Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT FORRÁÐAMENN og leikmenn kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik eru ekki sáttir við vinnubrögð Íþrótta- félags stúdenta sem fékk til sín bandaríska leikmann- inn Meadow Overstreet á dögunum og lék hún með ÍS þann 3. janúar s.l. en hvarf síðan af landi brott. Þar með getur Reykjavíkurliðið fengið til sín erlendan leik- mann á næstu vikum og mánuðum en Keflvíkingar telja að þar með hafi ÍS brotið heiðursmannasamkomulag liðanna. Hrannar Hólm formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur sagði í gær við Morgunblaðið að Ívar Ás- grímsson þjálfari ÍS hefði að fyrra bragði óskað eftir því að félögin gerðu með sér heiðursmannasamkomu- lag þess efnis að hvorugt liðið myndi fá til sín erlendan leikmann á leiktíðinni. „Ég svaraði því að ég væri per- sónulega hlynntur því að gera slíkt samkomulag en fyrst yrði ég að ræða við kvennaráð félagsins. Það gerði ég en ég svaraði hinsvegar ekki Ívari fyrr en nokkrum dögum síðar. Þann 20. desember sagði ég honum að við værum til í að gera slíkt samkomulag en þá var hann kominn á aðra skoðun. Meadow Overstreet yrði með liðinu í einum leik og þar með gæti ÍS haldið þeim glugga opnum að fá sér útlending er líða færi á tímabilið. Ívar vildi sem sagt ekki ganga að því sam- komulagi sem hann hafði sjálfur stungið uppá. Við erum að sjálfsögðu ekki ánægð með þessi vinnu- brögð nýráðins landsliðsþjálfara og ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að ÍS-liðið mæti til leiks gegn okkur með erlendan leikmann í sínum röðum,“ sagði Hrannar og bætti því við að sá tími sem hefði verið til stefnu í kjölfarið hefði ekki verið nægur til þess að skoða þá leikmenn sem stóðu til boða. „Við hefðum vel getað náð í leikmann með hraði án þess að velta því mikið fyrir okkur hvort hún hentaði liðinu, sent hana til baka eftir einn leik og uppfyllt þau skilyrði sem sett eru um komu erlendra leikmanna eftir 6. janúar. En kostnaðurinn við slíkt var ekki réttlætanlegur.“ En í reglugerð KKÍ segir að einungis þau lið sem hafa haft erlendan leik- mann í sínum röðum fyrir 5. janúar geti fengið til sín erlenda leikmenn á tímabilinu 6.-30. apríl. „Íþróttafélag stúdenta braut heiðursmannasamkomulag“ Knattspyrnuhöllin í Grafarvogi Reykjavíkurmótið í meistaraflokki karla Föstudaginn 9. janúar kl. 19.00 Leiknir - Þróttur Föstudaginn 9. janúar kl. 21.00 ÍR - Valur Miðaverð fullorðnir kr. 800, 12-16 ára kr. 200 og gildir það á báða leikina viðkomandi kvöld. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Knattspyrnuráð Reykjavíkur ÍHafnarfirði skiptust liðin á forystuframan af en gestirnir voru þó oft- ar yfir. Hratt var leikið og tók það sinn toll en í lok þriðja leikhluta sýndu Keflvíkingar að þeir eru betur búnir undir slíkt at. Þegar þreytan fór að segja mikið til sín náðu þeir að einbeita sér betur, spila yfirvegað og sigu fram úr í lok þriðja leikhluta en hleyptu Haukum síðan ekki inn í leikinn. Margra augu beindust að skotbak- verðinum Whitney Robinson, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka. Hann sýndi ágæta snerpu, gerði margt ágætt sjálfur og spilaði stund- um ágætlega á samherja sína. Á 28 mínútum skoraði hann úr 3 af 8 skot- um inni í teig, hitti úr einu af 5 þriggja stiga skotum og 7 af 8 vítum en tók 3 fráköst. Michael Manciel tók 9 fráköst og gerði 26 stig. Hjá Keflavík varði Nick Bradford 4 skot og tók 12 fráköst eins og Der- rick Allen, sem hitti úr 13 af 16 skot- um inni í teig og varði 2 skot. „Við vorum ekki nógu góðir í vörn fyrir hlé en það gerði gæfumuninn er við tókum okkur á,“ sagði Falur Harð- arsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn en það þurfti líka að reka liðið af stað. „Við sögðum við leikmenn í hálfleik að nú væri ekki rétti tíminn til að fela sig, þetta væri eins og hver annar úrslitaleikur og nú yrði að taka af skarið. Og þá gekk betur.