Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hlýtur að vera einmana- legt fyrir Jóhönnu Sigurð- ardóttur þessa dagana þar sem hún stendur alein og gagnrýnir þær úr- bætur sem stefnt er að gera á húsnæð- iskerfinu hinn 1. júlí með tilkomu pen- ingalána Íbúðalána- sjóðs á grunni nýrra markaðsvænna íbúðabréfa. Allir þeir aðilar sem best til þekkja hafa fagn- að þessum fyrirætl- unum sem eru mik- ilvæg skref í átt til neytendaverndar í fasteignaviðskiptum og styrkingar ís- lensks fjármála- markaðar. Breytingar á hús- bréfakerfinu voru boðaðar! Það kemur á óvart hversu þessar fyr- irhuguðu breytingar hafa komið mörgum á óvart þar sem við framsóknarmenn lögðum á það áherslu í kosninga- baráttunni að for- senda þess að unnt væri að inn- leiða 90% almennra íbúðalána til kaupa á hóflegri væru ákveðnar tæknilegar breytingar á skulda- bréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs. Í minnisblaði Árna Magn- ússonar, þáverandi fram- kvæmdastjóra Framsókn- arflokksins, um 90% almenn húsnæðislán sem lá til grundvall- ar í kosningabaráttunni kom fram að ein af forsendum 90% lánanna væru: ...breytingar á fyrirkomulagi íslensks fjármálamarkaðar til að auðvelda aðgengi erlendra fjár- festa að íslenskum skuldabréfa- flokkum. Þær fyrirhuguðu breytingar sem nú hafa litið dagsins ljós byggja á niðurstöðu nefndar á vegum fjármálaráðuneytisins sem skipuð var fulltrúum fjár- málaráðuneytis, félagsmálaráðu- neytis, Íbúðalánasjóðs, Lánasýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Nefndin hefur verið að störfum und- anfarin misseri og skilaði niðurstöðum sínum í októbermán- uði. Breytingarnar eru því mjög vel ígrundaðar. Íbúðalánasjóður ekki á leið í bankakerfið! Sú stefna sem nú hef- ur verið mótuð breyt- ir engu hvað varðar hlutverk Íbúðalána- sjóðs sem lánveit- anda. Hún er ekki sérstakt skref í átt til þess að færa bönk- unum húsnæðiskerfið. Það er hvorki auð- veldara né erfiðara að koma opinbera hús- næðislánakerfinu til bankanna eftir breyt- inguna. Þótt svo vilji til að Samtök banka og verðbréfafyrirtækja sendi síðastliðið haust frá sér tillögur um fyrirkomulag skulda- bréfaútgáfu á sömu nótum og nefndin hafði verið að móta, þá fer fjarri að það standi til að flytja opinbera húsnæðislánakerf- ið yfir til bankanna eins og Jó- hanna Sigurðardóttir virðist ótt- ast. Þvert á móti hafa aðgerðir undanfarið einmitt beinst að því að tryggja íbúðalánakerfið í sessi innan vébanda Íbúðalánasjóðs. Ein af ástæðum þess að fyrirætl- anir um að hækka almennt láns- hlutfall í 90% voru tilkynntar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), voru efasemdir meðal annars Samtaka banka og verðbréfafyr- irtækja um að núverandi starf- semi Íbúðalánasjóðs stæðist EES samninginn. Væntanlega mun Mikilvægt skref í átt að 90% lánum Birkir Jón Jónsson skrifar um húsnæðiskerfið Birkir Jón Jónsson ’Með hinu nýjafyrirkomulagi verður íbúða- kaupendum og íbúðabyggj- endum tryggðir lægstu mögu- legu markaðs- vextir á hverj- um tíma.