætisráðherra benti ítrekað á í ávarpi sínu til þjóðarinnar nú um áramótin er það ekki einfalt mál að fara með það frelsi til viðskipta sem Íslendingar hafa fengið á síð- ustu árum. Hvernig við stönd- um að málum hefur áhrif á þróun ís- lensks samfélags, hvernig við búum, borðum, hugsum og leikum okkur. Við Íslendingar erum nýgræðingar á þessu sviði og gæt- um lært margt af þeim sem hafa notið viðskiptafrelsis lengur en við. Þar má til dæmis sækja ýmislegt til Banda- ríkjanna og Vestur- Evrópu þar sem gilda flóknar reglur um leyfi- lega markaðshlutdeild á ýmsum sviðum. Þess ber þó að geta að hér er um mun stærri samfélög en okkar að ræða. Þannig eru Bandaríkjamenn þúsund sinn- um fleiri en við sem skapar þær aðstæður að unnt er að setja reglur sem eru þrengri en þær sem hægt væri að notast við hér á landi án þess að vega að rekstrarforsendum fyrirtækja. Ein afleiðing aukins frelsis í íslenskum viðskiptum er sam- þjöppun á ýmsum sviðum, til dæmis í sjávarútvegi þar sem kvótinn er að safnast á færri hendur og í smásölu þar sem um 75% af byggingavörusölu er á höndum tveggja fyrirtækja og 80% af matvörusölu á höndum þriggja fyrirtækja. Svona mætti lengi telja. Sumir kjósa að líta á þessa samþjöppun sem ugg- vænlega þróun meðal annars vegna þess að hún auki líkur á fákeppni. Á hinn bóginn er ekki hægt að líta framhjá því að hún býður upp á hagræðingu í rekstri sem er forsenda góðrar þjónustu við landsmenn og er jafnvel forsenda þess að Íslend- ingar geti búið í nútíma sam- félagi. Sem dæmi hefur verð á matvöru og fatnaði hækkað mun minna en aðrar vörur sem mynda neysluvísitölu sl. fjögur ár. Í þessu kemur skýrt fram ávinningur allra af frelsi til við- skipta sem leitt hefur til hag- ræðingar. Einn þáttur samþjöppunar í íslensku viðskiptalífi sem mikið hefur verið rætt um að und- anförnu er sú ógn sem kunni að stafa af eignarhaldi mínu eða félaga mér tengdra í fjöl- miðlum. Forsætisráðherra og ýmsir aðrir áhrifamenn hafa lýst áhyggjum sínum af því að fréttaflutningur í tveimur dag- blöðum og einni sjónvarpsstöð sé nú ofurseldur vilja eins aðila. Ég deili með þeim áhyggjum af því hvað gæti hlotist af slíku fyrirkomulagi og sé ástæðu til að leita leiða til að forða vand- ræðum í því efni. Þó vil ég benda á að takmarkanir á eign- arhaldi eru að öllum líkindum slæm aðferð til að ná því mark- miði. Meginástæðan er sú að það eru tæplega rekstr- arforsendur til að veita okkar upplýsta samfélagi þá þjónustu sem það vill og á skilið án þess að leyfa nauðsynlega hagræð- ingu. Þessari skoðun til stuðn- ings bendi ég á að á Íslandi hafa fjölmiðlar í einkaeign átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Ég og félagar mínir keyptum Fréttablaðið þegar það var í dauðateygjunum og end- urskipulögðum þannig að nú er það lesið meira en nokkurt ann- að dagblað á Íslandi. Sami hóp- ur stóð að kaupum á DV þeg- ar búið var að kistuleggja það. Nú höfum við átt frumkvæði að því að endurfjármagna Norðurljós með Stöð 2 og Bylgjuna innanborðs en fyr- irtækið hefur búið við rekstr- arörðugleika í allmörg ár. Ég skil þær áhyggjur sem sprottnar eru af því að svona stór hluti frétta- miðla landsins er kominn í hendur sömu aðila og vil gjarnan bregðast við því. Hins veg- ar verður að benda á að hefði þessi hópur ekki keypt Fréttablað- ið og DV hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að Morgunblaðið yrði eina dagblaðið á Íslandi. Þá