Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Uni GuðmundurHjálmarsson
fæddist 22. júlí 1926.
Hann lést 1. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Hjálmar
Jónsson Diego frá
Nýjabæ á Þingeyri
og Halldóra Frið-
gerður Sigurðardótt-
ir frá Steinhólum í
Grunnuvík í Jökul-
fjörðum. Þau bjuggu
lengst af á Steinhól-
um við Kleppsveg.
Börn þeirra urðu níu,
en þessutan ólu þau
tvö börn upp sem sín eigin: Frið-
rik, Þorkell, Sigríður, Arnór, Sig-
urður (lést 6 mán.) Uni, Jón, Guð-
rún og Þorsteinn. Fósturbörn eru
Vala og Eggert.
Uni kvæntist eftir-
lifandi eiginkonu
sinni Selmu Ágústs-
dóttur frá Bræðra-
borg, Fáskrúðsfirði
25. febrúar 1951.
Þau eiga sjö börn og
þau eru: Marta, Er-
lendur, Dóra, Ágúst,
d. 1984, Davíð, Páll
og Haraldur.
Uni lærði renni-
smíði og vann hann
við það í mörg ár,
a.m.k. 18 ár í Áburð-
arverksmiðju ríkis-
ins. Seinna var hann
starfsmaður hjá Reiknistofu
bankanna.
Útför Una verður gerð frá Rík-
issal Votta Jehóva í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Um gæðasmyrsl í Gíleað orð Guðs skýrt vitni
ber,
það huggar færir hrelldum von svo harmur
burtu fer.
Það sára þreytu sefar best og svæfir
þungan hvarm,
Ef ástvini við erum svipt það okkar þerrir
hvarm.
Og mundu eftir mætti Jah, hann
miskunnsamur er.
Ef handleiðslu þú hefur Guðs þá hagur
blessast þér.
Þú ákalla skalt einan Guð með öll þín
bænamál
Og dyldu ekki dapra raun sem dvelst í þinni
sál.
Og minnstu þess að margt er skráð sem má
hér læra af,
Guðs heilagt orð til huggunar og
hughreystingar gaf.
Frá bræðrum þínum þiggðu hjálp sem þjóna
fúsir hér.
Þeir vilja aðeins aðstoða og efla kjark hjá þér.
Og hefur þú svo hugleitt það að hörð er
margra neyð
Og ýmsir þreyttir eins og þú en er’u á
trúarleið?
Nú hefðu leit og hugga þá þú hrellda getur
hresst
Því gæðasmyrsl frá Gíleað það græðir
allrabest.
(Jeremía 8:22)
Pabbi var mikill hagleiksmaður og
lék allt í höndum hans. Hann skrifaði
listavel, teiknaði og naut mjög mikið
klassískrar tónlistar. Það smitaði
okkur börnin, svo það voru til ýmiss
konar hljóðfæri á heimilinu. Eitt-
hvað lærðu sumir á hljóðfæri en við
höfum spilað og sungið okkur til
ánægju, en öðrum kannski til ama.
Fjölskylda okkar bjó lengst af á
Kleppsvegi 28, beint á móti Stein-
hólum, og þá var gott að vera þar,
svo stutt út í móa að leika sér, eða í
kringum Steinhóla og skemmurnar.
Svo voru fjaran og Laugarnesið
skemmtilegir staðir og undum við
okkur vel þar. Pabbi lék sér á þess-
um sömu slóðum með sínum systk-
inum.
Steinhólar voru alltaf miðstöð fjöl-
skyldunnar þar sem Dídí (Sigríður)
okkar uppáhalds frænka hafði alltaf
opið hús. Þar var ekkert of gott fyrir
gesti og gangandi. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa alist upp við kærleika til
náungans og gestrisni. Við börnin
nutum þess mikið að geta verið
svona nærri þessum miðpunkti fjöl-
skyldunnar. Fyrir áramótin voru
Steinhólar fluttir frá Kleppsvegi í
Hafnarfjörðinn. Þar verður húsið
endurreist. Þetta hefur glatt alla
sem tengjast Steinhólum.
Ég lofaði pabba að passa vel upp á
mömmu og aðstoða hana eins og ég
mögulega get. Pabbi hefur alltaf ver-
ið stoltur að eiga svona duglega og
glaðlynda konu. Þau voru mjög góð
hjón, virtu hvort annað og elskuðu.