‘ LISTIR SKÁLDSAGA Búlgakovs um heimsókn Satans til Moskvuborg- ar Stalíns og sólarhring í lífi Pontíusar Pílatusar er einhver sú magnaðasta sem skrifuð var á síð- ustu öld. Bæði átakamikil og efn- isrík, hefur bæði breidd og dýpt, og er auk þess uppfull af skemmti- legheitum og hugmyndaflugi. Leikgerðir geta verið ágætis túlkunartæki, og bjóða oft upp á möguleika til að skoða byggingu og innihald efniviðar síns á nýjan hátt um leið og þær verða að lifa sjálfstæðu lífi sem listaverk. Hilmar og hans fólk kýs að fylgja atburðaröð skáldsögunnar nokkuð nákvæmlega, sérstaklega framan af, og þá fyrir vikið verða mjög skýr skil í framvindunni um mið- bik sýningarinnar. Fyrri hlutinn segir frá viðskiptum Skrattans, sem kallar sig að þessu sinni Pró- fessor Woland, og hyskis hans við Moskvubúa og lýkur með al- mennri niðurlægingu þeirra í fjöl- leikahúsinu. Síðari hlutinn er síð- an ástarsaga Meistarans og Margarítu og píslarsaga Meistar- ans og skáldverks hans, sem fjallar um viðskipti boðbera sann- leikans við kjarklausa millistjórn- endur á öðrum tíma, söguna af Jesúa Ha-Notsri og Pontíusi Píl- atusi. Hápunktar þeirra sögu fléttast saman við meginsöguna uns þræðirnir renna saman í lokin þegar skáldsaga Meistarans hefur verið lesin á æðstu stöðum og veit- ir innsýn í rætur ragmennsku hans. Ástin og listin sigra. Annað sem leikgerðin dregur skýrt fram er hve Woland er mið- lægur í henni, og hve hlutverk hans er jákvætt. Hann er ekki „hið illa“, varla einu sinni freist- arinn sem afvegaleiðir mannkynið, heldur sá sem veitir makleg mála- gjöld. Hið illa er á hans könnu í sama skilningi og glæpir eru verk- efni dómsmálaráðherra. Hann virðist sammála Jesúa um það að ragmennskan sé verst mannlegra lasta, enda er það smáskitleg spilling sem verður fyrir honum, hann gerir enga tilraun til að ráð- ast að höfuðpaurnum sjálfum. Hann er kominn til að gera rassíu og halda árshátíð. Margt í sviðsetningu Hilmars heppnast afbragðsvel. Frumleg og ögrandi notkun rýmis hefur verið eitt af sterkustu vopnum Hafn- arfjarðarleikhússins og sannar það máltækið um neyðina og nöktu konuna, enda sýningarsal- urinn ekki augljóslega heppilegur vettvangur fyrir leiklist. Svo er einnig hér, og snjöll notkun tjalda, lýsingar og frábærlega vel nýttrar myndbandstækni gefur sýning- unni aukna vídd. Hljóðheimurinn verður á köflum líkamlega áþreif- anlegur þegar málmblástursdrun- ur Lúðrasveitarinnar skella á áhorfendum – innblásin hugmynd. Auk þess skreytir sýninguna endalaust flóð af snjöllum, eða kannski fyrst og fremst skemmti- legum, lausnum sem aðdáendur Hilmars og Hafnarfjarðarleik- hússins eru næstum farnir að ganga út frá sem lágmarkskröfu. Nægir að nefna krossfestinguna, ræðu Latúnskís gagnrýnanda og nýstárlega lyfjagjafatækni geð- hjúkrunarkonunnar sem dæmi um þessi litlu atriði sem taka stórt pláss í minninu. Ýmislegt stendur þó í vegi fyrir að sýningin vinni fullnaðarsigur á áhorfendum, allavega undirrituð- um. Framanaf náði hún ekki að brjóta sig þannig úr viðjum skáld- sögunnar að framvindan yrði hnökralaus. Í síðari hlutanum gekk miklu betur að láta atriðin flæða hvert inn í annað og þar er líka tekin frjálslegri afstaða til framvindunnar. Verulega snjallt að skjóta krossfestingunni inn í árshátíð Wolands, nánast eins og skemmtiatriði. Fullvíst má telja að fyrri hlutinn þéttist og orka hans vaxi með auknu