Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Soffía Frið-rika Þórarins- dóttir fæddist í Berg- skoti á Vatnsleysu- strönd 3. ágúst 1912. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Ási í Hveragerði 2. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þór- arinn Einarsson, f. 12.4. 1884, d. 7.4. 1980, og Guðrún Bjarndís Þorvalds- dóttir, f. 4.11. 1881, d. 14.5. 1971. Systk- ini Önnu eru Þor- valdur Valgeir, f. 11.11. 1909, d. 25.7. 1975, Margrét, f. 9.2. 1911, d. 27.7. 1995, Unnur, f. 15.9. 1913, d. 28.3. 1984 og Ásta Gunnþórunn, f. 5.10. 1920. Auk þess ólust upp með Önnu þau Sigurður Hilmars- son, f. 16.2. 1908, d. 4.6. 1997, Hulda Valdimarsdóttir, f. 10.9. 1922, d. 13.9. 1981, Gunnþórunn Gyða Sigurjónsdóttir, f. 8.6. 1925, Elísabet Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 31.1. 1933 og Kristjana Guð- mundsdóttir, f. 7.3. 1939. Sonur Önnu og Árna G. Björnsson- ar, f. 7.10. 1923, d. 5.5. 1982, er Hallur, f. 1.5. 1948, kvæntur Benediktu Guðrúnu Waage, f. 14.6. 1947. Börn þeirra eru: Gísli Jóhann, f. 2.3. 1973, kvæntur Elínu Björk Ásbjörnsdótt- ur, f. 16.4. 1972, son- ur þeirra er Einar Gísli, f. 8.5. 2000; Þorvaldur Frið- rik, f. 4.8. 1976 og Anna Guðrún, f. 26.6. 1985. Anna bjó mest alla ævi í Reykja- vík og stundaði fyrstu árin þjón- ustustörf á heimilum, en lengst af verslunarstörf hjá Sveini Björns- syni & Ásgeirssyni. Útför Önnu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Ég hef það og læt það ekki!“ Þetta var alvanalegt svar frá ömmu þegar maður spurði „hvern- ig hefur þú það?“ En nú hefur amma „látið það“. Við systkinin áttum því láni að fagna að kynnast ömmu mjög náið þar sem hún bjó með okkur þar til fyrir 7 árum, er hún fluttist að Ási í Hveragerði. Á þessum tíma lærð- um við margt og kynntumst mörgu sem við hefðum eflaust ekki gert ef hennar hefði ekki notið við. Svartfuglsegg, spilamennska, sanngirni, saumaskapur, vinnu- semi, frændskapur og ákveðni! Þetta er meðal þess sem amma kynnti fyrir okkur og við njótum góðs af í dag. Hvernig er hægt að lýsa konu sem hefur lifað og gert svo margt sem hún amma hafði gert? Það er varla hægt. Amma hafði mikið yndi af spila- mennsku og var það ósjaldan að við krakkarnir flýttum okkur heim úr skólanum í hádeginu, fengum okkur að borða og drifum okkur svo inn til ömmu og tókum í spil. Hvort sem það var ólsen ólsen, yatzy, manni eða bridge þá var varla hægt að vinna hana, hún var meistarinn. Að sjá systurnar; ömmu, Möggu, Unni og Ástu, spila var sýning sem var engu öðru lík. Þvílíkur hávaði, þvílíkur hama- gangur. Og ekki batnaði ástandið þegar pabbi mætti á staðinn og byrjaði að hagræða spilunum sér í hag. Þá varð amma reið, því ekkert fór fram hjá henni þegar kom að spilum. Amma kom víða við á sinni ævi, var þerna á skipum, starfsstúlka hjá Osvaldi Knudsen í Hellusundi og Gunnari Ásgeirssyni stórkaup- manni, vann í Gevafoto, rak sölu- turninn „Turninn“ sem var á Lækjartorgi, skúraði hjá öldruðum í Hátúni svo fátt eitt sé nefnt. Einnig var hún mikil hannyrða- kona og prjónaði ófáar lopapeys- urnar og seldi í Rammagerðina, munum við varla eftir henni nema með prjóna eða spil í höndunum. Amma var mjög dugleg kona og ósérhlífin, og var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum. Hún hafði kynnst ýmsu í lífinu og miðlaði af þeirri reynslu til