Fjölskyldan hlakkar til þess að sjá
hann á nýjan leik þegar alvaldi skap-
ari okkar; Jehóva Guð mun fram-
kvæma það sem hann hefur lofað:
Endurreisa Paradís hér á jörðinni og
reisa til lífs á ný þá sem hvíla í sam-
eiginlegri gröf mannkyns. Opinber-
un Jóhannesar lýsir þessu í kafla 21,
versi 4: „Og hann mun þerra hvert
tár af augum þeirra. Og dauðinn
mun ekki framar til vera, hvorki
harmur né vein né kvöl er framar til.
Hið fyrra er farið.“ Mikið verður
yndislegt að sjá pabba aftur! Kæru
vinir og vandamenn; verið glaðir í
voninni, þótt sorgin sé til staðar.
Ykkar
Dóra Sjöfn.
Í dag kveðjum við minn kæra mág
Una Guðmund Hjálmarsson. Hans
verður sárt saknað af öllum sem
þekktu hann sökum hans miklu ljúf-
mennsku. Við sendum Selmu systur
og hennar fjölskyldu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Halla og fjölskylda.
UNI GUÐMUNDUR
HJÁLMARSSON
✝ Þorsteinn Jak-obsson fæddist á
Akureyri 12. nóvem-
ber 1930. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 29. desember
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Jakobs Frímanns
Kristinssonar út-
gerðarmanns, f.
2.10. 1890, d. 12.3.
1969, og Filippíu
Guðrúnar Valdi-
marsdóttur, f. 28.11.
1891, d. 10.2. 1973.
Systkini Þorsteins
voru Þórdís, f. 1914, d. 1995, Vikt-
or, f. 1917, d. 1989, Kristinn, f.
1921, d. 1994, Haraldur, f. 1923, d.
1963 og Valdimar, f. 1928, d. 1989.
Þorsteinn kvæntist árið 1954 Ás-
gerði Bjarnadóttur, sem starfaði
lengst af í Útvegsbanka Íslands
dóttir forstöðumaður. Þau eiga tvö
börn, Þorstein Muna, f. 1998, og
Þórdísi Dóru, f. 2000.
Þorsteinn ólst upp á Akureyri
og í Hrísey þar sem faðir hans
stundaði útgerð á sumrin. Þor-
steinn lauk gagnfræðaprófi frá
Akureyri og farmannaprófi frá
Stýrimannaskóla Íslands árið
1955. Þorsteinn hóf sjómennsku
ungur að árum og starfaði lengst
af sem stýrimaður hjá Skipaútgerð
ríkisins. Árið 1979 hóf hann störf
sem hafnarvörður við Reykjavík-
urhöfn og gegndi því starfi í tvo
áratugi, þar til hann lét af störfum
árið 1999. Þorsteinn var virkur
þátttakandi í starfi Alþýðuflokks-
ins. Auk ýmissa trúnaðarstarfa
fyrir Alþýðuflokkinn stóðu Þor-
steinn og eiginkona hans, Ásgerð-
ur, ásamt fleirum fyrir uppbygg-
ingu og starfsemi Rósarinnar, sem
var félagsmiðstöð jafnaðarmanna í
Reykjavík. Þorsteinn og Ásgerður
bjuggu í Reykjavík, lengst af í
Giljalandi 33 í Fossvogi.
Þorsteinn verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
(síðar Íslandsbanka).
Ásgerður lést árið
1997. Börn þeirra eru:
1) Unnur sameinda-
erfðafræðingur, f.
29.1. 1958. Maður
hennar er Björn L.
Örvar sameindaerfða-
fræðingur. Þau eiga
einn son, Þorstein, f.
1989. 2) Bjarni útgáfu-
stjóri, f. 7.6. 1960. Eig-
inkona hans er Ann-
etta A. Ingimundar-
dóttir yfiriðjuþjálfi.
Þau eiga tvær dætur,
Birtu, f. 1989, og
Sunnu, f. 1997. 3) Haraldur Sig-
urður sálfræðingur, f. 18.11. 1964.
