Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert bæði raunsæ/r og til- finninganæm/ur og átt auð- velt með að koma sjón- armiðum þínum á framfæri. Þú kemst því gjarnan til áhrifa. Þetta ár getur orðið eitt af bestu árum ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú nýtur óvenjumikillar at- hygli og ættir því að huga að því hvernig þú kemur fyrir. Reyndu að líta sem best út. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að breyta út af van- anum á einhvern hátt í dag. Farðu í stutt ferðalag eða á listasafn, bókasafn eða í búðir sem þú þekkir ekki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þó það sé freistandi að líta fram hjá smáatriðunum varð- andi trygginga- og erfðamál, skuldir og skatta, skaltu ekki láta það eftir þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur komist að einhverju nýju um sjálfa/n þig í sam- ræðum við einhvern náinn þér í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gefðu þér nokkra klukkutíma til að taka til á heimilinu eða í vinnunni í dag. Það mun koma þér á óvart hversu mikil áhrif það mun hafa á afköst þín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sköpunargáfa þín og ímynd- unarafl er einstaklega frjótt. Reyndu að nýta þér þetta með einhverjum hætti í dag. Mundu að oft skiptir sköp- unarferlið meira máli en af- raksturinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Veittu fjölskyldu þinni og heimili sérstaka athygli í dag. Umhverfi þitt skiptir þig mjög miklu máli og fjöl- skyldan er kjölfestan í lífi þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt sennilega eiga mik- ilvægar samræður við systk- ini þín í dag. Þú gætir fengið mikilvægar upplýsingar. Hlustaðu vandlega á það sem aðrir hafa að segja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar til að kaupa eitt- hvað til að ganga í augun á öðrum. Þú hefur þörf fyrir að bæta sjálfsmynd þína og það er í himnalagi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin er í merkinu þínu og því er þetta rétti tíminn til að endurhlaða batteríin fyrir næstu mánuði. Láttu því þín- ar eigin þarfir hafa forgang. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Nú þarftu á ein- veru að halda til að hugsa málin í ró og næði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Deildu draumum þínum og framtíðarvonum með vini þín- um. Oft sjá tveir hlutina í skýrara ljósi en einn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVANASÖNGUR Á HEIÐI Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði; þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði’ eg svanasöng, já, svanasöng á heiði. Á fjöllum roði fagur skein, og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm, í einverunnar helgidóm, þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrazt neinum: í vökudraum ég veg minn reið og vissi’ ei, hvernig tíminn leið við svanasöng á heiði. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 9. jan- úar, er níræð Unnur Jóns- dóttir frá Valadal í Skaga- firði, nú búsett í Fagrahjalla 5, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Ragnar Óskar Sigurjónsson er lést 1999. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 9 jan- úar, er áttatíu ára Ósk Lauf- ey Jónsdóttir. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Bjarkarási 12, Garðabæ, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Laufey von- ast til að sjá sem flesta ætt- ingja og vini. SVEINN Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson eru „heitt par“ um þessar mundir, en þeir félagar urðu í öðru sæti í minning- armótinu um Hörð Þórð- arson og unnu svo jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar. Þessi tvö mót eru haldin milli jóla og nýárs og var þátttaka mjög góð í báð- um, 53 pör í Reykjavík og 72 pör í Hafnarfirði. Norður gefur. Norður ♠Á105 ♥754 ♦KDG ♣DG94 Vestur Austur ♠97 ♠G4 ♥ÁK932 ♥DG1086 ♦1063 ♦974 ♣852 ♣763 Suður ♠KD8632 ♥– ♦Á852 ♣ÁK10 Spilið er frá jólamóti Hafnfirðinga og það gaf Sveini Rúnari og Erlendi semitopp að segja al- slemmu í spaða. Erlendur er í norður og Sveinn í