Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÉRFRÆÐILÆKNAR lýstu því yfir skriflega að samningar við Tryggingastofnun myndu falla niður frá áramótum og þeir komu sjúk- lingum í þá stöðu að þeir njóti ekki tryggingavernd- ar. Með yfirlýs- ingu sinni höfn- uðu þeir framlengingu eldri samnings uns samið væri upp á nýtt en framlenging hef- ur tíðkast í ára- tugi. Þetta kom fram í máli Garðars Garðarssonar, formanns samninganefndar heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, á upplýsingafundi samninga- nefndarinnar með blaðamönnum í gær. Garðar tók fram að samninga- nefnd HTR hafi margsinnis boðið læknum að slá deilumálum á frest með bráðabirgðasamkomulagi en læknar hafi hafnað þessu boði alfar- ið. Sérgreinalæknar vilja tannlæknakerfi Garðar sagði lækna hafa sett fram þá kröfu að framvegis yrði þeim heimilt að krefja sjúklinga um gjald sem læknir ákvæði sjálfur en gerður yrði samningur um þóknun læknis fyrir læknishjálp sem veitt yrði börnum og öryrkjum og öldruðum. Þessi krafa feli hins vegar í sér grundvallarbreytingu á almanna- tryggingalögum og það sé aðeins á valdi Alþingis að breyta því. „Rétturinn,“ sagði Garðar, „til þess að fá greiðslur úr almanna- tryggingum er ekki réttur lækna hann er nefnilega réttur sjúklinga. Það sem þeir voru að biðja okkur um, læknarnir, var það að TR afsal- aði almenningi í landinu þessum réttindum. Á það getum við bara hreint ekki fallist. Við höfum ekki vald til þess og það er ekki vilji neins stjórnmálaflokks að standa fyrir því. Þetta er kjarni deilunnar. Læknar vilja fá frjálst verðlag, þeir vilja fá að koma hér upp kerfi sem við á innan- hússmáli köllum tannlæknakerfi. Það er þannig að það eru bara ákveðnir aðilar sem eru sjúkra- tryggðir, aldraðir, börn og öryrkjar, og greiðslur til þeirra er styrkur sem er ákveðinn með reglugerð á hverj- um tíma. Þetta er kerfi sem lækn- arnir eru í reynd að biðja okkur um að koma upp. Þetta er okkur ekki heimilt að gera. Þetta er grundvall- arbreyting á almannatryggingakerf- inu og ef menn ætla að breyta því eiga menn að taka umræðu um það á réttum vettvangi. Menn eiga að taka hana á Alþingi, hjá hagsmunasam- tökum, hjá almenningi í landinu en ekki hér við samningaborð þar sem sem TR er að semja við verktaka um þjónustu. Það held ég að allir hljóti að sjá,“ sagði Garðar. Garðar segir menn hafa bent læknum á gamlársdag á hættuna á því að verða samningslausir. „En þeir áttuðu sig ekki á því, skildu það ekki, þ.e.a.s. sumir þeirra. Því fór sem fór.“ Garðar sagði það ljóst að samn- inganefndinni væru skorður settar af fjárveitingavaldinu. „Við höfum alveg skýr skilaboð um það að okkur er ekki heimilt að semja við sér- greinalækna umfram aðrar stéttir í landinu, þ.e.a.s. í fjárlögum er ákveðið hversu mikil hækkun má vera á kaupum Tryggingastofnunar á þessari þjónustu,“ sagði Garðar. Hann benti á að fullkomlega eðli- legt sé að TR sem kaupi þjónustu af sérfræðilæknum fyrir nær tvo millj- arða geri kröfur til viðsemjanda um slík þjónustukaup. TR geti ekki sætt sig við að sérgreinalæknar skrifi út reikning á sjúkling fyrir allt annarri fjárhæð en samið hafi verið um að TR greiði fyrir verkið og sendi síðan sjúklinginn til TR til að krefjast end- urgreiðslu. Fjárhæðin sé þá allt önn- ur en umsamin fjárhæð læknis og TR. Ljóst sé að enginn verkkaupi geti sætt sig við slíkt. Þá minnti Garðar og á að sjúklingar hafi al- mennt takmarkaða samningsstöðu gagnvart lækni um verð á þjónustu og að sjúklingar eigi alltaf rétt á að læknir taki hann til meðferðar án greiðsluþátttöku TR. TR hafi hins vegar gert þær kröfur að læknir krefji sjúkling ekki um hærri fjár- hæð en sem nemur því sem TR