Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 59 EINN þekktasti tenniskappi Breta, Greg Rusedski, neitaði í gær að hafa tekið inn steralyfið nandro- lone en niðurstöður lyfjaprófs sem birtar voru í gær gefa til kynna að Rusedski hafi notað steralyfið. Í yf- irlýsingu sem Rusedski sendi frá sér í kvöld segir hann að lítið magn nandrolone hafi fundist í sýni frá honum en mál hans verður tekið fyrir á sérstökum fundi í Montreal þann 9. febrúar n.k. Þess ber að geta að Rusedski er í öðru sæti á heimslistanum í tennis. Rusdeski er fæddur í Kanada en er breskur ríkisborgari. Hann hef- ur verið mjög oft meiddur á und- anförnum misserum og hefur lítið getað leikið á mótum af þeim sök- um. Rusedski féll á lyfjaprófi Eftir tvo fyrstu leikhlutana höfðuheimamenn forystuna og héldu henni allt fram til síðustu sekúndu fyrir leikhlé er gest- unum tókst að jafna og um leið og leik- hlutinn var úti datt þriggja stiga skot Lýðs Vignissonar niður og gestirnir voru yfir með þrem stigum. Í síðari hálfleik tóku Snæfellingar forustuna og þar voru það Dondrell Withmore, Lýður og Corey Dickerson sem röð- uðu niður stigunum. Snæfell náði mest tólf stiga for- ystu um miðjan fjórða leikhluta, en heimamenn náðu að saxa niður for- skotið og þegar sex sekúndur voru eftir var staðan 87:88 og þá var brot- ið á Lýð Vignissyni, en hann hitti úr hvorugu vítaskotinu, Tindastóls- menn geystust í sóknina en sniðskot Axels Kárasonar rataði ekki niður og gestirnir fögnuðu gífurlega. Hjá Tindastól voru Nick Boyd og Clifton Cook langbestir og Axel kom sterkur inn í síðasta leikhluta, en í liði Snæfells voru Dondrell, Lýður og Corey yfirburðamenn. Sigurður Þorvaldsson átti góðan síðasta leik- hluta. Fjölnir engin hindrun Það var engin spenna í leikGrindavíkur og Fjölnis þegar þeir síðarnefndu mættu í Röstina í 8 liða úrslitum bikar- keppni karla í körfu- knattleik. Heima- menn sigruðu örugglega eins og flestir reiknuðu með, 105:77. Það varð strax ljóst hvert stefndi í fyrsta leikhluta og heimamenn voru komnir með 22:5 forustu um miðjan fyrsta leikhluta. Gestirnir gáfust þó ekki upp og náðu að minnka forustu heimamanna í byrjun seinni hálfleik. En það var ekki nóg. „Þetta var öruggt enda mikill munur á liðunum. Við vorum að klikka úr mörgum sniðskotum og kæruleysiskaflarnir voru nokkrir. Fjölnisstrákarnir eru með ágætis lið með fína einstaklinga. Þetta lið kem- ur örugglega til með að spila í úrvals- deild innan nokkurra ára. Það verða bara topplið í úrslitum en vonandi fáum við heimaleik en það eru engir óskamótherjar,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. Naumur sigur Snæfells Björn Björnsson skrifar Garðar Vignisson skrifar BARÁTTULEIKUR Tindastóls og Snæfells verður ekki flokkaður með því besta sem sést hefur á körfuboltavellinum en liðin átt- ust við í átta liða úrslitum bik- arkeppni karla í körfuknattleik í gær. Hinsvegar var leikurinn æsispennandi og tryggðu gest- irnir sér sigur á síðustu sek- úndum leiksins, 87:88, og sæti í undanúrslitum um leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.