Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 41

Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 41 ✝ Axel WilhelmEinarsson fædd- ist í Reykjavík 5. des- ember 1923. Hann lést á heimili sínu 25. desember síðastlið- inn. Foreldrar Axels voru hjónin Einar Björgvin Kristjáns- son húsasmíðameist- ari, f. 1892, d. 1966, og Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir bæj- arfulltrúi, f. 1893, d. 1967. Axel var þriðji elsti í röðinni af sjö systkinum sem voru Guðlaugur Maggi, f. 1921, d. 1977, Kristján Ingi, f. 1922, d. 1977, Einar Gunnar, f. 1926, d. 1972, Ingibjörg, f. 1934, d. 1999, Kristinn, f. 1938, d. 1992, og Sverrir, f. 1927, sem er einn eft- irlifandi systkina sinna. Árið 1947 kvæntist Axel eftir- lifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Ernu Jónsdóttur (Eddu), f. 24. nóvember 1930, dóttur Jóns Sig- urpálssonar kaupmanns og Guð- rúnar Tómasdóttur húsmóður. Börn Axels og Eddu eru: 1) Guð- rún Þórdís, f. 1947, maki Tómas Jónsson, synir þeirra eru: Jón Ax- el, f. 1969, sambýliskona Anna María Garðarsdóttir, börn þeirra eru Eydís Ýr, f. 1994, og Andri Snær, f. 1999. Tómas Örn, f. 1971, maki Anna Lísa Jónsdóttir, barn þeirra Anna Guðrún, f. 1999. Gunnar Þór, f. 1982 nemi. 2) Jón Sturla, f. 1952, búsettur í Svíþjóð, fyrrverandi maki Guðrún Ind- íana Ólafsdóttir, börn þeirra eru: Gísli Már, f. 1976, sambýliskona Made- laine, barn þeirra Paulina, f. 2002, Geirmundur Hrafn, f. 1986, og Edda Björg, f. 1988. Áður átti Jón son, Ólaf Örn, f. 1971, móðir hans er Guðrún Ólafsdóttir. 3) Einar Rúnar, f. 1959, maki Gunnhildur Manfreðs- dóttir, börn þeirra eru Halldóra Sólveig, f. 2000, Kristján Logi, f. 2001, og fósturdóttirin Erla Jó- hannsdóttir, f. 1983, dóttir Gunn- hildar. Börn Einars frá fyrra hjónabandi með Ingibjörgu Lofts- dóttur eru: Axel Wilhelm, f. 1981, Ingunn, f. 1983, og Loftur, f. 1989. Axel Wilhelm lauk verzlunar- prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1944. Hann hóf störf hjá Byggingarfélaginu Stoð hf., síðan hjá Ísbirninum og lauk starfsævi sinni hjá Olís 73 ára að aldri og vann hann að mestu við bókhalds- störf alla sína starfsævi. Útför Axels Wilhelms fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á stjörnubjartri jólanótt sofnaði elskulegur tengdafaðir svefninum langa. Okkur setti hljóð. Minningar um sérstakan og litríkan Axel flugu í gegnum hugann. Þessi ljúfi og elskulegi maður sem hreif sam- ferðafólk sitt með sér með glettni sinni og skemmtilegri sýn á lífið og tilveruna. Axel var léttur í lundu og aldrei sá ég hann skipta skapi. Hann naut líðandi stundar og átti sér fjölmörg áhugamál sem honum gafst meiri tími til að sinna á efri árum. Hann var m.a. mikill áhuga- maður um íslensku og þýsku og einnig hafði hann ánægju af sundi, að spila billjard með bróður sínum og dytta að húsinu sínu. Hann hjálpaði okkur mjög mikið við húsið sem við vorum að byggja, kom dag- lega og vann af kappi, því hann vildi láta hlutina ganga. Ég er þakklát fyrir þennan eftirminnilega tíma og fjörugar umræður yfir kaffibollanum. Þjóðfélagsmálin voru Axel hugleikin og voru frétta- tímarnir honum heilagir svo og lestur dagblaðanna. Allt fram á síð- asta dag var hann mjög vel upp- lýstur um þjóðfélagsmálin og hafði á þeim ákveðnar skoðanir, sem hann viðraði óspart, m.a. í sund- ferðum