öryggi, en hluti vandans liggur samt í frásagnar- aðferðinni, atriðaskiptingunni og því hversu hefð- og jarðbundin leikgerð efnisins í raun er, þótt sviðsetningin bæti þar nokkuð úr. Annað sem hindrar algera ham- ingju er að mínu mati búninga- og gervavinnan. Eins skemmtilegt og frumlegt og framlag þeirra Ástu og Þórunnar er þá glatast nokkuð áhrifamátturinn af framand- og yfirnáttúruleika Wolands og hysk- is hans þegar heimurinn sem þeir mæta er alveg jafn skrítinn og þeir. Með því að gera allan heim- inn að sirkus er ekki við öðru að búast en undursamlegir hlutir gerist. Trúðslegur leikstíll í raunsæislegra útliti hefði verið frjórri jarðvegur fyrir galdurinn. Leikhópurinn er nokkuð ólíkur þeim sem oftast hefur sést hjá leikhúsinu, einungis Erling Jó- hannesson er eftir af helstu kan- ónum félagsins og á góðan dag í hlutverkum sínum, einkum var nærvera hans sterk sem hinn trú- fasti en óáreiðanlegi sagnaritari Leví Matteus. Egill Heiðar Anton Pálsson var betri sem Meistarinn en Jesúa og samleikur hans og Margarítu, Margrétar Vilhjálms- dóttur, var heitur og fallegur. Margrét er mögnuð í hlutverki nöfnu sinnar. Tveir gamalreyndir leikarar snúa aftur úr leikhléi í þessari sýningu. Kristján Franklín Magn- ús gerir nærveru Wolands áhrifa- mikla og stillir sig um þann óhemjuskap sem vel er hægt að ímynda sér að hlutverkið bjóði upp á. Hjálmar Hjálmarsson verð- ur einna kómískastur af fylgdar- liði andskotans, nokkuð sem kem- ur á óvart því í sögunni stendur Azazello að þessu leyti nokkuð að baki þeim Korovéf og Behemot. Kemur þarna til leikstíll Hjálm- ars, en texti hans hljómar nánast eins og spunninn á staðnum, hvort sem það er raunin eður ei. Vera má að þau Páll S. Pálsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir hefðu átt að fylgja fordæmi Hjálmars að þessu leyti, því þetta gerði Azazello bæði hættulegri og fyndnari. Páll á annars ágætan leik sem Korovéf, en lítið varð úr kettinum Behemot í sýningunni, sem helgast meira af því sem sleppt er úr sögunni og fyrrgreindum ólíkindum í útliti sýningarinnar en Elmu Lísu, sem gekk betur með ungnornina Nat- ösju. Jón Páll Eyjólfsson nær eft- irtektarverðum tökum á Pílatusi og er auk þess drepfyndinn mútu- þægur hússtjórnarformaður. Sól- veig Guðmundsdóttir fer ágætlega með nokkur smærri hlutverk. Hópur ungmenna bregður sér í ýmis hlutverk í hópsenum, með stuðningi lúðrasveitarfólks. Orka hópsins dugði ekki til að blása lífi í sirkusatriðið, sem var einkenni- lega flatt í samhengi sýningarinn- ar. Hæst rísa samt hópatriðin á hárréttum stað, í magnaðri veislu- senunni þar sem töfrar Hafnar- fjarðarleikhússins losna fyrir al- vöru úr læðingi. Meistarinn og Margaríta á ef- laust eftir að eflast með frekari sýningum, en er trúlega of bundin forskrift sinni til að ná fullu flugi. Samt er hún stórviðburður: skemmtileg, fjölbreytt, skrautleg og efnisrík sýning, borin uppi af ríkulegu hugmyndaflugi aðstand- enda sinna. Allir ættu að sjá hana. LEIKLIST Hafnarfjarðarleikhúsið Leikgerð á skáldsögu eftir Mikhaíl Búlga- kov. Leikstjóri: Hilmar Jónsson, leik- mynd: Börkur Jónsson, búningar: Þórunn María Jónsdóttir, lýsing: Egill Ingibergs- son, myndband: Gideon