sæti samfélagið uppi með miklu minna val og enn meiri samþjöppun í fjöl- miðlum. Þetta breytir þó ekki því að það er mikilvægt að ekki skapist tortryggni um að eignarhald hafi áhrif á frétta- flutning. Þetta skiptir sér- staklega miklu máli í mínu til- felli vegna þess að auk þess að eiga hlut í eignarhaldsfyr- irtækjum fjölmiðlanna þriggja á ég hlut í fyrirtækjum sem eru með mikla markaðs- hlutdeild í smásölu og minni markaðshlutdeild á ýmsum öðrum sviðum. Hefðbundið hlutverk fjölmiðla er meðal annars að verja almenning gegn hlutum eins og óeðlilegri hækkun á vöruverði og versn- andi þjónustu. Því er mik- ilvægt að búa svo um hnútana að eigendur fjölmiðla, hvort sem um mig sjálfan er að ræða eða aðra, séu ekki ásak- aðir um að draga úr þessu varnar- og þjónustuhlutverki fjölmiðla gagnvart almenningi. Fréttaflutningur ræður að mörgu leyti hvernig við skynj- um það samfélag sem við bú- um í og hvaða skoðanir og við- horf við höfum til ýmissa mála. Við eigum ekki kost á beinni snertingu við nema lít- inn hluta samfélagsins en af- ganginn þekkjum við að miklu leyti af fréttum. Þótt ég treysti eigendum Fréttablaðs- ins, DV og Stöðvar 2 held ég að það væri til bóta að koma á kerfi sem tekur af allan vafa um hvort eignarhald hafi áhrif á fréttaflutning en leyfði um leið samfélaginu að njóta mestu hagræðingar í rekstri fyrirtækis til hagsbóta fyrir almenning. Það má heldur ekki gleyma því að samkeppni íslenskra fjölmiðla við erlenda fjölmiðla um flutning erlendra frétta fer sífellt harðnandi og ber þar hæst sjónvarpsstöðvar á borð við CNN, BBC og SKY news. Þessir erlendu fréttamiðlar endurspegla heimsmynd sem hvorki er sett í samhengi við sérstöðu okkar Íslendinga né tekur mið af því sem við telj- um fréttnæmt. Íslenskir fréttamiðlar verða auðvitað ríkjandi í innlendum fréttum um ókomin ár en sömuleiðis er mikilvægt að þeir segi landsmönnum fréttir af heimsbyggðinni vegna þess að á þann hátt viðhalda þeir íslenskri heimsmynd sem er mikilvægur þáttur íslenskrar menningar og henni viljum við ekki glata. Til þess að við get- um haldið í íslenska heims- mynd verðum við að hlúa að grósku og fjölbreytni í íslensk- um fjölmiðlum og það verður ekki gert án þess að búa þeim góðan rekstrargrundvöll sem fæst einungis í gegnum hag- kvæman rekstur. Til þess að sefa áhyggjur af því að eignarhald á fjölmiðl- unum þremur, Fréttablaðinu, DV og Stöð 2/Bylgjunni, valdi skaða á fréttaflutningi á Íslandi legg ég til að eftirfarandi verk- lagsreglum verði fylgt: 1. Fréttastjórar á hverjum hinna þriggja fjölmiðla hafa þann starfa að reka óháða fréttastofu sem gætir hlutleysis og réttlætis í fréttaflutningi. Það ber þó að hafa það í huga að hlutverk fréttastofu er að flytja fréttir en ekki breiða út hugmyndir sínar um hlutleysi eða réttlæti. 2. Stofnað verði fjölmiðlaráð sem vakir yfir fréttaflutningi fjölmiðlanna þriggja og gæti þess að hann sé innan hlut- leysis- og réttlætismarka. Fjöl- miðlaráðið yrði skipað þremur mönnum tilnefndum af fé- lagasamtökum og óvilhöllum stofnunum; til dæmis Neyt- endasamtökunum, Háskóla Ís- lands og Blaðamannafélagi Ís- lands. 