sínum í Laugardalinn sem gátu stundum tekið margar klukkustundir. Axel var sérstaklega vakandi yfir barnabörnum sínum og þreyttist aldrei á að spyrja þau út í námið. Hann hafði mikla ánægju af að taka þau í „aukatíma“ og fengu þau jafn- vel verkefni send heim með pósti. Þessa miklu umhyggju skynjuðu börnin vel og tengdust afa sínum sterkum böndum. Ekkert gat aftr- að honum frá því að vera viðstadd- ur útskrift tveggja barnabarna nú rétt fyrir jól. Gildi menntunar var ótvírætt í hans huga. Mjög ljúft var að sækja þau hjón- in heim, Axel og Eddu, eftirlifandi eiginkonu hans. Hlýjar móttökur og létt og skemmtilegt andrúmsloft einkenndi heimilið. Gaman var að fylgjast með hve vel fór á með þeim hjónum eftir rúmlega hálfrar aldar sambúð og er það okkur, sem yngri erum, lær- dómsríkt að hafa skynjað þennan mikla kærleika. Langri ævi er lokið og kveðju- stundin runnin upp. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Axel og mun minningin um hann verða okkur að leiðarljósi. Guð blessi minningu hans. Gunnhildur Manfreðsdóttir. Ég hefði aldrei trúað því hve erf- itt það er að skrifa niður nokkur orð um Axel afa minn. Ekki að það sé lítið um hann að segja heldur reynist mér það erfitt vegna sakn- aðar. Þú varst mér alltaf góður, og stutt var í grínið og góða skapið. Það var þetta sem mér þótti svo vænt um í fari þínu. Aldrei sá ég þig reiðan eða fúlan, þannig varstu. Ég man þegar við sátum saman í stofunni á Rauðalæknum og horfð- um á box til kl. 3 um nóttina, eða horfðum saman á fótbolta og allar íþróttir yfirleitt. Þú kenndir mér svo margt og ekkert virtist þér ókunnugt, þú hafðir áhuga á öllu og ekki síst stjórnmálum. Allt sem ég þurfti að læra vildir þú ólmur fá að kenna mér, svo sem íslenska mál- fræði, þýska málfræði og bók- færslu, og hlýða mér svo yfir allt saman á eftir. Þú hefðir orðið frá- bær kennari. Menntun var í háveg- um höfð hjá þér. Þú varst alltaf vel upplýstur um allt í kringum þig og vildir læra. Þennan áhuga á að fræðast hefur þú kveikt í mér og þakka ég þér mikið fyrir. Ég sótti þig á aðfangadag fyrir kl. sex daginn fyrir andlát þitt (þá var Edda amma komin á undan þér því hún var að hjálpa mömmu með matinn). Þú komst hlæjandi og glaður til dyra og spjölluðum við um lífið og tilveruna eins og svo oft áður. Eftir á að hyggja finnst mér að þig hafi grunað að þú ættir ekki langt eftir. Í spjalli okkar í bílnum sagðir þú mér hve stoltur þú værir af öllum börnunum þínum. En eitt situr þó efst í huga mér, þú sagðir: „Merkilegt hvað ég elska hana ömmu þína mikið eftir 56 ár í blíðu og stríðu.“ Þetta hafði ég nú alltaf vitað, en aldrei heyrt þig segja af svona mikilli einlægni. Elsku Axel afi, ég kveð þig með söknuði og bið góðan Guð að styrkja Eddu ömmu. Þinn dóttur- sonur Gunnar Þór Tómasson. Langafi minn, hann Axel W. Ein- arsson, dó um jólanóttina. Hann var góður afi þó hann stríddi mér stundum. Mér þótti mjög vænt um hann. Afi var mjög hress maður. Hann sat oft í stólnum sínum og horfði á sjónvarpið. Ég gæti ekki hugsað mér betri langafa en Axel afa. Hann átti heima í rosalega flottri íbúð á Rauðalæk 14. Það var alltaf gaman að fara til Axels lang- afa og Eddu langömmu. Ég sat oft hjá afa og horfði á sjónvarpið með honum og hjálpaði honum að ná í hluti, það var gaman að hjálpa hon- um, en nú ætla ég að hjálpa