Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Aston Villa – Portsmouth ....................... 2:1 Juan Pablo Angel 22., Daris Vassell 83. – Yakubu Ayegbeni 49. – 28,625. Staðan: Man. Utd 19 15 1 3 38:13 46 Arsenal 19 13 6 0 35:12 45 Chelsea 19 13 3 3 36:16 42 Charlton 19 8 6 5 27:22 30 Fulham 19 8 4 7 30:26 28 Aston Villa 20 7 6 7 21:24 27 Liverpool 18 7 5 6 28:21 26 Newcastle 19 6 8 5 26:22 26 Southampton 19 7 5 7 18:15 26 Birmingham 18 7 5 6 16:20 26 Everton 19 6 5 8 23:25 23 Bolton 19 5 8 6 20:28 23 Man. City 19 5 6 8 27:27 21 Blackburn 19 6 3 10 26:29 21 Middlesbro 18 5 6 7 14:18 21 Portsmouth 20 5 4 11 21:30 19 Leicester 19 4 6 9 28:31 18 Tottenham 19 5 3 11 19:29 18 Leeds 19 4 5 10 18:40 17 Wolves 18 3 5 10 16:39 14 2. deild: Peterborough – Notts County .................5:2 Ítalía Ancona – Parma ...................................... 0:2 Simone Barone 23.,66. – 10.000. Bologna – Empoli .................................... 2:1 Claudio Bellucci 30., Fabio Pecchia 74. – Antonio Di Natale 16. – 20.000. Brescia – Siena......................................... 4:2 Stafano Mauri 12., 81., Roberto Baggio 18., 53. – Stefano Argilli 42., Tore Andre Flo 46. – 20.000. Inter Mílanó – Lecce ............................... 3:1 Julio Cruz 46., Ivan Cordoba 59., Christian Vieri 84., – Casare Bovo 2. – 55.000. Juventus – Perugia.................................. 1:0 Pavel Nedved 28. – 41.500. Modena – Chievo...................................... 0:3 Fedrico Cassato 41., Franco Semioli 69., Andrea Barzagli 80. – 14.000. Reggina – Lazio ....................................... 2:1 David Di Michele 60., Fransesco Cozza 70. – Fabio Liverani 13. – 25.000. Udinese – Sampdoria .............................. 0:1 Fransesco Flachi 60. – 13.000. Roma – AC Milan ......................................1:2 Antonio Cassano 45. – Andrei Shevchenko 24., 63. – 73.383. Staðan: Roma 15 11 3 1 32:6 36 Juventus 15 10 3 2 32:15 33 AC Milan 14 10 3 1 24:7 33 Inter 15 9 4 2 28:10 31 Lazio 15 9 1 5 24:19 28 Parma 15 8 3 4 24:18 27 Udinese 15 7 3 5 19:17 24 Sampdoria 15 6 5 4 18:16 23 Chievo 15 6 3 6 17:18 21 Reggina 15 4 7 4 15:22 19 Brescia 15 3 7 5 25:28 16 Modena 15 4 4 7 12:18 16 Siena 14 3 6 5 18:16 15 Bologna 15 3 5 7 14:22 14 Perugia 15 0 9 6 19:30 9 Lecce 15 2 3 10 15:31 9 Empoli 15 1 3 11 8:30 6 Ancona 15 0 4 11 7:28 4 Skotland Dundee – Hearts .......................................1:2 Spánn Bikarkeppnin, 16 liða úrslit, fyrri leikur: Atletico Madrid – Dep. La Coruna..........0:0 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Ármann/Þróttur – ÍG........................... 86:65 ÍS – Stjarnan .........................................82:72 Staðan: Skallagrímur 10 9 1 939:788 18 Fjölnir 10 8 2 889:750 16 Valur 10 8 2 867:821 16 Stjarnan 10 5 5 794:789 10 ÍS 10 5 5 807:820 10 Þór A. 10 4 6 839:892 8 Ármann/Þróttur 9 4 5 743:710 8 ÍG 9 3 6 753:805 6 Selfoss 10 2 8 826:933 4 Höttur 10 1 9 706:855 2 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Boston – Detroit ................................... 68:78 Philadelphia – Milwaukee.................... 76:88 Miami – Indiana.................................... 65:87 Chicago – Phoenix ................................ 87:82 Houston – Golden State....................... 83:65 Denver – San Antonio .......................... 74:98 Utah – Dallas ...................................... 108:94 Seattle – Portland............................. 