Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 21 Vandaðu valið á nýja árinu www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. SOLARAY býður mikið úrval af vítamínum og bætiefum fyrir alla fjöl- skylduna. Þegar þú kaupir bætiefni, vertu þá viss um að vinnsla og meðhöndlun hrá- efnanna sé sem best svo virku efnin skili sér alla leið til þín. Kynntu þér úrvalið og gæðin. Innflytjandi Heilsuhornið á Akureyri 10. janúar 2004 Hvað er hér á ferðinni? Frímerki • Mynt • Seðlar Uppboðsaðili AVNUMISMATICS & PHILATELY leitar að efni til uppboðs eða kaupir frímerki, umslög, mynt, seðla, póstkort, minnispeninga, orður, gömul skjöl o.m.fl. AKUREYRI – Hótel KEA lau. og sun. 10. og 11. janúar frá kl. 11-18 Opið daglega mán.-lau. frá kl. 10:30-15:00 á Austurströnd 8 - Íbúð nr. 402 - Seltjarnarnesi. Sími 694 5871. UMFANGSMIKLUM breytingum og endurbótum á Árbaki EA, ís- fisktogara ÚA, er lokið. Til stóð að togarinn héldi til veiða seint í gærkvöld en hann hefur verið frá veiðum frá því í október á síðasta ári. Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar er um 70 milljónir króna, að sögn Sæmundar Frið- rikssonar, útgerðarstjóra ÚA. Hann sagði að breytingarnar hefðu tekist vel og búið væri að gera gott skip ennþá betra. Breytingar á Árbaki voru gerð- ar í Gdynia í Póllandi. Brú skips- ins var hækkuð um eina hæð og við það skapaðist rými fyrir setu- stofu, íbúð og sjúkraaðstöðu. Þá var settur veltitankur á skipið, nýtt perustefni, nýr skutur, kjöl- urinn endurnýjaður og skipið málað í hólf og gólf. Árbakur kom til Akureyrar frá Póllandi fyrir jól og frá þeim tíma hefur verið unnið að ýmsum lagfæringum og m.a. settur niður flokkari og ísk- rapavél. Fyrsta löndun hjá ÚA á nýju ári var í gær en þá kom Kaldbakur EA með tæplega 100 tonn að landi en togarinn hélt til veiða að kvöldi 2. janúar sl. Morgunblaðið/Kristján Árbakur EA, ísfisktogari ÚA, hefur tekið miklum breytingum en umfangs- miklum endurbótum á togaranum er nú lokið. Árbakur EA til veiða á ný NORÐURORKA hefur gert sam- starfssamning við Grýtubakka- hrepp um að hefja athugun á hag- kvæmni þess að leggja hitaveitu á Grenivík og ef til vill víðar í sveitar- félaginu. Erfiðlega hefur gengið að finna heitt vatn í sveitarfélaginu en í landi Grýtubakka er ein borhola með töluverðu magni af um 25 gráðu heitu vatni. Franz Árnason, for- stjóri Norðurorku, sagði að áhugi væri fyrir því að kanna þann mögu- leika að nýta holuna í tengslum við varmadælur. Í vikunni voru opnuð tilboð í vinnu við arðemis- og kostnaðar- áætlanir vegna væntanlegra fram- kvæmda og bárust sjö tilboð í verk- ið. Franz sagði erfitt að bera tilboðin beint saman en þau voru á bilinu frá rúmum 600 þúsundum króna og upp í tæpar 2,5 milljónir króna. Hann sagði verkið fólgið í því að hanna hitaveitu fyrir svæðið og kyndistöð með varmadælu. Franz sagði að leitað yrði eftir styrk til Orkusjóðs til að gera þessa könnun. „Framhaldið ræðst svo af því hversu arðbært þetta kann að vera. Gangi hlutirnir eftir er hugmyndin sú að koma veitunni upp síðar á þessu ári eða í byrjun þess næsta.“ Ef notuð er varmadæla við hitun íbúðar flokkast orkan inn á hana sem raforka til hitunar og nýtur niðurgreiðslna, samkvæmt upplýs- ingum frá Benedikt Guðmundssyni hjá Akureyrarsetri Orkustofnunar en slík notkun hefur ekki verið nið- urgreidd til þessa. Þak er lægra fyr- ir þessa notkun en beina rafhitun eða þriðjungur af niðurgreiðsluþak- inu sem er 50.000 kWh miðað við sérmælingu. Það þýðir að möguleiki er á niðurgreiðslu á rúmlega 16.000 kWh vegna upphitunar með varma- dælu. Lagning hitaveitu á Grenivík til skoðunar Sýna farsa | Fiðringur, revíufarsi eftir Aðalstein Bergdal leikara, verður sýndur á Græna hattinum annað