Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 39 ✝ Magnea DóraMagnúsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 25. nóvember 1920. Hún lést í Land- spítalanum í Fossvogi 31. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Jaðri í Vestmanna- eyjum, Kristjana Þór- ey Jóhannsdóttir, f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969, og Magnús Hjörleifsson, f. 5. febrúar 1891, d. 2. mars 1920. Systkini Magneu eru Sigrún Inga, f. 28. febrúar 1916 og Kristinn Hjörleif- ur, f. 13. apríl 1918, d. 3. júlí 1984. Magnea Dóra giftist 11. nóvem- ber 1950 Jóni Kr. Jónssyni, út- gerðarstjóra, f. 6. maí 1920, d. 26. september 1990. Foreldrar hans voru hjónin á Bræðraparti á Akra- nesi, þau Guðlaug Gunnlaugsdótt- ir, f. 16. apríl 1882, d. 13. febrúar 1961, og Jón Gunnlaugsson, f. 16. júlí 1868, d. 26. mars 1956. Magnea Dóra og Jón Kr. eign- uðust fjórar dætur: 1) dóttir, f. 1. mars 1951, d. 1. mars 1951. 2) Ing- unn Guðlaug, ritari, f. 17. apríl 1952. Hún á tvö börn, Tinnu Guð- jónsdóttur, f. 13. júlí 1981, og Magnús Gylfa Hilmarsson, f. 27. mars 1988. Dóttir Tinnu er Sunna Ís- feld Andreasen, f. 21. júní 2002. Sambýlis- maður Tinnu er Þröstur Þorsteins- son. 3) Kristjana, bókasafnsfræðingur, f. 14. febrúar 1955. 4) Elín Sigrún, lög- fræðingur, f. 22. apr- íl 1960, gift Sigurði Árna Þórðarsyni. Stjúpbörn Elínar eru Saga, f. 10. október 1986 og Þórður, f. 16. janúar 1990. Magnea Dóra ólst upp í Vest- mannaeyjum til tíu ára aldurs og fluttist þá til Sandgerðis og gekk þar í barnaskóla. Hún fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur vet- urinn 1942-43. Hún starfaði við saumaskap hjá Hattaverslun Soffíu Pálmadóttur á árunum 1943 til 1950. Hún flutti til Sand- gerðis eftir að hún gekk í hjóna- band og bjó þar til ársins 1990. Þá fluttist hún á Seltjarnarnes og bjó þar til ársins 1993, en bjó síðan til dánardags á Grandavegi 47 í Reykjavík. Útför Magneu Dóru fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég vildi, móðir, grípa orðsins auð og óði miðla þér. Af gulli snauð er hönd mín enn og eflaust mun svo löngum. En mér er einnig stirt um tungutak, þó töfri lindasuð og fuglakvak og þytur blæs í grasi og skógargöngum. Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár, sem okkur gafstu, sælu þína og tár? Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið. Og einhvernveginn er það svo um mig, að allt hið bezta finnst mér sagt um þig, sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið. Samt vel ég mér að þegja um lífsstarf þitt. En þakkir fyrir veganestið mitt ég vildi þér í litlu ljóði inna. Og þó að börn þín verði vaxnir menn, þau vildu fegin mega njóta enn um langan aldur móðurmunda þinna. (Jakobína Sigurðardóttir.) Hvíl í friði elsku mamma, þínar dætur: Ingunn, Kristjana og Elín. Magneu Dóra kom brosandi út úr íbúð sinni, stríddi bílstjóranum um- hyggjusamlega. Hún var á leiðinni í Loftkastalann og þótti sport í að fara í leikhús með herra upp á arminn. Erlings-dramað var gott og þó við heyrðum kannski ekki hvert orð var framvindan ljós. Magnea þurfti enga leikskrá og fræddi sessunaut sinn um leikara, hvað þeir höfðu leikið og um stöðu verksins í leiksögu þjóð- arinnar. Heyrðir þú? spurði hún og kímdi. Það var hressandi lífsreynsla og menntunarviðburður að fara með Magneu Dóru í leikhús. Hún var ótrúlega vel að sér, miðlaði áreynslu- laust fróðleik, innsýn og skemmtiefni um þau og það sem fyrir augu bar. Magnea fylgdist vel með listalífi í borginni. Hún naut þess einnig að fara á tónleika, fylgdist jafn vel með hvað var á döfinni í bíóhúsunum og unglingarnir. Svo hafði hún skoðun á nýjustu myndböndunum á Popptíví. Að manni læddist sá grunur að hún væri ekki á níræðisaldri, heldur á einhverjum óræðum aldri milli ferm- ingar og fimmtugs. Ólíkt mörgum á sama aldri naut hún samtíma síns og fagnaði lífsgæðum hans. Hún hafði ímigust á heimsósómatali og skildi ekki hvernig fólk gæti látið skugga- hliðar stjórna