Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ  HULDA Þóra Sveinsdóttir varði dokt- orsritgerð sína í stjórnmálafræði við New- castle-háskóla á Englandi hinn 19. nóvember síðastliðinn. Andmæl- endur voru þeir prófess- or Arthur Stockwin, for- stöðumaður Nissan Institute of Japanese Studies, St. Antony’s College, Oxford-háskóla, og Dr. Stephen Day, lektor í stjórnmálafræði við Newcastle-háskóla. Ritgerðin „For Dis- harmony and Strength: Factionalism within the Conservative Parties in Japan 1945– 1964“ fjallar um innra skipulag íhaldsflokk- anna í Japan á fyrstu 19 árum eftirstríðstím- ans og þróun og breytingar á klíkum (e. fact- ions) innan þeirra. Klíkustarfsemi (e. factionalism) hefur verið mjög áberandi inn- an stærsta stjórnmálaflokksins í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, frá stofnun hans árið 1955. Stjórnmálafræðingar hafa notast við tvær meginkenningar til að skýra tilurð og viðhald klíkna í Japan. Fræðimenn sem aðhyllast menningarlegar kenningar halda því fram að klíkurnar eigi sér rót í jap- anskri menningu, sem leggi áherslu á hóp- vinnu og samráð. Aðrir fræðimenn hafa lagt áherslu á þátt kosningakerfisins sem var við lýði í Japan 1925–1994 í þróun stjórnmála- legrar klíkustarfsemi. Rannsóknir Huldu benda til að breytingar á innra skipulagi íhaldsflokkanna séu miklu umfangsmeiri á tímabilinu 1945–1964 en stjórnmálafræðingar hafa hingað til haldið fram og að þær sé ekki hægt að skýra með ríkjandi kenningum. Hulda rannsakaði ít- arlega klíkurnar innan Lýðræðisflokksins og Frjálslynda flokksins, sem voru fyrirrenn- arar Frjálslynda lýðræðisflokksins 1945– 1955, og heldur því fram að klíkurnar á fyrsta áratug eftirstríðstímans hafi verið í grundvallaratriðum ólíkar þeim klíkum sem seinna þróuðust. Ennfremur kemur fram að kosningakerfið hafði lítil áhrif á innra skipu- lag þessara flokka, klíkurnar voru bundnar við forystuhóp flokksins og náðu ekki að dreifa sér út í kjördæmin. Hulda heldur því fram að þær breytingar sem áttu sér stað á innra skipulagi Frjálslynda lýðræðisflokks- ins á seinni hluta sjötta áratugarins og byrj- un þess sjöunda eigi rætur í breytingum á kosningareglum er lúta að vali á leiðtoga flokksins, og breytingum á fjárhagslegu sambandi stjórnmálamanna og forystu- manna viðskiptalífsins, en ekki í eðli kosn- ingakerfisins. Hulda Þóra fæddist 1966. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1986, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og MA-prófi í stjórnmálum Austur-Asíu frá Newcastle-háskóla árið 1995. Foreldrar Huldu eru Guðríður Hanni- balsdóttir, fyrrverandi bankaritari, og Sveinn Jakobsson jarðfræðingur. Hulda er gift Arnari Árnasyni mannfræðingi og eiga þau tvær dætur, Hrafnkötlu og Hörn. Hulda bjó ásamt fjölskyldu sinni í Japan í rúm tvö ár milli 1998 og 2000 til að vinna að dokt- orsverkefni sínu, en er nú búsett í Edinborg. Doktor í stjórn- málafræði MIKILL meiri hluti kvenkennara telur andlega og líkamlega líðan sína mjög góða. 20% telur sig við betri heilsu en jafnaldrarnir en 9% við verri heilsu, konur yfir fimmtugt eru minna frá vegna eigin veikinda en þeir sem yngri eru og 64% kvenkennara eru fremur eða mjög sátt við vinn- una. Þetta kemur fram í skýrslu varðandi rannsókn á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi íslenskra kennara, sem kenna í grunnskólum landsins, og er hluti af víðtækari úttekt sem tekur til þriggja stétta, kennara í grunnskólum, flugfreyja og hjúkrunarfræðinga, þar sem konur eru í miklum meirihluta. 