Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 47
✝ Margrét Bjarna-dóttir fæddist á
Hlemmiskeiði á
Skeiðum 26. júní
1914. Hún lést á
Landspítalanum,
Fossvogi 25. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingveldur Jónsdóttir
frá Vorsabæ á Skeið-
um, f. 13.5. 1881, d.
19.1. 1956, og Bjarni
Þorsteinsson frá
Reykjum á Skeiðum,
f. 7.6. 1876, d. 28.3.
1961. Systkini Margrétar eru:
Helga, f. 17.4. 1905, d. 12.6. 1980,
maki Gísli Ingimundarson, f.
21.10. 1897, d. 5.5. 1976, Eiríkur, f.
22.2. 1907, d. 2.2. 1998, maki Jón-
ína Guðmundsdóttir, f. 26.9. 1910,
d. 13.6. 1999, Jón, f. 11.6. 1908, d.
2.6. 1994, maki Þuríður Stein-
grímsdóttir, f. 18.10. 1924, d. 2.10.
1999, Þorsteinn, f. 15.10. 1909, d.
6.2. 2002, maki Ingigerður Þórð-
ardóttir, f. 21. 1. 1912, Valdimar, f.
23.3. 1911, d. 20.9. 1964, maki Guð-
finna Guðmundsdóttir, f. 25.7.
1915, Ingigerður, f. 6.11. 1912,
maki Þorbjörn Ingimundarson, f.
5.2. 1908, d. 19.7. 1968, Sigurður
Ársæll, f. 1.1. 1916, maki Guðlaug
Björnsdóttir, f. 2.3. 1921, d. 24.7.
1989, Guðmundur, f. 31.12. 1917,
maki Guðrún Magnúsdóttir, f.
1946, maki Júlíus Sigurbjörnsson,
f. 3.4. 1946. Börn þeirra eru: a)
Einar, f. 27.6. 1968, maki Ása Sig-
ríður Eyjólfsdóttir, f. 21.7. 1967.
Synir þeirra eru Viktor Hrafn, f.
12.7. 1988 og Þór f. 22.7. 2000. b)
Helgi, f. 8.9. 1970, maki Sigrún
Gunnarsdóttir, f. 4.9. 1968. Börn
þeirra eru Orri, f. 4.11. 1994 og
Harpa, f. 13.9. 2000. c) Andri, f.
1.7. 1979, maki Martha Ricart, f.
11.12. 1980. Sonur þeirra er Finn-
ur, f. 14.7. 2002. 3) Ingveldur, f.
23.1. 1950, maki Trausti Svein-
björnsson, f. 22.1. 1946. Börn
þeirra eru: a)Björn, f. 13.2. 1971,
maki Helga Halldórsdóttir, f. 22.4.
1963. Börn þeirra eru Kristjana, f.
19.10. 1998 og Karl Trausti, f.
8.5.2002. b) Bjarni Þór, f. 24.11.
1974, maki Sigrún Ögn Sigurðar-
dóttir, f. 3.8. 1974. Synir þeirra eru
Arnar Smári, f. 16.6. 2000 og Dav-
íð Freyr, f. 6.9. 2002. b) Ólafur
Sveinn, f. 5.5. 1977. 4) Þórunn, f.
5.1. 1956, maki Frank Jensen, f.
25.12. 1952. Synir þeirra eru Krist-
ján, f. 21.5. 1983 og Thorbjörn, f.
20.9. 1986.
Margrét fór ung að heiman og
stundaði framreiðslustörf við
Tryggvaskálann á Selfossi þar til
hún flutti til Reykjavíkur 1941 og
þau Einar hófu búskap í Hóla-
brekku á Grímstaðaholti. Þau
byggðu síðan hús við Grímshaga
og áttu þar heimili alla tíð og bjó
Margrét heima allt þar til hún lést
á Landspítalanum í Fossvogi á
jóladag síðastliðinn.
Útför Margrétar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
29.7. 1931, Þórdís, f.