okkar, til dæmis eins og að spara peninga, því hún vissi af fenginni reynslu að það kæmi til góða síðar. Að lokum viljum við fyrir hönd allra aðstandenda ömmu, koma þakklæti til allra á Hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði fyrir frábæra umönnun og hlýhug, því þar leið henni vel þau ár sem hún dvaldi þar. Handan við heiminn bak við bláu skýin burt fljúga mennirnir til betri staðar hjá Guði. Geyma munum við minningar munum þær alltaf gleyma skulum sorginni til betri staðar. (Höf. ók.) Með þessum fáu orðum þökkum við ömmu fyrir stundirnar sem við áttum með henni. Blessuð sé minn- ing hennar. Gísli, Þorvaldur og Anna Guðrún. Elskulega hjartkæra frænka mín, þar kom að því að þú varðst að láta þig og auðvitað gerðir þú það þannig að við, þín nánustu, þyrftum ekki að hafa fyrir þér. Þér líkt. Þegar ég hugsa um liðna tíð, þá hefur þú alltaf verið samofin lífi mínu. Það að heita nafninu þínu var nú talsvert. Ef ég hagaði mér ekki eins og þér fannst ég ætti að gera sem barn, sagðist þú láta „skíra mig upp“ og það vildi ég alls ekki, en þegar þér líkaði gerðir mínar, þá var það bara eðlilegt, þar sem ég héti nú Anna, það gladdi mig. Tilurð þess að ég var skírð í höf- uðið á þér mun hafa verið að þegar mamma tók léttasóttina af mér komst þú til að hugsa um heimilið á meðan, þá ófrísk af Halli. Þú hafðir sagt við pabba, „jæja, Nonni minn, ein stelpan enn“ og þá sagði hann, „ef það verður stelpa, skal hún heita Anna“ og svo varð. Það er óhætt að segja að með okkur nöfnum tókust kærleikar, sem vörðu alla tíð. Lífshlaup nöfnu minnar var margþætt. Liðlega tvítug fór hún í vinnumennsku til Keflavíkur. Er hún hafði verið þar um eins árs bil, smitaðist hún af berklum og var svo illa haldin að hún varð að dvelja á Vífilsstaðaspítala um langt skeið. Eflaust markaði dvölin þar djúp spor í sál ungrar stúlku og gerðu hana að þeirri traustu góðu konu sem hún var alla tíð. Eftir að dvöl hennar lauk á Hæl- inu, fór hún í vinnu í Hanskagerð- inni hjá Guðrúnu Eiríksdóttur, móður vinkonu sinnar, Möggu Sveins, en þær bundust traustum vinaböndum á Hælinu. Síðar fór hún að vinna hin ýmsu þjónustu- störf m.a. í Oddfellow og sem þerna á Laxfossi. Þar kynntist hún barnsföður sínum, Árna Björns- syni, og eignaðist með honum sól- argeislann sinn, hann Hall. Ekki varð úr frekara sambandi hjá þeim Önnu og Árna, en Anna réði sig í vist með drenginn sinn til Gunnars Ásgeirssonar og fjölskyldu í Garðastrætinu. Minntist hún þeirra tíma með hlýhug og vænt- umþykju. Þegar Hallur var 5–6 ára gerðist Anna ráðskona hjá Osvaldi Knud- sen í Hellusundi 6, þá man ég fyrst eftir mér með þeim. Ég fékk að koma og gista, og svo fékk ég að fara með að Laxabakka við Sogið, þar sem Osvaldur átti sumarbú- stað. Þetta voru þvílíkir dýrðar- dagar. Við Hallur fylgdumst með veiðimönnunum við ána, svo var farið í gönguferðir og berjamó og tínt alveg „glás“ af berjum sem Anna sultaði og saftaði því hún var flink í allri matargerð. Hún sagði mér að hún hefði á þessum árum „bakað yfir sig“ því það var svo mikill gestagangur bæði í Hellu- sundinu og eins á Laxabakka og alltaf varð að vera nóg til með kaffinu. Einnig var Anna mikil hann- yrðakona. Hún saumaði út, heklaði og prjónaði. Hún prjónaði lengi vel lopapeysur, sem voru mjög eftir- sóttar sökum þess, hve vel þær voru prjónaðar. Hún