Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 65 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 6.30 og 9. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill GH. Kvikmyndir.com HJ.MBL AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stórbrotin og mögnuð kvikmynd sem enginn Íslendingur má missa af. HJ. MBL Kvikmyndir.is KRINGLAN kl. 8. Enskt. tal. ÁLFABAKKI kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal AKUREYRI kl. 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30 OG 8. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. FRUMSÝNING ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Sýnd kl. 4 og 8.15. Enskt. tal. „ATH! SÝND MEÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI“ KRINGLAN kl. 6. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal KEFLAVÍK kl. 6. Ísl. tal  ÓHT. Rás2 FINNSKA rokkhljómsveitin The Rasmus er væntanleg til Íslands til tónleikahalds í byrjun febrúar og heldur eina tónleika á Gauki á Stöng. The Rasmus er í dag talin bjart- asta von Finnlands á sviði dæg- urtónlistar og nýtur gríðarlegra vinsælda á Norðurlöndum sem og á Íslandi. Lagið „In The Shadow“ var eitt vinsælasta lag síðasta árs, jafnt hérlendis sem erlendis, hefur verið mikið leikið á MTV og er eitt sölu- hæsta lag sögunnar á Norð- urlöndum. Hljómsveitin sem leikur kraftmikla blöndu af rokki og popptónlist sópaði að sér Grammy- verðlaunum í Finnlandi og var val- in besta norræna hljómsveitin á MTV Europe verðlaununum í nóv- ember. Á Íslandi hafa vinsældir hljóm- sveitarinnar farið vaxandi og hafa fleiri en eitt myndband af nýjustu plötu sveitarinnar Dead Letter not- ið vinsælda á íslensku PoppTíví og SkjáEinum. The Rasmus munu spila á Gauk á Stöng föstudaginn 6. febrúar en þá verður tónleikasalur Gauksins ein- mitt opnaður á ný, stærri og betri eftir gagngerar breytingar. Kemur það svo í hlut íslensku Maus að leika með finnsku stjörnunum. Tónleikafélagið Hr. Örlygur stendur að komu The Rasmus til Ís- lands. The Rasmus til Íslands Finnsku Rasmusarnir hafa vakið eftirtekt fyrir ofurgrípandi og til- finningaríkt léttþungarokk. NÝ kvikmynd byggð á hinni frægu bók Douglas Adams, Hitchhiker’s Guide to the Galaxy, verður tekin að hluta hér á landi á þessu ári. Það er Pétur Bjarnason og kvik- myndafyrirtækið Labrador sem kem- ur að kvikmyndagerðinni hér á landi og að sögn hans er gert ráð fyrir að tökur fari annaðhvort fram í apríl eða ágúst á þessu ári. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að ekki sé alveg búið að negla niður hvar tökur fara fram. „Það verður líklega á einhverjum jöklinum en fer svo alveg eftir því hvort tökur fara fram í apríl eða ágúst hvort tökur fara fram á hálendinu eða láglendinu. Ég er að vonast til að þetta verði í apríl því þá erum við laus við ferða- mannastrauminn. Margt spilar þar inn í eins og hvenær leikarar eru laus- ir og hvenær stúdíóaðstaða fæst í Lundúnum.“ Búið er að ákveða hvaða senur verða teknar hér – at- riðin þar sem við sögu koma pláneturnar tvær, hin hvíta og hin myrka – og sam- kvæmt þeim áætlunum gerir Pétur ráð fyrir að tökur hér á landi muni standa í viku en gætu samt varið lengur. Pétur fullyrðir að um stór- mynd sé að ræða enda sé hún búin að vera mörg ár í undirbúningi. Hann segir Ísland koma inn í dæmið vegna þess að bresku framleiðend- ur myndarinnar hafi unnið áður að verkefnum hér á landi, m.a. með sér, og þekki því vel til aðstæðna og vænt- anlegs innlends samstarfs- fólks. Sjálfur segist Pétur hafa unnið að þessu verkefni síðan í júlí á síðasta ári og áætlar að kostnaður við tök- urnar hér á landi fari aldrei undir 1 milljón dala eða um 70 milljónir króna. 100 manns munu starfa við tökurnar hér á landi og gerir Pétur ráð fyrir að helmingur þeirra verði Ís- lendingar. Enn er á huldu hverjir leika í myndinni en Pétur staðfestir að kunnir leikarar verði fyrir valinu, jafnt bandarískir sem breskir. Leikstjóri myndarinnar er Garth Jennings. Hann er kunnastur fyrir gerð tónlistarmyndbanda m.a. fyrir REM, Blur, Fatboy Slim, og Badly Drawn Boy, en þetta mun vera hans fyrsta bíómynd. Það eru breskir að- ilar sem standa að framleiðslu mynd- arinnar með stuðningi frá tveimur Hollywood-risum. Annar þeirra er Disney-fyrirtæki og hefur það tryggt sér dreifingarrétt á myndinni vestan- hafs. Búist er við því að kvikmyndin The Hitchhiker’s Guide To The Gal- axy verði tilbúin til sýningar árið 2005. Kvikmynd eftir bókinni Hitch Hiker’s Guide To The Galaxy tekin hérlendis Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Bjarnason hefur komið að mörgum erlendum kvikmyndaverkefnum hér á landi í gegnum tíðina. Íslenskur jökull verð- ur fjarlæg pláneta skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.