lang- ömmu minni henni Eddu. Bless Axel afi. Eydís Ýr Jónsdóttir. Axel bróðir minn er látinn og skilur mig einan eftir af sjö systk- ina hóp Hann kvaddi þennan heim á jólanótt. Náði því að fylla áttatíu árin því hann var fæddur 5. des. 1923. Síðast þegar ég talaði við hann, daginn áður en hann kvaddi, þá hafði hann á orði með stríðnisbros á vör að hann teldi sig hafa fullnýtt ævikvótann og skilað því, sem af honum mætti krefjast. Það er vissulega orð að sönnu. Honum tókst alla tíð að sneiða hjá því að verða fórnardýr neysluþjóðfélags- ins nema í hófi og laus við að spóka sig mikið í fjölmiðlaflórunni enda taldi hann sig ekki eiga erindi þangað. Hann hafði hinsvegar náð því, sem hann taldi hverjum manni nægjanlegt að vera hluti af tróðinu í þjóðarskútunni. Þessu tróði, sem felst í að skila löngum vinnudegi, ala upp börn, vera ábyrgur þjóð- félagsþegn, tróðinu, sem skútan má ekki slá úr sér ef hún ætlar að fljóta. Hann bróðir minn mun hafa fundið nokkuð snemma til ábyrgðar því ég minnist þess þegar hann var 12 ára og ég átta, að hann hvatti mig óspart til að gefa margföld- unartöflunni meiri gaum. Marg- földunartaflan væri undirstaðan í nútíma þjóðfélagi sagði hann og ef menn kynnu hana þá gætu menn reiknað sjálfir út kaupið sitt og þessari athugasemd fylgdi hann eftir með því að hlýða mér yfir. Þetta ýtti betur við mér en skamm- ir kennarans. Þannig hélt hann þeim hætti út ævina að hvetja sína nánustu til dáða og eyddi ótöldum stundum með börnum og barna- börnum að kenna þeim íslensku eða þýska málfræði eða hvað annað, sem til féll. Eftir barnaskólanám fór Axel í Verslunarskólann og útskrifaðist þaðan með ágætiseinkunn og þar með var tekin stefna á það starf, sem varð hans ævistarf meira og minna, að vinna við bókhald. Í símaskránni valdi hann af sínu lít- illæti að kalla sig skrifara. Sjálfur átti hann sér þann draum að verða bóndi en gerði sér jafnframt grein fyrir því að til þess væri hann ekki borinn. En andlegt samband við sveitina ræktaði hann með ætt- rækni og ættfræði, sem hann hafði gaman af. Á hverju ári um áratuga- skeið heimsótti hann Skarðströnd þar sem hann þekkti margan manninn og var aufúsugestur á mörgum bæjum. Hamingja Axels var mest að hitta sína eftirlifandi eiginkonu, hana Eddu, Guðrúnu Ernu Jóns- dóttur, en sameiginlega bjuggu þau sér einkar hlýlegt heimili þangað, sem ávallt er gott að koma. Þau eignuðust þrjú börn og hópur barnabarna og barnabarnabarna er orðinn æði stór. Gagnvart þessum hópi lagði hann sig ávallt fram við að aðstoða eftir bestu getu. Axels er sárt saknað. En eins og hann sagði sjálfur: „kvótinn er upp- urinn“. Ég og mín fjölskylda vottum Eddu, börnum og barnabörnum og þeirra börnum okkar innilegustu samúð. Sverrir bróðir. Í dag kveð ég kæran vin og mág, Axel W. Einarsson, sem andaðist á jólanótt. Samfylgdin hefur varað í 57 ár og margs góðs er að minnast. Axel Wilhelm var eitt sjö barna sæmdarhjónanna Guðrúnar Guð- laugsdóttur, bæjarfulltrúa, og Ein- ars B. Kristjánssonar, bygginga- meistara, sem voru þekkt hjón í Reykjavík á sínum tíma. Heimilið var stórt, mannmargt og fjörmikið. Þarna ólst Axel upp við glaðværð og veraldleg gæði. Á sumrin vann hann oft í byggingavinnu hjá föður sínum eða við sveitastörf hjá ætt- ingjum vestur í Dölum. Síðan lá leiðin í Verzlunarskólann. Þegar námi