119:108  Eftir framlengingu. HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Seltjarnarnes: Grótta/KR – ÍBV .........19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, konur: DHL-höllin: KR – Grindavík................19.15 Í KVÖLD VEIGAR Páll Gunnarsson, knatt- spyrnumaður, verður áfram í her- búðum Íslandsmeistara KR-inga. Veigar skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við vesturbæj- arliðið en undanfarnar vikur hafa staðið yfir samningaviðræður milli hans og KR-Sport um nýjan samn- ing eftir að samningur hans við fé- lagið rann út nú um áramótin. „Það er mikill léttir að vera bú- inn að ganga frá þessu og ég er mjög sáttur. Nú get ég einbeitt mér að fullu að fótboltanum og fyrsta skrefið er að koma sér í gott form,“ sagði Veigar Páll við Morg- unblaðið. Veigar var með samningstilboð frá norska úrvalsdeildarliðinu Sta- bæk auk tilboðsins frá KR. „Ég var ekkert rosalega spennt- ur fyrir Stabæk og það má segja að KR hafi allan tímann verið ofan á. Mér hefur liðið ákaflega vel hjá KR og gengið vel þar og ég lít mjög björtum augum á komandi tímabil.“ Veigar Páll þótti einn besti leik- maður KR-inga á síðustu leiktíð en hann lék 13 leiki með liðinu í úr- valsdeildinni og skoraði 7 mörk en samtals hefur hann leikið 57 leiki í úrvalsdeildinni, þar af 23 með Stjörnunni, og skorað 17 mörk. Þá hefur Veigar spilað 5 leiki landslið- inu, þann síðasta gegn Mexíkóum í San Francisco í nóvember. Veigar Páll Gunnarsson samdi við KR-inga Fróði er 26 ára miðjumaður ogkemur frá B68 eins og Hans Fróði Hansen, varnarmaðurinn sem einnig hefur samið við Safamýrar- félagið. Fróði sagði við færeyska dagblaðið Sosialurin að hann væri mjög spenntur fyrir því að reyna sig í íslensku knattspyrnunni. „Það var góður tími fyrir mig að fara núna, ég hef lokið námi og er því ekki lengur bundinn á neinn hátt hér heima. Ég fer ásamt eiginkonu minni til Íslands um næstu mánaðamót.“ Hann vildi ekki ræða launamál sín hjá Fram en sagði að ekki væri um fullan atvinnusamning að ræða. „Ég ætla að vinna hálfan vinnudag á móti fótboltanum. Framarar æfa ekki miklu meira en gengur og gerist hér í Færeyjum og maður yrði fljótt frekar leiður á því að hafa ekki um neitt annað að hugsa en fótbolta og mæta á fjórar til fimm æfingar í viku,“ sagði Fróði, sem hefur verið einn besti miðjumaður Færeyinga um árabil og á 24 landsleiki að baki. Með brotthvarfi hans og Hans Fróða eru stór skörð höggvin í lið B68, sem varð í þriðja sæti 1. deildar á nýliðnu ári og vann sér keppnisrétt í UEFA-bikarnum. Áður hafði liðið misst landsliðsmanninn Jann Inga Petersen til Fremad Amager í Dan- mörku. Í marki B68 leikur Grindvík- ingurinn Albert Sævarsson, en hann var valinn besti markvörður Fær- eyja 2003. Fróði Benjaminsen, annar Færeying- anna hjá Fram, segir í Sosialurin „Síðustu forvöð að reyna sig erlendis“ FRÓÐI Benjaminsen, annar fær- eysku knattspyrnumannanna sem leika með Fram á komandi keppnistímabili, segir að það hafi verið orðin síðustu forvöð fyrir sig að reyna fyrir sér erlend- is og hann hafi því gripið tæki- færið og gengið til liðs við Fram. SAMEIGINLEGT lið Fylkis/ÍR í kvennahandknattleik var í gær lagt niður og leikur þar af leiðandi ekki meira á Íslandsmóti kvenna. Í fréttatilkynningu sem send var frá félaginu í gærkvöldi segir: „Á fundi stjórnar og leikmanna Fylkis/ÍR var í dag þriðjudag 6. janúar 2004, ákveðið að leggja „fé- lagið“ niður og hætta nú þegar rekstri þess. Ástæða þessa er að eftir að þjálfari félagsins hætti skyndilega störfum hefur ekki tek- ist að ráða nýjan þjálfara. Þrátt fyrir að rætt hafi verið við marga hæfa einstaklinga um að taka að sér liðið hefur