3. Ritstjórnir fjölmiðlanna þriggja, Fréttablaðsins, DV og Stöðvar 2/Bylgjunnar, verði með öllu óháðar hver annarri. Þetta er nauðsynlegt til þess að tryggja fjölbreytni í afstöðu og umfjöllun. Möguleg samlegð- aráhrif af sameiningu fyrirtækj- anna verða að nást í gegnum aðra rekstrarliði. Við búum í litlu samfélagi í heimi sem fer ört minnkandi og býður okkur Íslendingum upp á útlend svör við öllum þeim spurningum sem koma fram á varir okkar. Til þess að við eig- um þess kost að halda áfram að velja íslenskt verðum við að leggja töluvert á okkur, velja hagnýt rekstrarform og taka nokkra áhættu, meðal annars á því hvers konar eignarhald á fyrirtækjum við föllumst á. Þar verðum við að gæta þess að vera ekki heilagri en páfinn og deyja ekki á föstunni. Það hefur nefnilega komið fram að það sé í undirbúningi frumvarp til laga sem eigi að takmarka rétt manna til eignarhalds á fjöl- miðlum. Ef markmiðið er að viðhalda og jafnvel auka fjöl- breytni á íslenskum fjölmiðla- markaði væri þessi lagasetning stórt skref aftur á bak og myndi líklega leiða til frekari fákeppni og örugglega til meiri fábreytni. Ég held að það verk- lag sem ég legg til að fylgt verði og byggist á aðskilnaði ritstjórnar og eignarhalds sé mun vænlegra til árangurs ef hann er mældur í gæðum á þjónustu við íslenskt samfélag. Þá vil ég benda á að ég kýs að birta grein mína í Morg- unblaðinu. Í því endurspeglast einlægur vilji minn til þess að hlúa að hlutleysi meðal ís- lenskra fjölmiðla og opinni um- ræðu um vandamál þeirra sem og virðing mín fyrir Morg- unblaðinu, sem er spennandi keppinautur. Eignarhald fjölmiðla og hagsmunir samfélagsins Eftir Jón Ásgeir Jóhannesson ’Ég skil þær áhyggj-ur sem sprottnar eru af því að svona stór hluti fréttamiðla landsins er kominn í hendur sömu aðila og vil gjarnan bregðast við því. ‘ Jón Ásgeir Jóhannesson Höfundur er forstjóri Baugs Group. mur sveit- þ.e. á Ak- sfirði. Að ega rekja ð á þessu eysi verið ir st orkumats- ð taka til- a umsækj- á meðal en eftir r einungis r færni af unar. Því li áranna hlutfalls- ndsbyggð- rsvæðið.“ ni að þeg- rkaði með um kröf- um um vinnuafköst og auknu at- vinnuleysi megi búast við að þeir sem hafa skerta vinnufærni vegna afleiðinga sjúkdóma og fötlunar detti fyrr út af vinnumarkaðinum en aðrir og sæki þá um örorkubæt- ur. Auk þess ýti atvinnuleysi undir heilsubrest. Bent er á að hlutfallslega eru ör- yrkjar fleiri í hópi þeirra sem yngri eru, þ.e. yngri en 40 ára, en þeirra sem eldri eru samanborið við ann- ars staðar á Norðurlöndum. „Þetta má rekja til þess að í þessum lönd- um hafa örorkubætur beinlínis ver- ið notaðar til að rýma til á vinnu- markaði, en á Íslandi hefur atvinnuþátttaka í eldri aldurshóp- um verið hærri en í þessum löndum [...]. Á hinum Norðurlöndunum er nú verið að reyna að snúa þessari þróun við og auka atvinnuþátttöku eldri aldurshópanna [...]. Ef horft er til fyrstu sjúkdóms- greiningar á örorkumati sem meg- inforsendu örorku, þá eru algeng- ustu forsendur örorku á Íslandi í desember 2002 geðraskanir og stoðkerfisraskanir. Niðurstöður frá Noregi, Svíþjóð og Stóra-Bretlandi eru sambærilegar [...]. Á Íslandi hefur algengi örorku vegna geð- raskana aukist verulega hjá báðum kynjum frá því árið 1996 og geð- raskanir eru algengasta orsök ör- orku,“ segir í greininni. kna á algengi örorku meðal Íslendinga r 3          +   7!   +   @@D %&&% &   &+ )   &*0 2  3 !4# ' '! '# '! !'!# !'!! '# '! '# '! '# 5 5 ' &*0   ##  6 7  ##  6 7   ! " !  #    " #  ! #  # # ! !     #   " $! '!$  '"$! ' $  '$ '$# $ $ '!$ $# $  '!$ !   # #  # # " " #  " " #    # ! " # #  " $ '$ '$  '"$  '$# ' $ $" $  $ $# $ '!$

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.