Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing MJÖG mikil hálka hefur verið undanfarna daga og kemur hún helst niður á eldra fólki sem heldur margt kyrru fyrir heima hjá sér. Fjölmargir hafa leitað á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi undanfarna daga, aðallega gamalt fólk sem hefur dottið og hlotið beinbrot í hálkunni. Áverkarnir eru misalvarlegir; allt frá marblettum upp í hryggbrot, þó ekki al- án þess að eiga á hættu að detta sökum hálku. Starfsmenn Gatnamálastofu borg- arinnar hafa ekki undan að sandbera gangstéttir og hafa frá því að mikill snjór féll milli jóla og nýárs unnið nær sleitu- laust við að ryðja snjó og bera sand á hálkuna. varleg. Forstöðumenn dvalar- og hjúkrunarheimila í Reykjavík sem Morg- unblaðið ræddi við segjast hvetja heim- ilismenn til að halda sig innandyra í hálk- unni og í sama streng tekur formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Víða eru þó göngustígar við hjúkrunar- og dvalarheimili upphitaðir svo fólk getur verið á ferðinni utandyra Eldri borgarar eiga erfitt með að komast leiðar sinnar sökum hálku Starfsmenn borgarinnar hafa ekki undan að sandbera gangstéttir Morgunblaðið/RAX Það getur verið þrautin þyngri að komast leiðar sinnar í borginni sökum hálku og best að fara að öllu með gát eins og þessi unga stúlka.  Fólk á hálum ís/6 NÝ kvikmynd á skáldverkinu fræga The Hitch- hiker’s Guide To The Galaxy verður tekin upp að hluta á Íslandi. Um er að ræða stórmynd sem framleidd er af breskum og bandarískum aðilum og kemur Disn- ey-risinn meðal annars að framleiðslunni. Það er Pétur Bjarnason og fyrirtækið Labrad- or sem er íslenski tengiliður verkefnisins og seg- ir Pétur að tökur muni fara fram annaðhvort í apríl eða ágúst á þessu ári og standa yfir í a.m.k. viku. Gerir hann ráð fyrir að um 100 manns muni starfa við Íslandstökurnar, þar af um helmingur Íslendingar. Stórmynd kvik- mynduð á Íslandi  Íslenskur jökull/65 TÍU metra skíðishval rak á land í Landeyjafjöru í landi Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum fyrir skemmstu og uppgötvaðist hvalrekinn í gær. Haf- rannsóknastofnun var tilkynnt um atburðinn og eru starfsmenn hennar væntanlegir til að rann- saka hræið. Hvalurinn er mjög heillegur og sér varla á hræinu að sögn Guðmundar Óskars Stef- ánssonar, bónda á Skipagerði. Hvalreki á þessum slóðum er sjaldgæfur en ekki óþekktur því fyrir nokkrum árum rak mun stærri hval á land. Hræið af honum var þó mjög illa farið og mikill fnykur af því. Stærsta tegund skíðishvala, steypireyður, getur orðið 30 metrar að lengd en ekki er ljóst hvaða teg- und er hér um að ræða. Hvalreki á Landeyjafjöru BÍLAR sem framleiddir eru í Bandaríkjunum og keyptir inn í dollurum hafa lækkað mikið samfara lækkun dollars og segir Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, að jeppar og pallbílar frá Ford hafi lækkað í verði um allt að einni milljón króna á rúmu ári. Egill segir að hagstætt gengi á dollarnum hafi mikil áhrif á söluna. Árið 2002 hafi Brimborg til dæmis selt níu bíla framleidda í Bandaríkj- unum og 54 í fyrra. „Við reiknum með að selja meira en 300 bíla frá Bandaríkjun- um í ár,“ segir hann. Fyrir rúmlega ári var doll- arinn í um 110 krónum, í mars kostaði hann um 79 kr., gengið í maí var um 74,70 kr., en nú er hann kominn niður fyrir 70 krónur. Egill nefnir sem dæmi um verðbreytingar að í maí sl. hafi Ford Escape XLS með 153 hestafla 2,3 lítra vél, sjálfskiptingu, ABS hemlakerfi og öllum öðrum venjulegum búnaði kostað um 3,3 milljónir króna en verðið á nýrri gerð í febrúar nk. verði 