13.12. 1920, maki
Sveinbjörn Jóhanns-
son, f. 22.12. 1922, d.
11.2. 1995, og Ingólf-
ur, f. 2.11. 1922, maki
Kristín Sigurlína Ei-
ríksdóttir, f. 26.7.
1928.
Eftirlifandi maki
Margrétar er Einar
Ögmundsson, f. 23.
október 1916. For-
eldrar Einars voru
Ingibjörg Þorsteins-
dóttir, 18. apríl 1875,
d. 19.4. 1943 og Ögmundur H.
Stephensen, f. 24. apríl 1874, d.
10.12. 1969. Börn Margrétar og
Einars eru: 1) Ögmundur, f. 16. 6.
1942, maki Magdalena Jónsdóttir,
f. 26.9. 1937. Börn þeirra eru: a)
Kristín, f. 25.2. 1966, maki Gunnar
Haraldsson, f. 31.3. 1963. Börn
þeirra: Magdalena, f. 5.10. 1988,
Ögmundur Páll, f. 6.8. 1992, Helgi
Ragnar, f. 18.7. 1995, og Hildur
Kristín, f. 17.10. 2003. b) Einar, f.
19.12. 1967, maki Kristín Þóra
Gunnarsdóttir, f. 12.12. 1962. Börn
Kristínar frá fyrra hjónabandi
eru: Gunnar Þór, f. 14.1. 1985, og
Kolbrún Þóra, 11.3. 1986. Börn
Einars og Kristínar eru: Guðbjörg
Heiða, f. 11.8. 1999, og Baldur
Heiðar, f. 9.8. 2002. c) Davíð Jón, f.
6.5. 1982. 2) Ingibjörg, f. 7.12.
Tengdamóðir mín, Margrét
Bjarnadóttir, lést þegar jólahátíðin
var nýgengin í garð. Þrátt fyrir miss-
inn er mér ljúft að minnast hennar
með örfáum orðum.
Veröldin sem við lifum í væri með
öðrum og betri hætti ef meirihluti
fólks væri gæddur þeim eiginleikum
sem Margrét bjó yfir. Ungt fólk, þar á
meðal ég, laðaðist að henni á ótrúleg-
an hátt. Hún var svo hæglát og ljúf en
oft ekki mikið áberandi. Börn og ung-
menni voru ætíð komin í fang hennar
eða þau mjökuðu sér upp að henni
eins og hún seiddi þau til sín. Það var
svo sem heldur ekki í kot vísað hjá
ömmu í Grímshaga, Möggu frænku
eða tengdamóður. Alúð hennar við
heimilisstörf sem börn kunnu vel að
meta eins og kleinubakstur eða að
baka nokkrar pönnukökur gat ekki
gert annað en laða unga sem aldna að.
Það var sama hvort það voru fáir eða
fjöldinn allur sem að garði bar. Hún
galdraði fram höfðinglegar móttökur
af öryggi og hógværð.
Ekki fer hjá því þegar margir fjör-
kálfar á unga aldri koma saman hjá
ömmu að sitt af hverju getur farið úr-
skeiðis. Hún var allra manna lagnust
við að sætta mál og verða til þess að
ekki væri gert stórmál úr smáatrið-
um. Hún var mannasættir.
Ég átti þess kost að búa í sama húsi
og Margrét í nokkur ár og naut þar
ástúðar hennar og vináttu ómælt eins
og ætíð síðan. Ekki veit ég neitt það
sem hún hefði ekki gert mér í hag
sem í hennar valdi gat verið. Ekki
spillti það heldur sambýlinu hversu
samband móður og dóttur var náið og
þær tengdar sérstökum böndum.
