Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 43

Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 43
Þegar komið er að leiðarlokum þökkum við fyrir vináttu og tryggð, sem aldrei brást. En við minnumst líka ótal gleðistunda úr tvísýnni bar- áttu og áréttum þá sameiginlegu sannfæringu okkar, að hún var alls þess virði, sem í hana var lagt; and- vökunnar, átakanna, árangursins – og síðast en ekki sízt, bræðralagsins. Jón Baldvin og Bryndís. Góðar minningar koma í hugann við leiðarlok öðlingsins Þorsteins Jakobssonar. Okkar samleið var lengst af í Alþýðuflokknum og þar kynntist ég því vel hvað hann var traust manneskja. En ég var ungling- ur heima á Ísafirði þegar ég heyrði fyrst um hann sem kærastann henn- ar Ágúar og hvar sem hans var getið í mín eyru eftir það var það að góðu einu. Ásgerður heitin eiginkona hans, sem við kölluðum Ágú, var heima- gangur á æskuheimilinu mínu á Ísa- firði á uppvaxtarárum sínum. Hún var besta vinkona Margrétar næst- elstu systur minnar og tók ástfóstri við mömmu og barnahópinn hennar. Varla leið sá dagur að hún kæmi ekki í Aðalstrætið. Ásgerður var einbirni en við vorum átta systkini og okkur fannst hún njóta sín sem ein af hópn- um. Löngu eftir að þær stöllur flutt- ust að heiman hélt hún tryggð við heimilið. Okkur systkinunum fannst hún alltaf vera vinkona okkar allra- .Það kom okkur ekki á óvart að þau Þorsteinn eignuðust fjögur börn og við göntuðumst með að það væru áhrif frá barnafjörinu heima hjá okk- ur í gamla daga. Ásgerður og Þor- steinn áttu miklu barnaláni að fagna og þó við fylgdumst með þeim álengdar þóttumst við finna að á heimili þeirra ríkti einstaklega mikil ástúð og samheldni. Svo lágu leiðir okkar Ágúar og Steina saman á ný í Alþýðuflokknum. Þvílík gersemi það er fyrir flokk að eiga liðsmenn eins og Þorstein Jakobsson og Ásgerði Bjarnadóttur. Þau voru vakin og sof- in í flokksstarfinu og alltaf reiðubúin að taka til hendi þar sem þurfti hand- taks við. Þarna var ekki verið að láta til sín taka til að öðlast einhverja upp- hefð, sjálfur öðru nær. Þeim fannst miklu skipta að vera til stuðnings því fólki sem skipaði framvarðarsveitina og axlaði þyngri ábyrgð á flokknum en settu engu að síður fram afdrátt- arlausar skoðanir á málum. Móður- bróðir Ásgerðar var Haraldur Guð- mundsson fyrrverandi ráðherra og hún og Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru systkinabörn. Þau hjónin þekktu því náið verk og ábyrgð þeirra sem skipa forystuhlutverkin hverju sinni. Þó Ásgerður hafi vaxið upp við svo póli- tísk tengsl held ég að Þorsteinn hafi verið jafn rammpólitískur. Hann vildi gjarnan ræða málin og það var mjög gaman að setjast á rökstóla við hann um það sem efst var á baugi hverju sinni. Það bar til tíðinda ef þau hjón vantaði á hverskonar samkomur í flokknum, hvort sem um var að ræða opið hús og kaffispjall, þungir póli- tískir átakafundir eða stór flokks- þing. Það var hægt að reiða sig á þessi hjón í hvívetna. Minnistætt er þegar þau ásamt vinahjónum í flokknum áttu frumkvæði að því koma upp fundaraðstöðu sem kölluð var Rósin á fyrstu hæð í Alþýðuhús- inu og standa þar fyrir opnu húsi um árabil. Og það var ekki í eina skiptið sem flokkurinn naut listahandbragðs Þorsteinn og m.a. kom hann svo sannarlega að standsetningunni á annarri hæð Alþýðuhússins nokkrum árum seinna. Samheldni, vinátta, gíf- urlega mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins og trú á málstaðinn eru orð sem mér koma í hugann þeg- ar ég hugsa um árin mín með Ásgerði og Þorsteini í flokknum. Því er það að annars verður vart getið án hins. Ásgerður Bjarnadóttir lést fyrir nokkrum árum eftir erfið veikindi og nú hefur Þorsteinn Jakobsson haldið á hennar fund. Um leið og ég votta börnum þeirra og fjölskyldum dýpstu samúð kveð ég föður þeirra í virðingu og þökk. Blessuð sé minning Þor- steins Jakobssonar. Rannveig Guðmundsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 43 ✝ Sigríður VigdísÓlafsdóttir fædd- ist 31. desember 1945. Hún andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Vigfús- son, f. 30. september 1912, d. 12. desember 1988 og Þórhildur Kristbjörg Jakobs- dóttir, f. 2. janúar 1918, d. 9. maí 1996. Systkini Vigdísar eru Sólveig Hugrún, f. 1941, gift Ósk- ari Friðrikssyni, f. 1938, Ellen Huldís, f. 1943, gift Þorleifi Þor- leifssyni, f. 1929, Einar Ólafur Berg, f. 1947, kvæntur Emilíu Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1951, og Hallbjörg Gíslína, f. 1951, gift Tom Hansen, f. 1952. Vigdís eignaðist einn son, Arn- ar Þór Guttormsson, f. 14. maí 1971, hann er kvæntur Karen Jenný Heiðarsdóttur, f. 19. nóv- ember 1972, dóttir þeirra er Þór- hildur Gyða, f. 20. mars 1996. Vigdís ólst upp á Seyðisfirði og gekk í Barnaskóla Seyðisfjarðar. Eftir gagnfræðapróf, frá Alþýðu- skólanum á Eiðum, gekk hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Ár- in 1967-69 nam hún fatasaum í Kaup- mannahöfn og lauk prófi sem kennari í fatasaum. Á árunum 1969-75 kenndi Vig- dís handavinnu í 3 vetur við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað og starfaði við prjóna- stofuna Dyngjuna á Egilstöðum. Eftir það bjó hún ásamt foreldrum sínum og syni á Seyðisfirði. Á þeim tíma sinnti hún ýmsum störfum en lengst af starf- aði hún í eldhúsi Sjúkrahúss Seyð- isfjarðar, fyrst sem starfsstúlka en síðar sem ráðskona. Árið 1990 fluttist hún búferlum til Reykja- víkur og hóf nám í matarfræði sem hún lauk árið 1992. Jafnframt því starfaði hún í eldhúsi Land- spítalans og þar vann hún alla tíð síðan. Vigdís hafði mikið yndi af kór- söng og söng í Kirkjukór Seyðis- fjarðar og síðan með kór Garða- kirkju, síðar kór Vídalínskirkju, allt frá því hún flutti til Reykjavík- ur. Útför Vigdísar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró og ég þrái að sjá hið bjarta sem að áður í mér bjó þá er lausnin ávallt nálæg, ef um hana í auðmýkt bið og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finn ég frið. Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er. Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nálægt þér að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt. Ég vil mæta þessum degi, fagna öllu sem fyrir ber og ég bið þess að ég megi njóta alls sem hann gefur mér. Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von sem aldrei deyr því með bæninni kemur ljósið og í myrkri ég geng ei meir. (Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir.) Elsku mamma. Ég held að við séum ekki alveg ennþá búinn að átta okkur á því að þú komir ekki aftur til okkar. Þú áttir nú til að skreppa frá okkur þegar ferða- hugurinn greip þig, Danmörk, Ísrael, Himalaya, Bhutan, ég meina hvar er það? En við ferðuðumst svo sem sam- an líka. Eins og þetta síðasta ferðalag sem þú ert á núna. Fyrsta hlutann fórum við saman og þó að það geti verið erfitt að burðast með töskur um risavaxnar flugstöðvar og troða þeim í fullar járnbrautarlestar þá er erf- iðara að sitja við rúm og geta lítið sem ekkert gert nema vera bjartsýnn. En það klikkaði aldrei hjá þér, enda man ég svo sem ekki eftir neinum vanda- málum hjá þér. Kannski óvænt verk- efni eða mál sem þurfti að leysa en aldrei vandamál. Ég lærði af þér að gera það sem mann langar til og þó að það hafi orðið til þess að við vorum ekki alltaf alveg sammála þá studd- irðu mig í flestu sem ég tók mér fyrir hendur. T.d. þegar ég hætti í píanó- námi, þá varstu ekki alveg sammála en fljótlega uppúr því gafstu mér minn fyrsta rafbassa og magnara sem var boðlegur á hvaða svið sem var. Ef mér tekst að gera svipað við Þórhildi Gyðu og Jakob Þór (nema ef það kemur stelpa) þá hefur þér tekist vel upp með mig. Að lokum vil ég bara segja: Þó svo að allir vegir séu færir getur viljinn verið í mikilli ófærð en ef viljinn er sterkur þá skiptir fyrirstaðan engu máli. Þinn sonur Arnar Þór. Ég var svo heppin að eignast ein- hverja þá bestu tengdamömmu sem nokkur getur hugsað sér. Ekki bara að hún væri alltaf til í að hjálpa og að- stoða við hvað sem var heldur varð hún einnig ein af mínum bestu vin- konum sem ég gat rætt um allt við. Vigdís kunni að hlusta og hún kunni einnig að ráðleggja manni þannig að vel færi og að maður sjálfur var sátt- ur við niðurstöður vandamálanna. Ekki var það til að skemma fyrir hversu dugleg hún var í höndunum, hvort sem það var til að sauma föt eða dúkkuföt eða bara til að stytta buxur eða laga göt sem tengdadóttirin mátti ekki vera að, enda ef eitthvað fata- kyns bilaði sagði Þórhildur Gyða allt- af, Dísa amma lagar þetta bara, mamma mín. Vigdís treysti mér nú samt fyrir ýmsu, sem skipti miklu máli, eins og jólamatnum, og aldrei setti hún út á neitt, ekki einu sinni þegar ég bar fram hráar kartöflur á sjálft aðfangadagskvöld. Þá var nú hlegið og gátum við í minningunni alltaf hlegið að þessu, nú síðast um þessi jól. Það verður að segja það eins og það er að ég hefði aldrei klárað þessar há- skólagráður mínar ef ég hefði ekki haft hana Vigdísi, að öðrum ólöstuð- um var enginn sem hjálpaði mér meira og það gladdi mig mjög að sjá hversu stolt hún var af mér þegar ég útskrifaðist nú í haust. En gráglettni örlaganna hagaði því þannig að 3 dög- um síðar lagðist hún inn á spítalann og átti ekki afturkvæmt þaðan. Við áttum yndislegar stundir saman í gegnum árin og þótt þessir síðustu mánuðir hafi verið erfiðir þá hafa þeir einnig gefið mér veganesti út í lífið. Að sjá hvernig Vigdís tók sínum veik- indum af æðruleysi og jákvæðni og hversu langt hún ætlaði sér var aðdá- unarvert. En því miður var við ofur- efli að etja í þetta sinn. Ég veit hún vakir yfir okkur og hjálpar okkur að taka áfram réttar ákvarðanir í lífinu. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka öllu því starfsfólki Landspít- alans sem kom að aðhlynningu og læknismeðferð Vigdísar, það má með sanni segja að Landspítalinn sé ríkur af góðu og yndislegu starfsfólki sem alltaf var boðið og búið að gera alla skapaða hluti fyrir okkur. Einnig vilj- um við þakka Kór Vídalínskirkju (kórnum hennar Vigdísar) fyrir ógleymanlega stund sem við áttum með þeim á spítalanum rétt fyrir jól- in. Guð blessi minningu þessarar ynd- islegu og jákvæðu konu sem kenndi okkur svo margt um það hvernig á að lifa lífinu. Karen Jenný (tengdadóttirin). Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma. Amma fylgir mér alltaf og ég fylgi henni alltaf, við höfðum það alltaf gaman, við vorum oft úti á sumrin og við lékum okkur stundum og hún var lítil grýla. Hún bakaði ömmubollur en við kölluðum þær stundum fitubollur. Ég sat uppi á borði hjá henni á meðan hún bakaði. Ég skreið stundum upp í rúm hjá henni af því það var svo gott að kúra hjá ömmu. Ég sakna þín mik- ið, og þú átt alltaf pláss í hjarta mínu, hjá mömmu og pabba. Þau sakna þín líka. Vonandi líður þér vel núna þegar þú ert orðin engill. Þín Þórhildur Gyða. Elsku systir, ekki óraði mig fyrir því í ágúst þegar þú komst í nokkra daga austur að það yrði þín síðasta heimsókn. Við ókum m.a. á Bjólf og horfðum yfir fallega bæinn okkar og töluðum um hve gott væri að hafa þennan vegaslóða þá gætu þeir sem lasburða væru komist til að njóta út- sýnisins. Við ákváðum líka að næst þegar þú kæmir þá færum við von- andi í berjamó svo við gætum fengið okkur bláber og rjóma. En enginn ræður sínum næturstað. Minningarnar eru margar og góð- ar. Áður en Dísa flutti suður vorum við báðar á Seyðisfirði og fylgdumst að í mörgu. Löbbuðum mikið saman og syntum. Alltaf þegar eitthvað stóð til, fermingar eða aðrir merkisdagar, hjálpuðumst við að. Þegar ég lenti í vandræðum með saumaskap var gott að eiga systur sem allt lék í hönd- unum á og var tilbúin til þess að hjálpa til og lagfæra með mér. Eitt aðaláhugamál Dísu voru ferða- lög. Ferðaðist hún bæði með kórnum sínum og á eigin vegum. Hún söng með Snælandskórnum í Betlehem jól- in 1989 og það var víst alveg stórkost- legt. Ein af hennar ferðum var til Nepal með ferðahóp og var þá bæði gengið á fjöll og gist í tjöldum. Sú ferð var í miklu uppáhaldi hjá henni og gaman að skoða með henni myndir þaðan og heyra ferðasöguna. Til Kaupmannahafnar var oft skroppið og litla systir okkar og fjölskylda heimsótt. En nú að leiðarlokum þakka ég samfylgdina og bið góðan guð að styrkja Arnar Þór, Karen Jenný og Þórhildi Gyðu í sorg þeirra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hugrún Látin er um aldur fram Sigríður Vigdís Ólafsdóttir, matarfræðingur. Vigdís var ein af fáum matarfræð- ingum hér á landi en hún útskrifaðist sem slíkur í desember 1992. Á náms- tíma og að loknu námi starfaði hún í eldhúsi Landspítala – háskólasjúkra- húss. Vigdís sat um árabil í stjórn Félags matarfræðinga og eru henni hér færðar þakkir fyrir þau störf og sam- vinnu. Við minnumst Vigdísar sem mjög sérstaks og hæfileikaríks persónu- leika, hún var söngelsk, hög í höndum og vandvirk. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Hvíl þú í friði. Vottum ættingjum Vigdísar samúð. Fyrir hönd Félags matarfræðinga. Olga Gunnarsdóttir. Látin er í blóma lífsins samstarfs- félagi okkar Sigríður Vigdís Ólafs- dóttir, matarfræðingur. Vigdís, eins og hún var kölluð, hóf störf í eldhúsi Landspítala - háskólasjúkrahúss haustið 1990. Á farsælum starfsferli sínum hjá okkur tók Vigdís þátt í flestum þeim störfum sem unnin eru í eldhúsi, bæði sem starfsmaður og fagmaður og nú síðast sem verkstjóri í uppþvottadeild. Árið 1990 tók Vigdís ákvörðun um að flytja frá Seyðisfirði, breyta til og hefja nám matarfræð- inga við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Áður