Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 45 bænum á Guðnabakka en ég hafði ætlað mér að spyrja aðeins um þær. Dúdda var langyngst systkina sinna og eftir því mikið uppáhald allra að ég held. Enda var alltaf gaman þar sem hún var. Og þegar yfir lauk mundi hún það best úr bernsku sinni sem var gaman. Hvernig var á Guðnabakka, spurði ég hana á loka- sprettinum: Hæ gaman, sagði hún og það eins og kumraði í henni hlátur- inn. Það var alltaf blik í auga og það kipruðust augnkrókarnir svo gleðin í auganu breytti krabbameinsdeild- inni í gleðihöll eitt augnablik. Henn- ar lokakveðja til mín og okkar systk- inanna, mín og Helgu, sem heimsóttum hana saman var bros, bros ... hæ gaman, líka þá. Ég ætla að hvíla mig aðeins, Svav- ar minn, sagði hún svo að lokum, þegar ég leit til hennar síðast. Og á nýársdag var hún öll aðeins 69 ára að aldri. Dúdda og Mundi áttu fjögur börn og hóp barnabarna. Þeim sendi ég samúðarkveðjur okkar Guðrúnar og barnanna minna. Þau Helga, Röggi, Addi og Binni eru gæfusöm að hafa átt hana mömmu sína og litlu krakk- arnir að hafa átt hana ömmu sína. Nú er Dúdda frænka mín að hvíla sig. Svavar Gestsson. Elsku amma mín, nú þegar ég sest niður til þess að minnast þín í nokkr- um orðum rifjast margt skemmtilegt upp, enda af mörgu að taka þar sem þið afi voruð ævinlega mjög dugleg við að stjana við okkur barnabörnin og ferðast með okkur. Við munum nú öll eftir öllum sumarbústaðaferðun- um sem voru farnar á hverju sumri. Á þeim vikutíma sem við dvöldum hverju sinni í bústöðunum lifðum við börnin sældarlífi, því þá þurftum við ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þar sem þú og afi hringsnerust í kringum okkur allan tímann. Þessar ferðir stóðu ævinlega uppúr hjá okk- ur börnunum og þær gleymast aldr- ei. Ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir að vera svona frábær amma eins og þú varst, betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Það var rosalega erfitt að þurfa að horfa uppá þig elsku amma liggja uppá spítala, vera svona máttvana og þjást svona eins og þú gerðir undir lokin. Þetta bara einfaldlega passaði ekki við þig, þú varst alltaf svo hress og kát að eðlisfari. En þetta er ill- vígur sjúkdómur sem þú þurftir að berjast við og að lokum þurftir þú að játa þig sigraða. Þín er sárt saknað og skarðið sem þú skildir eftir þig verður aldrei fyllt. Elsku amma, þú getur treyst því að það verður hugs- að vel um hann afa enda er hann hluti af þér og í þann hluta getum við ennþá haldið ásamt öllum fallegu minningunum um þig. Guð blessi minninguna þína elsku amma mín og megi hún lifa vel og lengi í minnum manna. Þitt barnabarn Tinna Rögnvaldsdóttir. Opnir armar, hlýtt faðmlag, bjart bros, mjúkar hendur... Allt þetta og svo margt annað minnir á ömmu. Amma var sú sem var alltaf hægt að leita til, alltaf hægt að koma til og tala við. Hún var engill í manns- mynd. Þegar ég hugsa til baka og leita í sjóð minninganna koma fyrst upp í hugann allar sumarbústaða- ferðirnar með ömmu og afa. Það voru sannkallaðar dekurvikur fyrir okkur barnabörnin. Þá var sko ekk- ert stress eða læti. Ekið um sveitina, farið í göngutúra, náttúran skoðuð í bak og fyrir, farið í mini-golf, pönnu- kökuspaðinn á lofti og spilað fram á kvöld. Þessar ferðir voru hápunktur sumarsins. Þegar ég hugsa um ömmu renna upp fyrir mér allar samverustund- irnar okkar. Þessar hversdagslegu stundir sem reynast manni svo ótrú- lega verðmætar í minningunni. Helgarnar sem ég fékk að gista hjá ömmu og afa í Engihjallanum og hvað það var gott að kúra frameftir í fanginu hennar ömmu. Þegar amma var að kenna mér að naglalakka. Við höfðum pappír undir puttunum og ég held að hann hafi fengið meiri lit en neglurnar en amma kippti sér ekkert upp við það heldur taldi mér samt trú um að ég væri voða fín. Við fórum tvær saman í göngutúr í grasagarðinum í haust og spjölluð- um um heima og geima. Í þessum síðasta göngutúr okkar saman fékk ég margar góðar ráðleggingar og þær verða allar vel geymdar og varð- veittar. Eftir að amma veiktist breyttist allt en samt var ég, fram á það síð- asta, nokkuð sannfærð um að hún stæði þetta allt af sér. Gott dæmi um baráttuþrekið hennar ömmu var þegar hún spurði mig, í byrjun des- ember sl., hvort ég myndi ekki örugglega koma í jólaboðið sem hún ætlaði að halda á jóladag. Boðið var aldrei haldið. Við vorum öll saman- komin uppi á spítala í staðinn en í mun dapurri erindagjörðum. Síðasta vikan var erfið og ömmu hrakaði hratt. Nú eru þjáningarnar að baki og amma getur brosað aftur á nýjum stað. Elsku