Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Vædderen væntanlegt. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag lætur Steffan C. úr höfn. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrting, fótaað- gerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstu- dag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spilað í sal. Félagsvist kl. 13.30. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9– 16.30 vinnustofa, myndlist o.fl., kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, dag- blöðin, rabb og kaffi. Brids kl. 13, billiard kl. 13. Snyrtinámskeið hefst mánud. 12. jan. kl. 13. Skráning í Hraunseli í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda, æfing kl. 11. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsvist í Garðabergi kl. 13. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefn- aður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 bókband. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. búasaumur og fjölbreytt föndur. Kl. 10 „Gleðin léttir lim- ina“, létt ganga o.fl. Kl. 13 bókband, kl. 13.30 kóræfing. Veit- ingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðjudaga og föstu- daga. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15– 14.30 handavinna, kl.10–11 kántrídans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar Petru, dansað í kaffitímanum við lagaval Sigvalda. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga frá 9–17. Kvenfélag Kópavogs heldur fund 22. janúar kl. 19 í Hamraborg 10. (Ath. breyttur fundartími). Matur og skemmtiatriði. Þátt- taka tilkynnist fyrir 16. janúar hjá Rann- veigu, s: 554 3386, Erlu, s: 554 1519 eða Ólöfu: s. 554 0388. Minningarkort Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í s. 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í s. 560 1225. Hrafnkelssjóður (stofnað 1931) minn- ingarkort afgreidd í s. 551 4156 og 864 0427. Í dag er föstudagur 9. janúar, 9. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins. (Jh. 12, 36.)     Katrín Júlíusdóttir al-þingismaður fjallar á vefsíðu sinni um sam- skipti sín við DV á und- anförnum mánuðum.     Gefum Katrínu orðið:„Snemma var mér kennt að sem ung kona í stjórnmálum ætti maður að vera fljótur til að svara fjölmiðlum játandi óskuðu þeir eftir viðtali við mann. Hef ég fylgt þessum ráðleggingum nema í undantekning- artilvikum þegar ég hef bara ekki með nokkru móti komist, vegna þess að hið karllæga fjölmiðla- samfélag kvartar sí og æ yfir því að konur séu tregar til viðtala – sem ég held reyndar að sé al- ger della. Nú í nóvember var ég beðin af DV (undir rit- stjórn þeirra Mikaels Torfasonar og Illuga Jök- ulssonar) um að hitta blaðamann DV og fara í snjókast við stjórnarliða fyrir framan ljósmynd- ara. Fannst mér hug- myndin hvorki sérlega sniðug né heldur skildi ég hvað hún kæmi önnum þingsins sem þá voru miklar nokkuð við – nema eins og blaðamaður sagði að þetta ætti að vera gaman og sniðugt og sýna á okkur léttari hlið. Þegar á hólminn var komið gat ég ekki mætt. Fyrir vikið vorum við nokkur sem ekki kom- umst úthrópuð á síðum blaðsins sem leið- indapúkar og blaðamað- ur lýsti því yfir að hún vissi sko nákvæmlega hverja hún myndi strika yfir í næstu kosningum – jú leiðindapúkana úr yngri deild þingmanna sem ekki mættu í snjó- kast! Þessari úthrópun fylgdi af okkur mynd með stóru rauðu X-i yfir.     