lauk vann hann við skrifstofu- störf, ýmist hjá byggingarfélaginu Stoð (hjá föður sínum), Ísbirninum eða Olís. Ég held að fullyrða megi að hann hafi alls staðar komið sér vel, með hógværð sinni, lipurð og frómlyndi, til orðs og æðis. Axel bar hag barna og barnabarna mjög fyrir brjósti og gladdist yfir hverj- um unnum áfanga þeirra í námi og starfi. Þá nutu börnin mín um- hyggju Eddu og hans í mörg ár en þau áttu heimili sitt hjá þeim þegar þau voru í skóla hér í Reykjavík er við foreldrarnir bjuggum úti á landi. Fyrir það góðverk er ég æv- inlega þakklát. Axel reyndist mörg- um mikið vel en gerði sjálfur lítið úr því. Axel hafði sína vankanta, eins og við flest mannanna börn, en í minn- ingu minni eru þeir smávægilegir í samanburði við alla þá góðu kosti sem hann var gæddur. Ég kveð góðan mág með söknuði og bið honum, Eddu systur minni og afkomendum þeirra Guðs bless- unar. Dóróthea Jónsdóttir. Nú er hann Axel frændi okkar farinn á fund feðra sinna eftir 80 ára farsælt lífshlaup. Hann var einn sex bræðra sem stundum voru kallaðir Freyjugötubræður, tvær systur áttu þeir og lést önnur á barnsaldri. Af þessum stóra systk- inahópi er nú einn bróðir á lífi. Þegar við vorum að alast upp var þetta fólk allt í blóma síns aldurs, sem óðast að koma sér fyrir í lífinu. Öll systkinin gengu ung í hjóna- band og eignuðust samtals 27 börn. Af þessum hópi átti Axel og hin glæsilega kona hans Guðrún Erna, eða Edda eins og hún er oftast köll- uð, eina stúlku og tvo drengi. Mikill samgangur var með þessu fólki öllu og fjölskylduboðin að Freyjugötu 37 voru fjölmenn, há- vær og skemmtileg, mikið spilað og hátt hlegið. Axel var, eins og systkini hans og foreldrar, skemmtilegur og vel gef- inn. Hann var laus við allan hroka og yfirlæti, lagði gott til mála og forðaðist illdeilur og afskiptasemi. Hann varðveitti fram eftir öllum aldri drengjalegt yfirbragð, hafði enda gaman af öllum leikjum og var íþróttamaður góður. Hann lauk námi frá Verslunarskóla Íslands og stundaði skrifstofustörf mest alla sína starfsævi, lengst af hjá Bygg- ingarfélaginu Stoð, Ísbirninum og Olís. Hann var vandvirkur bókhald- ari og hafði sérlega fagra og skýra rithönd. Í einkalífi sínu var Axel gæfu- maður. Hátt í 60 á var hann kvænt- ur Eddu og á heimili þeirra var jafnan gaman að koma, þar ríkti gestrisni og myndarskapur og hjónin bæði skemmtileg í viðræð- um. Axel hafði löngum mikinn áhuga á þjóðmálum, ræddi þau og lét fáa fréttatíma framhjá sér fara. Það er stutt síðan við hittum Ax- el, sem þá var nýlega orðinn átt- ræður. Þá var sýnilega af honum dregið en eigi að síður var hann með gamanyrði á vörum og sló á létta strengi eins og hans var hátt- ur. Hljóðlega kvaddi hann þennan heim og er hans sárt saknað af eft- irlifandi eiginkonu og fjölmennum hópi afkomenda. Við kveðjum Axel frænda okkar með klökkum huga, enn einn úr okkar glaðværu föð- urfjölskyldu er fallinn í valinn á skömmum tíma. Raunabót er að Axel átti gott líf í faðmi góðrar konu og samheldinnar fjölskyldu, sem og hitt að hann var vel metinn hvar sem hann kom að starfi. Hann var jafnan hlýr í viðmóti, gaf sér tíma fyrir barnabörnin og sagði jafnvel frændbörnum sínum til í námi ef svo bar undir. Við systkinin sendum Eddu og fjölskyldunni okkar hlýjustu sam- úðarkveðjur. Guðrún Sigríður og Einar Elías