Fyrir utan hennar mannlegu eigin-
leika sem ég naut mest eru mér kær-
ar hannyrðir hennar sem í hefur verið
gott skjól á fjórða áratug. Hún fylgd-
ist vandlega með hvenær lopapeysur
mínar og húfur til hesthússbrúks og
annarrar útivistar gengu úr sér. Þeg-
ar henni fannst ég ekki lengur al-
mennilega til fara í ullartaui sem hún
hafði prjónað fyrr varð henni að orði;
„Hvaða lit vilt þú næst Júlíus minn?“
Við sátum gjarnan í eldhúsinu í
Grímshaga og teiknuðum saman ný
munstur í lopaklæðin og nutum sam-
verunnar einkar vel. Lopapeysur og
annar prjónaskapur hennar var list.
Annað handverk hennar sem til er
á heimili hennar og Einars og á öðr-
um heimilum í fjölskylduni ber vott
um hagleik, smekk og eljusemi. Þrátt
fyrir umsjón og stjórn á oft stóru
heimili er ótrúlegt hverju hægt er að
áorka þegar fólk er gætt öllum þeim
hæfileikum og mannkostum sem
Margréti voru gefnir.
Að lokum vil ég þakka fyrir þau
miklu áhrif sem amma hafði á syni
okkar í uppvexti þeirra og þá já-
kvæðni og hlýju sem allir er hana um-
gengust gátu lært af.
Við, sem hana lifum, minnumst
hennar sem mikillar manneskju.
Júlíus Sigurbjörnsson.
Það veit ei nokkur ævi sína alla
og án þín guð er lífið búið spil.
Því á þig einhver engillinn mun kalla.
Þá endar þetta líf ef rétt ég skil.
Nú þegar ég þarf að kveðja þig
amma mín, eru margar minningar
sem koma upp í hugann, og þá
kannski fyrst þegar við fjölskyldan í
Álfaberginu vorum í Grímshaganum
hjá ykkur afa alltaf á aðfangadag.
Þau voru mörg jólin sem við vorum
hjá ykkur og svo voru það fjölskyldu-
boðin sem voru haldin í Grímshagan-
um á jóladag. Á mínum yngri árum
gisti ég oft hjá ykkur, og vorum við
þar oft, ég og Andri frændi.
Við hlupum oft út í Ragnarsbúð eða
bakaríið til að sækja eitthvað með
kaffinu og oftar en ekki stoppuðum
við í búðinni hjá Árna og fengum
karamellur. Ég hugsa oft til þess tíma
og það eru góðar minningar.
Í síðasta skipti sem ég sá þig áður
en þú kvaddir, kom ég til þín á spít-
alann og þú hélst fast í höndina á mér
á meðan, ég talaði við þig og þú brost-
ir til mín og kinkaðir kolli. Ég mun
aldrei gleyma síðustu stund minni
með þér en það var á jóladag og þú
hafðir nýlega kvatt okkur.
Blessuð sé minning þín, amma mín,
og megi guð styrkja afa.
Nú fegurð þín er fjarri mér
og farin ert okkur frá.
Svo blíð er minning mín af þér
og mest er síðast þig sá.
Ein stjarna lýsir stjarna mest
stór og engu lík.
Þú ert á himni og í huga mér
og hvergi finnst önnur slík.
Ólafur Sveinn Traustason.
Nú þegar amma í Grímshaga er
fallin frá viljum við minnast hennar
með nokkrum orðum. Það var ekki
langt liðið á samband okkar þegar
tímabært þótti að Martha fengi að
kynnast ömmu og afa. Urðu þau strax
miklir vinir og var Mörthu tekið sem
einni af fjölskyldunni frá fyrsta degi.
Sumarið 2001 fluttum við í kjallar-
ann í Grímshaga 3 og stofnuðum þar
okkar fyrsta heimili. Kjallaravistin
var í alla staði mjög ánægjuleg. Ári
síðar fæddist Finnur og eignaðist
hann því sitt fyrsta heimili í kjallaran-
um hjá ömmu og afa, líkt og föður-
bræður hans þremur áratugum fyrr.