Nú á milli jóla og nýársvar enn á ný vegið en nú með heigulslegum hætti úr launsátri nafn- leyndar í grein þar sem ég var úthrópuð fyrir að vera alltaf í viðtölum um eitthvað allt annað en pólitík. Var farið þar nokkuð mörgum orðum um þessa hneisu og síðan skreytt með uppnefn- ingum og nokkrum göml- um myndum af mér úr eldri viðtölum við DV – slapp þó reyndar við rauða X-ið í það sinn. Fannst mér þetta nokkuð spaugilegt, sérstaklega í ljósi nýlegrar reynslu minnar af því að neita DV undir ritstjórn þeirra félaga um þátttöku í snjó- kasti nýrra alþing- ismanna!     Á nýju ári er því sá nýiog nokkuð óreyndi þingmaður sem þetta rit- ar mjög ringlaður hvað umgengni við fjölmiðla varðar og þá ekki síst DV þeirra félaga. Hef klórað mér nokkuð stíft í hausn- um þessa viku frá því blammering þeirra núm- er II birtist því ef maður segir nei fær maður gusu og ef maður segir já fær maður líka gusu – ekkert má maður!“ segir Katrín. STAKSTEINAR Ekkert má maður Víkverji skrifar... Fram kom í fréttum nýlega aðstefnt væri að því að Ísland tæki þátt í geimáætlun Evrópu með sam- starfi við eða aðild að Geim- ferðastofnun Evrópu, ESA. Án nokk- urs vafa getur samstarf af þessu tagi gagnast ýmsum íslenzkum vís- indamönnum, ekki sízt í raun- greinum, og þeir hinir sömu geta ef- laust lagt sitt af mörkum til landvinninga Evrópumanna í geimn- um. Víkverja finnst hins vegar að það eigi að setja ákveðin markmið með þessari þátttöku Íslands í geim- áætluninni. Þegar hefur tekizt, reyndar líka fyrir tilstuðlan erlendra ríkja, að koma Íslendingi út í geim- inn, Bjarna okkar Tryggvasyni, sem er kanadískur ríkisborgari en fæddur á Íslandi og uppalinn hér til sjö ára aldurs. Bjarni er ættaður frá Dalvík og Víkverji man ekki betur en að á sínum tíma, þegar Bjarni fór í geim- flugið, hafi blað Svarfdælinga, Norð- urslóð, sagt frá því undir fyrirsögn- inni „Fyrsti svarfdælski geimfarinn“. Ekki minnimáttarkenndinni fyrir að fara þar, enda engin ástæða til. Hvernig væri að Ísland setti sér það markmið með geimsamstarfinu að koma Svarfdælingi til tunglsins, t.d. fyrir árið 2050? x x x Himingeimurinn er mörgum hug-stæður; undir lok síðasta árs lagði Hlynur Hallsson, varaþingmað- ur VG, fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að geimurinn verði friðlýstur fyrir vopnum. Til- lagan rifjaði upp fyrir Víkverja þegar skoðanasystkin Hlyns í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu til einhvern tím- ann á níunda áratugnum að Reykja- vík yrði lýst kjarnorkuvopnalaus borg. Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, leizt vel á tillöguna, en hann vildi taka friðlýsinguna í áföng- um. Móttillaga Davíðs var að byrjað yrði á að lýsa Blesugrófina kjarn- orkuvopnalaust svæði og svo yrði skoðað að einhverjum tíma liðnum hvernig reynslan af þessu fyr- irkomulagi væri. Einhverra hluta vegna var lítið talað um þessa friðlýs- ingu eftir þetta. x x x Geðveikt“ sagði NorðmaðurinnKurt Nilsen þegar hann vann World-Idol-keppnina á dögunum. Nokkrum dögum síðar birtist les- endabréf í Addresseavisen í Ósló, undir fyrirsögninni „krabbameins- sjúkt flott hjá Kurt“. Höfundur les- endabréfsins gagnrýnir orðfæri ungu kynslóðarinnar í Noregi og bendir á að enginn hefði sagt „krabbameins- sjúkt flott“ um árangur söngvarans. Geðveiki sé sjúkdómur, sem margir þjáist af, og óþarfi sé að hafa hann í flimtingum. Víkverji er ekki frá því