Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurbjörg Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Gásum í Eyja-
firði 12. nóvember
1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri á ný-
ársdag síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Friðrika Jakob-
ína Sveinbjörnsdótt-
ir, f. 4. janúar 1884,
d. 2. júní 1966, og
Kristján Kristjáns-
son, f. 1. október
1881, d. 4. mars 1964
en þau bjuggu á Gás-
um. Sigurbjörg var sjötta barn
þeirra hjóna en alls áttu þau ellefu
börn sem öll komust til manns,
þau Indíana, Karl, Sveinbjörn, Að-
alsteinn, Gunnþór, Þorsteinn,
Davíð, María, Sveinfríður og Sig-
urlína.
Sigurbjörg, eða Bogga eins og
hún var alltaf kölluð, giftist 6. júní
1943 Snorra Péturs-
syni frá Djúpár-
bakka í Eyjafirði, f.
á Djúpárbakka 19
ágúst 1914, d. á
Skipalóni 17. janúar
1995. Þau hófu bú-
skap á Steinsstöð-
um í sambýli við
aðra og þar fæðist
Þórir Snjólfur 1.
desember 1943. Þau
fluttu á Pétursborg
þar sem Lovísa Sig-
rún fæðist 10. maí
1945. Árið 1948
flutti fjölskyldan að
Skipalóni þar sem þau bjuggu alla
tíð síðan og eignuðust þar tvær
dætur. Jónínu Rannveigu 18.
mars 1951 og Unni Björk 15.
ágúst 1962. Barnabörnin eru 13
og langömmubörnin eru nú 8.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Möðruvallakirkju í Hörgárdal í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Með þessum línum langar mig að
heiðra minningu ömmu og afa á
Skipalóni.
Ég var svo heppin að eiga margar
stundir og stundum mánuði í senn
með afa og ömmu í sveitinni. Á
Skipalóni leið mér alltaf vel, húsið
var gamalt, það brakaði í veggjum og
blés innum rifur en samt var þar allt-
af hlýtt, hreint og snyrtilegt – amma
sá til þess. Amma sá reyndar um allt
nema kannski sauðburðinn og hey-
skapinn á seinni árum, en hann sá
hún þó um að því leyti að enginn var
svangur eða of þreyttur sama hver
verkin voru. Á Skipalóni var ekki
stórt bú en alltaf nóg af verkefnum
en þau bjuggu með kindur, kýr, geit-
ur, hænur, ketti, hunda, aligæsir,
endur og dúfur ásamt stórum hóp
vetrarfugla sem voru í fóðri hjá þess-
um góðu hjónum.
Amma var potturinn og pannan í
öllu á Skipalóni þó að afi vildi nú oft-
ast öllu ráða og það liti e.t.v. þannig
út á stundum. Amma vaknaði fyrst
allra á morgnana, vakti alla á réttum
tíma, tók ábyrgð á að verkin væru
unnin sama hvort um var að ræða að
mjólka, gefa, brynna og sinna þörf-
um dýra eða manna á bænum. Afi
var hins vegar mikill fræðimaður og
þekkti alla fugla, plöntur, pöddur og
flugur og hafði unun af öllu sem
tengdist náttúru landsins.
Að vera snemma sumars að
merkja fugla með afa og öðrum í fjöl-
skyldunni er eitt það skemmtileg-
asta sem ég hef gert. Hann var góð-
ur við dýrin og naut þess að fylgjast
með þeim og dekra við þau. Afi var
heilsuveill alla tíð og einnig veikur
fyrir áfengi og var því annað slagið
veikur og var þá alveg frá öllum
störfum. Þá sá amma um allt og
kvartaði aldrei né missti stjórn á
skapi sínu þótt álagið hljóti að hafa
verið óþolandi mikið á köflum. Hún
var alltaf hlý, falleg, hraust, sterk og
óendanlega góð og hjartahlý. Svona
dæmigerð amma sem hugsaði fyrst
um aðra og gladdist mest þegar hún
gat glatt aðra. Hún fór aldrei fram á
neitt í staðinn en fyrir bragðið lang-
aði mann að gera allt fyrir hana
óbeðinn. Mér fannst til dæmis alltaf
gaman að sinna húsverkum eins og
að ryksuga og þvo upp þó að það
væru verk sem ég yfirleitt reyndi að
losna undan.
Amma gaf af sér á margan hátt,
hún kenndi mér ekki bara þá miklu
list að baka og búa til mat heldur svo
margt um lífið og tilveruna. Að taka
því sem að höndum ber með brosi á
vör því að hlutirnir verði ekki betri
við það að sjá það neikvæða við allt.