hefði greitt fyrir aðgerðina að viðbættri greiðsluþátttöku sjúklings. Þetta sé til komið af því að snúist sjúklingi hugur eigi hann rétt á því sam- kvæmt lögum að TR endurgreiði honum viðkomandi reikning. Reynslan í tengslum við aðgerðir bæklunarlækna sýni að það verði oft reyndin að sjúklingar leiti með reikninga til TR þótt þeir hafi ætlað að greiða fyrir aðgerðina sjálfir í upphafi. Segja fjárlög setja samning- um við lækna skorður Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Læknastöðinni í Mjódd þar sem er alla jafna margt um manninn og bekkir þröngt setnir. Garðar Garðarsson „VIÐ verðum að gera okkur grein fyrir því að við eigum í kjaradeilu. Þeir [sérgreina- læknar] spinna þetta upp sem prinsippmál,“ sagði Jón Sæ- mundur Sigurjónsson í samn- inganefnd HTR á upplýs- ingafundinum í gær. „Upphaflegu kröfurnar frá læknum voru um 10–12% hækk- un á einingaverði. Þeir sögðust sætta sig við 3% hækkun ef þeir fengju að rukka sjúklinga sjálf- ir þegar að því kæmi að tveggja milljóna króna menn á mánuði væru búnir með „kvótann“ sinn í október og yrðu þá að sætta sig við einungis 200 þúsund af laununum sínum sem er þá þessi 20% af launahlutanum. En þeir fá enn þá rekstrarkostn- aðinn og efnisgjöld og allt að fullu bætt. En þeir eru búnir að hafa fram af því, segjum við, 20 milljónir í tekjur fyrir heila klabbið og vilja þá ekki sætta sig við 200 þúsund það sem eft- ir er af launahlutanum. Þessir menn eru að lenda í afslætti en obbinn af læknum lendir aldrei í þessu. Fjölda lækna kemur þetta mál eiginlega ekkert við og hafa aldrei rekist á þessi at- riði,“ segir Jón Sæmundur. Hann segir sérgreinalækna hafa gefið til kynna að fengju þeir 10–12% hækkun á ein- ingaverðinu myndu þeir ekki fara út í þessa kerfisdeilu sem núna er uppi. „En eigum við, við þetta borð, að semja um 12% launa- hækkun fyrir þessa há- tekjumenn þegar ASÍ er með lausa samninga og er að fara í kröfugerð? Ég held að það væri ekki mjög gott merki,“ segir Jón Sæmundur. „Tveggja milljóna króna menn á mánuði“ SYNJUN heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytsins (HTR), Trygg- ingastofnunar (TR) og heilbrigðis- ráðherra um endurgreiðslu fyrir geðlæknishjálp jafngildir í raun af- námi sjúkratrygginga fyrir þennan sjúklingahóp sem oft stendur mjög höllum fæti, segir í ályktun stjórn- ar Geðlæknafélags Íslands (GÍ). Stjórnin lýsir furðu sinni á því að TR hafi látið hjá líða að endurnýja samning sérfræðinga við TR þrátt fyrir tilboð samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur um stuttan tímabundinn samning með- an útfærsla flókinna deiluatriða væri skoðuð. Þessari túlkun hafnar Tryggingastofnun alfarið og segir það einfaldlega ekki rétt sem fram hafi komið að stofnunin, samninga- nefnd heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis eða heilbrigðis- ráðuneytið hafi numið úr gildi sjúkratryggingar almennings gagnvart sérfræðilæknum. Það hafi gerst þegar samningar voru látnir renna út og vísar TR þessu til staðfestingar í bréf formanns Læknafélags Reykjavíkur (LR) frá 3. desember en þar stendur: ,,LR telur alla samninga LR og TR um sérgreinalækna úr gildi fallna 31.12.03 og að hvorugur aðila sé þá bundinn hinum að neinu leyti.