kvöld, laugardagskvöldið 10. janúar, kl. 20.30. Þetta er verk sem einungis er ætlað til að fá fólk til að hlæja ofurlítið eina kvöldstund að sögn Aðalsteins. Hann leikstýrir líka þessu verki, sem gerist í hádeg- isverðarhléi hjá sorphreins- unarmönnum. Eins og títt er með farsa kemur upp misskilningur og stefnir í að upp komi meiriháttar vandamál, enda ekki allt sem sýnist. Verkið var sýnt á Melum í Hörg- árdal fyrir áramót og hlaut góðar viðtökur. Þá brugðu leikarar sér til Grímseyjar og sýndu í félagsheim- ilinu Múla. Þar mættu að sögn Að- alsteins 93% eyjarskeggja og var mikil stemmning. Einnig var góð mæting í Hrísey. Miðasala verður á Græna hatt- inum í dag, föstudag, frá kl. 16 til 18 og fyrir sýningu á morgun. Ábyrgð stjórnenda | Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda fyr- irtækja: afleiðingar vanrækslu, mis- taka og lögbrota er yfirskrift hádeg- isverðarfundar Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte & Touche sem verður haldinn í dag, föstudag- inn 9. janúar, á Fiðlaranum kl. 12– 13:30. Fyrirlesarar eru þeir Árni Harð- arson, lögfræðingur hjá Deloitte & Touche, og Stefán Svavarsson, lög- giltur endurskoðandi og dósent við HÍ. Unglingaæfingar | Vikulegar ung- lingaæfingar Skákfélags Akureyrar hefjast að nýju eftir jólafrí á laug- ardag, 10. janúar. Aðalunglingaþjálf- ari félagsins er Björn Ívar Karlsson. Æfingarnar hefjast kl. 13:30 og er að venju teflt í Íþróttahöllinni. Allir krakkar 15 ára og yngri eru velkomnir, eina skilyrðið er að kunna mannganginn. SORPEYÐING Eyjafjarðar hefur sent hreppsnefnd Arnarneshrepps erindi þar sem leitað er eftir sam- vinnu við hreppsnefndina um hugsanlega staðsetningu á sorp- urðunarstað. Tvö svæði í hreppn- um eru nefnd í erindinu, annars vegar við Bjarnarhól, þar sem frumathugun hefur farið fram, og hins vegar við Dysnes. Í umræðu um hugsanlegan stað undir stór- iðju í Eyjafirði hefur helst verið horft til Dysness. Hjördís Sigur- steinsdóttir, oddviti Arnarnes- hrepps, sagði að ekki hefði verið fjallað um þetta erindi formlega innan hreppsnefndar. Hjördís sagði að svæðið við Bjarnarhól hefði ekki komið vel út í þeim athugunum sem þar voru gerðar, auk þess sem svæðið væri á fornminjaskrá og að trúlega væri svæðið við Dysnes betri kostur. „Mín tilfinning er sú að innan hreppsnefndar sé meiri áhugi fyrir því að sorp verði urðað á Dysnesi en að þar rísi álver. En við vitum hins vegar ekki hversu stóru landi er verið að leita eftir undir sorpið.“ Hjördís sagði að Arnarnes- hreppur væri hluti af sorpsamlag- inu í Eyjafirði og því eðlilegt að taka þátt í samvinnu um lausn málsins. Hún gagnrýnir forsvars- menn Hörgárbyggðar og segir þá hafa dregið stjórn Sorpeyðingar á asnaeyrunum í tengslum við þetta mál. Eins og margoft hefur komið fram hefur leit að nýjum stað und- ir sorpurðun í Eyjafirði staðið yfir í nokkur ár en án árangurs. Helst var horft til svæða í Hörgárbyggð en sveitarstjórn hefur hafnað urð- un bæði á Gásum og í landi Skúta. Leita samstarfs um sorpurðunarstað          SLYSUM hefur fækkað ár frá ári í umdæmi lögreglunnar á Dalvík og einnig umferðaróhöppum þar sem tjón er mikið. Þá fækkaði umferð- arlagabrotum á síðasta ári miðað við árið á undan. Hins vegar hefur lítið dregið úr fjölda fíkniefnamála og brotum á áfengislögum hefur heldur fjölgað, samkvæmt upplýs- ingum úr dagbók lögreglunnar á Dalvík. Alls fékk lögreglan 3.026 verk- efni á síðasta ári og fækkaði þeim um rúmlega 260 frá árinu á undan. Skráð umferðarlagabrot í fyrra eru 296 en þau voru 462 árið 2002. Mál- um vegna líkamsárása fjölgaði á milli ára, sem og málum vegna inn- brota og þjófnaða. Slysum hefur fækkað ár frá ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.