Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinu 83 flug á viku til 13 áfangastaða Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 MARGIR hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir hálkunni síðustu daga. Nú þegar götur eru orðnar nær auðar í Reykjavík og ökumenn komast greiðlega leiðar sinnar eru það gangandi vegfarendur sem komast vart úr sporunum sums staðar og kvarta undan því að gangstéttir séu illa sandbornar. Mikið annríki hefur verið á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi und- anfarna daga. Margir hafa dottið í hálkunni og komið marðir eða brotnir á deildina. Að sögn Ófeigs Þorgeirssonar læknis er það helst eldra fólk sem slasast við að detta í hálkunni. Úlnliðsbrot eru algeng- ust en hryggbrot, þó ekki alvarleg, hafa einnig orðið. Sveinn Skúlason, forstöðumaður Hrafnistu, segir að íbúarnir séu hvattir til að vera ekki á ferðinni í hálkunni, en bendir á að nánasta umhverfi sé sandborið og víða séu gangstéttir upphitaðar svo fólkið getur gengið um úti án þess að eiga það á hættu að detta. Forstöðumenn fleiri hjúkrunar- og dvalarheimila sögðu við Morg- unblaðið að heimilisfólk héldi sig inni og væri hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni meðan færðin er erfið. Ólafur Ólafsson, formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, hvetur eldra fólk til að vera vel búið á góðum skóm sé það mikið á ferðinni og eigi þess ekki kost að ferðast um í bíl, eða að halda sig heima við þar til mesta hálkan er farin. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Gatnamálastofu sem sjá um að sandbera gangstéttir borgarinnar og við stofnanir hennar, hafa ekki haft undan og hafa því fengið margar kvartanir frá borgarbúum. Sandborið nær allan sólarhringinn Að sögn Sigurðar Geirssonar, yf- irverkstjóra dráttarvéladeildar, hefur verið unnið nær allan sólar- hringinn frá því mjög miklum snjó kyngdi niður 29. desember sl., við að ryðja gangstéttir og sandbera. „Síðan þá höfum við nær óslitið verið að frá því klukkan fjögur á nóttunni og fram til svona sex og jafnvel átta á kvöldin,“ útskýrir Sigurður. „Við sandberum göngu- leiðir; gangstéttir og stíga og þurf- um oft að fara aftur og aftur yfir sömu leiðirnar.“ Sigurður segir skýringuna liggja í því að oft vilji sandurinn renna af klakanum og þar að auki vilji það brenna við að þeir sem sjá um að ryðja snjó af götum og bílastæðum ýti honum upp á gangstéttirnar. Aðstæður hafa því verið erfiðar og hafa starfsmennirnir ekki haft undan við að sandbera. „Það stafar að miklu leyti af því að við höfum þurft að fara aftur og aftur sömu leiðirnar.“ Sigurður segir að deildin hafi því fengið töluvert af kvörtunum upp á síðkastið. „Við fengum mjög mikið af kvörtunum í gær [miðvikudag] en þá var gríðarleg hálka í borg- inni. Um það leyti sem fólk fer af stað til vinnu fer síminn að hringja hjá okkur.“ Sigurður segir að reynt sé að bregðast við kvört- unum eftir tökum. „Stundum gerir fólk ekki greinarmun á gangstétt og bílastæði, en við tökum aðeins okkar leiðir; ekki innkeyrslur og bílastæði, fólk verður að sjá um það sjálft.“ Í hverju borgarhverfi er bæki- stöð sem sér um að þjónusta stofn- anir, s.s. skóla, dvalarheimili og leikskóla, ryðja snjó og sandbera eftir óskum. Hálka við strætóskýli varhugaverð Strætisvagnabílstjórar og við- skiptavinir Strætó bs. hafa ekki farið varhluta af færðinni síðustu daga. Hallgrímur Gunnlaugsson, varðstjóri hjá Strætó bs., segir að nú séu götur borgarinnar orðnar nær auðar en gangstéttirnar ill- færar sökum hálku. Hann segir dæmi um að fólk hafi dottið við að reyna að komast inn í vagnana en hafði þó ekki heyrt um alvarleg slys af þeim sökum er Morg- unblaðið ræddi við hann í gær. „Það verða helst vandræði þegar snjó er rutt upp á gangstéttirnar og fólk þarf að klöngrast yfir ruðn- ingana til að komast upp í vagn- inn,“ segir Hallgrímur. Strætisvagnabílstjórarnir eru duglegir að láta Gatnamálastofu vita ef ákveðnir staðir eru sér- staklega hálir og segir Hallgrímur að iðulega sé vel brugðist við og sandborið við skýlin við fyrsta tækifæri. Veðurstofan spáir því að hitinn verði yfir frostmarki í Reykjavík í dag, 2–7 stig, og að von sé á skúr- um. Fólk á hálum ís um alla borg Mikið annríki á slysadeildinni Morgunblaðið/RAX Það getur verið erfitt að komast leiðar sinnar fótgangandi í Reykjavík sökum hálku. Ruðningar á gangstéttum hindra sandburð og margir hafa þurft að leita til slysadeildar eftir hálkuslys. Hér er varlega farið í hálkunni. NEMANDI sem lauk stúdentsprófi að loknu starfsnámi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti um síðustu jól