Gabriel Kïers, leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir, dansar: Ólöf Ingólfsdóttir, tónlist: Margrét Örn- ólfsdóttir. Leikendur: Brynja Jóhann- esdóttir, Egill Heiðar Anton Pálsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Erling Jóhann- esson, Hjálmar Hjálmarsson, Jón Páll Eyj- ólfsson, Kristján Franklín Magnús, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Myriam Guðmundsdóttir, Ólöf Jakobsdóttir, Páll S. Pálsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sveinn Hólmar Guðmundsson, Valgeir Emil Sigurgeirsson, Vinni Drexler og Þór- dís Lilja Sigurðardóttir. Lúðrasveitin Svanur, stjórnandi: Rúnar Óskarsson. Hafnarfjarðarleikhúsinu 7. janúar 2004. MEISTARINN OG MARGARÍTA Árshátíð andskotans Morgunblaðið/Sverrir „Meistarinn og Margaríta á eflaust eftir að eflast með frekari sýningum, en er trúlega of bundin forskrift sinni til að ná fullu flugi. Samt er hún stórviðburður: skemmtileg, fjölbreytt, skrautleg og efnisrík sýning,“ segir m.a. í umsögninni. Þorgeir Tryggvason ÁRNI Tómas Ragnarsson læknir skrifar í Morgunblaðið sl. miðvikudag og fjallar um yfir- standandi deilu milli sérfræði- lækna og Tryggingastofnunar rík- isins. Læknirinn er vanstilltur í skrifum sínum og virðist eiga eitt- hvert sérstakt erindi við mig vegna greinar sem ég hafði skrif- að í blaðið 5. janúar, þar sem vikið var að skýringum á dómi Hæsta- réttar 11. desember sl. Kemst höf- undur svo að orði, að ég hafi orðið fyrir opinberun um niðurstöður Hæstaréttar í málinu. Hefð sé orðin fyrir því að ég fái slíka vitr- un í hvert skipti sem ég tapi máli fyrir réttinum. Ég hafi þannig far- ið mikinn við úrskurði Hæstarétt- ar í kvóta- og öryrkjamálum. Í tilefni þessara sérkennilegu skrifa skal tekið fram, að í grein minni 5. janúar var einungis verið að skýra niðurstöðu Hæstaréttar í dómsmálinu. Dómurinn var ekk- ert gagnrýndur, aðeins skýrt hvað í honum fælist. Í greininni var meðal annars á það bent, að ekki fælist skerðing á atvinnufrelsi lækna í því, að þeir ráðstöfuðu at- vinnu sinni með samningum við aðra. Þetta gera yfirleitt allir vinnandi menn í meira eða minna mæli. Benti ég meðal annars á að af forsendum dómsins megi þvert á móti draga þá ályktun, að út frá lögfræðilegum forsendum væri ekkert því til fyrirstöðu, að lækn- arnir tækju með samningum á sig þær skuldbindingar, sem TR hafði talist felast í samningi þeirra en Hæstiréttur ekki fallist á. Þessi augljósu sannindi ættu að vera öll- um þenkjandi mönnum ljós. En þau virðast dyljast Árna lækni. Ég læt mig það ekki miklu varða, þó að þessi læknir ráði ekki við þessa einföldu hugsun. Senni- lega á hann hagsmuni af niður- stöðunni, sem villa honum sýn. Það kemur mér hins vegar und- arlega fyrir sjónir, að hann skuli ráðast að persónu minni fyrir það eitt að hafa sagt deili á þessum hæstaréttardómi. Verra er líka fyrir hann að telja mig hafa tapað fyrir Hæstarétti „kvóta- og ör- yrkjamálum“. Ég veit ekkert hvað hann er að tala um. Mál sem unnt er að fella undir þessi heiti hef ég aldrei flutt við réttinn. Svo einfalt er það. Ég vona að Árni læknir nái kröftum sínum á ný. Vanstilltur læknir Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.