Þar kemur vel fram sú löngun ömmu
og afa til þess að hafa fjölskylduna
sem næst sér. Á meðan við bjuggum í
Grímshaganum var mikill samgangur
á milli hæða. Amma og afi litu oft við
hjá okkur, gjarnan eftir göngutúra, til
að sjá Finn og kanna hvort allt gengi
vel. Við vorum líka tíðir gestir á efri
hæðinni, drukkum þar kaffi og rædd-
um þau mál sem hæst bar hverju
sinni. Martha sótti í félagsskap ömmu
og höfðu þær gaman af að spjalla
saman. Oft var það svo ef við karl-
arnir gleymdum okkur í heitum
stjórnmálaumræðum, að ömmu og
Mörthu fannst nóg komið og viku þær
þá sínu tali að öðru á meðan. Ekki má
hjá líða að minnast á öll þau síðkvöld
sem nátthrafnarnir þrír, amma og
við, sátum saman í eldhúsinu á efri
hæðinni og áttum notalegar stundir.
Amma hringdi líka oft á kvöldin til að
heyra í okkur hljóðið og spyrja frétta.
Alltaf þótti okkur jafn gaman að
heyra í henni og bera þessi símtöl,
ekki síður en allar samverustundirn-
ar, vitni um þann hlýhug og um-
hyggju sem amma sýndi okkur alltaf.
Síðastliðið haust, eftir að við flutt-
um úr Grímshaganum, héldum við
uppteknum hætti og fórum oft í heim-
sókn þangað. Bað Finnur þá jafnan
um að fá að sitja í fangi langömmu
sinnar, þar sem gjarnan var von um
bita að maula. Fyrst og fremst sótti
hann þó í þá hlýju og góðvild sem ein-
kenndi ömmu alla tíð. Þessarar nær-
veru nutum við öll og munum búa
ævilangt að því að hafa átt ömmu í
Grímshaga sem ömmu okkar þriggja.
Andri, Martha og Finnur.
Þegar við á þessum tímamótum
hugsum til baka yfir árin sem við
fengum að njóta í návist ömmu okkar
koma ótal minningar upp í hugann.
Efst er okkur í huga það einstaka
jafnaðar- og langlundargeð sem alla
tíð einkenndi ömmu. Ekki minnumst
við þess að hafa nokkurn tíma séð
hana skipta skapi, hvað þá að reiðast,
þótt oft hafi kannski verið tilefni til.
Fyrstu minningar okkar eldri
bræðranna um ömmu eru frá þeim
tíma þegar við bjuggum í kjallaranum
hjá ömmu og afa í Grímshaga 1.
Eyddum við þá oft heilu og hálfu dög-
unum með ömmu í húsverkunum.
Sérstaklega eru okkur minnisstæðar
stundirnar þegar við stóðum og
horfðum með aðdáun og hrifningu á
ömmu strauja á forláta strauvél sem
til var á heimilinu.
Til marks um það aðdráttarafl sem
amma hafði á okkur bræður eru ófáar
„svaðilfarir“ sem farnar voru gegnum
myrkvaðan kjallara og upp brattan
stiga til að fara í heimsókn. Hræðslan
hvarf þó eins og dögg fyrir sólu við
hlýjar móttökur á efri hæðinni en
mikil voru vonbrigðin þá sjaldan að
enginn var heima og fara þurfti sömu
leið til baka.
Í Grímshaga 3 steig sá yngsti okk-
ar sín fyrstu spor og á úr því húsi sín-
ar æskuminningar um ömmu þar sem
skemmtilegir dagar enduðu oftar en
ekki á notalegum stundum við arin-
inn.
Frá fyrstu tíð og allar götur síðan
sá amma til þess að við ættum alltaf
þykkar og góðar lopapeysur sem voru
mun mun hlýrri en gerist og gengur
og erum við bræðurnir sannfærðir
um að hún hafi ofið þær öðrum þræði
hlýhug og kærleik.
Oft fengum við bræður að gista hjá
ömmu og afa. Undantekningarlaust
var þá uppáhaldsmatur okkar á borð-
um, pylsur í aðalrétt og karamellu-
búðingur í eftirrétt sem okkur fannst
enginn gera af sömu snilld og amma.
