Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 31 Rétt áður en Dóra greindist með MND-sjúkdóminn dreymdi aðra okk- ar á nýársnótt að við þrjár vorum að fara í ferðalag og vorum búnar að skipuleggja það vel. Þegar leggja átti af stað fannst Dóra ekki og varð því úr að við tvær fórum í ferðalagið. Nú að leiðarlokum má sjá að draumurinn getur hafa verið nokkurs konar fyr- irboði, því við fórum svo sannarlega í ferðalag, ekki eingöngu til útlanda, heldur fórum við aukinheldur báðar í nám. Við þrjár höfðum byrjað saman að læra í kvöldskóla sem var tíma- bundið komið á fót í Búðardal rétt fyrir 1990. Dóra hafði ef til vill meiri áhuga á náminu en við og því var það svo sárt að hún gat ekki haldið áfram að læra. Hún sem varð svo fljót að vélrita og hafði svo gaman af því, hætti að geta beitt höndunum til þess. Hún sem hafði svo gaman af að keyra, hætti að geta það. Þaðan af síður gat hún farið til útlanda og varð því að láta sér nægja frásagnir okkar af ferðalögunum og þau póstkort og bréf sem við sendum henni. Heimili þeirra Dóru og Rögnvald- ar í Holti í Búðardal var oft á tíðum eins og brautarstöð þar sem fólk kom og hittist og alltaf var matur og kaffi á boðstólum. Húsmóðirin, sem alltaf hafði nóg að sýsla við á félagsheim- ilinu sem heimili hennar var, hætti smátt og smátt að geta unnið verkin. Það varð henni mjög erfitt og einnig að vita að engin von væri framundan. Samt bugaðist hún aldrei og var oft slegið á létta strengi þegar við kom- um í heimsókn. Fyrir tveimur árum gat hún ekki lengur verið í Búðardal og flutti suð- ur í íbúð þeirra hjóna í Grafarvogi. Þar var allt miklu auðveldara um að- gengi, enda Dóra þá komin í hjóla- stól. Þrátt fyrir að heilsu Dóru færi hrakandi hélst sá siður að á heimilinu var mjög oft gestkvæmt, því þau hjón voru vinmörg. Fjölskyldan stóð sam- an um að gera henni lífið sem bæri- legast og þar stóð Guðrún dóttir hennar eins og klettur við hlið móður sinnar. Hún lagði áherslu á að mamma sín gæti haft hlutina eins og hún var vön. Síðasta gjöfin sem Dóra gaf okkur var glerkúla með mynd af þorpi á kafi í snjó líkum þeim sem var í Reykjavík á annan í jólum. Þessi fallega jólakúla lýsir Dóru vel, en hún vildi alltaf gleðja þá sem voru í kringum hana. Hún var engu að síður föst fyrir að jafnaði og fylgdi málum vel eftir, enda mikil kvenréttindakona. Í dag kveðjum við góða konu og hjartkæra vinkonu og vottum við Rögnvaldi og fjölskyldu Dóru okkar dýpstu samúð. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Birna Lárusdóttir. Nú er hún Dóra frá Grund laus frá sínum fjötrum. Hinn vaxandi van- máttur sem fylgdi veikindum hennar var henni þungbær. Hún var ekki þeirrar gerðar að ætla öðrum að bera sinn farangur og var raunar ávallt í sínu lífi veitandi. Á tiltölulega skömmum tíma hefur maðurinn með ljáinn höggvið í þrígang með sama hætti í ættmeiðinn. Þrjár frændkon- ur, systkinadætur, hafa ótímabært orðið að lúta lægra haldi fyrir sjúk- dómi sem takmarkaðar varnir eru við enn sem komið er. Vonandi á það eft- ir að breytast. Nokkur kynni fékk þjóðin af einum þolanda þessa sjúk- dóms í sjónvarpinu á annan í nýári. Sem í hnotskurn mátti sjá hvernig líkamlegri getu hafði hrakað smátt og smátt en vitundarlíf hafði að sama skapi eflzt og þroskazt, hugsunin var skýr, markmiðin yfirveguð og viljinn einbeittur með dóminn í farteskinu. Með sama hætti hafa þessar frænd- konur mínar haldið til vegarins enda með lífsviljann að vopni. En eigi má sköpum renna. Ungur varð ég þess aðnjótandi að systir Dóru varð systir mín. Sú stað- reynd leiddi óhjákvæmilega til þess að nöfn þeirra systra systur minnar