Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vinningar í jólahappdrætti Sjálfsbjargar 2003 Dregið var 31. desember 2003 Fujitsu-Simens lifebook E4010v. kr. 219.700 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni að verðmæti kr. 40.000 2259 6892 29413 50834 Subaru Impreza Gx 2,0 kr. 2.280.000 35769 37750 113 1739 16416 17033 22088 26267 26876 27075 38100 38252 38436 39153 41337 42018 44708 44800 46858 51121 51654 52530 55621 56831 58010 60816 1123 2646 2704 3809 4871 4993 5040 5840 5978 6936 7630 9070 9406 9614 10034 11030 11651 11735 12500 12570 12701 12799 12890 13127 14513 14565 14725 14979 17191 17923 18028 18878 18951 19035 19549 22832 23330 23585 24676 31076 31506 32991 33776 35039 35081 35311 37700 39412 39876 40235 42431 43432 43591 43681 44273 47605 48262 49003 49665 49755 49795 49876 50513 51170 51723 52075 52950 54164 54338 55009 56470 56659 57066 58085 58743 61323 61987 62754 63555 63957 64440 64535 64553 64730 65609 66176 67711 68071 68565 Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, s. 552 9133. Ferðavinningur með Úrval Útsýn (leiguflug) að verðmæti kr. 160.000 MEÐALLESTUR á Morg- unblaðinu og Fréttablaðinu eykst lítið eitt en lestur á DV minnkar samkvæmt könnun Gallup sem fram fór fyrri hluta desem- bermánaðar. Fyrri könnun, sem miðað er við, fór fram í lok októ- ber. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar var meðallestur á Morgunblaðinu nú 52,8% og óx um hálft prósentustig frá fyrri könnun síðustu vikuna í október. Lestur Fréttablaðsins óx einnig lítillega á sama tíma og mældist 65,1% samanborið við 64,8% í október. Meðallestur á DV minnk- ar hins vegar um tæp 5 prósentu- stig úr 19,8% í lok október í 14,9% í desember síðastliðnum. Könnunin náði til sjónvarps og dagblaða og fór fram 3.–9. desem- ber síðastliðinn. Úrtakið var valið með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Könnunin náði til rúmlega 800 manna á aldrinum 12–80 ára og var nettósvarhlutfall 58,5%. 74,4% lásu Morgunblaðið eitt- hvað í umræddri viku, 88,2% lásu Fréttablaðið eitthvað og 34,5% lásu eitthvað í DV. Áhorf á Stöð 2 vex frá fyrri könnun Sjónvarpsáhorf var einnig mælt í könnuninni og horfðu 64,4% eitt- hvað á Sjónvarpið og 68,3% eitt- hvað um helgar. Þetta er ívið minna en í fyrri könnun í lok október því þá horfðu 65,6% eitt- hvað á virkum dögum og 73,8% eitthvað um helgina. Á Stöð 2 horfðu 52,6% eitthvað á virkum dögum og 48,4% eitthvað um helgina á laugardegi eða sunnu- degi sem er nokkru meira en í fyrri könnun þegar 46,9% horfðu eitthvað á virkum dögum og 37,9% yfir helgina. Á Skjá einum er áhorfið minna en í síðustu könnun eða 32,2% virka daga en var 37,8% í könnuninni í lok októ- ber og 27,7% um helgar, en var áður 36,6%. Uppsafnað áhorf á fréttir Stöðvar 2 eykst frá síðustu könn- un úr 18,9% í 22,5%. 39,1% horfir á fréttir, íþróttir og veður Sjón- varpsins, sem er ívið minna en í síðustu könnun þegar 41% horfðu á fréttir sjónvarpsins. Mest er horft á Spaugstofuna en 68,8% horfa á hana og næstmest var horft á Laugardagskvöld með Gísla Marteini en 46,6% horfðu á þann þátt. Á Stöð 2 er mest horft á Idol stjörnuleit, 46,6%, og næst- mest á atkvæðagreiðslu í sam- bandi við hana, 35,4%. Þá horfa 27% á Kastljósið og 16,8% á Ís- land í dag og svipað eða 16,6% á Ísland í bítið. Survivor hefur mest áhorf á Skjá einum og horfir 21,1% á þann þátt og litlu færri, eða 20,9%, á Malcom in the Middle.                                                          ! " !     !     !   !      " "  !            # $% & $% '(                   52,8% lesa Morgunblaðið á hverjum degi SLYSIÐ í Breiðholtslaug á miðviku- dagskvöld er hið þriðja í röðinni á fimm mánuðum. Í ágúst 2003 lá ungri telpu við drukknun þegar hún hljóp út í laugina eftirlitslaust, en var bjargað fljótlega upp á bakkann. Hinn 11. nóvember varð enn alvar- legra slys þegar aðeins munaði hárs- breidd að 14 ára piltur, Þengill Otri Óskarsson, drukknaði í lauginni og lá hann í hálfan mánuð á gjörgæslu- deild Landspítalans. Gunnar Hauksson, forstöðumaður Breiðholtslaugar, harmar ítrekuð slys í lauginni að undanförnu en seg- ir að eftirliti sé þannig háttað að varla verði meira gert. Hins vegar þurfi að setja lýsingu í botn laugar- innar og gerir hann kröfu um að það verði klárað í sumar. „Við verðum að fá laugina í nútímalegra horf og þetta er hlutur sem verður að taka á,“ segir hann. Laugin er 23 ára gömul og hefur undanfarin 4 ár verið unnið að endurnýjun í vélasal henn- ar. Eftirlitið eflt í kjölfar síðasta slyss Eftir slysið í nóvember var eftirlit- ið eflt enn frekar þótt það hefði verið öflugt fyrir að sögn Gunnars. Breyt- ingarnar fólu í sér að vaktmaður úr baðklefa fer nú ávallt út í varðturn til að leysa starfsbróður sinn af á með- an hann fer út að hreinsa á sundlaug- arbakkanum. Er því stöðug vakt úr turni. Þessar breytingar leiddu þó ekki til þess að slysið á miðvikudags- kvöld uppgötvaðist af vaktmanni í turni því sundlaugargestur varð fyrst var við hreyfingarlausan mann- inn á 180 cm dýpi og setti þá vakt- maður í turni af stað neyðaráætlun, sem gekk eins vel og til var ætlast að sögn Gunnars. Þess ber að geta að í slysinu í nóvember var það vaktmað- ur í turni sem kom fyrst auga á Þengil Otra. Skelfilegt fyrir alla aðila „Þetta er skelfilegt fyrir alla aðila sem eiga hlut að máli, bæði aðstand- endur og starfsmenn,“ segir Gunnar um ítrekuð slys í lauginni. Ítarlega var farið yfir viðbrögð starfsfólksins eftir slysið á miðvikudag og segir Gunnar að viðbrögð þess hafi verið samkvæmt reglum. Vaktmaður í turni hafi hringt viðvörunarbjöllu um leið og slysið uppgötvaðist og síð- an hafi starfsfólk í afgreiðslu hringt á sjúkrabíl og vaktmenn úr baðklefa byrjað lífgunartilraunir á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum. Lífg- unartilraunir vöruðu í 5–6 mínútur að sögn Gunnars. Lögreglumaður sem er fastagestur í lauginni tók einnig þátt í lífgunartilraunum en hann var líka á staðnum ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum þegar Þengill Otri lenti í sínu slysi. Þess skal einnig getið að annar sund- laugargestur hjálpaði til í báðum til- vikunum. Björgunaræfingar haldnar 13–14 sinnum árlega Í Breiðholtslaug eru haldnar björgunar- og öryggisæfingar 13–14 sinnum á ári, klukkustund í senn, en skylt er samkvæmt reglugerð að halda slíkar æfingar 3–4 sinnum á ári. Öryggið hefur verið eflt frá því að slysið varð í nóvember en ekki er samt vitað hvers vegna vaktmaður í turni, sem hefur yfirsýn yfir alla laugina, kom ekki auga á manninn á laugarbotninum á miðvikudaginn. Gunnar segir hugsanlegt að botnlýs- ing hefði hjálpað til í þessu tilviki en slær þó engu föstu um það. „Við er- um hér til að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis, þess vegna höldum við allar umræddar æfingar,“ segir Gunnar. „Við höfum farið ítarlega yf- ir viðbragðaferlið og ef við erum sátt við okkar þátt, þá getum við ekki gert meira.“ Breiðholtslaug þarfnast lýsingar í botninn en öryggisgæsla nægileg að mati forstöðumanns Þriðja slysið í lauginni á 5 mánuðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfð er stanslaus vakt úr varðturni laugarinnar en þörf er á að lýsa botn- inn, segir Gunnar Hauksson forstöðumaður. Myndin var tekin í gær. KARLMAÐUR um fertugt var stunginn í síðuna með hnífi heima hjá sér í Fossvogi í fyrrakvöld. Hann var fluttur á Landspítalann í Foss- vogi og gekkst undir aðgerð og mun ekki vera í lífshættu. Atvikið varð um kl. 23 og voru tveir menn um þrítugt handteknir grunaðir um verknaðinn. Annar þeirra var úrskurðaður í 2 vikna gæsluvarðhald en hinn látinn laus. Tildrög árásarinnar munu vera ósætti sem kom upp í samkvæmi hjá fórnarlambinu, en árásin tengist ekki fíkniefnaviðskiptum að sögn lögreglu. Í gæslu vegna hnífstungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.