Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KYNNING á stefnu og starfi Guðspekifélagsins laugardaginn 10. janúar kl. 15 í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. Guðspekifélagið er félagsskapur, sem helgar sig andlegri iðkun og fræðslu. Félagið byggir á skoðana- og trúfrelsi ásamt hugsjóninni um bræðralag alls mannkyns. Starfsemi félagsins fer fram yfir vetrartímann og felst m.a. í opinber- um erindum, opnu húsi, námskeið- ahaldi, námi og iðkun. Einnig býður bókaþjónusta þess mikið úrval söl- ubóka og bókasafnið bækur til út- láns fyrir félaga. Íslandsdeild félagsins býður áhuga- fólki um andleg mál að kynnast starfi félagsins. Einkunnarorð félagsins eru: „Engin trúarbrögð eru sannleikan- um æðri.“ www.gudspekifelagid.is Hugræktarnámskeið Guðspekifé- lagsins hefst fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30. SUÐURNES Seyðisfjörður | Starfsfólk Shell- stöðvarinnar á Seyðisfirði fékk á gamlársdag uppsagnarbréf. Útlit er fyrir að söluturni stöðvarinnar, sem er sú eina í bænum, verði lokað í byrjun mars og í staðinn settur upp bensínsjálfsali. Skeljungur keypti gamla Essostöð í bænum fyrir nokkru og búið var að gera skipu- lag að nýrri bensínsölu og Select- verslun. Virðist sem kostnaður þyki of hár við að endurbæta húsnæði Essostöðvarinnar gömlu, sem og húsnæði núverandi Shellbensín- stöðvar, sem hvorki mun vera vatns- né vindhelt að sögn starfs- fólks. Að sögn Margrétar Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra mark- aðssviðs smásölu Skeljungs, er ver- ið að endurskoða reksturinn á Seyðisfirði um þessar mundir. Of dýrt að gera Essostöðina upp „Við eigum orðið tvær eignir undir bensínsölu á staðnum,“ segir Margrét. „Uppsögn starfsfólks er gerð í ljósi þess að við erum að end- urskoða hvernig við ætlum að reka bensínsölu á Seyðisfirði. Það liggur ekki endanlega fyrir hvort við setj- um þarna bensínsjálfsala, en það er sú leið sem verið er að fara mjög víða úti á landi, að setja niður sjálf- sala þannig að aðgengi sé að elds- neyti 24 tíma á sólarhring. Húsakosturinn sem við erum í er ekki góður. Því völdum við að kaupa Essostöðina, en þar er komið að miklu viðhaldi, en húsið þó í miklu betra standi en Shellskálinn. Við teiknuðum það upp og gerðum kostnaðaráætlun en í ljós kom að sú framkvæmd yrði okkur of dýr.“ Margrét segir að þrátt fyrir að búið sé að segja starfsfólkinu upp, sé ekki búið að ákveða hvenær rekstri söluturnsins verði hætt. Ákvörðun um þetta verði tekin á næstu vikum. Shellskálanum á Seyðisfirði lokað á næstu vikum Grindavík | „Mér varð rórra eftir fundinn með landlækni og er sátt við að börnin mín búi áfram í Grindavík,“ segir Kristín Sig- urjónsdóttir, kaupmaður í Grinda- vík. Fram kom hjá landlækni að ekki væri hægt að sjá tengsl milli nýgengis krabbameina í bæj- arfélaginu og umhverfisþátta. Umræða hefur verið meðal íbúa í Grindavík um hverjar kynnu að vera skýringar á því sem fólk hefur talið verið óvenjumörg krabba- meinstilfelli síðustu tuttugu árin eða svo. Kristín hefur undanfarna mánuði verið að spyrjast fyrir um málið. „Það gerði ég vegna þess að ég fékk sjálf krabbamein. Ég vildi vita hvort sannleikskorn væri í full- yrðingum um óeðlilega mörg krabbameinstilfelli. Ég er þannig manngerð að ég leita svara við svona spurningum sem koma upp,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi tekið málið upp. Eftir að hún náði sér eftir veikindin hefur hún rætt við ýmsa, meðal annars bæjarfulltrúa og að undanförnu hefur Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri unnið með henni og fleirum að því að skýra málið. Þau sneru sér meðal annars til landlæknis og áttu fund með honum í vikunni. Fram kemur í svörum krabba- meinsskrár Krabbameinsfélags Ís- lands, sem landlæknir aflaði, að á árunum 1991 til 2002 fengu 35 karl- ar og 45 konur í Grindavík krabba- mein í fyrsta skipti. Nýgengi karla í Grindavík á þessu tólf ára tímabili er lægra en á landinu í heild en ný- gengi kvenna er hærra. Fram kem- ur að líklegast er að hér sé um að ræða venjulega tilviljanakennda sveiflu. Ekki talið tengt möstrunum Kristín hefur kortlagt þau krabbameinstilfelli sem vitað er um í Grindavík. Hún segir einkennilegt að undanfarna rúma tvo áratugi hafi verið staðfest þrettán tilfelli í tveimur götum og mörg önnur krabbameinstilfelli í því hverfi. Menn hafi velt því fyrir sér hvort einhver umhverfismengun á þessu svæði gæti valdið þessu og að helst hafi verið rætt um geislun frá loft- netsmöstrum varnarliðsins sem eru þarna skammt