Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁÐUR fyrr á útvarpsárum, þegar „Gufan“ var ein um ljósvakahituna, heyrðist oft þularklausan „fastir liðir eins og venjulega“. Sama mætti segja um þá löngu grónu hefð hljóm- sveitar allra landsmanna að leika Vínartónlist á fyrstu tónleikum nýja ársins, sem líkt og síðustu áramóta- skoteldar þrettándans kveða burt jólatónlistina með sópandi völsum og óperettulögum. Enn og aftur má undrast hvað þetta 70–160 ára gamla léttmeti ætlar að endast mönnum til endurheyrnar, og sannaði húsfyllir- inn í fyrradag eina ferðina enn stað- hæfinguna um að fátt er mörgum kærara en hið kunnuglega. Verður svo væntanlega um fyrirsjáanlega framtíð – a.m.k. svo lengi sem SÍ treystir sér til að fjórtaka sömu dag- skrá hvern janúarmánuð. Á móti vegur hversu lítil endurnýjun virðist eftir grönum að sjá meðal áheyr- enda, sem mjakast æ ofar í aldurs- flokka. Má því vera að fari að sjá fyr- ir endann á hefðinni áður en fyrsti fjórðungur 21. aldar er úti. Venja hefur verið að fá hingað til handleiðslu vönustu menn í um- ræddri sérgrein. 20. öldina kvaddi Gert Meditz. Eftir hann sá Peter Guth næstu þrjú ár í röð um stjórn á Vínartónleikum. Á fimmtudaginn var stóð nýr maður í öndvegi en eftir flestu að dæma ekki síður heima í viðfangsefninu en fyrirrennararnir, þ.e. austurríski fiðluleikarinn Ernst Kovacic, er mun þegar eiga langan hljómdiskaferil að baki. Að venju kynnti hann sjálfur fjölda dagskrár- atriða og greip skv. aldagamalli danshljómsveitarstjórahefð nokkr- um sinnum í fiðluna, þ.á m. sem ein- leikari í þremur lögum eftir hinn austurrísk-ameríska Fritz Kreisler, Litlum Vínarmarsi, Sígaunaduttl- ungum og hinu ragtime-skotna Syn- kópum, af óþvinguðum en kannski stundum fullhrynfrjálsum þokka. Sinfóníuhljómsveitin hóf dag- skrána á tveimur verkum eftir Jo- hann Strauss yngri, hraðskreiðum „Schnellpolka“ (Auf zum Tanze) og Nordseebilder, valsi með löngum, nærri wagnerskum, for- og millispil- um. Eftir Kreislerlögin steig Sigrún Pálmadóttir, er starfað hefur við Bonn-óperuna síðan 2001, á svið og söng Kossinn eftir Arditi með tilþrif- um við ágætar undirtektir. Ekki minnkuðu þær í næsta lagi, söng- valsinum Mein Herr Marquis (Strauss y.) sem allir þekkja af upp- hafsfruminu (dore mí so | mí |), er Sigrún gerði glæsivel skil með sinni hjómmiklu mezzo-kenndu sópran- rödd, enda þótt staka toppnóta gæti verkað ofurlítið þvinguð. Á því bar þó lítt í lögum hennar eftir hlé, Je veux vivre úr Rómeó og Júlíu Gou- nods, Röddum vorsins (Strauss y.) og aukalaginu Wien, Wien, nur du al- lein. Yngri Strauss var sömuleiðis meistari síðustu tveggja hljómsveit- aratriða fyrri hálfleiks, Stürmisch in Lieb und Tanz og Rosen aus dem Sü- den, er hljómsveitin lék með viðeig- andi funa. Bitastæðasta hljómsveitarstykki kvöldsins var Forleikur að Graf von Luxemburg (1910) eftir Lehár fyrst eftir hlé sem lagði til litríkan kontra- punkt með suðausturlenzku kryddi. Sehnsuchtsmazurka Lanners fyrir fiðlu (í liprum meðförum stjórnand- ans) og hljómsveit var 80 árum eldri en engu að síður áheyrileg, þökk sé m.a. skemmtilega ósamhverfri hend- ingaskipan. „Durchs Telephon“- polki Strauss yngri frá 1890 minnti að nafngift á dálæti danstónhöfunda tímans á nýjungum iðnbyltingar, þar sem gufuvalsar og járnbrautargal- oppar voru á hverju strái. Fyrir lokaatriðið, Dónárvalsinn eftir sama höfund, vakti Kovacic at- hygli tónleikagesta á hvatningar- hlutverki stykkisins. Strauss yngri vildi hressa landa sína við eftir að Prússar höfðu malað þá við König- grätz 1866, enda var rísandi ferli að- alstefsins, líkt og síðar „I Could Have Danced All Night“ Loewes, samið af ráðnum hug. Og með þeim glæsilega bautasteini brostinna drauma, sem hljómsveitin lék af slíkri tilfinningu og yndisþokka að hefði getað verið í fyrsta sinn í mörg ár, lauk fjölbreyttum Vínartónleik- um SÍ á hápunkti við hæfi. TÓNLIST Háskólabíó Vínartónlist eftir Strauss-feðga, Lanner, Kreisler, Lehár o.fl. Sigrún Pálmadóttir sópran; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Ernsts Kovacic. Fimmtudaginn 7. janúar kl. 19:30. VÍNARTÓNLEIKAR Brostnir draumar Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís „Eftir Kreislerlögin steig Sigrún Pálmadóttir, er starfað hefur við Bonn- óperuna síðan 2001, á stokk og söng Kossinn eftir Arditi með tilþrifum.