600 kvenna úrtak úr 3.368 manna fé- lagaskrá Félags grunnskólakennara var efnivið- ur rannsóknarinnar, sem Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Hildur Friðriks- dóttir sáu um á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Svörun var 69% og meðalaldur 43,3 ár. Heldur fleiri bjuggu á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi en umsjón- arkennarar skipuðu stærsta hluti hópsins og sér- greinakennarar voru stór hluti. Meðalstarfsaldur var 14 ár og 64% þátttakenda höfðu aldrei skipt um starf á sl. fimm árum. Könnunin fór fram í apríl 2002 með því markmiði að kanna heilsufar kvenna innan fyrrnefndra þriggja starfshópa og athuga tengsl heilsufars þeirra og starfsum- hverfis. Um þriðjungi þykir starfið líkamlega erfitt Í skýrslunni kemur fram að 25% kvennanna töldu sig duglegri við að hreyfa sig en almennt gerðist meðal kvenna á sama aldri. Þær sem töldu heilsu sína vera í betri kantinum fóru frekar í líkamsrækt þrisvar í viku en þær sem álitu heilsu sína síðri. Um 86% þátttakenda leituðu læknis á síðasta ári. Flestar konurnar fóru einu sinni til þrisvar til læknis en 33% fjórum sinnum eða oftar. Rúm 60% kvennanna höfðu leitað meðferðar sjúk- dómseinkenna, sem spurt var um, og um 42% misst úr vinnu vegna þeirra. 27% gátu sjaldan eða aldrei ráðið vinnuhraða sínum en 39% oft eða alltaf og voru yngri kenn- arar líklegri til að geta ráðið vinnuhraðanum. Um 34% þótti starfið líkamlega erfitt og um 11% voru oftast líkamlega úrvinda eftir vinnudaginn. 8% hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað Um 8% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 4% tvisvar eða oftar. Um 7% höfðu orðið fyrir hótunum sl. sex mánuði og var meira um hótanir á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. Um 5% höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og um 4% fyrir einelti. „Samstarfsmenn kennara voru helstu gerendur kynferðislegrar áreitni en nem- endur voru oftast gerendur eineltis, líkamlegs of- beldis og hótana. Kynferðisleg áreitni virtist hafa haft minni áhrif á líðan kennaranna en einelti, lík- amlegt ofbeldi eða hótanir,“ segir í skýrslunni. Rannsókn á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi kvenkennara í grunnskólum Segja andlega og líkam- lega líðan mjög góða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ás- geiri Jóhannessyni: „Í þættinum „Kryddsíld“ sem sýndur var á Stöð 2 á gamlársdag réðst Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, að mér persónulega, föður mínum og fyrirtækjum sem okkur tengjast. Sagði hann m.a. að sjá mætti daglega merki þess að Fréttablaðið væri misnotað af mér og föður mínum, Jóhannesi Jóns- syni. Nefndi hann þó engin dæmi því til staðfestingar en uppnefndi blaðið „Baugstíðindi“. Rétt er að taka fram að við ritstýrum ekki Fréttablaðinu, hvað þá að við beit- um þar nokkurs konar ritskoðun. En í tilefni þessara orða svo og í til- efni af fyrri ummælum forsætisráð- herra af þessum toga hef ég látið lögmenn mína kanna grundvöll mál- sóknar á hendur honum fyrir meið- yrði og rógburð. Niðurstaða þeirra er sú að grundvöllur slíkrar mál- sóknar sé tvímælalaust til staðar. Engu er líkara en að með fram- angreindum hætti sé forsætisráð- herra að skapa andrúmsloft andúðar og tortryggni gagnvart okkur. And- rúmsloft sem skapar skilyrði ákveð- inna aðgerða, nú síðast hugmynda um lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum og gegn einokun og hringamyndun. Tilgangur þeirra hugmynda er augljóslega að stemma stigu við starfsemi Baugs og tengdra fyrirtækja þótt þetta sé klætt í búning „almennrar lagasetn- ingar“. Hefur Davíð í þeirri umræðu vísað til þess að slík lög séu til í út- löndum. Það