“ Njarðvík ekki í vandræðum Njarðvík tók á móti Hamar í 8-liðaúrslitum bikarkeppni KkÍ og Lýsingar í Njarðvík í gærkvöld. Njarðvík sigraði 97:78. Leikurinn fór frekar hægt af stað og voru fyrstu stig leiksins skoruð eftir tveggja mínútna leik. Hamar voru sterkir á upphafs- kaflanum og virtist vera ákveðið vanmat hjá liði Njarðvíkur. Bestu menn vallarins voru Brenton Birm- ingham og Brandon Woudstra. Þetta var góður liðssigur og við getum ekki annað en verið sáttir að sigra Ham- ar. Þeir hafa verið á mikilli siglingu. En við hlökkum til undanúrslit- anna,“ sagði Friðrik Stefánsson, fyr- irliði Njarðvíkur. Meistar- arnir slá ekki af Stefán Stefánsson skrifar Davíð Páll Viðarsson skrifar HEITT var í kolunum í Hafn- arfirði í gærkvöldi þegar Haukar tóku á móti Keflavík í 8-liða úr- slitum bikarkeppni Lýsingar. Haukar skörtuðu nýjum útlend- ingi og það efldi þá til dáða en margfaldir meistarar í Keflavík hafa marga fjöruna sopið og þegar þeir náðu undirtökunum skóp það 98:90 sigur. Í Njarðvík fóru heimamenn seint í gang en unnu síðan örugglega 97:78. Hart var tekist á í byrjun og þarhöfðu leikmenn Gróttu/KR betur, voru fastir fyrir í vörninni og fundu auðveldlega gloppur í vörn ÍBV. En þegar Eyjastúlk- ur náðu áttum gripu þær til leikreynsl- unnar, stoppuðu í götin í vörninni og höfðu fimm marka forystu í leikhléi, 13:8. Eftir hlé brettu leikmenn Gróttu/KR upp ermarnar og náðu að minnka forskot ÍBV niður í tvö mörk en það vantaði samt herslumuninn og þegar það gekk ekki að jafna misstu þeir móðinn um stund sem dugði ÍBV til að stinga af. „Þetta var ströggl en við áttum al- veg í þær,“ sagði Anna Úrsúla en henni héldu engin bönd og hún skor- aði 8 mörk á línunni. „Það munaði ekki miklu en það komu lægðir hjá okkur þegar við misstum þær fram- úr okkur. Það verðum við að laga en við stóðum okkur ágætlega. Við höf- um verið í þol- og styrktaræfingum milli jóla og nýárs enda sýndi sig að við erum mun sterkari svo að þetta kemur hjá okkur. Teodora Visco- kaite var öflug og þurfti mikið til að stöðva hana og Hildur Gísladóttir var góð í markinu fyrir hlé. „Það tók smátíma að komast í gír- inn enda fyrsti leikur okkar í tvo mánuði,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfs- son þjálfari Eyjastúlkna eftir leik- inn. „Það var því svolítið ryð í þessu hjá okkur en ég var líka að prófa 3-3 vörn, sem við höfum ekki spilað áður því ég er að undirbúa að geta spilað fleiri afbrigði af varnarleik, bæði fyr- ir þetta mót og Evrópukeppnina, sem við erum að fara í. Hinsvegar var sóknarleikur okkar mjög stirður og við þurfum nokkra leiki í viðbót til að koma honum í lag. Stigin voru því góð því þetta er erfiður heimavöllur, eins og veit svo vel sjálfur.