kenndi mér listina og lengi vel var þetta drjúg tekjulind hjá mér. Síðar fór frænka að vinna við verslunarstörf í Turninum á Lækj- artorgi. Fyrst hjá Sv. Björnssyni/ Ásgeirssyni, en tók svo við rekstr- inum og rak hann í nokkur ár. Í Turninn komu margir og oft var þröng á þingi, þetta var eins konar stoppistöð þegar ættingjarnir fóru í bæinn. Afgreiðslan fór fram í gegnum lúgu, og í gegnum tíðina átti hún fastakúnna sem komu og spjölluðu og var þá margt látið flakka. Hún siðaði unga fólkið, lét það heyra það ef henni líkaði ekki málfarið eða útgangurinn. Þetta var Anna. Já, hún frænka mín var þvílíkur húmoristi, það er margs að minnast í okkar samskiptum og allt á einn veg, dásamlegt. Anna frænka var með eindæmum frænd- rækin og alls staðar aufúsugestur, það gustaði um hana, en hún hafði sínar reglur, sem voru reglur, og það var nú betra að fara eftir þeim. Foreldrum mínum var Anna frænka einkar góð og mikil vænt- umþykja á milli þeirra, er óhætt að segja að hún hafi gengið okkur systkinum öllum næst mömmu. Eitt aðalsmerki Önnu frænku var hvers konar spilamennska. Hún kunni ógrynni af köplum, svo var hún mikill bridgespilari, spilaði vist, kana, fimm upp, marias og svo mætti lengi telja, en síðast og ekki síst spilaði hún yatsi. Hún var alltaf með teningana með sér í veskinu, ef ske kynni að ekki væru til teningar þar sem hún kom. Eftir að Anna og Hallur fluttu í Bræðrapart var ég oft hjá þeim og nær samfellt í eitt ár áður en ég byrjaði að búa. Það voru skemmti- legir dagar. Hún passaði vel upp á nöfnu sína og varð ég að gera grein fyrir ferðum mínum ef ég var ekki í skólanum eða í vinnu. Hún sagði það lágmarks tillitssemi og ég gekkst undir það. Eftir að við Friðrik byrjuðum að draga okkur saman var eins og hún slakaði á tilkynningaskyld- unni, því hún var mannþekkjari góður og Friðrik féll strax í náðina hjá henni. Þegar við svo byrjuðum að búa og hrúga niður börnum var hún alltaf boðin og búin til að- stoðar. Hún var svo ósérhlífin og ráða- góð og sagði oft: „Maður fer nú ekki að drepast úr ráðaleysi eins og þorskur á þurru landi.“ Já, hún Anna Soffía lét sig ekki muna um það 57 ára, að mála öll gólfin í Háaleitinu þegar við fluttum þar inn fyrir 35 árum, og svo auðvitað að hjálpa til við flutninginn, einnig að kaupa ýmislegt sem uppá vant- aði, sem hún taldi að við þyrftum að hafa í nýja húsinu. En eftir að Hallur og Benný giftu sig og börnin þeirra fæddust, fækkaði ferðum hennar til mín um tíma, eðlilega. Þau höfðu þá byggt sér stórt hús að Lundahólum 1, þar sem Anna hafði sína íbúð og lífið var dásamlegt, stórfjölskyldan saman. Alla tíð hefur heimili þeirra staðið mér og mínum opið og þau höfðingjar heim að sækja. Börnin voru augasteinar nöfnu minnar, og þegar hún hætti að vinna úti þá höfðu þau athvarf hjá henni. Er nú söknuður að fjölskyldunni kveðinn, sem sjá eftir ástkærri móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Anna Soffía Friðrika hafði skilað ríkulegu dagsverki til samtíðarinn- ar, er hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hveragerði 2. janúar sl. Þar naut hún góðrar umönnunar og hlýju hjá góðu starfsfólki. Nú er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt svo góða og kær- leiksríka frænku, sem sýndi ekki öllum hvað hún var undurblíð og góð, en ég og fjölskylda mín fékk að njóta