Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 56
ÍÞRÓTTIR 56 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspyrnu hefst í kvöld í Egilshöll með tveimur leikjum í A-riðli í meistaraflokki karla. Leiknir og Þróttur leika kl. 19 og ÍR og Valur kl. 21. KR leik- ur einnig í riðlinum. Liðin sem leika í B-riðli eru Fylkir, Fjölnir, Fram og Víkingur. Efstu tvö liðin í riðlunum komast í undanúrslit, en Reykjavíkurmótinu lýkur með úrslitaleik 15. febrúar. Framarar eru núverandi Reykjavíkurmeistarar – lögðu Fylkismenn í vítaspyrnu- keppni í Egilshöll, 6:5. Reykjavíkur- mótið að byrja vel liðið, þótti leika skemmtilegan fótbolta og allt eitthvað svo krútt- legt og sætt í kringum það; falleg borg, góður matur, lítill en ástríðu- þrunginn heimavöllur með áhorf- endur alveg ofan í leikmönnum að enskri fyrirmynd og ekki síst létt- leikandi spilarar á borð við Zola, Brolin og Asprilla auk þess sem fé- lagið ól upp marga góða leikmenn á borð við þá Cannavaro-bræður Fa- bio og Paolo. En á aðventunni hrundi allt. Nyt- in úr kúnni Parmalat reyndist við nánari skoðun ekki eins góð og bút- íðindi hermdu og kom í ljós nú rétt fyrir jólin að Calisto kallinn Tanzi hefur leikið einhvern ótrúlegasta bókhaldsleik allra tíma í Evrópu og náð að sóla endurskoðendur og fjár- festa upp úr skónum og skjóta bylm- ingsskoti í Bermúdaþríhyrninginn einhverjum óteljandi hundruðum milljarða að „enronskri“ fyrirmynd. Með hverjum degi hækkar summan, en talan sem knattspyrnuaðdáendur þurfa að hugsa um er sú sem lið Parma þarf til að lifa af fram í miðj- an mánuðinn er dómstólar taka ákvörðun um hvort liðið verður lýst gjaldþrota og sýnt rauða spjaldið og vísað úr Serie A. Flestir kannast við Fíatfamilíunaá bak við Juventus, Berlusconi og AC Milan og Morettiættina og Inter. Í síðari tíð einnig pastaveldið Cirio að baki Lazio sem náði að skila einum meistaratitli. Öll þessi lið eru stórlið en eitt er það smálið sem tekist hefur að halda sér í fremstu röð í réttan áratug þrátt fyrir lítinn heimavöll og heldur fá- tæklega sögu; Parma frá sam- nefndri borg í matarkistu Ítalíu, héraðinu Emilia Romagna. Félagið hefur verið rekið sem eining innan hins öfluga mjókursamlags og mat- vælarisa Parmalat og stofandi þess, Calisto Tanzi, kom félaginu í fremstu röð í Evrópu áður en hann skilaði stjórnartaumunum til sonar síns Stefanos. Mjólkin búin Mjólkurpeningarnir frá Parmalat auk hygginda þjálfarans Nevios Scala skiluðu Parma bikartitlum heimafyrir, stöðugri baráttu um efstu sæti í deildinni og síðast en ekki síst hörkuárangri í Evrópu, m.a. í tvígang sigri í Evrópukeppni félagsliða. Var félagið einstaklega Björgunarhringurinn mun bera töluna 50 milljónir evra og stuðn- ingsmenn liðsins naga á sér negl- urnar þessa dagana og biðja um gott veður hjá bústjórum þrotabúsins – að liðinu verði ekki hreinlega fórnað á skuldaaltarinu í heild sinni. Mas- simo Moratti, forseti Inter, hefur þegar kastað hálfum hring í hafið því hann er tilbúinn að staðgreiða 23 milljónir evra til að framherjinn Adrianno komi til Inter í sumar og japanska „vasadiskóið“ Nakata hef- ur verið lánað til nágrannanna Bo- logna svo þeir geti selt einhverjar treyjur með nafni hans á bakinu en það er víst eina gagnið sem hægt er að hafa af þeim manni. Markvörð- urinn Sebastien Frey er einna verð- mætastur þeirra eftirlifandi og er líklegur til að verða seldur á næstu dögum og takist að fá gott verð fyrir Frakkann er vonandi að félaginu sé borgið í bili. Fjóshaugurinn sem Parmalat hef- ur skilið liðið eftir í er