Kona hans er Ingunn Hansdóttir
sálfræðingur. Þau eiga eina dótt-
ur, Ásgerði Erlu, f. 1998. 4) Jakob
Frímann kennari, f. 6.5. 1969. Eig-
inkona hans er Vanda Sigurgeirs-
Þegar ég frétti af andláti Þorsteins
þá komu margar minningar fram í
huga mínum.
Eldhúsborðið í Giljalandinu,
smíðaherbergið í kjallaranum þar
sem Þorsteinn var svo oft og notaleg-
ar stundir í sjónvarpssófanum. Leiðir
okkar lágu fyrst saman 1977 en þá
urðum við bekkjarbræður í Réttar-
holtsskóla, ég og Haraldur sonur
hans og hafa leiðir okkar síðan legið
saman. Ásgerður, kona Þorsteins,
lést árið 1997 en þau hjónin voru
mjög samrýnd og fráfall hennar varð
honum mikill missir.
Það fyrsta sem kemur í hugann frá
heimili Þorsteins og Ásgerðar er
hlýja og það var alltaf notalegt að
koma inn á heimili þeirra hjóna. Ás-
gerður, sterk kona með mikla per-
sónutöfra og Þorsteinn, hlýr maður
með gott skopskyn. Viss glettni ein-
kenndi Þorstein, hann skipaði ákveð-
inn sess á heimilinu og hafði ákaflega
þægilega nærveru. Handlaginn var
hann og það voru ófáar stundirnar
sem hann gat eirt sér í kjallaranum
við smíðar. Sjómennskan var honum
einnig hugleikin og man ég eftir
mörgum skemmtilegum sögum af
siglingum hans á Heklunni og fleiri
ferðum. Þetta samspil þeirra hjóna
skapaði skemmtilegt andrúmsloft á
heimili þeirra og það var eins og þeim
hefði tekist að ná fram því besta úr
þeim báðum til að skapa hlýlegt
heimili þar sem ávallt var gott að
koma. Minningarnar eru margar og
ná frá unglingsaldri til fullorðinsára.
Ég hitti Þorstein oft á heimili hans
eftir að Ásgerður lést og lítið hafði
breyst. Sami hlýleikinn einkenndi
heimilið þó að ýmislegt hafi á vantað
eftir að Ásgerður féll frá. Alltaf hélt
hann ró sinni og í mínum huga var
Þorsteinn alltaf eins og klettur. Þetta
mótandi umhverfi hafði jákvæð og
mótandi áhrif á okkur félaga Halla og
stendur upp úr þegar horft er til
bernskuáranna og tala ég þá fyrir
hönd margra okkar félaga Halla.
Ég hitti Þorstein ekki oft eftir að
hann veiktist en hafði alltaf fréttir af
honum.
Minningin um bernskuárin sem
tengjast heimili þeirra hjóna sterkum
böndum mun lifa í huga mínum og
vonandi verður þeim hlýleika sem
þau hjón sköpuðu viðhaldið í Gilja-
landinu og að fleiri eigi eftir að njóta
góðs af því.
Þorsteinn hefur nú kvatt okkur og
eftir sitja minningar um heilsteyptan
mann sem yljaði samferðamönnum
sínum ávallt með nærgætni og hlýju.
Blessuð sé minning Ásgerðar og
Þorsteins.
Elsku Halli og fjölskylda, við Sigga
sendum þér og Ingunni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Magnús Heimisson.
Þorsteinn Jakobsson og kona hans
Ásgerður heitin Bjarnadóttir voru í
harðasta kjarna Alþýðuflokksins í
kringum 1990 þegar flokkurinn sat í
ríkisstjórn, og var í óðaönn að und-
irbúa eitt merkasta framlag jafnaðar-
manna í velferðarsögu íslensku þjóð-
arinnar. Það var samningurinn um
evrópska efnahagssvæðið, sem í dag
er ein helsta burðarstoðin undir vel-
megun Íslendinga. Flokkurinn iðaði
af lífi. Evrópa var mál dagsins, og um
hana var rökrætt hvar sem tveir
kratar komu saman. Í Reykjavík var
öflugur hópur krata sem hélt uppi
vikulegum málfundum um hvaðeina,
og fylkti sér um kallinn í brúnni, Jón
Baldvin, af heitum huga. Í þessu
harðsnúna liði Reykjavíkurkratanna
voru þau hjónin, Steini Jak. og Ágú,
lífið og sálin. Þessi hópur hélt uppi
öflugasta félags- og málefnastarfi
sem ég hef nokkru sinni kynnst á
pólitískri vegferð minni. Þetta var
allt saman ógleymanlegt fólk, sem
hvað með sínum hætti átti mikilvægt
framlag til flokks og hreyfingar.
