Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í trylltum dansi (Stark Raving Mad) Gamanspenna Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS. Bönnuð innan 12 ára. (103 mín.) Leik- stjórn og handrit Drew Daywalt og David Schneider. Aðalhlutverk Seann William Scott, Lou Diamond Phillips. HÉR er lofað mynd í anda Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Trainspotting með gríni í anda American Pie. Ekkert er þó fjær sannleikanum því þessi blessuð B- mynd er ekki eins nándar nærri eins svöl, spennandi eða fyndin og ofannefndar, þótt meiningin hafi sannarlega verið að jafnast á við þær. Fyrir það fyrsta þá er hugmynda- skorturinn algjör. Ekkert nýtt að gerast, þótt leik- stjóraparið unga hafi vafalaust haldið annað með því að tvinna fífldjarfa bankaránstilraun saman við æsilegt reif. Svo átti Seann William Scott örugglega að redda restinni með persónutöfrum og glettni. En æ og ó hvað menn hafa misreiknað sig. Nú er svo komið að eigi Scott blessuðum að takast að segja skilið við Stifler blessaðan þá verður hann að taka sig saman í andlitinu og velja sér betri verkefni en þetta. Annars á hann eftir að kynnast nýjasta vinnufélaga sínum honum Lou Diamond Phillips miklu betur. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Rán á miðju reifi ÞAÐ gerist æ sjaldnar að gefnar séu út íslenskar barnaplötur, hvað þá að sótt sé í gamla þjóð- sagnaarfinn eða sígild ævintýri Grimms-bræðra eða H.C. Andersens. Fyrir rúmum tveimur ára- tugum síðan stóð slík útgáfa hins vegar í miklum blóma og margar barnaplötur litu þá dagsins ljós, aðallega fyrir tilstuðlan Svavars Gests og útgáfu hans SG-hljómplatna. Skífan, sem á útgáfurétt á öllum upptökum sem voru í eigu SG-hljómplatna, hefur nú gefið út sex sígildar barnaplötur sem ófáanlegar hafa verið um alllangt skeið. Sú elsta, upplestur Ævars R. Kvaran á íslenskum ævintýrum, er orðin yfir þriggja áratuga gömul en þær yngstu rétt rúm- lega tveggja áratuga gamlar. ÍSLENSK ÆVINTÝRI (1969) Ævar R. Kvaran flytur Hér er á ferðinni endurútgáfa á upplestri Ævars R. Kvaran sem kom fyrst út á plötu árið 1969. Annars vegar tvö æv- intýri eftir Jónas Hallgríms- son, Leggur og skel og Fífill og hunangsfluga. Hins vegar eru hér tvö frábær ævintýri úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, Búkolla og Velvakandi og bræður hans. ÆFINTÝRI Í MARARÞARABORG (1974) Æfintýri í Mararþaraborg er bráðskemmtileg og spennandi saga úr undirdjúpunum eftir Ingebright Davik í þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk. Á plötunni er það í flutningi Helga Skúlasonar leikara og fjallar um flatvaxna flyðrufjölskyldu sem býr á hvítum sandfláka. Flatur pabbi, mamma Flöt og tvíburabræðurnir Fimur og Frakkur koma við sögu ásamt öðrum íbúum sjávarins sem verða á vegi þeirra. PÉTUR & ÚLFURINN (1977) Bessi Bjarnason flytur Bessi Bjarnason leikles hið sígilda tónlistar- ævintýri um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff við undirleik Philadelphia Orchestra. Skemmtilegar teikningar eftir Pétur Halldórsson fylgja með í bæklingi. HANS OG GRÉTA/ÖSKUBUSKA (1978) MJALLHVÍT/RAUÐHETTA (1978) Nú eru liðin tæp 200 ár síðan ævintýrakver Grimms-bræðra leit dagsins ljós í Þýskalandi. Á þessum tveimur plötum má heyra vandaðar leikgerðir frá árinu 1978 af fjórum af þekkt- ustu ævintýrunum, um Hans og Grétu, Öskubusku, Mjall- hvít og Rauðhettu. Leikendur eru Bessi Bjarnason, Elfa Gísladóttir, Gísli Alfreðsson, Margrét Guðmundsdóttir og Sigurður Sigurjónsson en leik- stjóri var Gísli Alfreðsson. BAKKABRÆÐUR (1983) Sigurður Sigurjónsson flytur Sögur þær sem hér birtast eru teknar úr íslenskum þjóðsög- um og ævintýrum sem Jón Árnason safnaði um miðbik síðustu aldar. Svo vinsælar hafa margar þessar sögur orð- ið meðal þjóðarinnar að máltæki og orðtök úr sumum þeirra lifa enn. Sigurður Sigurjónsson fer á kostum í mögnuðum leiklestri. ÆFINTÝRI H.C. ANDERSEN (1983) Bessi Bjarnason flytur Bessi Bjarnason las þrjú af þekktari ævintýrum H.C. Andersen meistaralega inn á hljómplötu sem var útgefin árið 1983. Þessi bráð- skemmtilegi leiklestur er nú í fyrsta sinn fáanlegur á geislaplötu. Sígildar barnaplötur endurútgefnar Þjóðsögur, Grimms-ævin- týri og saga úr undirdjúpum EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert  AE. Dv  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 5.40. B.i. 16. Enskur texti Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð! Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna meðal annars besta mynd ársins Stórbrotin og mögnuð kvikmynd sem enginn Íslendingur má missa af. Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL HJ. MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8. The Rolling Stone SV. Mbl Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill  SV. MBL Roger Ebert Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. FRUMSÝNING  ÓHT. Rás2 Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Hennar draumar. Hennar skilmálar. Frábær mynd og frábær tónlist enda kom myndin skemmtilega á óvart í Bandaríkjunum.  Kvikmyndir.is KEFLAVÍK Kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Kl. 6 og 10. Hilmir snýr heim (The Return of the King) Peter Jackson tekst það sem allir vonuðust eftir, að magna upp það sem var magnað fyrir, og ljúka kvikmyndagerð Hringadróttinssögu með glæsibrag. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin, Borgarbíó Ak. Bana Billa – I. hluti (Kill Bill – Vol. I.) Aðdáendur Tarantinos geta varpað öndinni léttar, meist- arinn hefur engu gleymt. (H.J.) Regnboginn. Borg guðs (City of God) Listavel gerð mynd um ömurlegt líf gleymdra barna í fá- tækrahverfum Brasilíu. (S.V.)½ Háskólabíó. Dulá (Mystic River) Vægðarlaust stórdrama um tengsl glæpa í nútíð og fortíð og dæmda vináttu þriggja manna. Stórvirki frá Eastwood. (S.V.) ½ Háskólabíó. Kaldaljós Gullfalleg kvikmynd sem hefur gríðarlega sterkan tilfinn- ingalegan slagkraft og notast á markvissan hátt við sjón- rænar og táknrænar lausnir við að miðla sögunni. (H.J.)  ½ Háskólabíó, Sambíóin Leitin að Nemó (Finding Nemo) Bullandi sköpunargleði blandast fagmennsku á öllum svið- um. (H.J.)  ½ Sambíóin, Háskólabíó. Keisaraklúbburinn (The Emperor’s Club) Samviskusamlega og fagmannlega gerð. Kevin Kline stend- ur sig með prýði í klæðskerasniðnu hlutverki.(S.V.) Háskólabíó. BÆJARINS BESTU Sæbjörn Valdimarsson/Skarphéðinn Guðmundsson/ Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Borg guðs er af mörgum talin ein allra besta kvik- mynd sem frumsýnd var hér á landi árið 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.