erfiður úr að komast en líklegt er talið að Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfara Ítala, verði falið að taka við af Stef- ano Tanzi sem forseti félagsins og freista þess að bjarga því sem bjarg- að verður. Eitt fyrsta verk hans verður að hefja leit að krónprinsum í hópi auðmanna til að taka við veld- inu fallna og talið er líklegt að hann leiti ekki langt út fyrir „matardall- inn“, eins og nágrenni Parma er nefnt, og reyni að fá pastaframleið- andann Barilla, rjómabollurnar í Parmacotto eða skinkukallana í Prosciutto di Parma til að fylla belgi fótboltanautnaseggja. Reuters Þó svo að Benny Carbone fagni hér marki fyrir Parma, er ekki mikill fögnuður með fjárhagsstöðu liðsins þessa dagana. Verður Parma blóðmjólkað? ÁRATUGUM áður en auðmenn á borð við Roman Abromovich héldu innreið sína í knattspyrnuna var það orðin tíska á Ítalíu að ríkmenni ættu í það minnsta eitt fótboltalið ættu þeir að teljast samkvæm- ishæfir. Þannig hafa vinsælustu lið Ítalíu fengið vítamínsprautu fjármagns umfram það sem tíðkast hefur annars staðar í Evrópu. Allar götur fram til 1992, er áskriftarsjónvarp fór að hafa mikil áhrif á tekjustreymi í knattspyrnunni, skapaði þetta ítölskum liðum mik- ið forskot og gerði það freistandi fyrir helstu stórstjörnur í bolt- anum að leika á Ítalíu. Eftir Einar Loga Vignisson  ANDRIUS Stelmokas, línumaður KA, skoraði 6 mörk og landi hans Dalius Rasikevicius, leikstjórnandi Hauka, var með 5 mörk þegar Lithá- ar unnu Eistlendinga, 30:24, í fyrri leik þjóðanna í forkeppni að undan- keppni HM í handknattleik en þjóð- irnar mættust í Panevezys í Litháen.  OLEG Kuleschov, leikstjórnandi þýska handknattleiksliðsins Magde- burg, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Sigfús Sigurðsson leikur með, verð- ur frá æfingum og keppni í sex vikur vegna meiðsla. Kuleschov getur þar af leiðandi ekki leikið með Rússum á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu í lok þessa mánaðar.  CHELSEA hyggst gera tilboð í Paul Robinson, markvörð Leeds United, eftir að franska liðið Rennes hafnaði tilboði félagsins í Tékkann Petr Cech. Tilboð Chelsea í Tékkann hljóðaði upp á 6 milljónir punda en tilboðið í Robinson er talið að verði í kringum 4 milljónir punda.  BRASILÍSKI varnarmaðurinn Lu- cio er enn og aftur orðaður við Chelsea en félag hans í Brasilíu, Santos, segir að Chelsea hafi boðið 12,6 milljónir punda í leikmaninn.  LUIS Enrique, leikmaður Barce- lona, kinnbeinsbrotnaði á æfingu liðsins í vikunni og verður hann frá æfingum og keppni næstu sex vik- urnar. Hann þarf að gangast undir aðgerð en forráðamenn Katalóníul- iðsins vonast til að Enrique verði bú- inn að ná sér fyrir leikinn á móti Bröndby í UEFA-keppninni sem fram fer 26. febrúar.  MANCHESTER United mun ganga frá samningi við Dong Fangzhou, 18 ára framherja frá Kína, á næstu dögum að sögn fram- kvæmdastjóra Dalian Shide, liðsins sem Dong leikur með í Kína. United er sagt reiða fram 3,5 milljónir punda fyrir Kínverjann og með kaupunum ætla Englandsmeistar- arnir að herja á Asíumarkaðinn með sölu á ýmiss konar varningi í nafni félagsins.  ÍTALSKI knattspyrnuþjálfarinn Giovanni Trappatoni var meðal áhorfenda á leik Tottenham og Birmingham á White Hart Lane í Lundúnum í fyrrakvöld. Heimsókn Trappatonis ýtir undir þær fréttir að hann kunni að taka við stjóra- starfinu af David Pleat hjá Totten- ham en Trappatoni hyggst hætta þjálfun ítalska landsliðsins eftir EM í Portúgal í sumar.