Síðan var horft á sjónvarpið og spjall-
að og voru reglur um háttatíma okkar
sjaldnast teknar mjög hátíðlega.
Um margra ára skeið var það fast-
ur liður í undirbúningi jólanna að fara
til ömmu í loftköku- og ísgerð. Þegar
við hugsum til baka finnst okkur með
ólíkindum hversu óþreytandi hún var
við að leiðbeina og leiðrétta misfag-
mannleg handtök okkar sveinanna.
Eins var því farið þegar amma bakaði
kleinur, en öllum þótti okkur mikill
fengur í því að fá að vera viðstaddir,
ekki síst til að bragða á ósteiktu deig-
inu.
Eftir að við bræður urðum full-
orðnir og stofnuðum okkar fjölskyld-
ur hafa þeir verið ófáir sunnudags-
bíltúrarnir sem endað hafa í skrafi og
ráðagerðum við eldhúsborðið í Gríms-
haganum. Þetta voru stundir sem all-
ir höfðu gaman af, jafnt ungir sem
aldnir. Sérstakan sess skipa jólaboðin
á jóladag í Grímshaganum sem amma
lagði alla tíð mikla alúð og natni við að
undirbúa. Í okkar huga er og verður
jóladagur því dagurinn hennar
ömmu.
Einar, Helgi og Andri.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Okkur langar að kveðja þig, elsku
amma, og þakka þér fyrir öll árin sem
við áttum saman. Við vitum að þú ert
meðal ástvina núna og það er okkur
huggun í sorginni. Það er styrk stoð í
fjölskyldunni sem nú er fallin frá og
afi hefur misst mikið, guð gefi honum
styrk.
Hvíldu í friði. Guð geymi þig.
Bjarni Þór Traustason og
fjölskylda, Borgarnesi.
Veltu burtu vetrarþunga
vorið, vorið mitt!
Leiddu mig nú eins og unga
inní draumaland þitt!
Minninganna töfra-tunga
talar málið sitt,
þegar mjúku, kyrru kveldin
kinda’ á hafi sólar-eldinn.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Nú hefur öllum vetrarþunga verið
velt í burtu og góður Guð tekið í hönd-
ina á henni Möggu og leitt inn í vorið.
Minninganna töfra-tunga mun nú ylja
þeim sem sjá að baki góðrar konu.
Margrét Bjarnadóttir, eiginkona,
móðir, amma og langamma, var ein-
stök kona sem umvafði fjölskyldu sína
í áratugi og helgaði henni líf sitt af
óeigingirni og hjartahlýju. Margrét
Bjarnadóttir, eða Magga í Hóla-
brekku eins og hún var alltaf kölluð í
minni fjölskyldu, var einstaklega
glæsileg og falleg kona. Hún fæddist
26. júní árið 1914 á Hlemmiskeiði á
Skeiðum og ólst þar upp í stórum
systkinahópi á miklu myndarheimili,
allt þar til hún kvæntist ung Einari
Ögmundssyni frá Hólabrekku, föður-
bróður mínum. Eignuðust þau fjögur
mannvænleg börn, þau Ögmund,
Ingibjörgu, Ingveldi og Þórunni og
helgaði Magga heimili sínu starfs-
krafta sína alla tíð og var ávallt til
staðar fyrir fjölskyldu sína.
Fyrstu árin bjuggu ungu hjónin í
kjallaranum í Hólabrekku og minnist
ég þess hversu gott var að koma þar –
þótt þröngt væri í veraldlegum skiln-
ingi var hjartarúmið nóg. Á sunnu-
dögum tíðkaðist að fara í heimsókn til
afa í Hóló og Siggu frænku og að
sjálfsögðu var mikið fjör að hitta Ein-
ars- og Möggubörn. Síðar byggðu þau
glæsilegt hús við Grímshagann og þar
var Magga sannkölluð drottning í ríki
sínu. Sérstaklega minnist ég tak-
markalausri þolinmæði hennar við
okkur börnin sem þustum um allt í
stóra húsinu og könnuðum hvern
krók og kima. Ógleymanlegar eru líka
ferðirnar sem Einar og Magga buðu
okkur í á „kagganum“ hans frænda.