afi, missirinn er mikill. Síð- ustu vikur hafa verið ótrúlega erf- iðar en þú haggaðist aldrei heldur stóðst eins og klettur við hlið hennar allan tímann. Ég dáist að þér. Megum við öll öðlast styrk í sorg- inni. Amma er farin en minningarnar lifa um ókomin ár. Ella Björg Rögnvaldsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin. Þú kvaddir eftir erfið veikindi. Núna þarftu ekki lengur að þjást. Þér líður vel hjá guði. Þú getur hlaupið uppi á himnum með öllum hinum englun- um. Þetta er erfiður tími og mikill söknuður í mörgum. Fyrst eftir að þú greindist var flest eins og áður. Ég fór reyndar að koma oftar í heimsókn. Svo datt hár- ið af en enn varstu nokkuð hress. Ég heimsótti þig þrisvar á spítalann. Fyrst þegar ég kom varstu með súr- efnisgrímu, þú varst máttlaus en tal- aðir samt við okkur og gerðir þitt besta. Annað skipti var gríman farin og í staðinn voru komnar slöngur. Þú gast þá sest upp sjálf og varst hress- ari. Á aðfangadag varstu send heim af spítalanum. Margir voru stress- aðir og hræddir enda kom í ljós að það var tilefni til því daginn eftir, á jóladag, varstu send uppá spítala með sjúkrabíl og það kvöld var þér ekki hugað líf. En allt í einu var eins og þú lifnaðir við. Eftir þetta kom ég svo í þriðju heimsóknina. Þá varstu voða þreytt og varst alltaf að loka augunum. Þú talaðir við okkur en varst ekki eins og þú varst vön því þú ruglaðir inn á milli. Ég gat ekki komið oftar því tíminn var á þrotum. Elsku amma ég sakna þín, Elsku afi, Röggi, Binni, Helga, Addi og allir hinir, Guð styrki ykkur í þessari miklu og erfiðu sorg. Kristín Jónsdóttir. Elsku amma, þú varst besta amma í heimi. Ég vildi að þú værir lifandi, elsku amma. Elsku amma Dúdda. Þinn Guðmundur. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma, ég sakna þín. Arnar Eyberg. Elsku amma mín. Ég man þegar við komum í heimsókn þegar þú varst ekki veik. Þú hafðir alltaf svo mikið fyrir okkur. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Hrefna Björk Jónsdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma ég mun aldr- ei gleyma þér. Bryndís Helga Jónsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA EMILÍA JÓNSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 7. janúar. Gunnar Rafn Einarsson, Fanney Kristbjarnardóttir, Eygló Sævarsdóttir, Sveinþór Eiríksson, Jón Þór Sævarsson, Guðrún Ásta Björgvinsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Búðum í Grindavík, lést mánudaginn 22. desember á Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandanda, Þórður Guðmundur Guðlaugsson. Elskuleg móðir okkar, SIGURLAUG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Tungvegi 82, Reykjavík, lést á Skjóli mánudaginn 22. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á Skjóli. Ágúst H. Óskarsson, Davíð J. Óskarsson, Óskar P. Óskarsson, Eggert Óskarsson og fjölskyldur. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓN ÞORVALDSSON, Drangavöllum 4, Keflavík, frá Sveinseyri við Dýrafjörð, lést á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði, þriðju- daginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju mið- vikudaginn 14. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á FAAS, Félag Alzheimersjúklinga. Ingibjörg Magnúsdóttir, Júlíus Jónsson, Hildur Hrund Hallsdóttir, Hreinn Ingi Hreinsson, Andrea Mekkín Júlíusdóttir, Jón Hallvarður Júlíusson og langafabörnin Axel og Íris Marí. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir, mágur og barnabarn, STEINGRÍMUR MÁR EGGERTSSON, Smárahlíð 14D, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 5. janúar. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju mánu- daginn 12. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Bjarni Baldursson, Eggert Jónsson, Guðbjörg I. Jónasdóttir, Magnús Þór Eggertsson, Bergþóra St. Stefánsdóttir, Heiðar Ingi Eggertsson, Tinna Brá Þorvaldsdóttir, Rögnvaldur Bergsson, Cecelía Steingrímsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR S. AUÐUNSDÓTTIR, Smáratúni 17, Selfossi, sem lést á Heilbrigðisstofun Suðurlands, Sel- fossi sunnudaginn 4. janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13.30. Diðrik Haraldsson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Þorbergur Þ. Reynisson, Hafdís Unnur Daníelsdóttir, Björn Þór Jóhannsson, Haraldur Þór Þorbergsson, Gunnhildur Karen Björnsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞORVARÐARSON, Vindási, Rangárvöllum, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, miðvikudaginn 7. janúar. Karin Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.