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sagði í gær að vel kæmi til greina að hann keypti nýjan markvörð til félagsins vegna meiðsla markvarðanna tveggja, Chris Kirk- land og Jerzy Dudek. Kirkland er fingurbrotinn og Dudek meiddist á nára í leiknum við Chelsea og verður frá næstu vikurnar. FÓLK Í BÍGERÐ er að byggja yfir Centre Court, aðalleikvanginn á hinu fræga Wimbledon-móti í tennis sem fram fer í London ár hvert. Þar með á að stemma stigu við töfum sem verða nánast ár- lega á mótinu vegna rigningar. The All England Club, tennis- klúbburinn sem rekur völlinn í Wimbledon, tilkynnti í gær áætl- anir sínar um að koma upp færanlegu þaki, sem hægt yrði að renna yfir völlinn á aðeins 10 mínútum. Þær hafa þó ekki verið samþykktar ennþá, ljóst er að tveggja ára bið er í að fram- kvæmdir hefjist og þakið verður ekki komið á sinn stað fyrr en eftir fimm ár, fyrir Wimbledon- mótið árið 2009. „Okkar markmið er stöðugt það að Wimbledon-mótið sé ávallt viðurkennt sem stærsti tennisvið- burður í heiminum. Centre Court hefur verið okkar djásn í 80 ár og þar hafa farið fram margir af dramatískustu leikjum tennis- íþróttarinnar. Við ætlum okkur að varðveita sögu og hefðir Centre Court en gera allar að- stæður þar stórglæsilegar,“ sagði Tim Phillips, formaður klúbbsins, sem um leið tilkynnti að völlurinn myndi rúma 15 þúsund áhorf- endur eftir breytingarnar, í stað 13.800 eins og hann tekur í dag. Þá er stefnt að því að byggja yfir völl númer eitt á svæðinu um leið og reynsla verður komin á þessa byggingu. Byggt yfir aðaltennisleik- vanginn á Wimbledon Bresku fjölmiðlarnir þurftu aðbíða lengi eftir svörum frá Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir ósigur liðsins gegn Liverpool á Stamdord Bridge í fyrrakvöld. Roman Abramovich, eig- andi Lundúnaliðsins, kallaði knatt- spyrnustjórann á fund strax eftir leikinn og eftir þann fund var Rani- eri krafinn svara um framtíð sína hjá félaginu en þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að Ítalinn verði lát- inn taka poka sinn og Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari komi í staðinn. Ranieri var hins vegar afar róleg- ur og yfirvegaður eftir fundinn með rússneska auðjöfrinum. „Ég og Abramovich ræðum alltaf saman í einrúmi eftir hvern leik og venju samkvæmt gerðum við það nú. Rom- an var alls ekki ánæðgur með að tapa og líklega hömpum við ekki meist- aratitlinum í vor,“ sagði Ranieri en lærisveinar hans hafa tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum og eru sjö stigum á eftir forystusauð- unum í Manchester United. Ranieri sagði þær vangaveltur fjölmiðla að hann kynni að missa starf sitt innan tíðar algjörlega úr lausu lofti gripnar. „Ég hef fullan stuðning og sjálfur ætla ég ekki að gefast upp. Vissulega erum við að ganga í gegnum erfiðleikaskeið en ég er sannfærður um að við réttum úr kútnum. Ég hrósaði leikmönnum mínum fyrir leikinn á móti Liver- pool. Þeir lögðu sig allir vel fram en því miður töpuðu þeir leiknum. Ég er alls ekki áhyggjufullur. Það er ekk- ert lið sem getur siglt í gegnum tímabilið án þess að missa dampinn. Það er auðvelt fyrir mig að segja að ég vilji berjast hart fyrir því að vinna titilinn en það er ekki satt. Ég er að berjast við að byggja upp lið og ég hef trú á að menn hafi þolinmæði til þess.“ Spurður hvort hann ætlaði sér að nýta sér félagaskiptagluggann og styrkja lið sitt enn frekar sagði Rani- eri: „Nei. Það eina sem við þurfum að gera er að komast í gegnum þetta erfiðaleikatímabil. Ég hef fulla trú á mínu liði.“ Ranieri tekinn á teppið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.