frá. Þá segir hún áberandi hvað margt ungt fólk hafi veikst. Ekki náðist í Sigurð Guðmunds- son landlækni í gær en Kristín segir að þau hafi fengið þau svör hjá hon- um að ekki væri hægt að tengja ný- gengi krabbameins í Grindavík við umhverfisþætti. Þá þyrfti að fara betur yfir búsetu viðkomandi ein- staklinga síðustu áratugi til þess að tengja veikindin við tiltekinn stað því þau gætu myndast á löngum tíma. Kristín segist hafa komið rólegri af fundi landlæknis. Hann hefði at- hugað málið og skýrt það vel fyrir þeim. Hún segir að þetta hafi verið orðið talsvert mál í Grindavík. „Mér þykir vænt um bæinn þótt ég sé ekki fædd þar og er glöð yfir því að þessari óvissu sé eytt. Ég veit að svo er um marga fleiri,“ segir hún. Kristín segir að ekki hafi tekist að afla upplýsinga um notkun mastra varnarliðsins og hugs- anlega geislun frá þeim. Hún segist í sjálfu sér óánægð með að ekki fá- ist svör frá varnarliðinu. Hins veg- ar hafi það komið fram á fundinum með landlækni að um væri að ræða venjulegar útvarpsbylgjur sem ekki væru taldar skaðlegar heilsu fólks. Fylgir málinu eftir Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir hryggilegt hversu margir ein- staklingar í Grindavík hafi veikst af krabbameinum á undanförnum ár- um. Segir hann það þó ákveðinn létti að veikindin tengist ekki þátt- um í umhverfinu eins og fólk hefði haft áhyggjur af. Í greinargerð krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands kemur fram það sjónarmið að eðlilegt sé að kanna tölur um nýgengi krabba- meina í Grindavík aftur eftir fimm til tíu ár. Kristín leggur áherslu á að það verði gert og segist ætla að fylgjast áfram með málinu. Nýgengi krabbameins ekki rakið til geislunar eða annarra umhverfisþátta Rórra eftir fund með landlækni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ákveðinn léttir: Kristín Sigurjónsdóttir, kaupmaður í Aðalbraut og Að- alvídeó, segir fólk ánægt með að umhverfið valdi ekki heilsutjóni. Kárahnjúkavirkjun | Þeir fóru ekki varhluta af þrettándagleði lands- manna í ár, starfsmenn Kára- hnjúkavirkjunar. Menn söfnuðust saman við brennu um hálf- níuleytið á þrettándakvöldið og skutu svo upp flugeldum í átt að nær fullu tungli, sem myndaði góða bakgrunnslýsingu fyrir lit- skrúðuga skoteldana. Brennan var höfð að frumkvæði starfs- manna Impregilo og með sam- þykki og samvinnu öryggisdeildar fyrirtækisins. Björgunarsveitin í Garðabæ gaf flugeldana. Ljósmynd/Leó Sigurðsson Þrettándabrenna í Kárahnjúkum: Virkjunarstarfsmenn orna sér við eldinn. Gáfu flugelda í Kárahnjúkavirkjun Úrelding sláturhúsa | Land- búnaðarráðuneytið mun veita 55 milljónir króna til úreldingar sláturhúsa á Fossvöllum og Breiðdalsvík. Verður fjármun- unum varið til að greiða skuldir við þá opinberu sjóði sem veð áttu í þessum tveimur húsum. Vilja halda afslætti | Á aðalfundi Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, var samþykkt að mót- mæla harðlega áformum fjármálaráð- herra um að fella niður sjómannaaf- slátt. Vísað er til þess að engar forsendur hafi breyst og ekki sétilefni til að skerða kjör sjómanna. Einnig var ályktað á fundinum að veiðar með flotvörpu á síld og loðnu verði bannaðar innan íslenskrar land- helgi. Fyrir þeirri samþykkt eru færð þau rök að áður en veiðar hófust með flotvörpu við síldveiðar hafi kvótinn ávallt náðst á 150–200 tonna skipum en nú gangi erfiðlega að ná sama kvóta á margfalt stærri skipum. Refur fyrir bíl | Laust eftir klukk- an eitt í fyrrinótt varð refur fyrir bif- reið á Garðvegi og varð það hans bani. Lögreglumenn hafa séð tölu- vert af ref á eftirlitsferðum sínum í vetur og segja ljóst að mikið sé um hann á Suðurnesjum. Grindavík | „Við fengum 2,8 tonn, þar af 1,6 tonn af góðum þorski,“ sagði Jón Gauti Dagbjartsson, skipstjóri á smábátnum Nónu GK-166, þegar þeir félagarnir voru að ljúka löndun í Grindavíkurhöfn fyrr í vikunni og gera klárt fyrir næsta túr. Þeir fóru út um klukkan sex um morguninn og voru búnir að landa rétt fyrir klukkan átta um kvöldið. Dagsverkið var því nokkuð gott hjá þeim tveimur mönnum sem eru á Nónu GK. Þorskurinn var góður, að sögn Jóns Gauta, en meðaflinn af ýms- um toga og óvíst hvað hann gæfi í aðra hönd vegna þess hvernig verðinu hefur verið háttað á mörk- uðunum að undanförnu. „Við vor- um með tuttugu og fjóra bala þannig að þetta telst ágætt eftir frekar rólegt haust“, sagði Jón Gauti Dagbjartsson. Góður túr á Nónu Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson    FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.