Guðlaugsbörn. AXEL WILHELM EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Axel Wilhelm Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Óli lagði sig fram um að gera alla hluti vel og helst fullkomlega. Af þessari viðleitni hans mátti margt læra. Að gera áætlanir og skipu- leggja minnstu smáatriði var fáum betur gefið en honum. Á þessu sviði nutum við hans ráða, ekki síst þegar takast þurfti á við stór verkefni á við það að koma sér upp þaki yfir höf- uðið. Hugur Óla stefndi snemma upp í háloftin og samræðurnar um flugið urðu margar og fróðlegar. Á meðan við bjuggum í Danmörku heimsótti Óli okkur þegar hann fór í „kass- ann“. Þá fengum við að upplifa undraheima flugtækninnar í lifandi frásögn Óla af viðburðum dagsins. Aldrei fannst okkur við öruggari í flugi en þegar við vissum af honum við stjórnvölinn. Ólafur var í okkar huga hinn fullkomni flugmaður. Nú hefur Ólafur lagt upp í sína síðustu flugferð. Í það flug fylgja honum kveðjur, óskir um góða ferð og þakkir fyrir margar ljúfar sam- verustundir. Drengjunum hans, for- eldrum og öllum sem hann var kær vottum við samúð og óskum guðs blessunar. Sigrún og Tryggvi. Í dag er kvaddur góður vinur, Ólafur Ketill Frostason. Um aldar- fjórðungur er liðinn síðan leiðir okk- ar lágu fyrst saman. Strax var lagð- ur grunnur að vináttu sem hefur haldist þótt samskiptin hafi verið mismikil í gegnum árin. Óli eins og hann var gjarnan kallaður var heillandi maður með frjálslegt fas, hlý augu, góðlátlegt bros og einstak- lega skýra og hljómfagra rödd. Hann var góðum gáfum gæddur og hafði mikinn næmleika, bæði fyrir tæknilegum hlutum og andlegum efnum. Verkvit hafði hann gott, var bæði vandvirkur og skipulagður. Það var því gott að leita til hans við úrlausn verkefna, enda einstaklega greiðvikinn og bóngóður. Fyrstu árin sem við þekktumst bar fundum helst saman í góðra vina hópi. Þar var Óli gjarnan hrókur alls fagnaðar, söng og dansaði öðrum betur. Þótt stundum liði langur tími milli endurfunda einkenndust þeir ávallt af kærleika og einlægri vin- áttu. Síðastliðið haust lágu leiðir okkar Óla saman á nýjum vettvangi. Þá gafst tækifæri til að kynnast enn betur. Það samstarf var sérstaklega ánægjulegt og sárt að ekki verður framhald á eins og fyrirhugað var. Fyrir það ánægjulega samstarf, dýrmæta vináttu og alla þá aðstoð sem hann veitti verður aldrei full- þakkað. Guð gefi aðstandendum styrk og huggun. Blessuð sé minning Ólafs Ketils Frostasonar. Margrét Albertsdóttir. Það var ekki fyrr en Ólafur hætti í fluginu og hóf að starfa sem leiðsögumaður ferðamanna að leiðir okkar lágu saman að ráði. Í því starfi naut hann sín, enda uppfræðsluhæfileikum hans við- brugðið og að upplagi var hann einnig sérstaklega lempinn í um- gengni við fólk. Það hefði verið öll- um til heilla ef starfskrafta hans hefði notið lengur við á þessum vettvangi. Sonum Ólafs, systkinum og for- eldrum votta ég mína dýpstu sam- úð. Jón Baldur Þorbjörnsson. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Með þessu litla bænarversi Hallgríms Péturssonar kveð ég minn gamla vin Ólaf Ketil Frosta- son. Ég bið Guð að styrkja syni hans, foreldra og aðra aðstand- endur í sorginni. Ólafía M. Guðmundsdóttir. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Ólaf Ketil Frostason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.