Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur KetillFrostason fædd- ist í Reykjavík 17. október 1953. Hann lést 24. desember síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Kötlu Kristínar Ólafsdóttur húsmóð- ur og djáknanema, f. 10. október 1934 og Frosta Skagfjörð Bjarnasonar flug- stjóra, f. 21. janúar 1930. Ólafur var elst- ur fjögurra systkina en þau eru; 1) Sturla Skagfjörð flugumsjónarmaður, f. 22. júní 1956, kvæntur Ólöfu Ein- arsdóttur myndlistarkona, f. 4. júní 1959. 2) Svanborg Þórdís úti- bússtjóri, f. 16. mars 1964, gift Ófeigi Gestssyni verslunarmanni, f. 12. október 1943. 3) Bjarni flug- stjóri, f. 16. júní 1968, kvæntur Hrafnhildi Gunnarsdóttur við- skiptafræðingi, f. 9. maí 1972. Ólafur kvæntist 30. júlí 1977 Jó- hönnu Valgerði Hauksdóttur ljós- móður og hjúkrunarfræðingi, f. 16. desember 1956. Þau slitu sam- vistum 1998. Jóhanna er dóttir hjónanna Hauks Jóhannssonar eftirlitsmanns og bifvélavirkja og Stellu Bjarkar Georgsdóttur mat- ráðskonu. Ólafur og Jóhanna eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Haukur flugmaður, f. 17. nóvem- ber 1979, heitbundinn Hallfríði Gunnsteinsdóttur tannlækna- nema, f. 27. febrúar 1980. 2) Frosti hag- fræðinemi, f. 16. ágúst 1982. 3) Hjört- ur grunnskólanemi, f. 19. febrúar 1988. Ólafur lauk einka- flugmannsprófi árið 1972. Samhliða menntaskólanámi stundaði hann nám til atvinnuflug- mannsréttinda og varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1976. At- vinnuflugmannsrétt- indi öðlaðist hann árið 1977 og lauk prófi í flugumferðarstjórn sama ár eftir nám heima og er- lendis. Ólafur starfaði sem flug- umferðarstjóri og flugmaður hjá Flugmálastjórn til ársins 1983. Það sama ár hóf hann störf sem flugmaður og síðar flugstjóri hjá Flugleiðum og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1998. Ólafur gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir Félag íslenskra at- vinnuflugmanna. Hann stundaði nám og lauk prófi sem leiðsögu- maður árið 2000 og starfaði tíma- bundið sem slíkur. Síðustu árin hafði Ólafur búsetu í Bandaríkj- unum en var fluttur heim til Ís- lands er hann lést. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Óli minn. Frá því að við hittumst fyrst hef- ur þú aldrei sýnt mér annað en ást og umhyggju. Þú varst alltaf tilbú- inn að rétta öðrum hjálparhönd og varst óhræddur við að leiðbeina öðr- um. Þú sýndir mér oft hvernig hægt væri að gera betur og það var alltaf hægt að læra eitthvað nýtt hjá þér. Elsku Óli minn, þú vildir öllum svo vel og vildir vera svo góður við alla. Ég man vel eftir því þegar strákarnir þínir ætluðu að kíkja út til Bandaríkjanna til þín og þér fannst alveg ómögulegt að ég yrði skilin ein eftir og ákvaðst að bjóða mér út með ykkur. Ég náði aldrei að þakka þér nógu vel fyrir það. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um góðmennsku þína. Ég held að ég hafi aldrei hitt jafn gáfaðan og metnaðarfullan mann eins og þig. Man eftir því að þú varst að fara í próf í leiðsöguskólanum og sagðist ekki kunna neitt. Daginn eftir spurðum við hvernig þér hefði geng- ið og mig minnir að þú hafir fengið hæstu einkunn. Þetta er dæmi um hversu klár þú varst. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja jafn góðhjartaðan mann eins og þig Óli minn. Eins yndislegur og þú varst áttir þú allt það besta skil- ið. Eins og ég sagði þá hefur þú allt- af verið yndislegur við mig og það veitir mér huggun að vita af þér á betri stað. Óli minn, ég vona að þú vitir að strákarnir þínir elska þig svo heitt og hafa alltaf gert. Það er svo sárt að kveðja þig elsku Óli. Það eina sem gleður mig er að vita að nú hef- urðu fengið hvíld og ert á betri stað og vakir yfir okkur öllum. Elsku Óli, þó að þú sért farinn þá lifir þú enn í hjörtum okkar allra. Óli minn, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Þín tengdadóttir Hallfríður. Elsku stóri brói minn. „Komdu með það, heiminn“. Þessa hógværu beiðni lagði ég fyrir þig þegar ég var 3ja ára hnáta og þú 13 ára unglingur. Það er ótrúlega oft í gegnum tíðina sem við höfum rifjað upp þessi orð og hlegið mikið. Nú síðustu daga þegar ég hugsa um fjölmargar samverustundir okkar verður mér ljóst, að þau tæpu 40 ár sem við áttum saman þá gerðir þú svo sannarlega allt sem í þínu valdi stóð, til að færa mér heiminn. Í huga minn koma fram ýmsar minningar: Stóri bróðir að reiða litlu systur á stönginni á ljósbláa DBS hjólinu. Stórir bræður með afróhárið. Stóri bróðir að kenna mér á bíl. Stóri bróðir að keyra stóra rútu. Flug- ferðir með stóra bróður. Skokkferð- ir með stórstíga stóra bróður – þú sveifst eitt skref og ég hljóp þrjú. Hjólreiðaferðir með stóra bróður og fleira góðu fólki um fjöll og firnindi. Skíðaganga með stóra bróður í Þrastaskógi. Fjallaferðir á fjalla- bílnum ÓLA KET. Ferðalag til heimkynna stóra bróður til Flórida. Ljóðið sem stóri bróðir orti til mín á brúðkaupsdaginn minn sl. sumar. Stóri bróðir með stóra hjartað. Allt sem þú gerðir, lagðir þú þig all- an í verkið. Til viðbótar við þessi minningar- brot er svo ljúft að minnast fasta, hlýja faðmlagsins í hvert sinn er við hittumst. Það þekkja allir sem kynntust þér. Hvíl í friði, þín systir. Á lífsleiðinni rekast saman ein- staklingar af ýmsum ástæðum. Kynnin eru svo háð aðstæðum hverju sinni, stutt, löng, náin eða lít- il. Ólafur Ketill Frostason var mág- ur minn, kynntist ég honum nánast um leið og Svanborgu konu minni. Þau systkin, Svanborg og bræðurn- ir þrír, voru svo náin að atburður í lífi eins þeirra var kunnur í systk- inahópnum nánast samstundis. Óli, sá elsti í hópnum, hefur nú vikið frá, um stundarsakir. Hans er saknað, myndi einn segja, Guði sé lof að hann fær frið, myndi annar segja. Vont þykir mér að eiga ekki með honum stundir um ókomin ár. Víst er að síðustu misserin hefur líf Óla verið sem rysjótt tíð á þorra. Mín lífsgæði eru m.a. fólgin í því að okk- ur Óla kom vel saman og áttum sam- an stundir sem rifjast nú upp hver af annarri. Réttsýni, nákvæmni og frábært skipulag, voru atriði sem einkenndu Óla við fyrstu kynni. Á bak við framhliðina var viðkvæmur ljúflingur, skapmikill, skáldmæltur, unnandi síbreytilegrar náttúru Ís- lands og þess sem til fyrirmyndar má teljast um umhverfisvernd víða um heim en Óli var víðförull, ná- kvæmur athugandi. Skömmu eftir að við kynntumst brast hjónaband hans með yndis- legri konu og þá um leið varð breyt- ing á samskiptum hans við þrjá efni- lega syni. Sársauki hans við þessar breyttu aðstæður var augljós og vangaveltur hans um framtíðina óvissukenndar, hann var á þessum tíma í tvígang skorinn upp vegna krabbameins, líkamlegur þróttur hans var mjög sveiflukenndur, svo mjög að í stuttri gönguferð eitt sinn þurftum við systir