svo ríkulega. Hjartkæra nafna mín, ég bið góðan Guð að blessa þig og minn- ingu þína. Vertu svo ætíð Guði falin, þín Anna Jóns. Í dag kveðjum við hinstu kveðju móðursystur okkar Önnu S. Þór- arinsdóttur. Með henni hverfur af sjónarsviðinu sterkur persónuleiki og við ættingjar hennar munum sakna hennar, en hún hefur alla tíð verið dugleg við það að hlúa að ættartengslunum, sem voru henni svo mikils virði. Við systurnar þökkum henni samveruna og fyrir alla hjálpsemina í gegnum tíðina. Heimili hennar stóð allaf opið fyrir okkur systurnar þegar við þurftum á að halda. Það var alltaf sérstök tilhlökkun, þegar von var á Önnu í Borgarnes. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þær systur Unni og Önnu. Oftar en ekki var gripið í spil og þá gætti Anna þess, að allt- af væri farið að leikreglum. Minnsta frávik var ekki leyft og ef brugðið var út af var leikur stöðv- aður þar til úr var bætt. Það er stór frændgarður, sem tekur á móti henni, og því er ekki vafi á að hún fær góða heimkomu. Elsku Hallur og fjölskylda. Við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu Önnu Þórar- insdóttur. Herdís og Þóra Einarsdætur, Gunnþórunn og Jóhanna Aðalsteinsdætur. ANNA S. ÞÓRARINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Önnu S. Þórarinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi Til leigu á Suðurlandsbraut rúmgott og snyrti- legt skrifstofuherbergi. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eig verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Öldustígur 7, efri hæð og bílskúr, Sauðárkróki, fastanúmer 213-2521, þingl. eign Jóns B. Sigvaldasonar og Guðríðar Stefánsdóttur, gerð- arbeiðendur eru Iðunn ehf. bókaútgáfa og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 15. janúar 2004, kl. 11.30. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. janúar 2004, Ríkarður Másson. Nauðungarsala Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 15. janúar 2004, kl. 14.00, á neðangreindum eignum: Birkimelur 5, Varmahlíð, 50% hl., þingl. eign Lindu Bjargar Reynisd- óttur. Gerðarbeiðandi er Sparisjóður Vélstjóra. Bylgja SK-6, skrnr. 1819, þingl. eig. Hofskel ehf. Gerðarbeiðandi er Kaupþing Búnaðarbanki hf. Helluland, 6/12 hl., Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Ólafs Jóns- sonar. Gerðarbeiðandi er STEF/SFH. Litla-Gröf, 1/3 hl., Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Elínar Haralds- dóttur og Bjarka Sigurðssonar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Sæmundargata 9, Sauðárkróki, þingl. eign Sigríðar Hrefnu Magnús- dóttur. Gerðarbeiðandi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. janúar 2004. I.O.O.F. 12  184198½  Í kvöld kl. 20.30 heldur Sig- urður Bogi Stefánsson erindi um „Maranatha” í húsi félags- ins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15, er kynning á stefnu og starfi Guð- spekifélagsins. Öllu áhugafólki um andleg mál er boðið að kynnast starfi félagsins. Fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30 hefst hugræktarnámskeið Guðspekifélagsins í umsjá Jóns L. Arnalds: „Hugur er heimur I”. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 1  184198  Fundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn 10. janúar kl. 11.30 f.h. á Kringlukránni. Stjórnin www.paris.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.