Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 1
MBA-nemendur við HÍ á ólíkum aldri og úr öllum áttum Daglegt líf Hristir upp í heilafrumum Í leit að lífs- hamingju Leikritið Eldað með Elvis frum- sýnt í Loftkastalanum Listir Fólkið í dag Móna Lísa brosir breitt  Útgáfan og græjurnar  Gjafmildur ljós- myndari  Sjónarhorn  Ástkon- ur á sviðinu  Berir að ofan SAMSTAÐA virðist vera um það á norska Stórþinginu að samræma eftirlaunakerfi þjóðarinnar sem þýðir, að eftirlaunarétt- indi þingmanna, ráð- herra og annarra fríð- indahópa verði skert. Kjell Magne Bonde- vik forsætisráðherra sagði í fyrradag, að breyta ætti eftirlauna- réttindum þingmanna þannig að þau yrðu lík því, sem almennt gerð- ist, og hafa talsmenn flestra annarra flokka, utan stjórnar sem inn- an, lýst yfir stuðningi við það. Mun eft- irlaunanefnd þingsins skila af sér tillögum í næstu viku og fullyrt er í Aftenposten, að þær muni einmitt lúta að þessu. Hefur hún sérstaklega tekið til athugunar þá hópa í samfélaginu, sem njóta meiri réttinda en landsmenn almennt. Einn megintilgangur væntanlegra um- bóta er að koma á þjóðarsátt um eft- irlaunamálin./14 Eftirlaun þing- manna í Noregi verði skert Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs. VINNUEFTIRLIT ríkisins varð að fresta morgunverðarfundi um veikindafjarvistir, sem halda átti á Grand Hóteli í dag. Ástæðan er sú, að sögn Ásu G. Ásgeirs- dóttur, verkefnisstjóra hjá Vinnueftirlit- inu, að aðalfyrirlesarar fundarins, hjón frá Svíþjóð, boðuðu forföll á síðustu stundu vegna veikinda. Ekki mun um al- varleg veikindi að ræða. Fyrirlestur hjónanna bar heitið „Vinnu- tengdir heilsufarskvillar – möguleikar á forvörnum og endurhæfingu“. Auk þeirra átti Kristinn Tómasson, yf- irlæknir Vinnueftirlitsins, að halda fyr- irlestur um veikindafjarvistir nokkurra starfshópa hér á landi. Veikindafundi frest- að vegna veikinda FJÖLDI íbúa höfuðborgarsvæðisins mun ná 200 þúsundum eftir fjögur ár, standist spár um náttúrulega fjölgun og búferla- flutninga, byggðar á þróun áranna 1995 til 2000, segir Bjarni Reynarsson, skipulags- fræðingur hjá Land-ráð. Íbúar á höf- uðborgarsvæðinu voru 181.746 1. desem- ber 2003, og hafði þeim fjölgað um 2.112 frá sama tíma árið 2002, en það er fjölgun um 1,18%. Íbúar á landinu öllu voru 290.490 í desember 2003, og búa því um 63% landsmanna á höfuðborgarsvæð- inu./20 Um 200.000 höfuð- borgarbúar 2008 INNAN tíðar munu við- skiptavinir norska flug- félagsins Norwegian geta keypt farmiða og innritað sig í flug með farsímanum sínum. Búist er við að kerf- ið verði tekið í notkun um mitt árið en með því verður hægt að bóka flug, borga fyrir það og innrita sig með því að senda smáskila- boð (SMS). Kaupa flugfarmiða með SMS-boðum Osló. AP. BENSÍNVERÐ á sjálfs- afgreiðslustöðvum olíufélaganna lækkaði um tvær til þrjár krónur í gær í kjölfar þess að Atlantsolía hóf að selja bensín á afgreiðslu- stöð sinni við Kópavogsbraut um miðjan dag. Bensínlítrinn kostar nú minnst hjá Orkunni við Skemmuveg í Kópavogi, 91,4 kr. lítrinn, en á öðrum stöðvum Ork- unnar 92,4 kr. Á sjálfsafgreiðslu- stöðvum ÓB, Esso Express og Atlantsolíu kostar lítrinn 92,50 kr. Algengasti verðmunurinn er því tíu aurar. Orkan lækkaði sitt verð á 95 oktana bensíni um rúmar tvær krónur en ÓB og Esso Ex- press um rúmar þrjár krónur. Á afgreiðslustöðvum olíufélaganna, sem bjóða upp á fulla þjónustu, kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 100,9 kr. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, opnaði fyrstu bensín- afgreiðslu Atlantsolíu formlega í gær og dældi fyrstu lítrunum. Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri segir að viðbrögðin hafi verið mjög góð og margir þakkað fyrir þessa kjarabót. Hann hafi búist við því að olíufélögin lækkuðu sín verð til jafns við verð Atlantsolíu. Það sé þeirra leið til að viðhalda fákeppni en valdið sé neytenda og í þeirra þágu að versla við þá sem raunverulega lækka bensínverðið. Engin teikn hafi verið um verð- lækkun fyrir gærdaginn. Gunnar Skaptason hjá Orkunni segist fylgja verðstefnu síðustu átta ára að bjóða viðskiptavinum alltaf lægsta eldsneytisverðið. Samkeppnisaðilarnir viti að Orkan lækki verð fari þeir neðar með sitt verð. Orkan geri út á það að vera lægst og líka langlægst – og vísar hann þá til afgreiðslustöðvarinnar við Skemmuveg þar sem bensín- lítrinn er seldur á 91,4 kr. Heimir Sigurðsson hjá Esso Express segir að þeirra viðskipta- vinir eigi að geta gengið að því vísu að fá hagstætt verð á bensíni. Því sé brugðist við þegar sam- keppnisaðilar lækki sitt verð. Núna komi Atlantsolía af stað ákveðnum breytingum á verðinu en hingað til hafi þrjú félög verið í mikilli samkeppni í rekstri sjálfs- afgreiðslustöðva. Hann segir sam- keppnina því ekki vera nýja af nál- inni. Helga Friðriksdóttir hjá ÓB segir alltaf boðið upp á samkeppn- ishæft verð á afgreiðslustöðvum ÓB og því verði haldið áfram. Þar af leiðandi hafi verið ákveðið að lækka verð á bensíni um leið og samkeppnisaðilarnir. Lítrinn lækkaði um 2–3 krónur í kjölfar þess að Atlantsolía hóf bensínsölu Barátta á bensínmarkaði Morgunblaðið/Ásdís Atlantsolía hóf sölu á bensíni í gær og kostaði lítrinn þar 92,50 kr. Önnur olíufélög brugðust við og lækkuðu verð á á sjálfsafgreiðslustöðvum. Með fullri þjónustu kostar lítrinn af 95 oktana bensíni yfir 100 kr. Lægst verð hjá Orkunni í Kópa- vogi í gærkvöldi BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam- þykkti í gær að leggja til við bæj- arstjórn að selja Alcan í Straums- vík 52 hektara lands sunnan og austan við núverandi athafna- svæði álversins. Fyrir liggur kaupsamningur og er kaupverðið um 300 milljónir króna. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið nokkuð lengi hafa haft augastað á þessu landi og viljað tryggja sér það. Þó séu engin sér- stök áform um nýtingu þess held- ur sé verið að horfa til framtíðar. Alcan sé ekkert nær því að auka við umsvif sín á Íslandi nú en áð- ur. Stækkun álversins í Straumsvík fór í gegnum mat á umhverfis- áhrifum um mitt ár 2002. Nú er verið að meta alla kosti innan Alc- an-samsteypunnar varðandi fram- tíðaráform félagsins. Starfsemi álversins í dag er á um 40 hektara landi en nýja land- ið er á móti því, hinum megin við Reykjanesbrautina. Fyrir á Alcan þar um 200 hektara land sem nær langt upp í hraunið. Samanlagt landsvæði í eigu Alcan sunnan Hafnarfjarðar er því tæpir 300 hektarar. Alcan tryggir sér auk- ið land í Straumsvík Landið sem Alcan hefur tryggt sér er sunnan og austan við álverið í Straumsvík. ÞEIR sem reykja sígarettur með litlu tjöruinnihaldi eiga alveg jafn mikið á hættu að fá lungnakrabbamein og þeir sem reykja vindlinga með miðlungsmiklu tjöruinni- haldi. Þetta er niðurstaða fyrstu stóru rannsóknarinnar þar sem skoðað er hvaða áhrif mismunandi magn tjöru í sígarettum hefur á heilsuna, en hún var birt í British Medi- cal Journal um helgina. Í rannsókninni, sem tók til tæplega milljónar manna og gerð var á sex ára tímabili á níunda áratugnum, kemur fram að dauðsföll vegna lungnakrabba voru jafn- algeng hjá fólki sem reykti sígarettur með mjög litlu (minna en 7 mg) og miðlungs- miklu (15–21 mg) tjöruinni- haldi. Hins vegar voru þeir sem reyktu sígarettur án síu og með miklu tjöruinnihaldi (meira en 21 mg) í mun meiri hættu, líkurnar á að þeir dæju úr lungnakrabba voru 44% meiri en hjá hinum hóp- unum. Allt sama tóbakið París. AFP. STOFNAÐ 1913 8. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.