hans að styðja hann undir báða handleggi á heim- leið í hálftíma gönguferð. Hann sem hafði hlaupið, skíðað eða hjólað, nánast sem þindarlaus væri. Um tíma bjó Óli í litlum bæ ekki langt í suður frá Orlando í Flórída. Þar las hann fagurbókmenntir, orti ljóð og átti meðal annars verðlauna- ljóð í ljóðakeppni sem fór fram í öll- um ríkjum USA. Þaðan ferðaðist hann vítt um álfuna, frá norðri til suðurs. Á heimili Óla í Flórída dvaldist ég ásamt fjölskyldu minni, í fyrsta skipti vestan hafs, nutum við leið- sagnar hans, þess að kynnast fólki sem honum var hlýtt til þar vestra, mörgum fallegum stöðum, sýning- um og uppákomum ýmsum árstíða- bundnum sem Óli þekkti. Minningar mínar um Óla verða mér hugstæðastar og bjartastar frá ferð okkar um heiðalönd og eyði- sanda á Norður- og Austurlandi. Eyddum við nokkrum stilltum dög- um, skoðuðum ýmislegt það sem fram hjá okkur hafði farið í fyrri ferðum, bárum saman bækur okkar um nöfn fjalla, dala og sanda, flett- um þá gjarnan handbærum upplýs- ingum og lásum fyrir þann sem ók hverju sinni. Tókum gjarnan göngu- ferð þegar myrkrið var að leggjast að og land rann saman við himin, gjörsamlega dauðaþögn og friður. Spjölluðum saman þar til birta tók og landið fékk síbreytilega ásýnd á ný og greindist frá himni sem var að sama skapi breytilegur. Á þessum stað kveð ég þig Óli minn og þakka þér stundirnar sem við áttum saman. Ófeigur. Fyrstu kynni mín af Óla voru þeg- ar foreldrar hans fóru að byggja hús á nágrannalóð okkar. Var mikið byggt í Kópavoginum á þessum tíma, og alltaf spennandi að stelast í byggingar á mismunandi stigum. Að tíu ára strákur, jafngamall mér, fylgdi með gerði það ekki minna spennandi. Urðum við fljótt góðir leikfélagar, sem þróaðist yfir í langa og góða vináttu. Við vorum heima- gangar hvor hjá öðrum, og vorum bekkjarbræður í mörg ár. Á ung- lingsárunum þróuðust ný áhugamál, meðal annars man ég að við hlust- uðum mikið á Bítlana saman. Við fengum bílpróf um svipað leyti, og breytti það eðlilega mörgu hjá okk- ur, en ekki vináttunni. Ég fór í nám til Noregs, og settist þar að. Að halda góðu sambandi við gamla kunningja á Íslandi hefur verið mér ómetanlegt, vinátta sem hefur tengt Óla og okkur „strákana“ og fjölskyldur okkar saman. Eigum við öll margar og góðar minningar frá samverustundum okkar. Bless Óli, þinn æskuvinur Sigurður Bjarnason. Það var ekki auðvelt að láta sér yfirsjást mann eins og Ólaf Frosta- son. Fas hans og vallarsýn, djúpa karlmannlega röddin og talsmátinn sem var slíkur að hver setning var sem bókfærð; aldrei rangmynduð né hlaðin auk- og hikyrðum sem svo mjög er algengt. Engan flugstjóra hef ég heyrt ávarpa farþega sína svo kurteislega né föðurlega sem hann. Eftir þær messur varð jafnvel hin- um flughræddasta farþega ljóst að hann þyrfti engu að kvíða því hér væri hann í góðum höndum, sama hve farið skalf á loftsins vegum. Sú kennd var heldur ekki á sandi byggð: Einn starfsbróðir hans sagði mér að efni sem hann tók saman um Boeing 737 hefðu félagar hans not- ast við sem náms- og starfsgögn. Og ekki tókst mér nema einu sinni að gera hann kjaftstopp – og trúi vart enn þeim árangri mínum! Þá er ótal- in útgeislun hans – sem var ómæld. Nokkrum sinnum fékk ég far hjá honum í Kópavoginn eftir vinnu eft- ir að ég komst að því, mér til ánægju, að við máttum heita ná- grannar. Af þeim ökuferðum