það ekki tekist. Slíkt ástand getur ekki gengið lengur og er bæði stjórn og þá sérstaklega leikmönnum ekki bjóðandi. Til að leikmenn sem með liðinu leika geti haldið áfram að stunda íþrótt sína og verið löglegir til keppni nú þeg- ar hefur verið ákveðið að leggja „félagið“ niður. Vissulega er þetta slæm niðurstaða en engu að síður telur stjórnin að fullreynt sé að ekki fáist hæfur þjálfari til félags- ins að svo komnu máli. Stjórnin harmar þetta en vill um leið óska leikmönnum góðs gengis í framtíðinni. Jafnframt vill stjórnin þakka öllum þeim sem komið hafa að Fylki/ÍR á einn eða annan hátt fyrir frábært og fórnfúst sam- starf.“ Fylkir og ÍR hófu samstarf í fyrra og tók liðið þátt í 1. deild- arkeppninni á síðustu leiktíð undir stjórn Gunnars Magnússonar. Finnbogi Grétar Sigmundsson tók við starfi hans en hann sagði starfi sínu lausu 10. desember síðastlið- innn. Liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og situr í neðsta sæti með 2 stig líkt og Fram. Kvennalið Fylkis/ÍR hefur verið lagt niður ÞJÁLFARI danska landsliðsins í handknattleik karla, Torben Winth- er, kom mörgum á óvart í gær er hann valdi landsliðshóp sinn fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Slóveníu í lok janúar. Það sem vakti mesta athygli var að Winther valdi ekki Lasse Boesen, sem leikur með Portland San Anton- io á Spáni – í hans stað var Kasper Nielsen valinn, en hann leikur með GOG í heimalandi sínu. Winther valdi aðeins tvo mark- verði og í stað Peter Nørklit, sem lék á heimsmeistaramótinu í Portúgal á sl. ári, velur hann Michael Bruun frá Bjerringbro. Hann fór á kostum í markinu í leik Íslendinga og Dana í leik um þriðja sætið á Evrópumótinu í Svíþjóð árið 2002. Það varð til þess að Danir fengu bronsið, Íslendingar fjórða sætið. Hinn hálfíslenski Hans Óttar Lindberg hlaut ekki náð fyrir augum Winhters – er einn sjö varamanna sem verða til reiðu. Danski hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Kasper Hvidt, Ademar Leon, og Michael Bruun, Bjerringbro. Útileikmenn: Morten Bjerre, Hamburg SV, Kasper Nielsen, Klavs Bruun Jørgensen og Torsten Laen, allir frá GOG, Lars Jørgensen, BM Altea, Jesper Jensen, Skjern, Lars Christiansen, Joachim Boldsen, Sø- ren Stryger og Lars Krogh Jeppe- sen, allir frá Flensburg Handewitt, Boris Schnuchel og Christian Hjermind, báðir frá Kolding, Mich- ael V. Knudsen, Skjern og Claus Møller Jakobsen, BM Altea. Sjö varamenn eru til reiðu, þeir: Lasse Boesen, Portland San Anton- io, Jesper Nøddesbo, Team Tvis Holstebro, Hans Lindberg, Team Helsinge, Lars Møller Madsen, Skjern, Bo Spellerberg, Kolding, Kristian Asmussen, BM Altea og Peter Nørklit, FCK Håndbold. Töpuðu fyrir Írum og Grænlendingum KVENNALANDSLIÐ Íslands í blaki tapaði fyrir Írum og Grænlend- ingum í tveimur síðari leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts C-þjóða sem lauk í Dublin í gær. Íslenska liðið, sem áður hafði tapað 3:0 fyrir Skotum, beið lægri hlut fyrir Írum með sama mun og loks fyrir Græn- lendingum, 3:2. Skotar og Írar halda áfram keppni en Íslendingar og Grænlendingar eru úr leik. Leikurinn gegn Írum endaði 18:25, 23:25 og 21:25. Ósigurinn gegn Grænlendingum kom mjög á óvart en að sögn Jóns Ólafs Valdimars- sonar, framkvæmdastjóra Blaksambands Íslands, er væntanlega um fyrsta landsliðssigur Grænlendinga að ræða en þeir hafa ekki áður verið á meðal þátttökuþjóða í Evrópukeppni. Hrinurnar þar enduðu 24:26, 21:25, 25:13, 25:21 og 11:15. Winther setti Lasse Boesen út í kuldann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.