Morgunblaðið - 09.01.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 33
ESA staðfesta að svo sé og
tryggja þá fyrirætlan að Íbúða-
lánasjóður verði áfram rekinn í
núverandi mynd en húsnæð-
islánin ekki færð inn í bankakerf-
ið.
90% lánin verða að raun-
veruleika á kjörtímabilinu
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
að tekin verða upp 90% lán á
kjörtímabilinu stendur. Fyr-
irhugaðar breytingar á skulda-
bréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs og
hækkun hámarkslána nú um ára-
mótin eru mikilvæg skref í þá
átt. Stefnt er að framlagningu
frumvarps um 90% lánin á vor-
þingi svo fremi sem niðurstaða
ESA liggi þá fyrir. Það er vert að
undirstrika að í tillögum Fram-
sóknarflokksins í kosningabarátt-
unni var gert ráð fyrir að tak-
markinu um 90% húsnæðislán og
hækkun hámarka húsnæðislána
yrði tekin í áföngum á kjör-
tímabilinu.
Fyrsta skrefið átti einmitt að
vera nú í desember og það næsta
nú í vor.
Afföll og
yfirverð úr sögunni
Með breytingum á skuldabréfaút-
gáfunni verða afföll og yfirverð
húsbréfakerfisins úr sögunni. Í
því felst mikil neytendavernd.
Seljandinn gengur að vísu hvaða
fjármuni hann mun fá í hend-
urnar og kaupandinn veit ná-
kvæmlega hverjir vextirnir
verða.
Lægstu mögulegu markaðs-
vextir á hverjum tíma!
Með hinu nýja fyrirkomulagi
verður íbúðakaupendum og
íbúðabyggjendum tryggðir
lægstu mögulegu markaðsvextir
á hverjum tíma. Í húsbréfakerf-
inu greiddu íbúðakaupendur allt-
af 5,1% vexti (vextir húsbréfanna
4,75% + vaxtaálag ÍLS 0,35%) af
lánum sínum þótt ávöxtunarkrafa
húsbréfa og húsnæðisbréfa væri
mun lægri á markaði. Á árinu
2003 var ávöxtunarkrafa hús-
bréfa alltaf lægri en 4,75% ef fyr-
irhugað fyrirkomulag hefði verið
til staðar hefðu kaupendur alltaf
greitt lægri vexti en 5,1%.
Allar líkur eru á því að vextir á
hinum nýju skuldabréfaflokkum
verði enn lægri en ávöxt-
unarkrafa á hús- og húsnæð-
isbréfum hafa verið hingað til.
Það mun skila sér í lægri vöxtum
til kaupenda en annars hefði orð-
ið.
Færa má rök fyrir því að vext-
ir af húsnæðislánum gætu fljót-
lega orðið 4,5% í stað 5,1% – ef
ekki verða sett inn ákvæði um
tímabundna lágmarksvexti, t.d.
4,9% vegna efnahagslegra að-
gerða.
Ef markaðsvextir hækka, þá
hækka vextir á húsnæðislánum
sem því nemur. Hins vegar verða
vextirnir alltaf lægstu mögulegu
markaðsvextir. Ef ávöxt-
unarkrafa fer yfir 4,75% þá munu
vextir af húsnæðislánum verða
hærri en þeir 5,1% sem nú ríkja.
Í húsbréfakerfinu þýddi slík
hækkun á markaðsvöxtum afföll
af húsbréfum – allt upp í 15% –
reyndar 25% á tímum Jóhönnu
Sigurðardóttur. Það þýðir 1,5
milljónir króna af 10 milljóna
króna láni. Oft lentu slík afföll á
kaupandanum – þótt kerfið væri
hugsað á þann hátt að seljandi
bæri afföllin. Þannig greiddi
kaupandinn vaxtamuninn með
eingreiðslu, t.d. 1 milljón króna
og greiddi síðan 5,1% af fast-
eignaveðbréfinu.
Með breytingunni er ekki um
slíka háa eingreiðslu að ræða –
heldur dreifist vaxtamunurinn á
allan lánstímann.