spratt vinátta sem átti eftir að endast árin mörg og hvorugur bar skaða af. Fá- ir eru þeir göngustígarnir í Kópa- vogi og Heiðmörkinni að liggi þar ekki spor okkar – og runnarnir geyma rökræður okkar og rök- færslur; langar og ítarlegar. Óli var einn fárra manna sem ég hef hitt sem sameinuðu áhuga og trausta kunnáttu í fagurfræði, bók- menntum, vísindum og tækni. Hann var flugstjóri og flugumferðarstjóri, fagurkeri og fræðimaður; jafnvígur á tónlist og tölvur, Laxness og Land Cruiser. Eitt sinn sagðist hann hafa talið saman hjólbarðana undir far- kostum sínum: Þeir voru 36! Eftir að hann hætti flugi og kom niður á jörðina hafði hann stórar áætlanir uppi; hugðist ferðast kringum hnöttinn á mótorhjóli og skyldi fyrsti áfanginn vera Alaska – Suður Ameríka. Ekki gengu þær áætlanir eftir að fullu, en víðreist gerði hann um Bandaríkin á hjólinu og eign- aðist kunningjafjöld. Margar eru myndirnar úr minn- ingabanka okkar Óla: Hann á prik- inu aftur í frá Orlando, orðinn hærð- ur og skeggprúður sem Karl Marx, kertaljósanóttin í torfbænum í Skagafirði þar sem öll heimsmálin voru leyst á einu óttuskeiði; akst- urinn yfir land á svarta Cadillacnum þegar hann sat aftur í sem enskur lord og fílósóferaði milli dúra; allir göngutúrar okkar, sumur og vetur, sem mæla mætti í tugkílómetrum! Á þeim stundum var ekkert undir sól- inni látið óreifað! Af meðfæddri hjálpfýsi hljóp hann undir bagga með mér þegar þýðingaverkefni á og úr erlendum málum uxu mér yfir höfuð. Í úrlausnum hans þurfti aldr- ei að breyta stafkrók! Hann var sannur homme universel og slíkur heili að hvaðeina til verka og bókar sem hann tók sér fyrir hendur heppnaðist honum – utan það áform hans að verða meistarakokkur! Þótt hann sé nú horfinn – langt um aldur fram – munu fylgja mér minning- arnar um vináttu okkar og skegg- ræður, brall og brölt; bros hans og ómæld hlýja; kímnigáfan og karl- mennskan; lífsgleðin og dýpstu sorgir, leifrandi gáfur, nákvæmni og kristaltær rökvísi, tröllfast handtak hans og bróðurfaðmur. Slíkan mann tjóar ekki að kveðja á færri en fimm tungum: Gone away ein guter Mann, Guds I høje sale, framar ekki föðmum hann, frater bone, vale! Aðstandendum hans votta ég samúð mína í söknuði þeirra. Jón B. Guðlaugsson Hann var skírður í höfuðið á móð- urafa sínum, athafnamanninum frá Laugarvatni, Ólafi Ketilssyni, sem var landsfrægur fyrir orð og athafn- ir. Óli Frosta eins og hann var kall- aður var líkur afa sín að því leyti að hann var ekki allra, en mjög margra þó. Þegar hann var búinn með 2. bekki í Menntaskólanum við Tjörn- ina fann hann það út, eins og svo margur ungur maðurinn gerir að það var svo margt annað hægt að gera en að vera í skóla. Hann söðlaði þá um og fór meðal annars að keyra rútur hjá afa sínum og nafna. Seinna tók hann síðan upp þráðinn á ný og kláraði stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Kópavogi. Þar kynntist hann henni Jóhönnu sinni sem hann átti eftir að ganga veginn með næstu 22 árin og eignast þrjá efni- lega og góða syni með. Á mennta- skólaárunum var hann með fjörugri mönnum, hrókur alls fagnaðar, vel liðtækur í fótboltanum og búinn að ná ágætis tökum á golfinu. Hann hafði góða söngrödd og söng síðar meir með Karlakórnum Fóstbræðr- um. Flugið átti hug hans allan, enda alinn upp við flugið frá blautu barns- beini. Fljótlega eftir stúdentspróf hóf