Ég kom inn í þennan hóp sem ung-
ur þingmaður Alþýðuflokksins og
yngri en flestir í þessu einvalaliði.
Mér var tekið svo innilega, ekki síst
af þeim hjónum, að mér líður það ekki
úr minni. Þetta einvalalið tók sér það
fyrir hendur að útbúa í götuhæðinni á
Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti eins
konar opið félagsheimili fyrir alla
jafnaðarmenn. Þorsteinn Jakobsson
og Ásgerður ásamt Ella smið og Hlín
Daníels voru burðarásarnir, sem
stýrðu vinnunni, og unnu hana raun-
ar mest sjálf. Við undirleik hamars-
högga og hvíns í sögum voru háðar
einhverjar merkilegustu umræður
um Ísland og Evrópu sem ég hef enn
tekið þátt í. Hápunkturinn var þegar
Jón Baldvin og Bryndís litu inn síðla
kvölds, þegar Rósin var að verða
fullbúin. Það gustaði af Jóni og
ósjaldan brast á með þrumuræðum.
Þá líkaði Þorsteini Jakobssyni lífið.
Hann vildi menn sem heyrðist í, og
sem höfðu skoðanir.
Rósin varð einskonar pólitísk um-
ræðustöð, þar sem kratar af öllum
kynslóðum litu inn, fengu sér kaffi-
sopa og ræddu málin. Þar ræddu
menn líka sameiningu jafnaðar-
manna, og innan veggja Rósarinnar
tóku alþýðuflokksmenn ákvörðun um
að eiga aðild að Nýjum vettvangi,
sem var undanfari Reykjavíkurlist-
ans. Það fór aldrei á milli mála hvar
þau hjónin stóðu í því máli. Þau voru
einlægir baráttumenn fyrir því að
jafnaðarmenn allra flokka sameinuð-
ust.
Það var lán mitt sem ungs stjórn-
málamanns að öðlast vináttu manns
einsog Steina Jak. Hann hafði ófáar
fjörur sopið í pólitíkinni, og var ósínk-
ur á einstaka reynslu sína. Hann var
frá uppvaxtarárum sínum í Hrísey
alltaf með einhverjum hætti tengdur
sjónum og vann um þessar mundir þá
við Höfnina, og fór um hana einsog
kóngur í ríki sínu. Einu sinni kom
hann fyrirvaralaust niður í þing, og
sagði þingmenn Reykvíkinga væru
liðléttingar þangað til þeir hefðu farið
viðhafnartúr um höfnina. Það var
minnisstæð ferð. Hann þekkti alla, og
eðlislæg glettni hans og kímni gerði
að verkum að alls staðar hættu menn
um stund að vinna, og fóru að segja
sögur, og ræða pólitík. Við lukum
með hádegismat á Kaffivagninum,
þar sem Steini Jak. skipulagði óform-
legan fund. Úr því varð slíkur há-
vaðafundur, að það varð að niður-
stöðu að halda opinn auglýstan
stjórnmálafund á Kaffivagninum
viku síðar. „Nú tókst þér vel upp,
kall,“ sagði Steini Jak. og það var
með betri hrósyrðum sem ég hafði
fengið. Þetta var upphafið að því að
Alþýðuflokkurinn hóf að halda reglu-
lega pólitíska fundi á Kaffivagninum
um skeið.