Engar
biðraðir
Það eru engar líkur á því að bið-
raðir myndist eftir lánum Íbúða-
lánasjóðs þótt breytingar verði á
fjármögnun lánanna með þeim
hætti sem kynnt hefur verið.
Slík hætta var fyrir 10–15 ár-
um þegar skortur var á fjár-
magni á fjármálamarkaði. Hús-
bréfakerfið var snjallt svar við
þessu vandamáli á sínum tíma.
En með samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið þar sem
tryggt er frjálst flæði fjármagns
og þeirrar þróunar sem verið
hefur á íslenskum markaði und-
anfarinn áratug er þessi hætta úr
sögunni.
Ef stefnir í það að fjármagn
það sem fæst við skuldabréfaút-
boð Íbúðalánasjóðs verði uppurið
er einfalt að bæta við nýju
skuldabréfaútboði á milli reglu-
legra skuldabréfaútboða til að
afla fjár.
Þar sem um er að ræða öflug
skuldabréf á alþjóðlegum skulda-
bréfamarkaði er ljóst að skulda-
bréfaflokkarnir munu alltaf selj-
ast. Eina óvissan í því er hver
ávöxtunarkrafan verður hverju
sinni. Sú áhætta er miklu minni
en affallaáhættan í núverandi
húsbréfakerfi. Benda má á að ís-
lenskir lífeyrissjóðir hafa úr það
miklum fjármunum að spila að
þótt eitthvert bakslag kæmi í
kaup erlendra aðila er nægt fjár-
magn innanlands til að fjárfesta í
viðkomandi skuldabréfaútboðum
Íbúðalánasjóðs.
Höfundur er alþingismaður.
ÞAÐ hefur oft komið fyrir í
stjórnarsamstarfi núverandi stjórn-
arflokka, að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi niðurlægt Framsóknarflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá verið
að sýna vald sitt, sýna hver ráði í
samstarfinu. Eitt grófasta dæmið í
þessu efni var þegar Sjálfstæð-
isflokkurinn ákvað að leggja niður
Þjóðhagsstofnun án
þess að ræða það við
Framsókn. Sú ráða-
gerð Sjálfstæðisflokks-
ins gekk svo langt, að
það var farið að ræða
það við starfsmenn
Þjóðhagsstofnunar að
leggja ætti stofnunina
niður áður en það var
rætt við Framsókn-
arflokkinn og áður en
Framsókn hafði sam-
þykkt það. Framsókn
var í fyrstu algerlega á
móti því að Þjóðhags-
stofnun yrði lögð niður enda hafði
stofnunin sannað ágæti sitt. En í
þessu máli valtaði Sjálfstæðisflokk-
urinn algerlega yfir Framsókn og
Framsókn átti engra kosta völ ann-
arra en að dröslast með og sam-
þykkja niðurlagningu Þjóðhags-
stofnunar enda þótt flokkurinn hafi í
fyrstu verið algerlega á móti því.
Mál þetta allt var niðurlægjandi fyr-
ir Framsókn.
Annað nýlegt dæmi, sem sýnir
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn nið-
urlægir Framsókn, er svikin við
framkvæmd samkomulagsins við ör-
yrkja frá 25. mars sl. Fjallað er um
samkomulagið á heimsíðu minni,
www.gudmundsson.net. Sam-
komulagið við Öryrkjabandalag Ís-
lands frá mars sl. var alfarið mál
Framsóknarflokksins. Af hálfu
Framsóknar voru það ráðherrarnir
Jón Kristjánsson og Halldór Ás-
grímsson, sem sömdu við Ör-
yrkjabandalagið. Þeir sáu, að samn-
ingur um bætt kjör öryrkja gæti
bætt stöðu Framsóknar í kosninga-
baráttunni, en Framsókn var þá í
mikilli lægð í skoðanakönnunum og
stjórnin hékk á bláþræði. Samning-
urinn við Öryrkjabandalagið var
munnlegur og var handsalaður milli
þeirra Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra og Garðars Sverr-
issonar, formanns Öryrkjabanda-
lagsins. Þátttaka Halldórs
Ásgrímssonar í samningsgerðinni og
bakstuðningur hans hefði átt að
tryggja, að staðið yrði við samning-
inn. En svo varð ekki. Sjálfstæð-
isflokkurinn neitaði að framkvæma
samninginn að fullu 1. janúar 2004
eins og samið hafði verið um. Sjálf-
stæðisflokkurinn vildi aðeins fram-
kvæma 2⁄3 af samningnum 1. janúar
en athuga með framkvæmd á 1⁄3 síð-
ar. Einn milljarður var látinn í fram-
kvæmdina nú en fullar efndir á
samningnum kosta 1½ milljarð.
