Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 8
Gísli Rúnar er kominn til að taka yfir, herra. Það er samdóma álit allra að hann leiki þig betur en þú sjálfur, herra. FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ísalp og Klifurhúsið með opið hús Gróska í klifursportinu Klifur í klettum ogsvokallað ísklifur,að ógleymdum miserfiðum fjallgöngum, heillar marga Íslendinga. Íslenski Alpaklúbburinn og Klifurhúsið gangast fyrir opnu húsi á næstunni og þar verður starfsemi árins kynnt gaumgæfi- lega. Halldór Kvaran er formaður Ísalp og Morg- unblaðið ræddi við hann á dögunum og spurði hann út í starfsemi Ísalp og Klifurhússins og um klifur á almennari nótum. Svör hans fara hér á eftir. Segðu okkur fyrst eitt- hvað almennt um Ísalp og Klifurhúsið … „Íslenski Alpaklúbbur- inn er félagsskapur karla og kvenna sem eiga sameiginlegt áhugamál sem er hvers kyns fjallamennska. Fólk leggur stund á sport eins og ís- og klettaklifur, almennar fjallgöngur, jöklaferðir og svo í seinni tíð hefur bæst við innanhússklifur með tilkomu Klifurhússins. Við erum með fjöl- breytt námskeið sem snúa að fjallamennsku og því að geta bjargað sér og öðrum úr marg- víslegum kringumstæðum. Enn- fremur erum við með mynda- kvöld, við höldum veglega fjallamyndasýningu, Banff, ár- lega og svo ísklifurfestival, rek- um upplýsingavefinn www.isalp.- is auk þess að gefa út veglegt ársrit o.fl. o.fl. Klifurhúsið sér svo um rekst- urinn á innanhússklifuraðstöðu ásamt því að halda klifurnám- skeið. Aðstaðan og félagsskapur- inn er öllum opinn og allir eru velkomnir. Aðstaðan er í Skútu- vogi 1g og heilmikið á döfinni og alltaf gaman.“ Nú er opið hús um helgina, hvað verður þar í gangi og hver er dagskráin? „Ísalp og Klifurhúsið verða með opið hús um helgina. Húsið verður opið frá 11 til 18.00 báða dagana. Það verður frítt í klifur fyrir alla og fólk getur jafnframt fengið allar upplýsingar um starfsemina, skráð sig á nám- skeið og skoðað allan útbúnað sem notaður er í fjallamennsk- unni í dag. Við verðum með myndasýningar og vídeó í gangi alla helgina og öll fyrri ársrit Ís- alp liggja frammi og það verður heitt á könnunni.“ Eru margir í svona klifri á Ís- landi? „Á landsvísu eru starfandi í björgunar- og hjálparsveitum um 5.000 manns á útkallsskrá. Fé- lagsmenn í Ísalp eru rúmlega 300 og það eru nokkur hundruð manns sem koma nokkuð reglu- lega í Klifurhúsið. Ég myndi áætla að þeir sem stunda ein- hvers konar klifur á Íslandi væru í námunda við 1.000 manns.“ Fjölgar iðkendum eða stendur þetta í stað? „Eftir tilkomu Klifurhússins hefur þessi fjöldi auk- ist töluvert og við spáum því að þetta sé bara byrjunin. Nýleg könnun í grunnskólum sýnir að klifur er í fimmta sæti hjá strákum og sjö- unda hjá stelpum yfir það sport sem þau vilja helst stunda.“ Á hverra færi er að klifra í ís og klettum? „Það geta allir klifrað í ís og klettum. Fólk ætti þó að fara á námskeið og læra helstu hnúta og tryggingar. Síðan er að velja leið- ir við hæfi og ætla sér ekki um of. Æfingin skapar meistarann.“ Myndirðu segja að þetta væri hættulegt sport? „Slys eru sem betur fer næsta óþekkt í þessum íþróttum. Helst er að menn hrufli sig og rispist eða misstígi sig. Við klifur eru menn í línum og nota annaðhvort fastar tryggingar í klettum eða þá aðrar klifurtryggingar. Í ís- klifri eru notaðar skrúfur sem skrúfaðar eru í ísinn. Ef rétt er að staðið er hættan sáralítil.“ Kostar mikið að koma sér af stað? „Til að byrja í innanhússklifri þarf aðeins klifurskó og þeir kosta um 6.000 kr. Til að fara svo yfir í útiklifur bætist við lína og karabínur/tvistar og það er hægt að koma sér upp búnaði fyrir minna en 15.000 kr. Til að fara í ísklifur bætast við mannbroddar og ísaxir og slíkur búnaður kost- ar heldur meira.“ Stunda menn þetta sport einir eða í hópi? „Menn stunda klifur yfirleitt í tveggja til þriggja manna hópum. Einn leiðir klifrið og félaginn tryggir hann með að halda í lín- una. Erfiðleikar leiðanna eru gráðaðir eftir ákveðnum kerfum og eftir því sem getan eykst tak- ast menn á við erfiðari og meira krefjandi leiðir.“ Er Ísland heppilegt land til svona klifurs? „Aðstæður til ísklifurs á Ís- landi þykja á heimsmælikvarða og það er ekki langt að fara til að komast í frábærar að- stæður. Það eru þó- nokkur mjög góð klettaklifursvæði á landinu. Í nágrenni höfuðborgarinnar er helst að klifrað sé í Valshamri eða þá í Stardal. Svo eru jöklarnir innan seilingar og fjöllin allt í kringum okkur. Útivist og fjalla- mennska er fyrir alla og allir eiga að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á fjöllum. Óski menn eftir fleiri upplýs- ingum um dagskrá Ísalp þá er þær allar að finna á slóðinni www.isalp.is á netinu.“ Halldór Kvaran  Halldór Kvaran fæddist í Reykjavík 1961. Stúdent frá VÍ 1982. Starfaði þar eftir við Heild- verslun Gunnars Kvaran til árs- ins 2000. Frá 2000 til 2002 sem deildarstjóri hjá matvörudeild Danól og hefur rekið eigin heild- verslun frá miðju ári 2003. Hall- dór hefur setið í stjórn Íslenska Alpaklúbbsins í fjögur ár og sem formaður síðustu tólf mánuði. Halldór situr ennfremur í stjórn Klifurhússins. Maki er Kristín Gísladóttir og eiga þau saman tvö börn en tvö hvort til viðbótar úr fyrri samböndum. Það geta allir klifrað í ís og klettum Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt 30-70% afsláttu r STRANDGÖTU 33 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4533 • Regngallar • Vindblússur • Golfpeysur • Full sett • Stakar kylfur • Golfskór • Pokar • Kerrur • Boltar o.fl. RISAÚTSALA LOFTLEIÐIR Icelandic hafa samið við ítalska flugfélagið Vol- are Group um leigu á B767 breiðþotu Loftleiða. Samningurinn nær yfir leigu til Volare Group á einni Boeing 767-300 breiðþotu, áhöfnum, við- haldi og tryggingum. Lágmarksverðmæti samnings- ins, sem er til þriggja mánaða, er rúmar 4 milljónir bandaríkja- dala eða um 280 millj. ísl. kr. Samkvæmt upplýsingum Loft- leiða Icelandic verður fyrsta flugið farið 16. janúar n.k. en flogið verður fjórum sinnum í viku frá Mílanó til þriggja áfangastaða á Kúbu og fleiri staða í Karíbahafi. Loftleiðir Ice- landic er dótturfyrirtæki Flug- leiða og annast öflun leiguverk- efna. Loftleiðir hafa leigt þotu til ítalsks félags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.