Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 35 EINHVERFA er heiti sem not- að er yfir samsafn einkenna sem leiða af truflunum á taugaþroska. Þessar truflanir eða raskanir eru mismiklar, allt frá því að vera mjög alvarlegar yfir í að vera til- tölulega vægar. Einhverfurófið (sbr. litróf) er hugtak sem ætlað er að ná yfir þessa breidd í ein- kennum sem ræður því hvort við- komandi einstaklingur telst vera með einhverfu, ódæmigerða ein- hverfu eða svonefnt Asperger- heilkenni. Einkennin koma einkum fram í skertri færni til félagslegra samskipta, í máli og tjáningu, ásamt sérkennilegri og áráttu- kenndri hegðun. Stór hluti fólks með einhverfu er með skertan vitsmunaþroska og umtalsverður hluti er einnig flogaveikur ein- hvern tíma ævinnar. (Sjá meira um einkenni einhverfu á www.greining.is). Það er vitað, að raskanir á ein- hverfurófinu valda fötlun, og að sú fötlun er í flestum tilvikum ævi- löng. Ennfremur er vitað, að með markvissri þjálfun og kennslu má draga úr einkennum og byggja upp ýmsa hæfni margra ein- staklinga á einhverfurófinu í námi og starfi. Því fyrr sem þjálfun, kennsla og önnur leiðsögn varð- andi þroska einstaklinganna hefst, því meiri líkur á árangri. Það er einnig vitað að hlutverk foreldra er mikilvægast í því starfi, en jafnframt að það verður hvorki unnið án sérþekkingar fagfólks, né án samvinnu og framlags sam- félagsins. Sú þekking sem er til staðar gefur til kynna, að með því að kosta nokkru til vandaðs starfs með einstaklingum á einhverfuróf- inu á unga aldri, megi í mörgum tilvikum ná miklum árangri og spara mikil útgjöld samfélagsins til framtíðar litið sem og hugar- angur aðstandenda einhverfra. Orsakir raskana á einhverfuróf- inu eru enn að mestu óþekktar, þó miklar rannsóknir fari nú fram á ýmsum sviðum til að komast nær þeim. Fjölgena erfðir eru ennþá líklegasta skýringin á einhverfu, þrátt fyrir að stakir lækn- isfræðilegir þættir geti hugsanlega skýrt hluta tilvika. Þótt erfðir séu taldar algengasta orsökin, er ekki hægt að útiloka að umhverf- isþættir komi við sögu. Samhliða aukinni þjónustu við einhverfa er nauðsyn á að auka enn frekar all- ar rannsóknir á þessu sviði, en þær eru að sjálfsögðu ein helsta forsenda þess að hægt verði að ná árangri í málefnum einhverfra í framtíðinni. Áhugi á slíkum rann- sóknum hefur aukist mikið síðustu ár, og hér á landi eru einstakar aðstæður til rannsókna á þessu sviði, ekki síst á sviði erfðafræði. Í þessu ljósi eru nýjar fréttir frá Íslenskri erfðagreiningu um veglegan styrk frá Simons- rannsóknarsjóðnum í Bandaríkj- unum til að standa að umfangs- miklum rannsóknum á erfðafræði einhverfu og skyldra þroskarask- ana mikið fagnaðarefni. Með þess- um rannsóknum má ætla að Ís- land verði í fararbroddi erfðarannsókna á einhverfu í heiminum næstu árin, og er rétt að hvetja alla sem geta til að taka þátt í þessum rannsóknum og stuðla þannig að því að þær skili sem mestum árangri. Einhverfa er ekki fötlun sem ber með sér líkamleg einkenni, en sú staðreynd hefur meðal annars orðið til þess að einhverfa hefur lengst af notið lítillar athygli, þrátt fyrir að hún hafi mikil áhrif á líf einstaklingsins og fjölskyldu hans. Engir tveir einstaklingar sem greinast á einhverfurófinu eru eins sem gerir öllum almenn- ingi erfiðara en ella að átta sig á þessum hópi. Það hefur alla tíð verið hlutskipti aðstandenda ein- hverfra og þeirra sem vinna að málefnum fólks á einhverfurófinu að takast á við ákveðna fordóma, jafnt meðal sinna nánustu og þjóð- félagsins í heild. Þar sem einkenni einhverfu koma oft við fyrstu sýn fram sem erfið hegðun, verða margir til þess að álykta í fljót- færni sinni að um sé að ræða upp- eldisvandamál, þó því fari fjarri. Því er það stöðugt baráttumál að- standenda að auka skilning meðal almennings á einhverfu, og þó að allar fjölskyldur einhverfra hafi unnið marga smáa sigra á þeirri vegferð, hafa áföllin einnig verið nokkur. Aukin tíðni Samhliða aukinni þekkingu og bættri greiningu hafa nýjar rann- sókir síðustu ára leitt í ljós ugg- vænlega þróun, hér á landi jafnt sem annars staðar. Undanfarin ár hafa birst fjölmargar greinar í vís- indatímaritum, þar sem fjallað hefur verið um fjölgun greindra tilvika með raskanir á einhverf- urófi, sérstaklega í yngri aldurs- hópum. Þannig fjölgar stöðugt ís- lenskum börnum og unglingum sem greinast með einhverfu og skyldar raskanir. Það er auðveldast að átta sig á stöðunni með því að skoða tölur. Jóhanna Sigurðardóttir kom með fyrirspurn á Alþingi í byrjun árs 2002 um fjölda þeirra sem greinst hefðu með einhverfu undanfarin 10 ár (1992–2001) og beindi henni til Páls Péturssonar, þáverandi fé- lagsmálaráðherra. Svar Páls byggði á gögnum frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar kom fram, að heildarfjöldi þeirra sem greindust með einhverfu og skyldar raskanir þessi 10 ár var 196. Þar af greindust 54 ein- staklingar árin 1992–1996, en 142 árin 1997–2001. Í þessu felst að fleiri börn greinast nú og fyrr en áður. Í rannsóknum á algengi ein- hverfu á Íslandi hefur komið í ljós mikil fjölgun. Þannig kom fram skýr munur á eldri (einstaklingum fæddum 1974–1983) og yngri ald- urshópi (einstaklingum fæddum 1984–1993). Algengi einhverfu var 3,8 af 10.000 fyrir eldri aldurshóp- inn en 8,6 fyrir þann yngri. Nýj- ustu upplýsingar af þessum vett- vangi eru sláandi, en þær koma frá skoðun á fimm árganga hópi (börnum fæddum 1994–1998) þar sem algengi einhverfu var 17,5 af 10.000, en 40,5 af 10.000 ef aðrar raskanir á einhverfurófi voru tald- ar með. Ein leið til að átta sig á því hvað þessar tölur þýða er að áætla hversu mörg börn í árgangi þurfa þjónustu. Slík áætlun gefur til kynna að reikna þurfi með að lág- marki 20 börnum í árgangi með röskun á einhverfurófi. Þar sem fleiri börn greinast nú og fyrr en áður, þarf að skipuleggja og fylgja eftir þjónustu við 50–60 börn á leikskólaaldri á hverjum tíma. Að sjálfsögðu þarf að fylgja þeim eftir inn í grunnskólana, en þá er þau orðin 200 talsins í öllum árgöngum grunnskólans. Þjónustukerfið ræður ekki við aukninguna Vegna rannsóknaverkefnis Ís- lenskrar erfðagreiningar á erfða- þáttum einhverfu má ætla að mjög verði litið til Íslands á næstu árum varðandi aðra þætti í málefnum einhverfra, og að tekið verði sér- staklega eftir því hvernig þjónustu við einhverfa er háttað. Núverandi þjónustukerfi fyrir börn sem eru greind á einhverfurófinu hér á landi er þegar við að springa og nú stefnir í óefni verði ekki brugðið hart við á næstu misserum og skipulag þessara mála endurskoðað frá grunni. Slík end- urskoðun þarf að byggja á nýjustu upplýsingum. Töl- urnar eru skýrar: á grundvelli eldri upplýsinga mátti gera ráð fyrir 9–10 börnum í hverjum ár- gangi með röskun á einhverfuróf- inu, en samkvæmt þessum nýju rannsóknum er réttara að gera ráð fyrir a.m.k. tvöfalt fleiri. Það þýðir að til að halda uppi núver- andi þjónustu, sem vissulega má þó bæta að ýmsu leyti, þarf að tvöfalda fjárframlög til þessa málaflokks. Þjónusta við einstaklinga með einhverfu er margþætt og fellur undir þrjú ráðuneyti: félagsmála- ráðuneytið, menntamálaráðuneytið og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið. Það er orðið afar knýjandi að skipaður verði starfs- hópur til að fara yfir þennan mála- flokk sem skoðar hvernig laga má þjónustu á þeirra vegum að þess- ari miklu fjölgun. Þessi fjölgun er komin til að vera, hvernig sem á málið er litið. Hún er raunveruleg og hefur mikil áhrif á þjón- ustukerfið hvert sem litið er. En þar sem samfélagsþjónustan á Ís- landi er margbrotin og sund- urgreind er jafnframt ljóst að það er ekki aðeins þjónusta á vegum ríkisins sem krefst endur- skipulagningar, heldur þurfa sveit- arfélögin einnig að athuga sinn gang. Öll stærstu sveitarfélög landsins verða að koma sér upp sérþekkingu á einhverfu, bæði hvað varðar frumgreiningu sem og þjónustu að lokinni greiningu. Minni sveitarfélög þurfa að semja um aðgang að slíkri sérþekkingu. Það er afar mikilvægt að stærstu sveitarfélögin marki sér stefnu á öllum aldursstigum um hvernig þau hyggjast styðja við fjölskyldur með einhverfa einstaklinga innan- borðs, þá ekki síst þar sem fleiri en eitt systkini á í hlut. Slík stefnumótun gengur út á það að koma upp þekkingu á einhverfu og varðveita hana í sveitarfélaginu, hvort sem hún snýr að frumgrein- ingu, kennsluaðferðum eða annarri þjónustu. Umsjónarfélag einhverfra hélt upp á 25 ára afmæli sitt á síðasta ári. Mikið hefur áunnist í mál- efnum einhverfra á þessum tíma, ekki síst fyrir gott samstarf við stofnanir sem gegnt hafa lykilhlut- verki á þessum vettvangi. Nú er framundan mikilvæg vinna við endurskoðun og stefnumótun á þjónustu við einhverfa. Umsjón- arfélagið og starfsfólk Greining- arstöðvar er boðið og búið til að taka þátt í slíku starfi með ráða- mönnum ríkis og sveitarfélaga. Slík stefnumótun ætti eðlilega að hafa að helsta markmiði sínu að tryggja sem besta þjónustu við einhverfa einstaklinga og sem besta nýtingu hæfileika, mannauðs og fjármuna í því skyni. Viðfangsefni í málefnum einhverfra á Íslandi Eftir Eirík Þorláksson og Evald Sæmundsen ’ Með þessum rann-sóknum má ætla að Ís- land verði í fararbroddi erfðarannsókna á ein- hverfu í heiminum næstu árin …‘ Eiríkur Þorláksson. Eiríkur er formaður Umsjón- arfélags einhverfra, Evald er sviðs- stjóri Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins. Evald Sæmundsen árum. í aðdrag- d að gera ra, þ.e. að ngar í að- fn nn í Agra brytist út tan eftir ghúsið í í Indlandi ytu stuðn- tan hefðu anförnum gar verið mskiptin, tekið upp á Indlandi hlé hefur andamær- nn hluta kri stjórn anskri, en á skotum æ betur á segir Za- réttaskýr- andi, í samtali við Associated Press. Markaði það þáttaskil þegar Vajpa- yee lýsti því yfir í apríl í fyrra að hann vildi hefja friðarviðræður á ný. „Þessi lota viðræðna mun ráða úrslitum og verður sú síðasta, að minnsta kosti á minni ævi,“ sagði Vajpayee þá í ræðu á indverska þinginu. „Við viljum ekki gleyma því sem hefur gerst í fortíðinni en við viljum heldur ekki vera fjötraðir af fortíðinni.“ Telja margir fréttaskýrendur að Vajpayee, sem er 79 ára gamall, sé umhugað um að tryggja að nafn hans rati í sögubækurnar sem mannsins sem kom á friði við Pak- istan. Friður er auðvitað ekki í höfn. Íslamskir harðlínumenn í Kasmír hafa til að mynda lýst því yfir að þeir muni hunsa samkomulag Mus- harrafs og Vajpayes og halda áfram aðgerðum gegn Indlandsher í Kasmír. Er ljóst að mörgum í Pak- istan finnst Musharraf hafa teygt sáttahöndina of langt og þannig gagnrýndi stjórnarandstaðan í landinu hann harkalega á miðviku- dag. „Pakistan hefur að miklu horf- ið frá yfirlýstri afstöðu sinni að því er varðar Kasmír án þess að fá neitt í staðinn,“ sagði Raja Zafar ul Haq, leiðtogi flokksins sem fór með stjórn í Pakistan áður en Mushar- raf og herinn rændu völdum 1999. „Við getum ekki fallist á að þetta samkomulag sé sögulegt.“ Gagnrýna menn m.a. þá ákvörðun Musharrafs í aðdrag- anda fundarins með Vajpayee í Isl- amabad að draga til baka kröfu um að haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla meðal íbúa Kasmír um það hvoru ríkinu þeir vilja tilheyra. Tvö banatilræði við Musharraf Musharraf hefur sjálfur viður- kennt að samkomulagið við Vajpa- yee sé líklegt til að reita íslamska harðlínumenn til reiði. Fréttaskýr- endur benda hins vegar á að Mus- harraf var hvort eð var orðinn afar óvinsæll meðal þeirra, sem og með- al ýmissa í pakistanska hernum, m.a. vegna þeirrar aðstoðar sem hann hefur veitt Bandaríkjamönn- um í stríðinu gegn hryðjuverkum. Vísa menn þá m.a. til þess að tví- vegis hefur verið gerð tilraun til að ráða hann af dögum á undanförnum vikum. Komst forsetinn naumlega lífs af í bæði skiptin. Eðlilegt er að spyrja hvers vegna Musharraf kyndir enn frekar undir ólgu heimafyrir með þessu sam- komulagi við Indverja og því svara menn m.a. á þá leið að þannig vinni hann sig mjög í álit hjá Bandaríkja- mönnum, sem er umhugað um að hafa hann í sínu liði í baráttunni við alþjóðlega hryðjuverkahópa. Ekki ber þó að gera lítið úr raun- verulegum og einlægum friðarvilja leiðtoganna tveggja, Musharrafs og Vajpayees. „Ég held að í þetta sinn sé báðum leiðtogum alvara,“ sagði Prem Shankar Jha, fréttaskýrandi í Nýju-Delhí, við BBC. „Menn eru meðvitaðir um að tíminn sé að renna frá þeim og breytt staða í heimsmálunum gerir að verkum að þrætur milli nágrannaríkja í þess- ari heimsálfu gætu reynst afar kostnaðarsamar.“ „Sú staðreynd að hryðjuverkum hefur fjölgað mjög í Pakistan sjálfu og hafa beinst að sjálfum forsetan- um, Musharraf, hefur hugsanlega sýnt mönnum fram á að kominn væri tími til að taka á vandamálinu [í Kasmír],“ segir Inder Malhotra, fyrrverandi ritstjóri The Times of India. „Í þessu felast frækorn von- arinnar um að friðarviðræður skili árangri að þessu sinni.“ ndlands ugsýn? Retuers mæri indverska og pakistanska hluta Kasmír. david@mbl.is r og gur átt 5   )*+, -*. 2') 6 +/.* ,.'*.' 0   1  2 0 3    2 7)'8 3 +.     ! ,.'*.' )* + , - *. + / . *094035:;0 húsnæði.“ Að sögn Vilhelmínu hefur verið spáð mikilli aukningu illkynja sjúkdóma hér á landi sem og annars staðar á Norðurlönd- unum um nokkra hríð, sem tengist fyrst og fremst breyttri aldurssamsetningu þjóð- arinnar. „Þjóðinni fjölgar og þá öldruðum sérstaklega og samhliða því er spáð mikilli aukningu á illkynja sjúkdómum, enda eykst hættan á að greinast með krabbamein jafnt og þétt með hærri aldri og þetta erum við þegar farin að sjá gerast,“ segir hún. Þess má geta að lífshorfur sjúklinga er greinast með illkynja sjúkdóma á Íslandi eru með því allra besta sem gerist í heiminum og hafa þær niðurstöður komið greinilega fram í samstarfsrannsóknum evrópsku krabba- meinsskránna (Eurocare) sem gerðar eru með reglulegu millibili, að sögn Vilhelmínu. Að sögn Vilhelmínu hefur sú breyting átt sér stað á síðustu árum að lyfjameðferð við illkynja sjúkdómum er nú að mestu leyti veitt á dagdeildum en einungis að mjög litlum hluta á legudeild. Við dagdeild blóð- og krabbameinslækn- inga 11BC vinna um 20 læknar og þar eru tíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga. eild í nýtt húsnæði Morgunblaðið/Jim Smart starfa í nýju húsnæði í gær og hún ldarstjóri blóð- og krabbameinslækn- ar á lyflækningasviði II, sr. Bragi ðisráðherra, Magnús Pétursson for- nnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.