hann nám og störf sem flugum- ferðarstjóri og starfaði við það þar til hann var ráðinn flugmaður hjá Flugleiðum. Á meðan hann starfaði hjá Flugmálastjórn var hann einnig flugmaður á flugvél stofnunarinnar. Eftir nokkurra ára starf hjá Flug- leiðum lenti hann í ágreiningi við nokkra vinnufélaga sína í borg er- lendis. Óli taldi að félagarnir hefðu ekki haldið þær reglur sem í gildi voru um bann við áfengisneyslu fyr- ir flug. Úr þessu var gert hið mesta mál og segja má að Óli hafi verið lagður í einelti af stórum hóp vinnu- félaga og að hluta til yfirmanna sinna. Hefði þetta mál komið upp í dag er alveg öruggt að tekið hefði verið öðruvísi á málum, því bæði einelti á vinnustöðum og áfengis- neysla flugmanna er tekið miklu al- varlegri tökum nú orðið en þá var gert. Það er alltaf erfitt að dæma um hvað sé orsök og hvað sé afleið- ing. En frá þessum tíma má segja að Óli hafi átt í stöðugri baráttu, bæði við sjálfan sig og ekki síst umhverf- ið. Hann taldi að hann hefði fengið mjög rangláta og ómaklega meðferð í þessum hremmingum sem hann lenti í. Hjónabandið endaði 1997 og flugmannsferlinum lauk stuttu síðar þar sem hann hafði misst flug- mannsskírteinið af heilsufarsástæð- um. Hann var þrotinn að andlegum kröftum og við bættist húðkrabba- mein sem þurfti að meðhöndla. Við tók þrotlaus barátta, barátta við að reyna að endurheimta heilsuna. Gekk hann milli sérfræðinga og prófaði ýmsar aðferðir, skipti um umhverfi og flutti af landi brott tímabundið, svo eitthvað sé nefnt. Árangurinn lét á sér standa og von- leysið náði oft yfirtökunum. Allt þetta álag leiddi til þess að hann var ekki samur maður, honum fannst sér vera hafnað. Þetta leiddi til ein- angrunar. Ólafur Ketill Frostason var ljúfur og góður drengur sem mörgum þótti mjög vænt um. Því var það átakanlegt fyrir vini hans og fjöl- skyldu að horfa uppá þær hörmung- ar sem hann þurfti að lifa við síðustu árin. Um leið og við þökkum samfylgd- ina sendum við öllum hans nánustu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vonum við að hann hafi fengið frið, friðinn sem hann þráði svo að fá í lif- andi lífi, en fékk ekki. Berglind Helgadóttir og Björn Hermannsson. Ólafur Frostason var kær vinur sem gerði tilveru okkar ríkari og fjölbreyttari. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann var eldri og lífs- reyndari en flestir samnemendur og opnaði fyrir okkur gáttina að ýms- um hliðum lífsins sem við höfðum ekki komið auga á. Hann kunni að gleðjast, hafði fallega rödd, var söngelskur og lagviss. Og hann lærði snemma hjá afa sínum að aka rútu. Alls þessa urðum við oft að- njótandi. Óli og Jóhanna skólasystir og vin- kona felldu hugi saman og giftust. Seinna eignuðumst við fjölskyldur, börn á sama aldri og glíman var við svipuð viðfangsefni. Þau fluttu á Kópavogsbrautina, endurbyggðu húsið og deildu gleðinni óspart með okkur. Í minningunni lifa grillveisl- ur á sólríku hlaðinu með leikandi börnum. Líka vetrarboð við kerta- ljós, þegar húsgögnum var ýtt til hliðar og við dönsuðum eftir tónlist Stevie Wonder fram eftir kvöldum. ÓLAFUR KETILL FROSTASON Bróðir okkar, ÁSGEIR GÍSLI FREDERIKSEN, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, laugardaginn 13. desem- ber, hefur verið jarðsettur í kyrrþey. Ágústa Frederiksen og Gunnar V. Frederiksen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.