“ Mark- vörðurinn Gantimorova átti mestan þátt í sigrinum þegar hún varði 24 skot, þaraf tvö víti. Sylvia Strass hélt uppi spilinu, Anja Nielsen skilaði sínu úr horninu og Alla Gorkorian tók við sér í lokin. Anna Yakova byrj- aði vel en það var mjög hart tekið á henni. Morgunblaðið/Þorkell Teodora Visockaite leikmaður Gróttu/KR reynir skot yfir Birgit Engl landsliðsmann frá Austurríki úr liði meistaraliðs ÍBV. Kraftur Gróttu/ KR dugði ekki KRAFTINN vantaði ekki í Gróttu/KR þegar Eyjastúlkur komu í heim- sókn á Seltjarnarnesið í gærkvöldi en það dugði samt ekki til því þegar gestirnir höfðu dustað rykið af varnar- og sóknarleik sínum var það meira en heimasæturnar á Nesinu réðu við. ÍBV trónir því enn á toppi deildarinnar eftir 23:29 sigur og Grótta/KR-konur eru í 6. sæti en ef þær slípa leik sinn betur má búast við að þær fikri sig upp töfluna. Stefán Stefánsson skrifar LEIFUR Sigfinnur Garðarsson, al- þjóðlegur dómari í körfuknattleik, mun dæma tvo leiki í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik í byrjun næsta mánaðar. Hinn 3. febrúar dæmir Leifur leik Bourges Basket frá Frakklandi og Orsi Sirion frá Frakklandi í meistaradeild kvenna og daginn eftir leik Nancy frá Frakklandi og NIS Vojvodina frá Serbíu/Svartfjallandi í meistara- deild karla, en báðir leikirnir fara fram í Frakklandi. Leifur hefur á undanförnum ár- um fengið úthlutað mörgum verk- efnum í Evrópukeppninni og undantekningarlaust fengið góða dóma. Fyrr í vetur dæmdi hann tvo leiki á Evrópumótunum, þann fyrri í Danmörku og hinn síðari í Wales. Leifur dæmir í Frakklandi HANDKNATTLEIKUR Landsleikur karla: Varmá: Ísland – Sviss ................................20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan – ÍG.......................19.15 Laugardalsh.: Árm./Þróttur – Selfoss .....20 Akureyri: Þór A. – Skallagrímur .........19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Leiknir – Þróttur ......................19 Egilshöll: ÍR – Valur ..................................21 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - ÍBV 23:29 Seltjarnarnes, 1. deild kvenna, RE/MAX- deildin, fimmtudagur 8. janúar 2004. Gangur leiksins: 3:1, 5:3, 6:7, 8:13, 11:15, 16:20, 20:23, 21:24, 23:29. Mörk Gróttu/KR: Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 8, Eva Björk Hlöðversdóttir 5/4, Eva M. Kristinsdóttir 4, Aiga Stefanie 2, Theodora Visockaite 2, Ragna Karen Sigurðardóttir 1, Arndís María Erlings- dóttir 1. Varin skot: Hildur Gísladóttiur 17 (þar af 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 8, Anna Yakova 7/2, Sylvia Strass 5, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 3, Guðbjörg Guðmundsdóttir 2. Varin skot: Julia Gantimarova 24/2 (þar af 8 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Áhorfendur: 160. Staðan: ÍBV 11 10 0 1 329:253 20 Valur 12 9 1 2 299:255 19 Haukar 12 9 1 2 323:293 19 Stjarnan 12 7 0 5 262:259 14 FH 11 5 0 6 276:270 10 Víkingur 12 4 1 7 268:275 9 Grótta/KR 12 3 2 7 273:290 8 KA/Þór 11 2 1 8 269:308 5 Fylkir/ÍR 0 0 0 0 0:0 0 Fram 11 0 0 11 219:315 0 Undankeppni HM karla: 1. riðill: Grikkland - Búlgaría .............................32:17 2. riðill: Tyrkland - Kýpur ..................................29:22 3. riðill: Bosnía - Holland....................................29:28 Sex þjóða mót í Rússlandi Frakkland - Egyptaland.......................30:19 Rússland - Danmörk .............................30:30 Æfingaleikur Svíþjóð - Túnis .......................................31:28 KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Keflavík 90:98 Ásvellir, Bikarkeppni KKÍ og Lýhsingar, 8-liða úrslit karla, fimmtud. 8. janúar 2004. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 11:7, 14:23, 24:27, 29:26, 34:36, 43:45, 47:53, 50:53, 52:59, 67:61, 69:74, 69:79, 74:81, 74:84, 80:86, 80:92, 90:98. Stig Hauka: Michael Manciel 26, Whitney Robinson 16, Halldór Kristmannsson 15, Sævar Haraldsson 10, Drejak Bojovic 10, Ingvar Guðjónsson 9, Sigurður Einarsson 2, Kristinn Jónsson 2. Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 32, Nick Bradford 22, Magnús Gunnarsson 15, Gunnar Einarsson 12, Davíð Jónsson 9, Jón N. Hafsteinsson 6, Hjörtur Harðarson 2. Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn. Dómarar: Erlingur S. Erlingsson og Sig- mundur Herbertsson. Áhorfendur: 260. UMFN - Hamar 97:78 Njarðvík: Gangur leiksins. 8:8, 13:14, 19:14, 25:21, 37:33, 46:37, 57:46, 66:49, 75:57, 87:64, 97:78. Stig UMFN: Brenton Birmingham 26, Brandon Woudstra 16, Friðrik Stefánsson 15, Guðmundur Jónsson 11, Halldór Karls- son 8, Ólafur A Ingvason 6, Páll Kristins- son 4, Kristján Sigurðsson 3, Arnar Smára- son 3, Sveinbjörn Skúlason 2. Fráköst : 33 í vörn - 10 í sókn. Stig Hamars: Chris Dade 25, Lárus Jóns- son 12, Svavar Pálsson 12, Fahrem Nelson 10, Hallgrímur Brynjólfsson 10, Marvin Valdimarsson 6, Atli Gunnarsson 6. Fráköst : 20 í vörn - 11 í sókn. Dómarar: Helgi Bragason og Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 100. Tindastóll - Snæfell 87:88 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 4:2, 12:4, 17:9, 20:17, 25:19, 29:25, 33:31, 38:41, 46:46, 48:51, 53:63, 59:67, 63:75, 66:77, 74:81, 82:84, 87:88. Stig Tindastóls: Nick Boyd 29, Clifton Co- ok 23, Axel Kárason 16, Óli Barðdal 5, Frið- rik Hreinsson 5, Kristinn Friðriksson 5, Gunnar Þór Andrésson 2, Helgi Rafn Viggósson 2. Fráköst: 21 í vörn - 17 í sókn. Stig Snæfells: Dondrell Whitmore 28, Co- rey Dickerson 22, Lýður Vignisson 17, Sig- urður Þorvaldsson 10, Hlynur Bæringsson 4, Hafþór I. Gunnarsson 3, Andrés M. Hreiðarsson 2, Edvard N. Dotson 2. Fráköst: 23 í vörn - 11 í sókn. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, og Aðalsteinn Hjartarson. UMFG - Fjölnir 105:77 Grindavík: Gangur leiksins: 14:2, 22:5, 35:19, 39:22, 48:33, 61:34, 61:46, 68:52, 81:57, 89:61, 101:68, 105:77. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 32, Páll Axel Vilbergsson 26, Guðmundur Bragason 21, Þorleifur Ólafsson 12, Örvar Kristjáns- son 5, Ármann Vilbergsson 5, Jóhann Ólafsson 2, Davíð Hermannsson 2. Fráköst: 30 í vörn - 17 í sókn. Stig Fjölnis: Hjalti Vilhjálmsson 21, Hilm- ar Hjálmarsson 14, Brynjar Kristófersson 11, Pálmar Ragnarsson 9, Guðni Valent- ínusson 8, Magnús Pálsson 7, Bjarni Karls- son 5, Helgi Þorláksson 2. Fráköst: 25 í vörn – 13 í sókn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Karl Frið- riksson. Áhorfendur: Um 70. Haukar - UMFN 75:57 Ásvellir, Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 8- liða úrslit kvenna: Gangur leiksins: 21:12, 38:29, 60:34, 75:57. Stig Hauka: Helene Sverrisdóttir 25, Pál- ína Gunnlaugsdóttir 18, Þóra Árnadóttir 12, Hanna Hálfdánardóttir 10, Svanhvít Skjaldardóttir 4, Bára Hálfdánardóttir 4. Stig UMFN: Auður Jónsdóttir 13, Ingi- björg Vilbergsdóttir 11, Guðrún Karlsdótt- ir 8, Eva Stefánsdóttir 8, Sigurlaug Guð- mundsdóttir 8. KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, fyrri leikir: Villarreal - Sevilla .....................................1:3 Levante - Barcelona..................................1:0 BLAK 1. deild karla: Stjarnan - HK1:3 (16:25, 18:25, 25:18, 20:25)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.