“ eftir Lee Hall Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Þórarinn Blöndal. Lýsing: Björn Steinar Guðmundsson. Hljóðmynd og tónlist: Hjörtur Howser. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Leikarar: Álfrún Örnólfsdóttir, Friðrik Frið- riksson, Halldóra Björnsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Eldað með Elvis MENNINGARFÉLAGIÐ Eilífur, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, frumsýnir í kvöld Eldað með Elvis (Cooking with Elvis) eftir Lee Hall í Loftkastalanum. Hall hefur á ferli sín- um samið fjölda leikrita og handrita fyrir útvarp, sjónvarp og kvikmyndir. Frægasta verk hans er tvímælalaust handritið að Billy Elliot (2000) sem til- nefnt var til Óskarsverðlaunanna. Eld- að með Elvis var upphaflega skrifað sem útvarpsleikrit, en Hall umskrifaði það fyrir leiksviðið vegna þess hve góð- ar móttökur það fékk hjá hlustendum. Árið 1999 vakti uppsetning verksins mikla athygli á jarðarleiklistarhátíð- inni í Edinborg og hefur síðan verið sett upp víða um heim við góðar við- tökur. Það var t.d. tilnefnt til Olivier- verðlaunanna sem besta gam- anleikritið árið 2001. Þegar leikritið hefst eru tvö ár síðan fjölskyldufaðirinn, sem áður var Elvis- eftirherma, lenti í bílslysi með þeim af- leiðingum að hann lamaðist og hlaut heilaskaða. Eiginkona hans tekst á við sorg sína með því að halla sér óþarf- lega mikið að flöskunni auk þess sem hún þjáist af átröskun, meðan dóttirin, Kolla, sækir huggun sína í mat. Báðar þurfa þær að takast á við einmanaleik- ann, ástleysi, skort á hlýju og þrá eftir einhvers konar lífshamingju. Þegar móðirin kynnir til sögunnar nýjan kærasta sinn, Stefán, sem fljótlega flytur inn á heimilið, taka samskipti mæðgnanna miklum breytingum og enginn á heimilinu verður samur eftir, ekki einu sinni heimilisskjaldbakan! Mitt í öllu hafaríinu rís fjölskyldufað- irinn síðan, í draumkenndum atriðum, upp í gervi Elvisar og flytur lög rokk- kóngsins. Aðspurður segist Magnús Geir Þórðarson leikstjóri strax hafa hrifist af verkinu þegar hann kynntist því fyr- ir fjórum árum, sökum þess hve vel höfundi tekst að flétta saman gaman og alvöru. „Í verkinu tekur höfundur á mjög erfiðum og flóknum málum, en matreiðir það fyrir áhorfendur á afar aðgengilegan hátt með húmorinn að vopni. Hann er á mörkum smekkleysu og fyrir vikið verður verkið flugbeitt og ögrandi. Það er gaman þegar áhorf- endur gleyma sér í kómedíunni, en vakna svo upp við vondan draum með samviskubit yfir því að hlæja að því sem er í raun alls ekkert fyndið. Þann- ig verða áhorfendur samsekir persón- unum í gjörðum sem oft eru langt frá því sem almennt telst gott og rétt. Per- sónurnar eru af holdi og blóði en að- stæðurnar á mörkum fáránleikans.“ Hvernig nálguðust þið hinar tragí- kómísku aðstæður sem einkenna verk- ið? „Við reyndum að nálgast persónur verksins af einlægni og hlýju. Vissu- lega hefði verið hægt að nálgast verkið eingöngu sem farsa því frá höfund- arins hendi er það mjög fyndið. Okkur fannst hins vegar skipta miklu máli að vera einlæg gagnvart þessum per- sónum og koma þannig í veg fyrir að grínið yrði innantómt. Þetta er alvöru fólk og gæti eins búið í næsta húsi, hér í Reykjavík. Grínið verður beittara þegar alvaran kraumar undir og sárs- aukinn sárari þegar honum er teflt á móti gríninu.