sem vestur fluttu bar oft á góma í mínum uppvexti. Fjarlægðin tak- markaði hins vegar nánari kynni á þeim tíma. Hugstæð er þó ferð vestur í Dali; í Saurbæinn. Fyrir dyrum stóð að ferma skyldi frændsystkinin Stur- laug í Hvammsdalskoti og Dóru á Grund. Mikið ferðalag og eftirminni- legt í amerískri „drossíu“; ferð sem alla tíð kemur mér í hug síðan í hvert sinn sem ég á leið um Dali. Auk sögu- legrar uppfræðslu úr heimi Laxdælu, hvar Kjartan var veginn og fleira í þeim dúr, var staldrað við vestarlega á Svínadal gegnt heiðarbýlinu Hvols- seli. Saga Hvolssels sem sjálfstæðrar ábýlisjarðar spannar aðeins hálfa öld. Þar hefur vafalaust verið harðbýlt svo snjóþungur sem Svínadalurinn er. Hvolssel var einasta ábýli sem afi okkar og amma höfðu um sína daga en annars var húsmennskan þeirra hlutskipti eins og svo margra ann- arra á þeirra dögum. Einsamall varð afi okkar eftir hérlendis, 16 ára gam- all, þegar foreldrar hans og systkini fluttu til Vesturheims; fyrsta fjöl- skyldan í Dölum sem tók þann kost. Því má segja að afi okkar hafi orðið einstæðingur á unglings aldri. En hann eignaðist sína eigin fjölskyldu, konu og sex börn sem öll komust til fullorðinsára. Í Hvolsseli bjuggu þau um nokkurra ára skeið á fyrsta ára- tug síðustu aldar og á komandi vori mætti minnast þess að rétt hundrað ár eru síðan þau fluttu í Selið. Þar fæddist Jói föðurbróðir minn og faðir Dóru, yngstur sinna systkina. Ég hef þá hugmynd um þessa föðurforeldra okkar að þeir hafi ógjarnan látið hlut sinn eða borizt með straumnum hugsunarlaust. Af stuttri frásögn sem er að finna í sögu landpóstanna má ráða að afi okkar hafi kunnað því illa að vegið væri að þeim sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér. Lík- legt er að sterk skapgerð foreldranna og afstaða þeirra til manna og mál- efna hefur mjög mótað lífsviðhorf barnanna. Ævinlega til varnar þeim sem minna máttu sín; niðrandi umtal ekki liðið en líka stundum full fámál- ug ef þeim féll ekki. Þessi einkenni held ég að hafi orðið arfahlutur Dóru í ríkum mæli; trygg og traust, föst fyrir en líka glaðsinna og gestrisin sem æði margir fengu að reyna hjá húsfreyjunni í Holti í Búðardal. Síðar minnist ég þess að Dóra var komin suður. Hverra erinda veit ég ekki en þá dvaldi hún um tíma á heimili foreldra minna. Einkum er mér minnisstætt mikið dálæti Dóru á söngvaranum Hauki Mortens. Þó lék orð á að góðsöngvarinn einn ætti ekki aðdáun hennar óskipta. Á því kunni ég svo sem engin skil enda ekkert að grufla í hennar málum. En svo spurð- ist að þar í blandaðist piltur sem kall- aður væri Valdi. Sé minni mitt ekki þeim mun brigðulla í þessu efni þá er þeirra samferð nú búin að vara í því sem næst hálfa öld. Um varanlega búsetu fylgdu þau ekki straumnum suður. Bú sitt settu þau saman í heimahéraði vestur í Búðardal þar sem heitir í Holti. Haf- izt var handa við atvinnurekstur sem þjónustaði marga og var þess háttar og við þær aðstæður að ekki voru glögg skil á milli heimilis og vinnu- staðar. Því eru það æði margir sem hafa í gegnum tíðina notið þess að sötra úr kaffibolla í eldhúsinu hjá henni Dóru. Má og auðsætt vera að gestrisni hennar var tæpast bundin við kaffið eitt. Þótt mér væri ekki tíð- förult um Dali þá minnist ég þess varla að hafa komið svo að Holti að ekki væri þar einhver á bekk fyrir. Þangað var virkilega notalegt að koma og þess minnist áreiðanlega margur Dalamaðurinn. Fyrir rúmum áratug varð vart þeirra einkenna að ekki væri allt með felldu um heilsufar Dóru. Síðan hefur smátt og smátt hallað undan fæti. Svo fór að hjólastóllinn varð hlutskipti hennar en jafnvel úr honum sinnti hún sínum