Það var gæfa Þorsteins Jakobs-
sonar að eignast þann einstaka lífs-
förunaut sem Gautlendingurinn Ás-
gerður eiginkona hans reyndist
honum. Fá hjón þekkti ég, sem voru
jafnsamhent og samrýnd, og jafnein-
beitt í einlægum áhuga sínum á að
ryðja jafnaðarstefnunni braut. Það
var mikill missir fyrir hann þegar Ás-
gerður dó, og stundum fannst mér
líka eftir á að það væri einsog botninn
hefði þá dottið úr þessu þróttmikla
starfi sem einkenndi Alþýðuflokkinn
í Reykjavík á níunda og tíunda ára-
tugnum. Það var mitt lán að eiga þau
hjón bæði að dugmiklum stuðnings-
mönnum. Þorsteinn Jakobsson
sleppti aldrei hendinni af mér meðan
hann var virkur í stjórnmálum. Hann
gladdist af einlægni gamals hjarta
þegar Samfylkingin varð til, og
studdi hana jafndyggilega og Alþýðu-
flokkinn áður. Nú er þessi góði jafn-
aðarmaður allur og horfinn á æðri
lendur. Hans er sárt saknað af okkur
öllum, sem nutum vináttu hans og lið-
sinnis. Fyrir hönd Samfylkingarinn-
ar færi ég honum hinstu þakkir fyrir
ómetanlegt framlag og bið Guð að
blessa vini hans og fjölskyldu.
Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar.
Af þeim bókum, sem rithöfundar
þjóðarinnar hafa saman settar til að
stytta okkur stundir í jólaskammdeg-
inu, þótti okkur ekki sízt fengur að
bók Gylfa Gröndal: Fólk í fjötrum –
baráttusaga íslenskrar alþýðu.
Þar segir frá fólki í fjötrum fátækt-
ar, vinnuþrælkunar, harðýðgi og dap-
urra vona um betri tíð. Þar segir frá
því, hvernig hörð lífsbarátta meitlaði
svip og stældi kjark. Þar segir líka
frá stolti hinna snauðu og mannlegri
reisn þeirra, sem létu ekki bugast, en
hertust við hverja raun. Þar segir frá
því, hvernig hugsjón jafnaðarstefn-
unnar um mannsæmandi þjóðfélag
vakti fólki í fjötrum nýjar vonir og
baráttuþrek. Þar segir af skáldum og
hugsjónamönnum, baráttumönnum
og kvenskörungum, harðjöxlum og
hæglætismönnum, sem skáru upp
herör gegn ranglætinu. Og beittu
samtakamættinum til að láta drauma
rætast.
Í þessari brautryðjendasveit birt-
ast okkur margar hversdagshetjur,
sem núverandi kynslóðir Íslendinga
standa í ævarandi þakkarskuld við.
Þetta er fólkið sem byggði þessa borg
og gaf þessari þjóð nýtt líf – nýja von.
Um þessa horfnu kynslóð gilda orð
skáldsins að fáir njóta eldanna, sem
fyrstir kveikja þá.
Þessi orð streyma af fingrum fram,
þegar við minnumst vinar okkar,
Þorsteins Jakobssonar, sjómanns og
hafnsögumanns, sem við kveðjum í
dag hinztu kveðju. Hann var afkom-
andi þessa fólks, og reynslusaga þess
var honum runnin í merg og blóð.
Okkar leiðir og konu hans, Ásgerðar
Bjarnadóttur frá Ísafirði, lágu saman
þegar verkefnið var fyrir tveimur
áratugum síðan að reisa jafnaðar-
stefnuna aftur til vegs og valda í okk-
ar þjóðfélagi. Þetta voru ár harðrar
baráttu og stórra umbótamála, sem
voru umdeild, en kölluðu á liðstyrk
vaskra manna og kvenna sem spurðu
aldrei um umbun erfiðisins. Sannfær-
ingin um góðan málstað og baráttu-
gleðin í góðum félagsskap var þeim
nóg.
Þegar við hugsum til baka til þessa
baráttutíma þyrpast fram í hugar-
fylgsnið svipmyndir margra sam-
tímamanna, sem óbrigðult mátti
treysta, þegar liðveizlu var þörf. Það
er á engan hallað, þótt sagt sé, að Ás-
gerður og Þorsteinn, ásamt vinum
þeirra, Hlín Daníelsdóttur og Erlingi
Þorsteinssyni, skipi sérstakan sess í
huga okkar, þegar við hugsum til
baka. Þau voru „eðalkratar“ í bezta
skilningi þess orðs; arftakar hugsjón-
arinnar um að leysa fátækt fólk úr
fjötrum og að beita samtakamættin-
um til að skapa mannsæmandi þjóð-
félag. Um réttmæti þess málstaðar
efuðust þau aldrei. Fyrir þann mál-
stað var engin fórn of stór, ekkert
viðvik of smátt. Það var mannbæt-
andi að kynnast þeim.
ÞORSTEINN
JAKOBSSON