“ Nú sveiflast verkið mjög markvisst milli raunsæis og nánast absúrdisma, hvernig hefur tekist að sameina þessa tvo stíla? „Uppbygging verksins er skemmti- legt og flókið púsluspil. Senurnar eru stuttar og knappar og kalla á raunsæj- an leikstíl. Hins vegar dansar verkið í heild sinni milli raunsæis og abs- úrdisma. Verkið er byggt upp af stutt- um myndum sem markvisst eru brotn- ar upp, t.d. með tilkynningum um senuskipti, sem minna mann sífellt á það að við erum stödd í leikhúsi og að því leyti má segja að það sé nokkuð brechtískur rammi á verkinu. Þetta er mjög sérstakt verk að vinna með og leiktæknilega flókið, en þeim mun skemmtilegra fyrir vikið,“ segir Magn- ús Geir. Sársaukinn kraumar undir niðri Álfrún Örnólfsdóttir tekst á við hlut- verk hinnar 14 ára Kollu og er þetta fyrsta sviðshlutverk hennar síðan hún útskrifaðist frá Webber Douglas Aca- demy of Dramatic Art í Lundúnum sl. vor. Spurð hvers konar persóna Kolla sé svarar Álfrún að hún sé í raun bara barn sem hefur þurft að fullorðnast mjög hratt. „Hún hefur þurft að taka á sig alla ábyrgð á heimilinu. Þannig hvílir það á henni að elda, skúra og sjá um pabba sinn, en þótt hún þurfi að bera svona mikla ábyrgð er hún samt ekki alveg fullorðin, þarf líka að takast á við unglingsárin og hagar sér eftir því.“ Að sögn Álfrúnar eru samskipti mæðgnanna nokkuð flókin, en taka miklum breytingum þegar Stefán, kærasti mömmunnar, flytur inn á heimilið. „Öfugt við Kollu er Stefán miklu meiri unglingur í sér þótt hann reyni að spila sig fullorðinn. Í raun er hann bara svona náungi sem lendir óvart í sérkennilegum aðstæðum. Hann vill voða vel, en tekur bara ranga ákvörð- un á röngum tíma. Að upplagi er hann ósköp einfaldur og lætur þess vegna spila með sig. Mér hefur alltaf fundist hann eiga mest bágt í verkinu því hann er einfaldlega dreginn inn í einhverjar aðstæður sem hann hefur enga sjórn á,“ segir Friðrik Friðriksson um per- sónuna sem hann leikur. Nú þurfið þið oft að hoppa ansi hratt milli sena, hvernig hefur það gengið? „Leikritið einkennist af því að það er stokkið milli sena inn í ákveðið ástand og minnir að því leyti á kvikmynd. Það er aldrei langur aðdragandi að hlutum, en áhorfendur í dag þurfa ekki svo langan aðdraganda, því fólk er orðið svo miklu fjótara að lesa í aðstæður,“ segir Friðrik. En leikararnir, þurfa þeir ekki held- ur neinn aðdraganda? „Jú, maður þarf auðvitað að koma með ákveðið energí og ákveðna for- sögu inn í senurnar. En persónurnar breytast fyrst og fremst innan verks- ins þannig að það hjálpar manni,“ segir Friðrik. „Við fórum samt mjög vel í gegnum það á æfingatímabilinu hvern- ig við færum úr einni senu yfir í þá næstu án þess að taka með okkur energíið úr senunni á undan, sem var kannski í allt öðrum anda,“ segir Álf- rún. Var eitthvað sem kom ykkur sér- staklega á óvart við vinnuna með verk- ið? „Fyrst þegar ég las verkið upplifði ég það sem miklu meiri kómedíu og maður átti oft erfitt með að halda and- litinu á æfingum vegna þess hve fynd- inn textinn er. Í vinnunni með verkið sá ég hins vegar æ betur hve drama- tískt það í raun er á sama tíma og það er svona ótrúlega fyndið. Eftir því sem á leið gerði maður sér sífellt betur grein fyrir því hvernig sársaukinn kraumar undir niðri,“ segir Friðrik. Eldað með Elvis er frumsýnt í Loft- kastalanum í kvöld kl. 21. Frá og með mars nk. verður sýningin, að sögn að- standenda, sýnd jöfnun höndum í Loft- kastalanum í Reykjavík og í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Örvæntingar- full leit að lífshamingju Eldað með Elvis eftir Lee Hall verður frumsýnt í Loftkastalanum í kvöld. Silja Björk Huldudóttir tók Magnús Geir Þórðarson leikstjóra tali, auk þess að heyra hljóðið í leikurunum Friðriki Friðrikssyni og Álfrúnu Örnólfsdóttur. silja@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Álfrún Örnólfsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Halldóra Björnsdóttir í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.