lífi sínu. Á langri ævi hafði Magnea Dóra orðið að glíma við lífsgátur og vand- kvæði. Hún hafði ekki lotið vandan- um heldur þroskað með sér traust til lífsins. Það er oft og í hennar tilviki einnig traust til Guðs, sem leiðir hið góða fram úr djúpum myrkurs. Magnea Dóra var sérstaklega lipur í samskiptum og ræktaði samband við vini og kunningja. Hún var einstak- lega gjafmild, sem kom fram í öllum samskiptum. Hún hafði glöggt skop- skyn, greindi fljótt hið hlálega og líf- vænlega í viðburðum og skemmti sér og viðmælendum. Hún var jafnframt fljót að koma orðum að því, sem fyrir augu bar. Hún bar hlýjan hug til fólks og ef eitthvað fór verulega úr böndum sagði hún kímandi: Það er best sem vitlausast! Allt varð betra og mannlífið fegurra, þegar hún hafði farið orðum eða höndum um. Magnea Dóra sá hlutverk sitt í þvi að vernda lífið, létta fargi af fólkinu sínu og vera því stoð og stytta. Hún var hollur vinur, góð mamma, ein- stök amma og heillandi tengda- mamma. Sameiginlegur tími okkar var alltof skammur. Hún féll frá í miðri gleði lífsins. En hún hverfur inn í himininn, þar sem allt er glatt og gott, skopið verður heilt, engin heyrnartæki nauðsynleg og hún fær Herrann eina upp á arminn. Þökk sé Magneu Dóru fyrir elskuna fyrr og síðar. Guð geymi hana og gefi okkur mátt til að varðveita og heiðra minn- ingu hennar með því að leggja rækt við gleðina, þroskann og lífið eins og hún. Sigurður Árni Þórðarson. Með miklum söknuði minnist ég elsku ömmu minnar sem kvaddi þennan heim án mikils fyrirvara. Hún var ekki bara elsku besta amma mín heldur líka mjög góð og náin vin- kona. Við erum bara tvö barnabörnin og mikil tengsl á milli og því er miss- irinn mikill. Ég hef alla tíð verið mik- ið hjá henni, frá því ég var lítil stelpa hjá ömmu og afa í Sandgerði og seinna þegar ég fór alltaf til hennar eftir skóla. Þegar ég varð eldri fór ég líka reglulega til hennar og var farin að sakna hennar eftir að hafa ekki séð hana í nokkra daga. Því á það eft- ir að vera erfitt og mikil viðbrigði að geta ekki kíkt í heimsókn til hennar. Hún hefur verið svo stór hluti af minni ævi alla tíð, kennt mér svo mikið, gefið mér svo mikið með ótak- markaðri góðvild sinni og gert mig að betri manneskju. Það var alltaf gott að kíkja til hennar í heimsókn. Hún fylgdist alltaf vel með öllu sem var að gerast og oft sátum við saman í eldhúsinu og töluðum um hvað sem er. Við áttum líka margt sameigin- legt og töluðum saman um hluti eins og tísku, bíómyndir og tónlist. Þegar ég var unglingur keyptum við stundum saumablöð og hún hjálpaði mér að sauma föt. Hún var svo ótrúlega skemmtileg og góður fé- lagi, hún var alltaf að grínast með okkur systkinunum, hafði gaman af sömu sjónvarpsþáttum og hafði allt- af tíma fyrir okkur. Þegar heimsókn- inni var lokið minnti hún mig alltaf á að ég væri alltaf velkomin og mætti gista hvenær sem væri. Hún gaf mér líka lykla svo ég gæti örugglega allt- af komið í heimsókn ef hún skyldi skreppa eitthvað. Hún minnti mig á að kíkja endilega í heimsókn þegar það væri gat í skólanum og að það væri alltaf til nóg í ísskápnum og að ég ætti endilega að leggja mig. Oft var hún þá búin að kaupa handa mér tímarit og hafa til mat sem hún vissi að mér fannst góður. Mér fannst hún aldrei eldast, hún var alltaf svo hress og kát. Hún elsku amma mín vildi alltaf allt fyrir mann gera, hvort sem það var að sauma eða laga eitthvað fyrir mann, elda besta mat í heimi eða bara að leyfa manni að slappa af hjá sér. Oft kom það fyrir að þegar maður var að seilast í vasann til að ná í lykla eða annað þá var á undursamlegan hátt kominn seðill eða sælgæti í vas- ann. Þá mundi maður eftir að hafa nýlega verið í heimsókn hjá henni ömmu og þar var skýringin komin. En það er svo ótalmargt sem ég er þakklát fyrir, allar minningarnar og sá tími sem við áttum saman. Að við áttum yndisleg jól og að ég gat gefið henni langömmubarn, hana Sunnu mína, sem fékk að njóta góðvildar langömmu sinnar