er afar óhress með þá uppgötvun að stúdentspróf að loknu starfsnámi tryggir ekki rétt til náms í Háskóla Íslands, enda hafi hann innritað sig í námið í þeirri trú að hann ætti rétt á skólavist í Háskólanum. Skólayfir- völd við FB og HÍ segja það skýrt að prófið veiti ekki rétt til háskólanáms. Maðurinn sagði upp vinnu sinni og hafði ráðgert að hefja nám í sagn- fræði á vorönn en úr því verður ekki í bili. Hann stendur uppi atvinnulaus og án skólavistar. Prófin eru ný af nálinni í fram- haldsskólum þar sem boðið er upp á bæði starfsnám og bóknám og hugs- uð fyrir nemendur sem lokið hafa starfsnámi í tiltekinni grein og vilja bæta við sig bóknámsfögum og út- skrifast með stúdentspróf. Stúdentspróf af hefðbundinni bóknámsbraut almennt skilyrði Kristján Arnarsson, nýstúdent sem lokið hefur sveinsprófi í tré- smíði, segir að þegar hann hugðist innrita sig í sagnfræði við HÍ á vor- önn hafi honum verið tjáð að hann þyrfti að hafa stúdentspróf af hefð- bundinni bóknámsbraut. „Mennta- málaráðuneytið gefur út tilskipun til framhaldsskóla um að þeir eigi að bjóða upp á braut sem er viðbót fyrir þá sem eru með sveinspróf upp í stúdentspróf. [...] Ég skrái mig og útskrifast sem stúdent úr Fjölbraut í Breiðholti. Ég segi upp vinnunni og arka niður í Háskóla með nýja stúd- entsprófið mitt og þá er mér sagt að þetta sé ekki merkilegur pappír og að þeir taki ekki við því. [Þeir] gjald- fella þar með mitt stúdentspróf og stúdentspróf allra sem er ekki af máladeild, raunvísindadeild og hin- um gömlu brautunum,“ segir Krist- ján. „Ég vissi ekki þegar ég fór í stúdentsprófið og lauk því og sagði upp vinnunni að þetta yrði eitthvert B-stúdentspróf, eitthvert „kókó- pöffs-próf,“ segir hann. Að hans sögn hafa skólayfirvöld í Háskólanum tjáð honum að hann geti sótt um aftur á undanþágu. Ljóst sé hins vegar að hann hefji ekki nám í sagnfræði á þessari önn eins og hann hafði ráðgert. Ekki liggi fyrir, að hans sögn, hvort sú undanþága verði loks samþykkt. Kristján segir að Fjölbrautaskóli Breiðholts hafi ekki tjáð sér að próf- ið myndi ekki tryggja skólavist í Há- skólanum. Þegar hann leitaði til menntamálaráðuneytisins eftir að hann lauk prófi hafi honum verið tjáð að HÍ væri í sjálfsvald sett að setja inntökuskilyrði. Veltur á samsetningu prófsins hvort stúdentar fá inngöngu Að sögn Þórðar Kristinssonar, kennslustjóra við HÍ, eru almenn inntökuskilyrði í Háskóla Íslands nám af bóknámsbraut og kemur það skýrt fram í reglum skólans. Nem- endur sem lokið hafi stúdentsprófi að loknu starfsnámi geti þó sótt um inngöngu og veltur þá á samsetningu prófsins hvort viðkomandi fær inn- göngu. Ef í ljós komi að einhverja áfanga vanti upp á geti nemendur lokið þeim áföngum í framhaldsskóla og sótt aftur um. Í ljósi fjárhags- vanda HÍ sé hins vegar ljóst að komi til fjöldatakmarkana þá gangi þeir fyrir sem lokið hafa formlegu stúd- entsprófi. Stefán Benediktsson, aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir að skýrt sé tekið fram við þá nemendur sem stundi nám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi, að það veiti ekki réttindi sem hefðbundið stúdentspróf geri. „Það er alveg skýrt út fyrir þeim og þau taka auðvitað miklu minna í þessum bóklegu greinum en Háskól- inn krefst. Hann krefst ákveðinna eininga í þeim greinum sem fólk ætl- ar að stunda nám í í Háskólanum. [...] Þetta er alveg á hreinu gagnvart nemandanum og okkur.“ Að sögn Stefáns var einungis um lítinn hóp að ræða sem útskrifaðist með hið nýja stúdentspróf frá skól- anum um jólin. Hann segist ekki hafa heyrt af því að nemendur hafi ætlað að sækja um í háskólum og lent í vandræðum. Stúdentspróf tryggir ekki rétt til háskólanáms Nýstúdent synjað um inngöngu í sagnfræði við HÍ með nýtt stúdents- próf að loknu starfsnámi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SÍMAKOSTNAÐUR Reykjavíkur- borgar í fyrra var rúmar 180 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari borg- arstjóra við fyrirspurn sjálfstæðis- manna um símakostnað og lagt var fram í borgarráði. Um er að ræða all- an fjarskiptakostnað, þ.m.t. kostnað við gagnaflutninga og gagnalínuleiga. Búið er að semja drög að verklags- reglum um úthlutun og notkun á far- símum, sem unnar hafa verið á grund- velli greinargerðar sparnaðarnefndar borgarinnar. Þar er að finna reglur um úthlutun og notkun á farsímum en gert er ráð fyrir að starfsmenn, sem nota farsíma í þágu Reykjavíkurborg- ar, geri samninga um notkunina. Þá eru í reglunum fjárhæðarmörk fyrir símreikninga starfsmanna. Þak á síma- kostnað starfsfólks Reykjavíkurborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.