má finna dæmi um margháttaða löggjöf í útlöndum, sum dæmi sem styðja og önnur dæmi sem styðja ekki slíka laga- setningu. Einnig er að finna í út- löndum margvíslega aðra löggjöf sem huga mætti að úr því menn vilja horfa til útlanda um fyrirmyndir, t.d. eru í ýmsum löndum lög um upplýsingaskyldu um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Þá er víða erlend- is að finna lög sem takmarka mögu- leika manna til að gegna valdamikl- um embættum lengur en t.d í 8 ár. Væri ekki ástæða fyrir alþingis- menn að huga að slíkri löggjöf líka? Ekki veit ég hver er undirrótin að andúð Davíðs Oddssonar á mér. Hún virðist mjög persónuleg og heiftúðug í minn garð. Ég hef á hinn bóginn ákveðið að elta ekki ólar við einstök ummæli hans eða upphlaup, að minnsta kosti ekki að svo stöddu máli. Ég hef nóg annað að gera við tíma minn en að eyða honum í mála- rekstur af slíku tagi. Ég leyfi mér að líta á upphlaupið í „Kryddsíldinni“ sem merki um miðsvetrarlægð sem vonandi bráir af honum með hækk- andi sól. Mér þætti samt vænt um að hitta Davíð Oddsson í von um að geta eytt tortryggni hans gagnvart mér og þeim fyrirtækjum sem ég og fjölskylda mín tengjumst.“ Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni VERÐI lagafrumvörp um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrif- um og skipulags- og byggingarlög- um, sem liggja fyrir Alþingi að lög- um óbreytt verður stigið stórt skref aftur á bak í umhverfismálum, að mati Náttúruverndarsamtaka Ís- lands. „Aðgengi og áhrif almennings að ákvörðunartöku í mikilvægum um- hverfismálum mun minnka veru- lega. Markmið og inntak frumvarp- anna um breytingar á lögum nr. 106/2000 og lögum nr. 73/1997 stríð- ir gegn Árósasamningnum frá 1998, sem umhverfisráðherra hefur heitið að fullgilda. Þar með stríða frum- vörpin gegn tilskipunum ESB um fullgildingu ákvæða samningsins um aðgengi almennings að upplýsing- um, þátttöku almennings í ákvörð- unartöku og réttlátri málsmeðferð, þ.m.t. fyrir dómstólum [...],“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum en þau hafa sent umhverfisnefnd athuga- semdir við frumvörpin. Málskotsréttur einstaklinga þrengdur verulega Alvarlegustu gallar frumvarp- anna felast í eftirfarandi að mati Náttúruverndarsamtakanna: 1. Felld er úr lögunum skilgreining á hugtakinu umtalsverð umhverf- isáhrif. 2. Almenningur og félagasamtök fá ekki lengur að gera athugasemdir við endanlega matsskýrslu, held- ur munu þessir aðilar vinna með drög framkvæmdaraðila að mats- skýrslu. 3. Málskotsréttur einstaklinga verð- ur þrengdur verulega frá því sem nú gildir. 4. Leyfisveitendur þurfa ekki lengur að taka tillit til meginniðurstöðu í mati á umhverfisáhrifum við veit- ingu framkvæmdaleyfis. Náttúruverndarsamtök Íslands Stórt skref aftur á bak í umhverfismálum HÁTT í hundrað krakkar mættu á grímuball Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum sem haldið var um síðustu helgi. Greinilegt var á búningunum að nokkur vinna hafði verið lögð í þá glæsileg- ustu. Rakel Ýr Leifsdóttir bar sigur úr býtum en hún kom klædd sem kerti. Moggastand- urinn hennar Guðnýjar Óskar Guðmundsdóttur varð í öðru sæti og Henríetta Ólafsdóttir sem kom klædd í hafmeyjarbúning varð í þriðja sæti. Fleiri verðlaun voru veitt, Friðrik Benóný Garð- arsson í gervi Hulk vann keppn- ina um besta keypta búninginn og „Oktavía“ fékk verðlaun fyrir líflegustu framkomuna. Þar var á ferð Einar Ottó Hallgrímsson sem þótti standa sig gríðarlega vel á háhæluðum skóm á dans- gólfinu. Morgunblaðið/Sigurgeir Hundrað krakkar á grímuballi Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.