í það eina og hálfa ár sem hún hefur lifað. Hún amma mín var líka afskaplega hrifin af henni Sunnu litlu og naut þess sér- staklega að sitja með hana í fanginu og gefa henni að borða. Þá var auð- sýnilegt að þeim leið sérstaklega vel saman, amma naut þess að gefa þeirri litlu að borða og Sunna naut þess að sitja í fanginu á henni því amma átti alltaf eitthvað gott handa henni og naut þess að dekra við hana. Þann dag sem fólk víða um heim lítur til baka og kveður árið sem senn var að líða kvaddi amma mín þennan heim. Ég er viss um að um leið og fólk fagnaði nýju ári hefur hún líka verið kát á nýjum stað þar sem hún er núna með afa og lítur eftir okkur hinum. Hún amma mín var mikið jóla- barn, oft var erfitt að sjá hver var spenntari að telja dagana til jóla og kíkja í pakkana, hún eða við krakk- arnir. Þess vegna er ég mjög þakklát fyrir að við áttum svo góð jól saman. Ég sá hana elsku ömmu mína seinast á aðfangadagskvöld heima hjá henni, hún var hress að vanda og vildi allt gera til að láta okkur líða vel. Þegar ég kvaddi hana hljóp hún inn í eldhús og kom til baka með tvo lítra af ís og mjólk. Hún var nefnilega gjörn á að vilja gefa manni eitthvað til að taka með heim. Í jólagjöf gaf ég henni ljósaseríu sem ég vissi að henni myndi finnast falleg. Aldrei fékk ég að sjá þessi ljós uppi við hjá henni en ég mun alltaf hafa hana elsku bestu ömmu mína sem fallega ljósið í hjarta mínu. Tinna Guðjónsdóttir. Á gamlársdag síðastliðinn kvaddi um leið og gamla árið ágæt vinkona okkar og skólasystir, Magnea Dóra Magnúsdóttir. Hún hafði að vísu oft hin síðari ár fundið til lasleika, en lát- ið lítt á því bera og aldrei kvartað. Kom skyndilegt andlát hennar okkur því mjög á óvart. Við vinkonurnar hittumst í fyrsta sinn þegar við ungar stúlkur vorum við setningu Húsmæðraskóla Reykjavíkur haustið 1942 til að hefja þar nám og skyldum við búa í heima- vist skólans. Lentum við þar sex saman hvaðanæva af landinu í súð- arherbergi og má nærri geta að þröngt hefur verið setinn bekkurinn þegar við vorum allar þar saman komnar, sex kátar stúlkur. En í þá daga þótti slíkt ekki frágangssök. Í skólanum skyldum við læra allt sem að heimilishaldi laut, allt frá ræstingu til heimilisbókhalds. Við skólann kenndu frábærar kennslu- konur undir styrkri stjórn frú Huldu Stefánsdóttur, og minnumst við þess nú ekki að þröngt húsnæði ylli nokkru sinni vandræðum, heldur miklu fremur, ef nokkuð var, til að efla með okkur tillitssemi og nær- gætni við náungann. Eftir vetrarlangt nám tvístraðist þessi glaði hópur skólasystra, en þá var það umfram okkur allar Magga Dóra sem duglegust var við að hóa okkur saman við hátíðleg tækifæri. Og í haust, þegar rúmlega sextíu ár voru liðin frá námslokum okkar, komum við fimm saman, en ein okk- ar var þá löngu látin. Nutum við þá enn endurfundanna og rifjuðum þá upp liðin ár. En á skammri stundu skipast veður í lofti, og nú er skyndi- lega horfin úr hópnum kær vinkona sem við munum ætíð sakna. Magnea Dóra giftist ágætum manni, Jóni Kr. Jónssyni í Sand- gerði, stjórnanda útgerðarinnar Miðness h/f. Var Jón höfðingi hinn mesti heim að sækja, en er nú látinn fyrir mörgum árum. Áttum við skólasystur margar góðar stundir á fallegu heimili þeirra hjóna sem við minnumst nú með þakklæti. Þau hjón eignuðust fjórar dætur en hin fyrsta dó í fæðingu. Sendum við nú systrunum þremur og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Fyrir hönd skólasystra, Guðrún Gísladóttir. Ég var á leiðinni í skólann í fyrsta skipti, sjö ára, full af spenningi. Hin- um megin á götunni var Magga Dóra með yngstu dóttur sína Elínu í sömu erindagjörðum. Ég man að mér var starsýnt á þær. Það var eitthvað við þessar mæðgur sem heillaði lítið hjarta. Eitt af því tel ég hafa verið viðmót Möggu Dóru sem brosti svo hlýlega til mín, dálítið glettin en með svo skilningsríku augnaráði. Hún vissi hvernig mér leið. Þetta augna- blik bernskunnar er mér enn í fersku minni þó langt sé um