Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 2
Halldór Björnsson SAMNINGANEFNDIR Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfs- greinasambandsins (SGS) hittast í dag í húsakynnum Ríkissáttasemj- ara til að ræða komandi kjara- samninga, en í fyrradag átti SA fund með samninganefnd Flóa- bandalagsins svonefnda. Starfs- greinasambandið átti svo sinn fyrsta fund með samninganefnd ríkisins á miðvikudag. Framkvæmdastjórn Starfs- greinasambandsins kom saman til fundar í gær og að því loknu hitt- ist stóra samninganefnd sam- bandsins með formönnum allra að- ildarfélaga. Viðræður verða í sama farvegi á næstu dögum Halldór Björnsson, formaður SGS, segir að á fundinum hafi ver- ið farið yfir stöðu mála og rætt um einstaka þætti í samningagerðinni til að upplýsa um gang mála. Við- ræðurnar muni halda áfram í sama farvegi næstu dagana. „Það er nú að koma miður janúar og það er eins og gengur og gerist að fólk verður óþolinmótt ef ekki fer eitt- hvað að ganga,“ sagði Halldór. „Ég get ekki ímyndað mér ann- að en málið hljóti að liggja nokkuð skýrt fyrir kannski í lok næstu eða þarnæstu viku. Það getur ekkert annað verið. Menn verða þá bara að fara að taka ákvarðanir um hvað þeir ætla að gera,“ sagði Halldór ennfremur. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir áramót hafi áhersla verið lögð á viðræðurnar við verkalýðsfélög- in. Vinna sé í gangi milli aðila, einkum vegna afmarkaðra starfs- hópa innan Starfsgreinasambands- ins og Flóabandalagsins. Ari segir viðræðurnar til þessa hafa gengið eftir áætlun. Ekki sé enn farið að reyna á hvort samningar náist án átaka. Að sögn Ara fer mest vinna núna í að ræða kröfur verkalýðs- félaganna um nýja launatöflu, þar sem farið er fram á fleiri launa- flokka og -þrep. Iðnaðarmenn bætast við „Það sér ekki fyrir endann á þessari vinnu og óljóst er hvenær við förum að ræða heildarlínur í samningunum eða heildarkostnað. Ég geri ráð fyrir að viðræðurnar verði á þessu sviði í janúar en um mánaðamótin fara iðnaðarmenn að bætast í hópinn,“ segir Ari og á þar m.a. við Samiðn, Matvís og Rafiðnaðarsambandið í tengslum við nýjan virkjanasamning. Renna samningar félagsmanna í þessum samtökum út um næstu mánaða- mót. SA og Starfsgreinasambandið ræða launatöflur Óþolinmæði ef ekki fer eitthvað að ganga Ari Edwald FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VÍSAR ÁSÖKUNUM Á BUG Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísar á bug ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók sinni Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness. Bensínstríð er hafið Barátta er hafin á bensínmarkaði eftir að Atlantsolía hóf bensínsölu á afgreiðslustöð sinni við Kópavogs- braut í gær. Lítrinn lækkaði um tvær til þrjár krónur á sjálfs- afgreiðslustöðvum bensínstöðvanna. Bensínlítrinn kostar nú minnst hjá Orkunni við Skemmuveg í Kópavogi, 91,4 kr. Leita sprengna í borgum Sérfræðingar á vegum banda- rískra stjórnvalda hafa undanfarið kannað með leynd hvort hryðju- verkamenn hyggist koma fyrir geislavirkum sprengjum eða kjarn- orkusprengjum í helstu stórborgum landsins. Hafa þeir gengið um götur með mælitæki sem greina slíkar víg- vélar. Alcan kaupir aukið land Alcan hefur tryggt sér aukið land í Straumsvík eftir að bæjarráð Hafn- arfjarðar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að selja fyrirtæk- inu 52 ha land sunnan og austan við núverandi athafnasvæði álversins. Kaupverðið er um 300 milljónir kr. Mikil hálka Mjög mikil hálka sem varað hefur að undanförnu bitnar ekki síst á eldri borgurum sem margir eiga erf- itt með að komast leiðar sinnar. Starfsmenn Gatnamálastofu borg- arinnar hafa ekki haft undan að sandbera gangstéttir. Fjölmargir hafa leitað sér aðhlynningar á slysa- deild, m.a. með beinbrot. Samræmd eftirlaun í Noregi Samstaða er um það á norska Stórþinginu að samræma eft- irlaunakerfi þjóðarinnar sem þýðir að m.a. að eftirlaun þingmanna í Noregi verði skert. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 37 Viðskipti 12 Viðhorf 38 Úr verinu 12 Minningar 39/50 Erlent 14/16 Kirkjustarf 51 Minn staður 18 Myndasögur 52 Höfuðborgin 20 Bréf 52 Akureyri 21 Dagbók 54/55 Austurland 22/23 Staksteinar 54 Suðurnes 22/23 Íþróttir 56/59 Landið 26 Leikhús 60 Daglegt líf27 Fólk 60/65 Listir 30/32 Bíó 62/65 Umræðan 32/33 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Innri maður Hjálm- ars Hjálmarssonar ekki ekki leikara Framtíðarskóli Gerð- ar G. Óskarsdóttur Offita íslenskra barna og unglinga TÍMARIT MORGUNBLAÐSINS FYLGIR MORGUNBLAÐINU Á SUNNUDAG ÁSMUNDUR Stefánsson ríkis- sáttasemjari segist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að sættir náist án átaka í viðræðum Starfsgreinasambandsins og rík- isins. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um gang viðræðna. Ásmundur segir miklar annir framundan í gerð kjarasamninga við fjölmargar starfsstéttir í þjóð- félaginu. Á næstu vikum muni þeim hópum fjölga sem fá fundaaðstöðu í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Formlega eru aðeins tvö mál í gangi hjá sáttasemjara í dag. Auk viðræðna Starfsgreinasambandsins og ríkisins var deilu Lyfjafræðinga- félags Íslands og ríkis vísað til emb- ættisins í lok nýliðins árs. Ganga þær viðræður aðallega út á að koma á sjálfstæðum samningi lyfja- fræðinga við ríkið, sem ekki hefur verið við lýði til þessa. Annir fram- undan hjá sáttasemjara ÞAÐ er best að fara varlega eins og tíðarfari er háttað nú og þarf ekki brött þök til að fólk detti í hálkunni. Þessir málarar höfðu greinilega vaðið fyrir neðan sig og höfðu bundið kaðal um sig miðja. Morgunblaðið/Eggert Hvatt til varkárni 24 ÁRA karlmaður, sem bjargað var af botni Breiðholtslaugar í fyrra- kvöld, liggur enn meðvitundarlaus í öndunarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut. Slysið varð kl. 18.50 en ekki er ljóst hversu lengi maðurinn hafði verið á botni laugar- innar þegar hans varð vart. Sundlaugargestur kom fyrst auga á manninn og brá annar gestur þá við og náði honum upp á bakkann. Þá þegar var farin í gang neyðaráætlun starfsfólks sem hringdi á sjúkrabíl og hóf lífgunartilraunir. Maðurinn var meðvitundarlaus á 180 cm dýpi þegar hann fannst. Í lauginni er engin botn- lýsing og segir Gunnar Hauksson for- stöðumaður að ekki verði við svo búið lengur. Gerð er krafa um að sett verði lýsing í laugina í sumar. Maðurinn enn án með- vitundar Breiðholtslaug  Þriðja slysið/6 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.