að margir Íslendingar mættu líka velta þessari ábendingu fyrir sér. Reuters Kurt Nilsen: Gagnrýndur fyrir ógætilegt orðaval. ÉG tek undir með þeim sem eru óánægðir með hvernig búið er að fara með gömlu góðu myndasögurn- ar í Morgunblaðinu. Þetta voru margra ára vinir manns og fastir punktar í tilverunni. Ég hélt að til- gangurinn væri að ná betur til yngri lesenda en sé svo að ein 12 ára stúlka í Mos- fellsbæ er óánægð með þetta. Mér finnst þessi Clifton-sería ófyndinn hrærigrautur. Morgunblaðið má vara sig á að gera svona róttæk- ar breytingar. Ég gladdist þegar Ferdinand kom aftur enda var það eins og að missa góðan heimilisvin þegar honum var kippt burtu. Fyrst ég er farin að tjá mig um Morgunblaðið þá finnst mér smáauglýsing- arnar skemma blaðið og færa það á lægra þrep. Ég hélt að það væri nóg af dag- blöðum sem birtu smáaug- lýsingar og ég er fljót að fletta framhjá þessu í blaðinu. Kona á Selfossi. Vantaði blessun hjá forseta ÉG var að hlusta á forset- ann á nýársdag. Ég saknaði þess að hann bað ekki guð að blessa land og þjóð þeg- ar hann ávarpaði þjóðina. Samt er hann verndari kirkjunnar. Jóhanna Jónsdóttir, Stóragerði 11. Hvað varð um Gretti? MÉR er spurn; hvað varð um hann Gretti? Hann er algjörlega horfinn úr myndasögunum og svo virðist sem öllum sé sama um það. Svo að ég best veit þá var hann vinsælasta per- sónan í myndasögum Morgunblaðsins. Að mínu áliti eru myndasögurnar sem nú eru í blaðinu alls ekki skemmtilegar. Einn sem er ekki sama. Tapað/fundið Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA með mörg- um lyklum á hring týndist á leiðinni í eða við Háskólabíó 29. desember sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 525 6356 eða 551 1918. Flauelstaska týndist SVÖRT flauelstaska týnd- ist í leigubíl í Reykjavík að- faranótt 9. nóvember. Í töskunni var farsími, tvær filmur og húslyklar. Ef ein- hver getur gefið upplýsing- ar um töskuna er hann vin- samlegast beðinn að hringja í símanúmer 868 7154. Myndavél týndist MYNDAVÉL tapaðist á gamlárskvöld um miðnætti efst í Rofabænum við Brúarás í Árbænum. Myndavélin var silfurlituð Sony Digital-myndavél. Vélin er ný og voru margar myndir í henni svo að þetta er mikill missir. Ef einhver hefur fundið myndavélina yrði ég mjög þakklát ef þeir gætu séð sér fært að skila henni á sinn stað. Fundarlaun í boði. Upplýsingar gefur El- ín í síma 586 1616 eða 869 2010. Næla í óskilum NÆLA fannst við Menn- ingarmiðstöðina Gerðu- berg 19. desember. Upplýs- ingar gefur Guðrún í síma 575 7720 frá kl. 9–16.30 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hvar eru mynda- sögurnar? LÁRÉTT hárskúfs, 4 efsti hluti hússtafns, 7 að svo búnu, 8 ábreiða, 9 gagnleg, 11 dýr, 13 stampur, 14 skap- vond, 15 brjóst, 17 guð, 20 liðinn hjá, 22 ber birtu, 23 girnd, 24 ójafn- an, 25 hafni. LÓÐRÉTT 1 pjatla, 2 deila í smá- skömmtum, 3 bráðum, 4 gert við, 5 ræna, 6 gleð- skapur, 10 sitt á hvað, 12 rekkja, 13 andvara, 15 fall, 16 skurðurinn, 18 næði, 19 ráfi, 20 klukk- urnar, 21 líkamshlutinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svipmikil, 8 sálir, 9 uglan, 10 kæn, 11 murta, 13 nærri, 15 glaða, 18 staka, 21 fet, 22 fóður, 23 ættar, 24 harðfisks. Lóðrétt: 2 volar, 3 purka, 4 Iðunn, 5 illur, 6 ásum, 7 snúi, 12 tíð, 14 æst, 15 gufa, 16 auðga, 17 afræð, 18 stæli, 19 aftek, 20 arra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.