Þetta var gífurlegt áfall fyrir Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
Hann stóð uppi sem svikari við ör-
yrkja, þar eð Sjálfstæðisflokkurinn
neitaði að efna samning sem hann
hafði gert með bak-
stuðningi formanns
Framsóknarflokksins.
Ef einhver manndómur
hefði verið í Framsókn
hefði hún staðið og fall-
ið með samningnum við
öryrkja. Þá hefði hún
sagt við Sjálfstæð-
isflokkinn: Annaðhvort
stendur þessi samn-
ingur og verður efndur
að fullu 1. janúar 2004
eða við erum farnir úr
stjórninni. Þá hefði
Sjálfstæðisflokkurinn
látið undan. En í staðinn fyrir að
gera þetta kaus Framsókn nið-
urlægingu eina ferðina enn. Sjálf-
stæðisflokkurinn niðurlægði Fram-
sókn í þessu máli og valtaði yfir
ráðherra Framsóknar. Þeir voru
gerðir ómerkir og standa nú uppi
sem svikarar við öryrkja. Líklegt er,
að málið fari fyrir dómstóla.
Alger kattarþvottur
Allt tal um, að samningurinn hefði
ekki átt að kosta nema einn milljarð,
er út í hött og alger kattarþvottur.
Það var samið um ákveðnar kjara-
bætur öryrkjum til handa, tvöföldun
á grunnlífeyri þeirra, sem yrðu ör-
yrkjar 18 ára, og síðan örlitlu minni
hækkun á grunnlífeyri 19 ára ör-
yrkja og koll af kolli þar til 67 ára
aldri væri náð. (Miðað við hvenær
menn yrðu öryrkjar.) Það lá ekki al-
veg fyrir, þegar samkomulagið var
handsalað, hve mikið þessar kjara-
bætur mundu kosta. Í fréttatilkynn-
ingu var sagt rúmur milljarður en
það var aðeins gróf áætlun. Gengið
var út frá því, að kostnaðurinn við
framkvæmd samkomulagsins yrði
greiddur að fullu eins og kostnaður
við aðra kjarasamninga. Það hvarfl-
aði ekki að neinum, að sam-
komulagið yrði svikið.
Hluta bótanna skilað til baka
Stjórnarliðar tala mikið um það nú,
að þeir séu að gera vel við öryrkja
með því að framkvæma sam-
komulagið við þá að 2⁄3 hlutum og
benda m.a. á, að yngstu öryrkjar fái
20 þús. kr. hækkun á mánuði. En at-
huga ber, að hér er aðeins verið að
skila til baka að hluta til því sem áð-
ur hafði verið tekið af öryrkjum
(með skerðingu). Ef tengslin milli
kaupgjalds og örorkulífeyris hefðu
haldist væri örorkulífeyrir allra ör-
yrkja í dag meira en 20 þús. kr.
hærri á mánuði en hann er. Þessu er
skilað til baka til yngstu öryrkjanna
en hinir sæta áfram mikilli skerð-
ingu. T.d. fá þeir sem verða öryrkjar
um fimmtugt ekki nema 500 kr.
hækkun á mánuði!
Framsókn niðurlægð
Björgvin Guðmundsson
skrifar um stjórnmál ’Þeir voru gerðirómerkir og standa nú
uppi sem svikarar við
öryrkja. Líklegt er, að
málið fari fyrir dóm-
stóla.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Nú er komin létt abt-mjólk!
Nýjung!
Án
viðbættssykurs!
– með ferskjum,
hindberjum og musli
– með jarðarberjum og musli,
án viðbætts sykurs
Gamla góða abt-mjólkin
er nú fáanleg úr
fituskertri mjólk
með tveimur
bragðtegundum:
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA