Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 11 Loksins — Loksins ÚTSALA Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Laugavegi 46 • sími 561 4465 • Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 • lau. frá kl. 10-16. Útsalan í fullum gangi 30-35% afsláttur Dansnámskeið hefst mánudaginn 12. jan. n.k. Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 13. jan. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar hefjast fimmtudaginn 15. jan. n.k. kl. 20.30 Dansaðir eru íslenskir og erlendir þjóðdansar ofl. Opið hús þriðjudaginn 13. jan. n.k. Við dönsum gömludansana frá kl. 20.30 Það er aukin skemmtun að dansa. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616, milli 17 og 21 Skautar - listhlaup á skautum Skautafélag Reykjavíkur - listhlaupadeild Skautahöllinni í Laugardal Skráning í Skautaskólann fyrir vorönn 2004 verður í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 11. janúar 2004 kl. 10:00 - 12:00 Æfingar hefjast sama dag kl. 12:05 Getum bætt við stelpum og strákum frá 5 til 18 ára! Stjórn LSR „VEISLUR í Perlunni heyra til und- antekninga,“ segir Stefán Lárus Stefánsson forsetaritari, en veisla forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem haldin var í Perl- unni 4. júlí sl. til heiðurs Þýskalands- forseta, dr. Johannes Rau, kostaði rúmlega 3,6 milljónir kr. Ungir jafn- aðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyf- ing Samfylkingarinnar í Reykjavík, sendu forsetaembættinu fyrirspurn í sumar um kostnað veislunnar. „Í svari forsetans kom fram að 221 gestur hafi setið veisluna,“ segir í til- kynningu frá Ungum jafnaðarmönn- um sem send var fjölmiðlum í vik- unni. „Til viðbótar var greitt fyrir 30 manns, öryggisverði og annað starfsfólk er að veislunni kom,“ segir einnig í tilkynningunni. Auk fylgd- arliðs forseta Þýskalands voru í veislunni „Íslendingar úr opinberu lífi, viðskiptalífi og af vettvangi menningar og listar“. Þá voru þar forystumenn félagasamtaka sem tengjast samskiptum Þýskalands og Íslands. Ungir jafnaðarmenn benda á að reikningur veitingahússins hafi hljóðað upp á tæpar 3,3 milljónir kr., en að frádregnum vínskatti hafi kostnaðurinn orðið rúmar 3,1 milljón kr. „Auk þess var greitt til Lúðra- sveitar verkalýðsins, Karlakórs Reykjavíkur, tónlistarfólks og fyrir blómaskreytingar, samtals 471.450 kr. Samtals gerir þetta 3.610.617 krónur.“ Ungir jafnaðarmenn leggja saman fjölda gesta og fjölda öryggisvarða og annars starfsfólks sem að veisl- unni kom. „Sé miðað við 251 gest í veislunni,“ segja þeir, „kostaði veisl- an 14.385 krónur á hvern gest.“ Sverrir Teitsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, segir að ungum jafnaðarmönnum sé umhug- að um að vel sé farið með skattfé al- mennings. „Við gerum okkur grein fyrir því að stundum sé nauðsynlegt að halda veislur og bjóða erlendum þjóðhöfðingjum til Íslands. En það er jafnframt nauðsynlegt að gæta hófs á þessu sviði eins og hægt er. Þegar við sáum í fjölmiðlum fréttir af umfangi þessarar veislu, og að þar væri mikill meirihluti gesta frá Ís- landi, fannst okkur ástæða til að það kæmi fram hvað skattgreiðendur borguðu fyrir veisluna.“ Bætir hann því við að aðrir þættir veislunnar hafi þegar legið fyrir, s.s. hvað hefði verið á matseðlinum og hverjum hefði verið boðið. Það hefði þó líka verið eðlilegt að kostnaðurinn lægi fyrir. Þannig gæti almenningur rætt hvort rétt væri að halda svo um- fangsmiklar veislur eða ekki. Hægt að selja miða Sjálfur segir Sverrir að honum finnist umræddur kostnaður of mik- ill. Hann segir að það hefði verið hægt að halda mun ódýrari veislu; t.d. með því að hafa veisluna á ódýr- ari stað og bjóða færri gestum. Þá hefði verið hægt að selja miða í laus sæti í veisluna. „Ef fólk hefur áhuga á að hitta Þýskalalandsforseta mætti alveg athuga hvort það vildi sýna þann áhuga í verki með því að borga sig inn í veisluna.“ Fram kemur í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík að þeir vonist til þess að betur verði farið með skattfé almennings á nýja árinu en hinu gamla. Sverrir bendir auk þess á að það skjóti skökku við að halda svo dýrar veislur á svipuðum tíma og ákvarðanir eru teknar um að skera niður á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi og hækka bensínskatta. Stefán Lárus Stefánsson forseta- ritari segir að Ólafur Ragnar Gríms- son haldi yfirleitt veislur til heiðurs þjóðhöfðingjum á Bessastöðum. Veislur í Perlunni heyri því til und- antekninga. Hann segir Bessastaði þó ekki rúma stærri veislur en 80 manns. „Ef þjóðhöfðingi, sem kemur hingað til lands, er með um hundrað manna fylgdarlið er ljóst að leita verður að stærra húsnæði,“ útskýrir hann. Stefán segir að um sjötíu manns hafi verið í fylgdarliði Þýskalands- forseta. Íslenskir gestir í veislunni hafi því verið um 140. Stefán segir að það fari eftir ýmsu hvað íslenski gestalistinn sé stór í veislum sem þessum. „Það veltur til dæmis á því hve víðtæk samskiptin milli landanna eru,“ segir hann. Hann bendir t.d. á að fjölmargir Ís- lendingar hafi ýmis samskipti við Þjóðverja, m.a. á sviði menningar, lista og viðskipta. „Þeim er boðið í veisluna vegna þessara tengsla og vegna þess að þeir geta haft gagn að því að ræða við t.d. viðskiptamenn sem eru í fylgdarliði viðkomandi þjóðhöfðingja.“ Veisla til heiðurs Þýskalandsforseta kostaði 3,6 milljónir Ungir jafnaðarmenn vilja að hófs verði gætt Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Íslensku og þýsku forsetahjónin við upphaf kvöldverðarins í Perlunni. Forsetaritari seg- ir veislur í Perl- unni heyra til undantekninga AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.