2.865.000 kr. Það sé 435 þús. kr. lækkun eða rúmlega 13% lækk- un, en dollarinn hafi lækkað um 6–7% frá því í maí. Hagstæðir samningar gerðir Lækkun dollars vegur þyngst í verðmuninum, en aðrir þættir eins og hagstæðari samningar, betra grunnverð nú en áður og fleira hafi einnig áhrif. Eg- ill áréttar að ekki sé verið að bera saman nákvæm- lega sömu bíla því breytingar séu á milli árgerða auk annarra þátta. Hins vegar sé um sambærilega bíla að ræða. Ford Explorer með V8, 4,6 lítra 239 hest- afla vél og leðuráklæði kostar nú 4.577.000 kr. en Egill segir að verðið á sambærilegum bíl hafi verið um milljón kr. hærra fyrir um ári. Amerískir bílar lækka mjög í verði Lækkun dollarans vegur langþyngst ♦♦♦ ♦♦♦ HANNES Hólmsteinn Gissurar- son prófessor vísar afdráttarlaust á bug ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók hans Halldór, sem er fyrsta bindi ævi- sögu Halldórs Kiljans Laxness. Á blaðamannafundi í gær kynnti Hannes greinargerð sem hann hefur tekið saman vegna gagnrýni sem fram hefur komið undanfarnar vikur. Hann sagði m.a. að hann hefði ekki verið að skrifa skólaritgerð heldur ævi- sögu handa almenningi. Hannes sat í orrahríð spurn- inga á blaðamannafundinum í gær. Flestar spurningarnar beindust að notkun Hannesar á heimildum, og tilvísunum í þær, því sem kunnugt er hefur gagn- rýnin helst beinst að því hvernig hann notar í sumum tilfellum texta annarra í bók sinni án form- legra tilvísana. Hannes kvaðst hafa orðið undrandi á þeirri gagn- rýni, vegna þess að hann hefði getið allra sinna heimilda í eftir- mála bókarinnar. Aðferð sem margverðlaun- aðir rithöfundar hafa notað Hann sagði það ekki alltaf nauðsynlegt að nota tilvísanir þegar vitnað væri í heimildir, og dæmi væru um að margverðlaun- aðir rithöfundar notuðu þá aðferð. Hann var spurður að því hvern mun hann teldi á því að beita formlegum tilvísunum, og því að vitna nánast orðrétt í texta og gera að sínum eigin án þess að vísa til heimildar. Hann sagði það matsatriði hverju sinni. „Stundum er það svo augljóst að ég er að nota textann [texta Halldórs Lax- ness, innsk. blm.], að ég þarf ekki að drita niður fleiri en tveimur og hálfri tilvísun að jafnaði á blað- síðu. Alla vega er alveg ljóst, að það er ekkert óheiðarlegt í því. Ég er ekki að dylja neinn neinu.“ Hann sagði verkefni sitt hafa ver- ið að skrifa læsilega og skemmti- lega bók, og því hefði hann stuðst á þennan hátt við skáldið til að fanga hugblæ og andrúmsloft. „Þegar hann lýsir einhverju at- viki eða persónum eftirminnilega, þá tek ég það upp, og mér finnst ekkert að því. Mér finnst tilvísan- irnar alveg nægilega margar. Það má þó enda- laust staglast á því hvort tilvísanirnar hefðu átt að vera fleiri eða færri. Ég vil alla vega að það liggi ljóst fyrir að ég gerði ekk- ert óheiðarlegt og framdi engan ritstuld.“ Hannes segir í greinar- gerðinni að fjölmörg dæmi séu um að höfundar ævisagna endursegi lýs- ingar annarra á atvikum og einstaklingum, enda sé vandséð hvernig annars megi skrifa ævisögur. „Í tilefni af ýmsum ummælum um bók mína hlýt ég að láta þess getið, að fulltrúi fjölskyldu Hall- dórs Kiljans Laxness las yfir próf- örk að allri bókinni, þar á meðal tilvísunum. Ég fór eftir nær öllum athugasemdum, sem ég fékk frá honum,“ segir einnig í greinar- gerðinni. Ekki skólaritgerð heldur ævisaga handa almenningi  Gerði ekkert/27  Greinargerð/28 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísar öllum ásökunum um ritstuld afdráttarlaust á bug Halldór Laxness Hannes H. Gissurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.