Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 57 ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN, IOC, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem að fram kemur að ekkert lyfjasýni frá vetrarleikunum í Salt Lake City hafi innihaldið hið nýja steralyf THG. Í októ- ber sl. kom í ljós að íþróttamenn höfðu notað þetta lyf til þess að auka árangur sinn en á þeim tíma var ekki hægt að finna THG í þeim lyfjaprófum sem gerð voru. IOC ákvað að skoða öll lyfjapróf frá vetrarleikunum með nýjum aðferð- um. Jacques Rogge, forseti IOC, sagði að greinilegt væri að aðeins þröngur hópur íþróttamanna hefði haft aðgang að THG- efninu og að baráttunni gegn lyfjanotk- un yrði haldið áfram. Breski spretthlauparinn Dwain Cham- bers er einn þeirra sem hafa fallið á lyfjaprófi vegna THG. THG fannst ekki í Salt Lake TRYGGVI Guðmundsson knattspyrnumaður varð að hafna boði frá enska úrvals- deildarliðinu Birmingham City en honum stóð til boða að koma til félagsins til reynslu í vikutíma. Þá vildi Wigan, eitt af toppliðunum í ensku 1. deildinni, fá Tryggva til reynslu en hann varð einnig að neita því. Ástæðan er sú að meiðsli í rist eru enn að plaga Tryggva frá því hann brotnaði í sumaren þau tóku sig upp fyrir landsleikinn gegn Mexíkóum sem varð til þess að hann gat ekki spilað. Tryggvi fór í myndatöku í fyrrakvöld og skilaboðin sem hann fékk frá læknum, eftir að þeir höfðu skoðað myndirnar, voru þau að hann getur ekki byrjað að spila fyrr en eftir fjórar vikur. „Ég verð bara að bíða þol- inmóður en það er ljóst að ekk- ert verður af heimsóknum mínum til Englands. Ég er samt ekkert taugaveiklaður þó svo að félagaskiptaglugginn lokist um næstu mánaðamót. Ég gæti skrifað undir hjá norskum liðum strax á morgun en ég ætla að bíða rólegur og vona það besta. Ég vil taka áhættuna og bíða eftir því að eitthvað spennandi komi upp um leið en ef það gerist ekki þá verð ég áfram hér í Nor- egi eða í Svíþjóð. Aðalmálið í dag er að fá sig góðan af meiðslunum sem því miður reyndust meiri en ég reiknaði með,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið. Tryggvi Guðmundsson varð að neita Birmingham Tryggvi BRIAN Mikkelsen, menningarmálaráðherra Dana, hljóp aðeins á sig í vikunni þegar hann sagðist ætla að sjá til þess að mál Rios Ferdinands, hjá Manchester United, verði tekið fyrir hjá Alþjóða lyfjadómstólnum og leik- maðurinn fái tveggja ára keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf í haust. Málið er ekki eins einfalt og Mikkelsen hélt, en hann er í framkvæmdastjórn Alþjóða lyfjanefndarinnar, WADA, vegna þess að Alþjóða lyfja- dómstóllinn hefur ekki lögsögu í máli Ferdinands þar sem FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið er ekki aðili að WADA. Þar af leiðandi er ekki hægt að vísa málum knattspyrnumanna til Alþjóða lyfjadómstólsins. Þetta staðfesti Dick Pound, yfirmaður WADA, í gær og sagði að á meðan FIFA væri ekki aðili að WADA gæti WADA ekkert gert í málum knattspyrnumanna í heiminum. FIFA er eitt fárra alþjóða íþróttasambanda sem ekki hefur viljað falla undir samræmdar aðgerðir og bönn WADA vegna lyfjamisnotkunar íþróttamanna. Meðal annars hefur FIFA þótt reglur um keppnisbönn vera of strangar. Mikkelsen verður ekki að ósk sinni Guðmundur segist leggja sér-staka áherslu á tvennt í leikj- unum við Sviss, að slípa saman varn- arleikinn og þróa nýjar útfærslur í sóknarleiknum. „Við ætlum að halda áfram að þróa 6/0 vörnina sem er okkar aðal varnarað- ferð. Á síðustu æfingum höfum við lagt mikla vinnu í varnarleikinn, en það er eitt að æfa hlutina og annað að framkvæma þá í alvöru leikjum. Þá höldum við áfram að þróa varnar- leikinn með nýjum útfærslum og það kemur síðan í ljós hvernig það geng- ur. Vera kann að það taki sinn tíma að slípa saman vörnina, en það verð- ur að gefa sér þann tíma sem þarf. Það er nú einu sinni þannig að leik- menn landsliðsins koma hver úr sinni áttinni, eru að leika ýmsar varnaraðferðir með sínum liðum. Þegar leikmennirnir koma síðan inn í landsliðið þá er óhjákvæmilegt að það taki nokkurn tíma hjá þeim að stilla saman strengina,“ sagði Guð- mundur. „Þá liggur fyrir að við ætlum að prófa nokkur ný atriði í sóknarleikn- um sem við höfum verið að þreifa okkur áfram með upp á síðkastið, bæði í leikjunum í haust við Pólverja og á æfingum upp á síðkastið. Í sókn- arleiknum, líkt og í varnarleiknum, verður ekki nein bylting í leikaðferð- um, heldur erum við að byggja ofan á það sem vel hefur tekist til með hjá okkur á síðustu árum. Meðal atriða í sóknarleiknum má nefna viðbrögð við því að vera einum leikmanni fleiri eða einum leikmanni færri. Þá verður haldið áfram að vinna í þeirri stöðu þegar einn leik- maður er tekinn úr umferð,“ segir Guðmundur sem leggur mikla áherslu á að vel verði unnið í leikj- unum þremur þar sem lítill tími sé til stefnu fram að Evrópumeistara- mótinu. Allir fá tækifæri gegn Sviss Dagur Sigurðsson fékk högg á annað lærið á æfingu í fyrradag og verður af þeim sökum ekki með í leikjunum um helgina og í raun ríkir fullkomin óvissa um það hvort hann verður með á EM. Af þessum sökum hefur Guðmundur úr 21 leikmanni að spila í leikjunum við Sviss og segir Guðmundur að leikmenn muni leika misjafnlega mikið, en allir fái þó ein- hver tækifæri. „Það verður ekki framhjá því litið að það er kjarni leikmanna sem kemur til með að bera leik okkar uppi á EM og því liggur í augum uppi að þeir leikmenn fá meiri tækifæri en aðrir í leikjun- um sem framundan eru, annað væri óeðlilegt,“ segir Guðmundur og bæt- ir við: „Hins vegar eru nokkrir leik- menn sem eru að keppa um stöður í liðinu og þeir leikmenn fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr gegn Sviss. Hversu margir þessir leik- menn eru og hversu mikið þeir fá að spila vil ég ekki gefa upp núna, það verður bara að koma í ljós í leikj- unum þremur. Þetta er í raun síðasta tækifæri nokkurra leikmanna til þess að sýna sig og sanna áður en EM-hópurinn verður valinn strax eftir helgina,“ segir Guðmundur sem er ánægður með þann stóra hóp leik- manna sem hann hefur haft til æfinga síðustu vikur. EM-hópurinn verður valinn á mánudag EM-hópurinn verður valinn á mánudaginn, tveimur dögum áður en haldið verður til Danmerkur á æfingamót sem í taka þátt, auk heimamanna, Svía og Egyptar. „Ég reikna með að ég velji fimmtán leikmenn í fyrstu og haldi einu sæti opnu fram að Evrópumótinu,“ segir Guðmund- ur. Spurður hvort það komi til greina að halda tveimur leikmönnum volgum vegna þessa eina sætis sem skilið verður eftir autt í hópnum segir hann: „Það kemur vel til greina, hvort sem það verður markvörður eða útispilari, að halda opnu sæti í liðinu fram yfir það að keppnin hefst. En það er kannski best að tala sem minnst um það á þessu augnabliki,“ segir Guðmundur Þórður Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handknattleik. Guðmundur Þ. Guðmundsson stjórnar landsliðinu að Varmá Besta lið Svisslend- inga í langan tíma „ARNO Ehret, landsliðsþjálfari Sviss, er að byggja upp nýtt lið og eftir því sem ég kemst næst þá hafa Svisslendingar ekki átt jafn gott lið í langan tíma, það verður því spennandi að takast á við þá,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, um væntanlega þrjá vináttulandsleiki við Sviss sem fara fram hér á landi um helgina, sá fyrsti verður að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja þjóða fyrir Evrópu- mótið í Slóveníu síðar í þessum mánuði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðmundur Þórður Guðmundsson stjórnar hér landsliðinu í leik gegn Pólverjum í Laug- ardalshöllinni á dögunum. Ívar Benediktsson skrifar  KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona frá Akranesi, hélt í gær til Bandaríkjanna þar sem hún hyggst vera við æfingar næstu tvær vikur. Eftir æfingaferðina heldur hún á Opna Lyngby-mótið í sundi í Dan- mörku. Kolbrún hyggst helga sig sundinu fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar.  MARC Baumgartner, þekktasti handknattleiksmaður Sviss og leik- maður þýska meistaraliðsins Lemgo, gefur ekki lengur kost á sér í svissneska landsliðið og leikur því ekki með því í þremur vináttulands- leikjum hér á landi, þeim fyrsta í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ.  CARLOS Lima, hornamaður lemgo í Þýskalandi og svissneska landsliðsins, leikur enn með landslið- inu. Meðal annarra þekktra leik- manna svissneska landsliðsins sem leika með því um þessar mundir er leikstjórnandinn Robbie Kostadino- vich, Urs Schärer og markvörðurinn reyndi, Christian Meisterhans.  STOKE City hefur samþykkt til- boð frá Bristol City í Marc Goodfel- low en síðan er það undir leikmann- inum komið hvort hann samþykki félagaskiptin. Goodfellow er 20 ára gamall miðjumaður og lék um tíma sem lánsmaður með ÍBV fyrir tveim- ur árum. Honum hefur gengið illa að vinna sér sæti í byrjunarliði Stoke á leiktíðinni og hefur aðeins fengið að spreyta sig í fjórum leikjum.  LEIKMENN þýska knattspyrnu- liðsins Hertha Berlin ætla að greiða allan ferðakostnað 4000 stuðnings- manna félagsins á útileiki liðsins það sem eftir er tímabilsins auk þess að borga miðana á leikina. Þetta gera leikmennirnir til að koma til móts við félagið eftir að þeir neituðu að taka á sig 25% launalækkun. Áætlaður kostnaður er rúmlega 90 millj. kr.  NOLBERTO Solano er kominn á söluskrá hjá Newcastle. Bobby Rob- son, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að hafi eitthvert lið áhuga á Solano sé hann falur. Vitað er af áhuga Aston Villa.  MANCHESTER United mun að öllum líkindum fá írska landsliðs- manninn Liam Miller til liðs við sig í sumar. Samningur þessa 22 ára gamla miðjumanns við Celtic rennur út í sumar.  BÁRÐUR Eyþórsson þjálfari Essó-liðsins úr norðri í Stjörnuleikn- um hefur valið þá Hafþór Inga Gunnarsson Snæfelli og Ómar Sæv- arsson ÍR í lið sitt og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Stakkavíkur-liðs- ins í suðri hefur valið Marvin Valdi- marsson Hamri í sitt lið vegna for- falla. Það eru þeir Skarphéðinn Ingason KR og Lýður Vignisson Snæfelli sem ekki geta leikið með Essó-liðinu og Brenton Birmingham sem ekki getur leikið. FÓLK Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Kronau-Östringen Reynir Reynisson,Víkingi Björgvin Gústafsson, HK Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum Hornamenn og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Logi Geirsson, FH Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener Einar Örn Jónsson, Wallau-Massenheim Sigfús Sigurðsson, Magdeburg Róbert Sighvatsson, Wetzlar Róbert Gunnarsson, Aarhus GF Bjarni Fritzson, ÍR Útileikmenn: Dagur Sigurðsson, Begrenz Jaliesky Garcia Padron, Göppingen Snorri Steinn Guðjónsson, Grosswallstadt Rúnar Sigtryggsson, Wallau-Massenheim Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar Heiðmar Felixson, Bidasoa Ólafur Stefánsson, Ciudad Real Ragnar Óskarsson, Dunkerque Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum Patrekur Jóhannesson, Bidasoa Landsliðshópurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.