Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 8

Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 8
Gísli Rúnar er kominn til að taka yfir, herra. Það er samdóma álit allra að hann leiki þig betur en þú sjálfur, herra. FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ísalp og Klifurhúsið með opið hús Gróska í klifursportinu Klifur í klettum ogsvokallað ísklifur,að ógleymdum miserfiðum fjallgöngum, heillar marga Íslendinga. Íslenski Alpaklúbburinn og Klifurhúsið gangast fyrir opnu húsi á næstunni og þar verður starfsemi árins kynnt gaumgæfi- lega. Halldór Kvaran er formaður Ísalp og Morg- unblaðið ræddi við hann á dögunum og spurði hann út í starfsemi Ísalp og Klifurhússins og um klifur á almennari nótum. Svör hans fara hér á eftir. Segðu okkur fyrst eitt- hvað almennt um Ísalp og Klifurhúsið … „Íslenski Alpaklúbbur- inn er félagsskapur karla og kvenna sem eiga sameiginlegt áhugamál sem er hvers kyns fjallamennska. Fólk leggur stund á sport eins og ís- og klettaklifur, almennar fjallgöngur, jöklaferðir og svo í seinni tíð hefur bæst við innanhússklifur með tilkomu Klifurhússins. Við erum með fjöl- breytt námskeið sem snúa að fjallamennsku og því að geta bjargað sér og öðrum úr marg- víslegum kringumstæðum. Enn- fremur erum við með mynda- kvöld, við höldum veglega fjallamyndasýningu, Banff, ár- lega og svo ísklifurfestival, rek- um upplýsingavefinn www.isalp.- is auk þess að gefa út veglegt ársrit o.fl. o.fl. Klifurhúsið sér svo um rekst- urinn á innanhússklifuraðstöðu ásamt því að halda klifurnám- skeið. Aðstaðan og félagsskapur- inn er öllum opinn og allir eru velkomnir. Aðstaðan er í Skútu- vogi 1g og heilmikið á döfinni og alltaf gaman.“ Nú er opið hús um helgina, hvað verður þar í gangi og hver er dagskráin? „Ísalp og Klifurhúsið verða með opið hús um helgina. Húsið verður opið frá 11 til 18.00 báða dagana. Það verður frítt í klifur fyrir alla og fólk getur jafnframt fengið allar upplýsingar um starfsemina, skráð sig á nám- skeið og skoðað allan útbúnað sem notaður er í fjallamennsk- unni í dag. Við verðum með myndasýningar og vídeó í gangi alla helgina og öll fyrri ársrit Ís- alp liggja frammi og það verður heitt á könnunni.“ Eru margir í svona klifri á Ís- landi? „Á landsvísu eru starfandi í björgunar- og hjálparsveitum um 5.000 manns á útkallsskrá. Fé- lagsmenn í Ísalp eru rúmlega 300 og það eru nokkur hundruð manns sem koma nokkuð reglu- lega í Klifurhúsið. Ég myndi áætla að þeir sem stunda ein- hvers konar klifur á Íslandi væru í námunda við 1.000 manns.“ Fjölgar iðkendum eða stendur þetta í stað? „Eftir tilkomu Klifurhússins hefur þessi fjöldi auk- ist töluvert og við spáum því að þetta sé bara byrjunin. Nýleg könnun í grunnskólum sýnir að klifur er í fimmta sæti hjá strákum og sjö- unda hjá stelpum yfir það sport sem þau vilja helst stunda.“ Á hverra færi er að klifra í ís og klettum? „Það geta allir klifrað í ís og klettum. Fólk ætti þó að fara á námskeið og læra helstu hnúta og tryggingar. Síðan er að velja leið- ir við hæfi og ætla sér ekki um of. Æfingin skapar meistarann.“ Myndirðu segja að þetta væri hættulegt sport? „Slys eru sem betur fer næsta óþekkt í þessum íþróttum. Helst er að menn hrufli sig og rispist eða misstígi sig. Við klifur eru menn í línum og nota annaðhvort fastar tryggingar í klettum eða þá aðrar klifurtryggingar. Í ís- klifri eru notaðar skrúfur sem skrúfaðar eru í ísinn. Ef rétt er að staðið er hættan sáralítil.“ Kostar mikið að koma sér af stað? „Til að byrja í innanhússklifri þarf aðeins klifurskó og þeir kosta um 6.000 kr. Til að fara svo yfir í útiklifur bætist við lína og karabínur/tvistar og það er hægt að koma sér upp búnaði fyrir minna en 15.000 kr. Til að fara í ísklifur bætast við mannbroddar og ísaxir og slíkur búnaður kost- ar heldur meira.“ Stunda menn þetta sport einir eða í hópi? „Menn stunda klifur yfirleitt í tveggja til þriggja manna hópum. Einn leiðir klifrið og félaginn tryggir hann með að halda í lín- una. Erfiðleikar leiðanna eru gráðaðir eftir ákveðnum kerfum og eftir því sem getan eykst tak- ast menn á við erfiðari og meira krefjandi leiðir.“ Er Ísland heppilegt land til svona klifurs? „Aðstæður til ísklifurs á Ís- landi þykja á heimsmælikvarða og það er ekki langt að fara til að komast í frábærar að- stæður. Það eru þó- nokkur mjög góð klettaklifursvæði á landinu. Í nágrenni höfuðborgarinnar er helst að klifrað sé í Valshamri eða þá í Stardal. Svo eru jöklarnir innan seilingar og fjöllin allt í kringum okkur. Útivist og fjalla- mennska er fyrir alla og allir eiga að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á fjöllum. Óski menn eftir fleiri upplýs- ingum um dagskrá Ísalp þá er þær allar að finna á slóðinni www.isalp.is á netinu.“ Halldór Kvaran  Halldór Kvaran fæddist í Reykjavík 1961. Stúdent frá VÍ 1982. Starfaði þar eftir við Heild- verslun Gunnars Kvaran til árs- ins 2000. Frá 2000 til 2002 sem deildarstjóri hjá matvörudeild Danól og hefur rekið eigin heild- verslun frá miðju ári 2003. Hall- dór hefur setið í stjórn Íslenska Alpaklúbbsins í fjögur ár og sem formaður síðustu tólf mánuði. Halldór situr ennfremur í stjórn Klifurhússins. Maki er Kristín Gísladóttir og eiga þau saman tvö börn en tvö hvort til viðbótar úr fyrri samböndum. Það geta allir klifrað í ís og klettum Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt 30-70% afsláttu r STRANDGÖTU 33 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4533 • Regngallar • Vindblússur • Golfpeysur • Full sett • Stakar kylfur • Golfskór • Pokar • Kerrur • Boltar o.fl. RISAÚTSALA LOFTLEIÐIR Icelandic hafa samið við ítalska flugfélagið Vol- are Group um leigu á B767 breiðþotu Loftleiða. Samningurinn nær yfir leigu til Volare Group á einni Boeing 767-300 breiðþotu, áhöfnum, við- haldi og tryggingum. Lágmarksverðmæti samnings- ins, sem er til þriggja mánaða, er rúmar 4 milljónir bandaríkja- dala eða um 280 millj. ísl. kr. Samkvæmt upplýsingum Loft- leiða Icelandic verður fyrsta flugið farið 16. janúar n.k. en flogið verður fjórum sinnum í viku frá Mílanó til þriggja áfangastaða á Kúbu og fleiri staða í Karíbahafi. Loftleiðir Ice- landic er dótturfyrirtæki Flug- leiða og annast öflun leiguverk- efna. Loftleiðir hafa leigt þotu til ítalsks félags

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.