suður: Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 5 hjörtu * Pass 5 grönd Pass 6 lauf * Pass 7 lauf Pass 7 spaðar Pass Pass Pass Kerfið er Standard og eftir hefðbunda byrjun sýnir Erlendur 12–14 grandhönd og Sveinn kref- ur í geim með tveimur tíglum (tvíhleypan). Þegar Erlendur segir næst frá þrílit í spaða ákveður Sveinn að slemma skuli spiluð og kannski sjö ef makker á réttu spilin. Til að kanna sjöuna stekkur Sveinn í fimm hjörtu, sem er spurning um lykilspil fyrir utan hjartað – „Exclusion Key Card“ eins og þetta heitir á enskunni. Erlendur sýnir einn ás með fimm gröndum og tekur svo alslemm- uáskorun Sveins næst, enda með alla punkta virka. Sjö spaðar gáfu 38 stig af 40 mögulegum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 9. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Pálsdóttir og Baldur Ólafsson, fyrrverandi bændur á Fit. Þau verða að heiman. 40ÁRA af-mæli. Í gær, fimmtudagin 8. janúar, urðu tvíburasysturnar Anna Bjarnadótt- ir, Hlíðargötu 12, Neskaupstað og Ása Bjarnadóttir, Höfðahlíð 17, Ak- ureyri fertugar. Þær munu hitta fjölskyldu og ætt- ingja á ættarmóti í sumar. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Dd2 O-O 8. Bc4 Rg4 9. Rxc6 bxc6 10. Bf4 d6 11. h3 Re5 12. Bd3 Be6 13. O-O Dd7 14. De3 c5 15. Had1 Hab8 16. Hb1 Rxd3 17. cxd3 a5 18. Hfe1 a4 19. a3 Hb3 20. Hec1 Hfb8 21. Dd2 H3b7 22. Hc2 Bb3 23. Hcc1 Be6 24. Hc2 h5 25. Be3 Kh7 26. d4 cxd4 27. Bxd4 Bb3 28. Hcc1 De6 29. Bxg7 Kxg7 30. Dd4+ Df6 31. Dxf6+ Kxf6 32. f4 e6 33. g4 hxg4 34. hxg4 g5 35. f5 e5 36. Kf2 Staðan kom upp á al- þjóðlegu unglingamóti sem Taflfélagið Hellir hélt fyrir skömmu. Johannes Kvisla (1560) hafði svart gegn Elsu Maríu Þorfinns- dóttur. 36... Ba2! 37. Ha1 37. Rxa2 hefði einnig tapað eftir 37...Hxb2+ 38. Hxb2 Hxb2+. 37... Hxb2+ 38. Ke1 Hh8 39. Kf1 Hh1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRÉTTIR NÁMSKRÁ Endurmenntunar Há- skóla Íslands fyrir vorönn 2004 er komin út. Boðið verður upp á um 200 námskeið á ýmsum fræðasvið- um. Flest námskeiðin eru ný en auk þeirra má finna námskeið sem haldin eru aftur vegna eftirspurn- ar. Auk styttri starfstengdra nám- skeiða hefja nokkrir nýir hópar nám samhliða starfi nú í janúar en alls eru 11 námsleiðir í boði. Þar af er ein ný, Stjórnun og forysta í skólaumhverfi sem er ætlað stjórn- endum og millistjórnendum í fram- haldsskólum, grunnskólum og leik- skólum. Markmiðið er að efla skólastjórnendur m.a. á sviðum mannauðsstjórnunar, leiðtogafærni, fjármála- og rekstrarstjórnunar. Í menningarflokknum verður t.d. Jón Böðvarsson með námskeið um Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar, Magnús Þorkell Bernharðsson verður með nýtt námskeið um ísl- am, Vesturlönd og lýðræði. Árni Bergmann og Hörður Bergmann verða með námskeið um Listina að efast og afhjúpa – innræting og gagnrýnin hugsun; ádrepa og leið- arljós í bókmenntum. Björn Krist- jánsson, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins, verður með nám- skeið um íslenska hestinn – sögu hans og menningu. Ný námskeið í öðrum flokkum eru t.d. Enska í rannsóknum og vísindum, Viðburðastjórnun (Event management), Álagsstjórnun – að fyrirbyggja óþarfar og kostnaðar- samar afleiðingar starfsstreitu, Umtal og almannarómur í mark- aðssetningu, Störf stjórnarmanna lífeyrissjóða, Hitun sumarbústaða og Verðmælingar í upplýsinga- tækni. Námskrá Endurmenntunar er komin á netið www.endurmenntun- .is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Námskeið hjá Endurmenntun HÍ Stórútsala 25-70% afsláttur • Prjónagarn • Heklugarn • Útsaumspakkningar • Útsaumsefni í metratali • Dúkadamask í metratali • Strammamyndir • Smávara í föndrið • Þrívíddarmyndir • Bækur og blöð Opið mán.-fös. kl. 9-18 lau. kl. 10-14. Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988. Afmælisþakkir Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu 22. desem- ber sl. Gleðilegt nýtt ár. Kær kveðja. Hafsteinn Björnsson, Laufvangi 9, Hafnarfirði. ÚTSALA ÚTSALA 20-50% afsláttur Nýtt kortatímabil gjafavöruverslun, Frakkastíg 12, sími 511 2760
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.