hafði hún stjórnað eldhúsi sjúkrahúsins á Seyðisfirði. Vigdís var glaðlynd en jafnframt um margt sérstakur persónuleiki, hún átti það til að taka sporið og sýna af sér mikla kæti öllum að óvörum þegar henni fannst ástæða til að lífga þannig upp á hversdagsleikann. Ann- ars var hún frekar ákveðin, fylgin sér og nákvæm en þeir eiginleikar nýtt- ust henni vel sem verkstjóri. Í því starfi þurfti hún m.a. að takast á við ýmis mál sem komið gátu upp í sam- bandi við samskipti starfsmanna sem eru af ýmsu þjóðerni, vegna mismun- andi tungumála og menningar. Vigdís var mikil hannyrðakona og var lærður kjólameistari. Hún stund- aði hannyrðakennslu á árum áður, m.a. við hússtjórnarskólann á Hall- ormsstað. Hún hafði mikið yndi af tónlist og var virkur félagi í kór Vídal- ínskirkju. Í veikindum sínum stytti hún sér stundir við að hlusta á fagran söng. Við þökkum henni samfygldina og samstarfið. Hennar er sárt saknað. Sendum syni hennar, tengdadótt- ur, sonardóttur og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk í eldhúsi og matsölum Landspítala - háskólasjúkrahúss. Kveðja frá félögum í Kór Vídalínskirkju Í dag kveðjum við með söknuði Sig- ríði Vigdísi Ólafsdóttur, sem í meira en áratug hefur verið einn af okkar allra bestu félögum. Hún hafði flesta kosti góðs söngfélaga, altrödd sem féll vel að hópsöng ásamt næmi og vilja til að kunna sína rödd og sam- viskusemi til að mæta vel og stundvís- lega á æfingar. Hún átti um einna lengstan veg að fara af kórfélögum, en eins og stundum vill verða við slík- ar aðstæður var hún oftast mætt fyrst allra á æfingastað. Vigdís, eins og hún var kölluð, var hógvær kona og lítillát, hafði sig ekki í frammi á stórfundum en var ræðin og skemmtileg í fámennari hópi. Við átt- um oft samleið „í bæinn“ að æfingum loknum og þá bar margt á góma. Hún var næm fyrir hvað hafði gengið vel eða miður í flutningi tónlistar sem á dagskrá var hverju sinni. Og þá skipti ekki máli hvort það var einföld guðs- þjónusta þar sem sungið var einradd- að, eða flutt voru stærri og flóknari tónverk með aðstoð fleiri aðila. Allt vildi hún vinna af sömu alúð og vand- virkni vitandi um, að eins og sérhver múrsteinn byggingar er jafn mikil- vægur og þarf að falla í heildarmynd- ina án hnökra, eins þarf sérhver tónn í vef sönglistarinnar að vera fagur- lega mótaður og falla inn í samhljóm kórsins á réttum stað og tíma, hvort sem flutt er einfalt barnalag eða margslungnar útsetningar eftir Händel eða Distler. Það var í sumar að okkar bárust fregnir um veikindi Vigdísar og í fyrstu var ekki ljóst hvað olli lasleika hennar. En brátt leiddu rannsóknir í ljós hver orsökin var og þá var séð að baráttan myndi verða erfið. Við átt- um þess kost að heimsækja hana á Landspítala skömmu fyrir jól og syngja fyrir hana jólalög í framhaldi af aðventukvöldi safnaðarins. Það var okkur mikil ánægja að fá að gleðja hana fyrir jólahátíðina. Hins vegar bjuggumst við þá ekki við að umskipt- in yrðu svo skjótt. En minningin um góðan félaga lifn- ar í hvert sinn er fögur sönglist hljómar í eyrum. Við sendum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Kórs Vídalínskirkju. Guðmundur Guðbrandsson. SIGRÍÐUR VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Vigdísi Ólafsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Jakobsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.