liðið. Þessi sam- fylgd sitt hvorum megin götunnar í byrjun skólagöngunnar var upphafið að kynnum mínum af Möggu Dóru sem varað hafa æ síðan. Þetta hlý- lega bros og skilningsríku augu hafa fylgt allri hennar samfylgd. Á þess- um degi hófst vinátta okkar Elínar og dvaldi ég löngum stundum á heimili hennar og fékk að njóta um- hyggju, virðingu og elsku Möggu Dóru. Hún tók mér strax opnum örmum og sýndi ávallt mikinn áhuga á allri minni velferð. Ég man hve henni var umhugað um að ég fengi nóg að borða. Notalegar minningar streyma fram, við eldhúsborðið hlað- ið heimalöguðu bakkelsi, „Katrín mín, fáðu þér nú meira ég veit þú getur það, annars held ég að þér þyki þetta vont.“ „Katrín mín, ertu búin að taka lýsi í morgun, svona fáðu þér nú eina skeið, það er svo gott fyrir þig.“ Þessi umhyggja hélt áfram alla tíð. Síðar þegar ég var orðin fullorðin og farin að búa sjálf kom hún aldrei svo í heimsókn að hún kæmi ekki færandi hendi með eitthvað í fartesk- inu. Bakkelsi, babúskur, svuntu og fleira smáræði einsog hún kallaði það. Þetta viðmót var einkennandi fyrir Möggu Dóru, hún hafði einlæg- an áhuga á velferð fólks, hún var fórnfús og lagði sig fram við að styrkja og styðja samferðamenn sína. Heimili hennar var alltaf opið fyrir gestum og gangandi og varla kom nokkur svo til Möggu Dóru að sá hinn sami kæmi ekki þaðan bætt- ari á einhvern hátt. Hún var ákaflega viðræðugóð, var vel að sér um alla hluti og hafði ríka réttlætiskennd. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og ef henni misbauð þá lá hún ekki á skoðun sinni. Hún var kát og glettin og mjög félagslynd en þó jafnframt dul á eig- in tilfinningar. Hún fylgist vel með menningu og listum og naut þess ríkulega að fara í leikhús og á tón- leika. Hún var alltaf full af orku og hélt því fram á hinsta dag. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Möggu Dóru umhyggj- una og allan hlýleikann sem hún veitti mér ríkulega alla tíð. Minning um gjöfula konu mun lifa og verma þau okkar sem fengu notið samfylgd- ar með henni. Ástvinum hennar öll- um sendi ég samúðarkveðjur. Katrín H. Árnadóttir. MAGNEA DÓRA MAGNÚSDÓTTIR Haustið 1956 voru mættar 18 stúlkur á aldrinum18 til 29 ára til að hefja nám við forskóla Hjúkrun- arkvennaskóla Íslands. Skólinn var nýfluttur í eigin hús- næði, heimavistin var glæsileg og þar gafst okkur kostur á að kynnast nánar. Eins og gerist tóku sumar okkar fljótlega ýmiss konar forystu í hópnum en Anna var ekki ein af þeim. Hún var hæglát og athugul, lumaði á óborganlegum húmor. Hún sýndi fljótt að hún bjó yfir óvenju góðri greind og þroska hafði hún umfram okkur flestar. Þær okkar, sem nutu þess síðar að ANNA SIGURBJÖRG HAFSTEINSDÓTTIR ✝ Anna SigurbjörgHafsteinsdóttir fæddist á Gunn- steinsstöðum í Langadal 9. janúar 1935. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 15. des- ember. starfa með Önnu á lyfjadeildinni þar sem hún var deildarstjóri kynntust einstökum hæfileikum hennar sem hjúkrunarfræð- ings og stjórnanda. Hún var afar um- hyggjusöm, gætti þess ævinlega að sjúkling- arnir nytu fyllsta ör- yggis og kærleika. Sér- hver starfsmaður vissi nákvæmlega hvað átti að gera og hvenær. Samviskusemin var í fyrirrúmi og Anna hafði vakandi auga með því hvernig hugsað var um sjúklingana og sinnt um hin margvíslegustörf á deildinni. Vinnuandinn var því einstaklega góður, allir lögðu metnað sinn í að gera vel, smituðust af metnaði Önnu, sem allir báru virðingu fyrir. Við hollsysturnar vorum stoltar af henni. Ástvinum Önnu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. hollsystra Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Kristbjörg Þórðardóttir. Bróðir okkar, STEINGRÍMUR ARASON verkfræðingur, Kópavogsbraut 1c, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mið- vikudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 16. janúar kl. 15.00. Bjarni Arason, Snjólaug Aradóttir, Guðmundur Arason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.