“ Stjórn GÍ minnir sérstaklega á heimild í 36. gr. almannatrygginga- laga þar sem segi að sjúkratrygg- ingar hafi heimild til að ákveða að sjúklingur greiði læknisreikninga að fullu og endurgreiði sjúkra- tryggingar þá sjúklingi sinn hluta. Sjúklingar eigi hiklaust að krefjast endurgreiðslu „Stjórnin beinir því þeim tilmæl- um til skjólstæðinga geðlækna að krefjast hiklaust endurgreiðslu frá TR á lögboðnum hlut sjúkratrygg- inga, eins og gildandi lög og reglu- gerðir mæla fyrir um,“ segir í ályktun stjórnar GÍ. Í tilkynningu TR er á hinn bóg- inn tekið fram að stofnuninni sé óheimilt samkvæmt lögum að end- urgreiða sjúklingi kostnað vegna þjónustu sérfræðilækna nema í gildi sé samningur læknis og TR. Um það sé fjallað í 36. og 39. gr. al- mannatryggingalaganna þar sem fram komi að sjúkratryggingar ná ekki til þjónustu sérfræðilækna sem veitt er utan sjúkrahúsa nema sú þjónusta byggist á samningi. Aðilar deila um túlkun á lögun- um um almannatryggingar Stjórn Geðlæknafélagsins segir synjun um endurgreiðslu jafngilda afnámi sjúkratrygginga en Tryggingastofnun segir samning aðila hafa runnið út TRYGGVI Felixson, formaður stjórnar Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, segir stjórnina ekki hafa fengið skýringar á afstöðu þingflokks Sam- fylkingarinnar til eftirlaunafrum- varpsins svokallaða sem samþykkt var á Alþingi fyrir jól. Af þeim sökum hafi stjórnin farið þess á leit við for- mann flokksins, Össur Skarphéðins- son og formann þingflokksins, Bryn- dísi Hlöðversdóttur, að þau útskýrðu það mál fyrir félagsfundi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi á mánudags- kvöld. Þau sjá sér hins vegar ekki fært að mæta, að sögn Tryggva, þann dag. Össur Skarphéðinsson segir í sam- tali við Morgunblaðið að hann verði á fundum fyrir Samfylkinguna á Aust- urlandi í næstu viku. „Það er þó sjálf- sagt að mæta á fundi og svara spurn- ingum í hvaða félagi sem er innan Samfylkingarinnar,“ útskýrir Össur. Engin rök í stefnu flokksins Tryggvi segir að stjórnin vilji m.a. fá upplýsingar um það hvernig frum- varpið, sem kveður m.a. á um eftir- laun æðstu embættismanna, hafi ver- ið afgreitt í þingflokknum. „Eins og málið blasir við okkur í dag þykir okkur það ekki hafa verið afgreitt með þeim hætti sem við hefðum mátt búast við.“ Hann segir til útskýringar að í stefnu Samfylkingarinnar sé ekki að finna nein rök fyrir stuðningi máls af þessu tagi. „Samfylkingin hvílir á stefnu jafnaðar í samfélaginu. Eins og við skiljum frumvarpið leiðir það frekar til ójafnaðar en jafnaðar.“ Tryggvi bætir því við að það sé ekkert óeðlilegt að upp komi mál inn- an Samfylkingarinnar sem mikill ágreiningur er um. Betra sé þó að ræða slík mál til hlítar en byrgja þau inni. Stjórnin hefur einnig sent þeim Össuri og Bryndísi bréf þar sem nán- ari upplýsinga er óskað. Samfylkingin í Kópavogi Vilja skýr- ingar á af- stöðu þing- flokksins HARÐUR árekstur varð á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu í gær þegar fólksbifreið og olíuflutningabifreið rákust á. Engin slys urðu á fólki þó að þeir sem í fólksbifreiðinni voru hafi lemstrast nokkuð. Veginum var lokað eina og hálfa klukkustund á meðan björgunarlið athafnaði sig á vettvangi. Óhappið varð við einbreiða brú á Köldukvísl og er fólksbifreiðin talin ónýt og olíuflutningabifreiðin var óökufær á eftir. Slysið er rakið til mikillar ísingar á veginum og að sögn lögregluþjóns á Húsavík var varla stætt á veginum vegna henn- ar. Harður árekstur á Tjörnesi ♦♦♦ ♦♦♦ MARGRÉT Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar í heil- brigðismálum, hefur farið fram á það við Jónínu Bjartmarz, formann heil- brigðis- og trygginganefndar Al- þingis, að nú þegar verði boðað til fundar í nefndinni vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í samning- um ríkisins við sérfræðilækna. Jafnframt fór Margrét fram á að á fundinn yrðu boðaðir fulltrúar Land- spítala háskólasjúkrahúss, til að gera grein fyrir því hvaða áhrif fyr- irhugaður niðurskurður á spítalan- um muni hafa á starfsemi hans. Vilja fund í heilbrigð- isnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.