Þótti mér alltaf toppurinn á tilverunni
að komast í rútu með öllu mínu góða
frændfólki í berjaferðir á hverju
hausti.
Magga og Dóróthea móðir mín
voru mjög góðar vinkonur og höfðu
mikið samband – einkum hin síðari ár.
Var það ekki síst því að þakka hversu
dugleg Magga og Einar voru við að
koma á Laufásveginn. Varla leið sá
mánudagur að Magga kæmi ekki
klyfjuð heimabökuðum kleinum og þá
var glatt á hjalla á Laufásvegi 4. Það
var mikið hlegið og spjallað og aldrei
man ég til þess að nokkurn tíma hafi
slegið í brýnu á milli þessara vin-
kvenna. Þann stuðning sem þau
veittu og umhyggjusemi sem þau
sýndu, ber nú að þakka af alhug.
Kæri Einar frændi, Ingveldur,
Ingibjörg, Ögmundur og Þórunn, ég
og synir mínir og fjölskyldur þeirra
vottum ykkur samúð svo og systkin-
um Margrétar og öðrum ástvinum.
Guð blessi minninguna um góða konu.
Helga Þ. Stephensen.
Minningarnar hrannast upp. Mar-
grét Bjarnadóttir, sem í okkar huga
hlaut að vera ódauðleg, er horfin yfir
móðuna miklu. Þegar maður er ungur
að árum finnst manni hinir fullorðnu
hljóti að verða með okkur um alla ei-
lífð, ekki síst þeir sem okkur þykir
vænt um. Og þannig var það vissulega
með Möggu. Alltaf var hún til staðar,
fyrst í kjallaranum í Hólabrekku,
hinu reisulega húsi sem afi okkar og
amma reistu á Grímstaðaholtinu í
Reykjavík í upphafi tuttugustu ald-
arinnar og síðan í húsi við Grímshag-
ann, gagnstætt Hólabrekkunni,
fyrstu nýbyggingunni við þá götu.
Við systkinin komum í heiminn um
miðja öldina sem leið og eyddum
ófáum stundum hjá afa og Siggu móð-
ursystur okkar í Hólabrekkunni.
Heimili Möggu og Einars, móður-
bróður, var um leið okkur öllum opið
og nutum við ósjaldan gestrisni og
elskusemi Möggu. Alltaf fannst smá-
fólkinu það vera aufúsugestir á því
heimili enda var á þeim bænum öllu
tekið af æðruleysi og óendanlegu um-
burðalyndi, hvort sem það voru
pönnukökurnar sem kláraðar voru
jafnóðum, nánast áður en þær kom-
ust á diskinn eða moldugir skór og
fingur inni á gafli.
Hólabrekkan og Grímshaginn voru
á mörkum sveitar og þéttbýlis á þess-
um tíma. Fjós afa okkar var að vísu
orðið skepnulaust en skammt undan
voru fjárhús og óendanlegar breiður
af kartöflu- og rabbabarareitum.
Stutt var í grásleppubátana við Æg-
issíðuna. Tíminn leið og allt þetta vék
fyrir byggðinni. En eitt breyttist
aldrei, og það var hve gott það var að
koma inn fyrir dyr á Grímshaganum
hjá Möggu. Hlýja hennar og vænt-
umþykja umlék okkur alla tíð, allt
fram á þennan dag, að hún kveður
þetta líf. Góðar minningar um Mar-
gréti Bjarnadóttur munum við jafnan
varðveita í hjarta okkar og ætíð hugsa
til hennar með þakklátum huga. Öllu
hennar fólki sendum við hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Jón Torfi, Ögmundur,
Ingibjörg og Björn.
MARGRÉT
BJARNADÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Mar-
gréti Bjarnadóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.