störfum eftir föngum svo lengi sem handstyrkur leyfði. Við tóku vetursetur syðra en fyrir vestan á sumrum. Já, Dalirnir heilla en tvö síðustu árin var þess enginn kostur fyrir Dóru að fá þess notið. Fyrir sunnan var fjölskyldan nálægari og auðveldara um óhjákvæmilega að- stoð sem þó fyrst og síðast hvíldi á hennar prýðilega eiginmanni. Við þau þáttaskil sem nú eru orðin viljum við Guðrún þakka fyrir frænd- semi, vináttu og tryggð. Rögnvaldi, börnunum og fjölskyldum þeirra og öðrum vandamönnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón G. Guðbjörnsson. Elskuð systir okkar RAGNHEIÐUR THORARENSEN Vesturbrún 17 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Elín Hrefna Thorarensen, Katrín Erla Thorarensen, Svala Thorarensen, Alma Thorarensen, Oddur C.S. Thorarensen. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐFINNA SIGURDÓRSDÓTTIR, Álftarima 3, Selfossi, lést á Landspítalanum á gamlársdag. Jarðaförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 8. janúar kl. 14.00. Karl Eiríksson, Valdimar Karlsson, Sigurdór Karlsson, Helga R. Einarsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Jónsson, Katrín I. Karlsdóttir, Karl Björnsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Þröstur Hafsteinsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langa- fi, HELGI FELIX ÁSMUNDSSON frá Neðri-Brekku, Grettisgötu 36b, lést á Landspítala Landakoti laugardaginn 3. janúar. Ásmundur Markús Helgason, Sveindís Helgadóttir, Rúnar Ágústsson, Erla Helgadóttir, Stefán Stefánsson, Björk Helgadóttir, Ívar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ELÍSABET GUÐNADÓTTIR, Hulduhlíð, Eskifirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað sunnudaginn 4. janúar, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Bjarni Stefánsson, Bára Hafsteinsdóttir, Barbara Stefánsdóttir, Kristján Vigfússon, Magnús G. Jónsson, ömmu- og langömmubörn. Áskær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR Á. JÓNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni mánudagsins 5. janúar. Þórdís Gerður Sigurðardóttir, Björn Snorrason, Sigrún Sigurðardóttir, Jónatan Ólafsson, Jón Sigurðarson, Margrét Thorsteinsson, Kjartan Sigurðsson, Guðrún Gyða Ólafsdóttir, Vilborg Þórunn Sigurðardóttir, Heimir Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær unnusti minn, sonur okkar og bróðir, ÁKI MÁR SIGURÐSSON, Brúsastöðum, Vatnsdal, lést föstudaginn 2. janúar. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 10. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Undirfellskirkjugarði. Díana Huld Sigurðardóttir, Gróa Margrét Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson, Arndís Sigurðardóttir, Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JAKOBSSON fyrrverandi stýrimaður og hafnarvörður, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Giljalandi 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 9. janúar kl. 13.30. Unnur Þorsteinsdóttir, Björn L. Örvar, Bjarni Þorsteinsson, Annetta A. Ingimundardóttir, Haraldur S. Þorsteinsson, Ingunn Hansdóttir, Jakob F. Þorsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR frá Hlíð, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 30. desember sl., verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13:30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði njóta þess. Ásta Dómhildur Björnsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Hrönn Jóhannsdóttir, Einar Kr. Haraldsson, Sigurður J. Jóhannsson, Jóna Berg Garðarsdóttir, Gunnar L. Jóhannsson, Svanfríður Halldórsdóttir, Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.