Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 31 ÚTSALAN HEFST Í DAG KL.10:00 30-50% afsláttur laugavegi 91 s.562 0625 nýtt kortatímabil DKNY DKNY JEANS IKKS GERARD DAREL CUSTO BZR VENT COUVERT PAUL & JOE NICOLE FARHI JULIE DEE LISTAMAÐURINN Odd Nerdrum verður með málverkasýningu í Nor- egi í maí en hann hefur ekki sýnt þar í allmörg ár og ekki síðan hann settist að hér á landi. Tone Lyngstad Nyaas, sem vinnur að sýningarskránni, sagði í viðtali við VG eða Verdens Gang, að heiti sýn- ingarinnar yrði „Kitsch 2004“ en hún verður sett upp í Telemark Museum í Skien. Um væri að ræða myndir, sem Nerdrum hefði málað á Íslandi, og ekki verið sýndar áður í ættlandi hans. Fyrir nokkrum árum var Ner- drum með sýningu í Túnsbergi, sem hann kallaði „Love Love Love“, og 1998 hneykslaði hann landa sína með mynd af sjálfum sér með manndóms- merkið í fullri reisn. Nerdrum vinnur enn að kitsch- seríunni sinni en sumir segja, að óvægin gagnrýni á hana hafi átt sinn þátt í, að hann settist að á Íslandi. Odd Nerdrum sýnir í Noregi Listmálarinn Odd Nerdrum. Morgunblaðið/Ásdís ÆFINGAR eru hafnar hjá Söng- sveitinni Fílharmóníu á aðalverkefn- um yfirstandandi starfsárs. Tekin verða til flutnings tvö stór kórverk, Dixit Dominus eftir G.F. Händel og hin svonefnda Pákumessa eftir J. Haydn. Pákumessan, sem einnig er þekkt undir heitinu Messa á stríðs- tímum (á frummálinu Missa in tem- pore belli), er samin árið 1796 í hita Napóleonsstyrjaldanna. Händel samdi Dixit Dominus 1707, aðeins 22 ára að aldri, við texta úr Gamla testamentinu. Hann dvaldi þá í Róm og fékk það verkefni að semja tón- verk fyrir Karmelítaregluna þar í borg. Dixit Dominus er fimmradda og gerir miklar kröfur til flytjenda. Tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju í lok marsmánaðar og mun valið lið ein- söngvara taka þátt í tónleikun- um auk hljóm- sveitar. Leiðarljós við val á viðfangsefni þessa vormisseris var m.a. að verkin eru eftir tónskáld sem bæði eru í miklu uppáhaldi hjá kórnum. Skemmst er að minnast þess að á sl. vori flutti Söngsveitin Messías eftir Händel og vorið 2002 Messu heilagr- ar Sesselju eftir Haydn. Dixit Dom- inus hefur ekki verið flutt hér á landi áður að því er best er vitað. Páku- messan er betur þekkt hérlendis þótt Söngsveitin hafi ekki flutt hana áður. Meginmarkmið Söngsveitarinnar Fílharmóníu er og hefur alla tíð verið á ríflega fjörutíu ára starfsferli að halda tónleika þar sem flutt eru stór kórverk með einsöngvurum og hljómsveit. Æfingar Söngsveitarinnar eru að venju í Melaskóla. Stjórnandi kórs- ins í vetur er Óliver Kentish. Enn eru laus pláss í tenór og sópran. Þeir sem áhuga hafa á því að takast á við þessi verkefni geta haft samband við formann kórsins, Lilju Árnadóttur. Dixit dominus og Pákumessa Óliver Kentish
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.