Að ef maður er góður og sannur og
gleðst yfir litlum hlutum eins og því
að hlusta á skemmtilegt lag í útvarp-
inu eða hvað það skemmtilega sem
að hver dagur færir manni þá er
gaman að lifa. Amma dæmdi fólk
ekki eftir hvar það var statt í met-
orðastiganum og ræddi oft um það
við afa að enginn væri nú neitt
merkilegri þó að hann væri skyldur
manni. Afi var meira fyrir frænd-
fólkið og var einnig afar gestrisinn
og bauð nánast öllum sem áttu leið
um hlaðið í kaffi enda hafði hann
gaman af að hitta fólk. Amma færði
öllum kaffi og kökur af einstökum
myndarbrag og dugnaði. Oft á tíðum
var það nánast óskiljanlegt hvernig
hún komst yfir allt þetta. Alltaf var
pláss fyrir barnabarn í gistingu,
pláss í ömmurúmi ef ég vildi skríða
uppí, tími til að spjalla, máta gömul
föt eða búa til „nammi“ með ömmu á
kvöldin. Mörg kvöld sátum við og
skipulögðum ferðirnar sem við ætl-
uðum í þegar ég væri komin með bíl-
próf og öll fötin sem við ætluðum þá
að kaupa okkur. Þegar ég loks var
komin með aldur til varð minna úr
verki en bæjarferðirnar urðu þó
nokkrar og nokkrir bíltúrar sem mér
þykir afar vænt um að hafa fengið að
upplifa.
Amma fékk heilarýrnunarsjúk-
dóm sem hún glímdi við síðustu 15
árin og var undir lokin alveg komin
útúr heiminum. Það var erfitt að
horfa uppá hvernig minnið hvarf og
hæfileikinn til að tjá sig líka og fyrir
þá sem standa henni næst reyndi
þetta mikið á. Hún hjúkraði afa og sá
um búið þar til hann dó 1995 og gat
með því uppfyllt hans hinstu ósk um
að fá að deyja heima í rúminu sínu og
ég veit að það gladdi hana mikið að
geta það eins og það var honum mik-
ilvægt.
Það er með söknuði og mikilli virð-
ingu sem ég kveð Ömmu Boggu í dag
en minningin um ömmu og afa á
Skipalóni mun áfram lifa í huga mín-
um.
Heiða Björg Hilmisdóttir.
Eitt það dýrmætasta sem hægt er
að eiga er amma sem alltaf gefur sér
tíma fyrir mann og þannig var amma
í sveitinni, eins og við krakkarnir
kölluðum hana alltaf. Þegar við syst-
urnar vorum börn þá var farið um
hverja einustu helgi í sveitina til
ömmu og afa og þar átti stórfjöl-
skyldan góðar stundir saman. Sveit-
in var paradís fyrir okkur krakkana
og þar var alltaf í nógu að snúast og
margt brallað. Skemmtilegast var þó
á sumrin þegar við fengum að vera
þar til skiptis í lengri tíma. Það var
tími sem beðið var eftir með mikilli
tilhlökkun enda var alltaf svo gott að
vera í sveitinni hjá ömmu. Amma
hafði einstakt lag á því að láta öllum
líða vel og það var alltaf svo notalegt
að vera í kringum hana. Hún sjálf
var alltaf svo róleg þrátt fyrir að hún
hefði alltaf meira en nóg að gera, því
þó að amma sæi um heimilið þá gekk
hún líka í öll útiverk með afa.
Lífið var henni ömmu ekki alltaf
auðvelt en alltaf hélt hún sínu striki
og stóð eins og klettur. Fyrir nokkr-
um árum fékk amma alzheimer og
hún hvarf smátt og smátt inn í sinn
eigin heim. Eftir að amma veiktist
var það enn áberandi hversu barn-
góð hún var og það var helst að börn-
in okkar næðu til hennar því þegar
hún sá þau þá lifnaði hún öll við. Það
er aðdáunarvert hvað föðursystur
okkar, dætur hennar ömmu, hafa í
veikindum hennar hugsað vel um
hana. Fyrst og fremst munum við
hana ömmu fyrir hvað hún var kær-
leiksrík og umhyggjusöm og við er-
um þakklátar fyrir að hafa átt hana
fyrir ömmu og fyrir allt það góða
sem hún hefur gefið okkur. Börnin
okkar hafa fengið að heyra margar
sögur um hana og þannig mun minn-
ingin um einstaka konu lifa áfram
meðal okkar.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma.
Inga og Ragna Þórisdætur
Ég var ung þegar ég fyrst kom inn
á heimili fyrrverandi tengdamóður
minnar Sigurbjargar Kristjánsdótt-
ur eða Boggu eins og hún var kölluð.
Hún tók mér opnum örmum með sín-
um innilegheitum og hlýju sem var-
aði alla tíð. Bogga, eða amma í sveit-
inni eins og barnabörnin kölluðu
hana, var einstök kona. Hún sá það
góða og jákvæða í öllum og öllu.
Hún var ósérhlífin og taldi ekki
eftir sér sporin sem hún snerist í
kringum aðra og var það æði oft.
Hún bar fjölskyldu sína fyrir
brjósti og bjó manni sínum og börn-
um gott heimili.
Þegar barnabörnin fóru að til-
kynna komu sína gladdi það hana
mikið. Þau hændust líka að henni og
elskuðu að koma til hennar og dvelja
stundum til lengri tíma á sumrin.
Það var mikil tilhlökkun hjá dætrum
mínum, man ég. Hún fylgdist vel
með hvað barnabörnin voru að gera
og setti sig vel inn í þeirra mál. Hún
hlustaði með athygli á frásagnir
þeirra úr skólanum, íþróttunum, fé-
lagslífinu eða hvað nú áhugamálin
snerust um. Tveir synir mínir fengu
líka að kynnast henni og kölluðu líka
ömmu í sveitinni. Það sýnir hversu
einstök hún var.
Heimili hennar var gestkvæmt og
öllum þótti gott að koma að Skipa-
lóni. Borðið svignaði undan kökum
hennar sem að sjálfsögðu voru
heimabakaðar.
Fyrir nokkrum árum fór alzheim-
er að gera vart við sig hjá Boggu.
Það var sorglegt að horfa upp á. Hún
sem átti ekkert annað skilið ennjóta
efri áranna eftir mikla vinnu, bæði
inni og úti. Halda áfram að fylgjast
með barnahópnum sínum þar sem
voru líka langömmubörn.
Við fáum víst engu ráðið um það.
Kærar þakkir, elsku Bogga.
Jóhanna Ragnarsdóttir,
Danmörku.
Bogga móðursystir mín er látin.
Hjá henni dvaldi ég á Skipalóni í
mörg sumur sem barn og unglingur.
Frá þessum tíma er margs að minn-
ast, þó stendur upp úr hlýja hennar
og hið einstaklega góða skap sem
einkenndi hana. Einnig rifjast upp
einstakir atburðir eins og glíma
hennar við kúna Rauðku. Það var
óvenju stór og skapmikil skepna en
að sama skapi nythá. Flestir hefðu
án efa verið búnir að gefast upp á
skepnunni enda var hún æði oft búin
að „sparka af sér“ með tilheyrandi
látum. Bogga gafst þó aldrei upp
heldur setti alltaf jafnharðan aftur á
kúna, ekki dugði að skilja eftir í
henni. Margra góðra stunda er einn-
ig að minnast frá því setið var við
eldhúsborðið á Skipalóni, þar var
margt spjallað og hún bauð upp á ný-
steiktar kleinur og „alvöru árkælda
kúamjólk“.
Í mínum huga er Bogga hvunn-
dagshetja í bestu merkingu þess
orðs. Líf hennar var fjarri því að
vera samfelldur dans á rósum en hún
tók því sem að höndum bar af rósemi
og yfirvegun. Síðastliðið sumar
héldu afkomendur foreldra Boggu
ættarmót. Það var haldið á Skipa-
lóni, bænum sem Bogga bjó lengst-
um á. Ættarmótið var afar vel
heppnað og engu líkara en hlýleg
nærvera Boggu svifi þar yfir. Hefði
henni áreiðanlega líkað vel þessi
mannfögnuður, eins gestrisin og hún
var.
Nú hefur Bogga fengið hvíldina
eftir langvarandi veikindi. Aðstand-
endum hennar sendi ég samúðar-
kveðjur.
Ég kveð þessa góðu konu, sem
reyndist mér svo vel, með virðingu
og hlýhug.
Ólafur Árnason.
SIGURBJÖRG
KRISTJÁNSDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
fyrrverandi húsfreyja
á Skipalóni,
sem lést fimmtudaginn 1. janúar, verður
jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal
í dag, föstudaginn 9. janúar, kl. 14.00.
Unnur Björk Snorradóttir, Jónas Marínósson,
Jónína Snorradóttir, Ævar Ármannsson,
Lovísa Snorradóttir, Hilmir Helgason,
Þórir Snorrason, Guðrún Ingimundardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hveragerði.
Guðrún Jóhannesdóttir, Sigurður Ingimarsson,
Valgerður Jóhannesdóttir, Snorri Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
ÞÓRUNNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Kaðalsstöðum,
Stafholtstungum,
fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn
10. janúar kl. 13.00.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 10.30.
Sigrún Ólafsdóttir, Bjarni G. Ólafsson,
Unnur Ólafsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson,
Björk Ólafsdóttir, Kristján Zophoníasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær unnusti minn, sonur okkar og bróðir,
ÁKI MÁR SIGURÐSSON,
Brúsastöðum,
Vatnsdal,
lést föstudaginn 2. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar-
daginn 10. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Undirfellskirkjugarði.
Díana Huld Sigurðardóttir,
Gróa Margrét Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson,
Arndís Sigurðardóttir,
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
bróðir og mágur,
ÓLAFUR KETILL FROSTASON,
Þverholti 15,
Mosfellsbæ,
sem lést miðvikudaginn 24. desember síðast-
liðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
í dag, föstudaginn 9. janúar, kl 13:30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Haukur Ólafsson, Hallfríður Gunnsteinsdóttir,
Frosti Ólafsson,
Hjörtur Ólafsson,
Frosti Skagfjörð Bjarnason,
Katla Kristín Ólafsdóttir,
Sturla Skagfjörð Frostason, Ólöf Einarsdóttir,
Svanborg Þórdís Frostadóttir, Ófeigur Gestsson,
Bjarni Frostason, Hrafnhildur Gunnarsdóttir.